Skessuhorn


Skessuhorn - 05.06.2002, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 05.06.2002, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ 2002 Lögreglan á Snæfellsnesi Fremur annasöm helgi Síðastliðin helgi var fremur anna- söm hjá lögreglunni á Snæfellsnesi. EUefii ökumenn voru teknir fyrir of hraðan akstur og þrír vegna gruns um ölvunarakstur. Að sögn Olafs Guð- mundssonar, yfirlögregluþjóns, má greinilega merkja aukinn hraða á vegum úti með hækkandi sól. Olafur segir að sé mið tekið af tímabilinu ffá 1. janúar til 31. maí hafi lögreglan tekið mun fleiri ökumenn fyrir hraðakstur í ár miðað við í fyrra. Hljómsveitin Á móti sól lék á dans- leik í samkomuhúsinu í Grundarfirði á laugardagskvöldið og segir Olafur að komið hafi til einhverra ryskinga á milli heimamanna og aðkomufólks. Voru kona og karl flutt á heilsugæslu- stöðina í Grundarfirði og einn á lög- reglustöðina. Þá var lögreglunni tilkynnt um það aðfararnótt sunnudagsins að bifreið væri horfin frá þeim stað sem eigend- umir skildu hana eftir á í miðbæ Grundarfjarðar og fannst hann aftur um sunnudagsmorguninn í Kolgrafa- firði við Kolgrafahlíð. smh Haraldur til áramóta Haraldur Líndal verður að öll- um líkindum bæjarstjóri í Dala- byggð til áramóta. Hann mun ekki hafa hugsað sér að vera lengur en út kjörtímabilið en að sögn Guð- rúnar Jónu Gunnarsdóttur verð- andi oddvita hefur verið samið við hann um að gegna starfinu til ára- móta þannig að rýmri tími gefist til að finna eftirmann. GE Einbýlishús óskast til leigu Einbýlishús óskast til leigu seinni hluta sumars og til lengri tíma. Æskileg staðsetning er Grundarhverfi eða Jörundarholt, stærð 130 - 150 ftn. Areiðanlegir leigjendur og skilvísum greiðslum heitið. Nánari upplýsingar gefur Guðjón S. Brjánsson, SHA í s. 430 6010 eða gsm 897 4661 Oortónleikar rre^jukórsins Freyjukórinn heldur vortónleika í Reykholtskirkju sunnudaginn 9. júní kl. 15:00. Á efnisskránni er fjölbreytt úrval innlendra og erlendra laga, en auk kórsins koma fram einsöngvarar og kvartett. Stjórnandi kórsins er Zsuzsanna Budai, undirleik i annast þau Steinunn Árnadóttir píanó, Haukur ; Gísiason kontrabassi og Lára Kristín Gísladóttir þverflauta. Einsöngvarar eru þær Unnur l Sigurðardóttir og Kristín Magdalena Ágústsdóttir. Aðgangseyrir er 1500 krónur, frítt fyrir börn yngri en 12 ára. Ævinna í boði Njarðtak óskar eftir meiraprofsbílstjóra til að hafa umsjón með gámaplani í Borgarnesi. Upplýsingar á skrifstofutíma í síma 898 8264, Ólafur Hestaíþi kosningadaginn ver<3 indási í Borgarnesi l ipt verður Skráninj kl. 20-22 í sí! ím frestað var á fr haldið júní kl. I0.00. |álti og gæðingaskeic laginn 13. júní »9 og 437 I660 íþróttanefnd Laxveiðin byrjar rólega Gylfi Gautur Pétursson formadur Stangveiðifélags Reykjavtkur meðjjrsta laxinn úr Norðurá. Laxveiðin fer venju ffernur rólega af stað að þessu sinni en fyrstu tvær ámar af þeim „stóru“ hafa nú verið opnaðar. Norðurá var opnuð síðast- liðinn laugardagsmorgun og að venju var það stjóm Stangveiðifé- lags Reykjavíkur sem hefur ána á leigu sem skipaði fyrsta hollið að mestu og það var varaformaðurinn Gylfi Gaumr Pémrsson sem náði fyrsta laxinum, tíu punda hrygnu, um klukkutíma eftir að áin var opn- uð. Annar lax kom á land síðar um daginn en þetta telst ffemur rýr uppskera á opnunardaginn í Norð- urá. Þverá var opnuð í gærmorgun og fór hún svipað af stað og Norðurá en þar veiddust líka tveir laxar, 10 og 12 pimd. GE Irlandsstofa á Akranesi? Eins og fram hefur komið f Skessuhorni gerði nefnd sem starfar að írskum dögum tillögu til bæjarstjómar í vor þess efnis að sett verði upp Irlandsstofa á Akranesi. Að sögn Gísla Gíslasonar, bæjar- stjóra, er hugmyndin að baki því að útbúa eitt af húsunum við Byggða- safnið að Görðum þannig að þar geti dvalist gestir, meðal annars frá Irlandi, t.d. málarar, rithöfúndar, tónlistarmenn o.s.ffv. Nú hefur bæjarráð Akraness samþykkt að skipa þriggja manna starfshóp sem leggi fyrir bæjarráð og stjóm byggðasafnsins tillögu um hvernig megi koma tdllögu um Ir- landsstofú í ffamkvæmd. í nefnd- inni koma til með að sitja fulltrúi stjórnar byggðasafnsins, menning- ar- og skólafulltrúi og markaðsfull- trúi Akraness. „Stjóm byggðasafns- ins tók vel í hugmyndina og sá starfchópur sem settur var á lagg- irnar á að skoða hvernig megi koma þessu í framkvæmd," segir Gísli. „Ljóst er að það mun kosta eitthvað að útbúa eitthvert húsið þannig að unnt verði að búa í því. Nefndin á að skila áliti ekki síðar en í lok ágúst þannig að þá fyrst verð- ur unnt að skoða hvenær og hvem- ig megi koma þessu í gagnið.“ SÓK Bæjarstjómarkosningar í Borgarbyggð Framsóknarmenn kæra Framsóknarfélag Mýrasýslu hefur fyrir hönd B-listans í Borgarbyggð lagt ffam kæm vegna sveitarstjóm- arkosninganna þann 25. maí sl. Eins og komið hefur fram í Skessu- homi réði hlutkesti því að 2. bæjar- fulltrúi Borgarbyggðarlista fór inn í bæjarstjóm en ekki 4. maður B - lista. Með kærunni er í fyrsta lagið far- ið ffam á að tiltekið atkvæði greitt B-lista sem úrskurðað var ógilt verði tekið gilt og þar með séu fjórir frambjóðendm' B-lista réttkjörnir bæjarfúlltrúar. Verði ekki fallist á þessa kröfú er farið ffam á að öll at- kvæði sem greidd vora á kjörstað og utan kjörfundar verði endurtalin og endurúrskurðað um vafaatkvæði. I fféttatilkynningu ffá Framsókn- arfélagi Mýrasýslu segir að við at- hugun hafi komið í ljós að hægt hefði verið að fá kosningu til sveit- arstjórnar í Borgarbyggð ógilta í heild sinni. „Hefði sú krafa byggst á því að eitt ógilt atkvæði sem greitt var utan kjörfúndar væri inni í taln- ingunni. Þá er einnig hægt að færa rök fyrir því að ekki hafi verið stað- ið með óumdeilanlegum hætti að hlutkesti milli 4. manns B-lista og 2. manns L-lista. Framsóknarmenn hafá ákveðið að efna ekki til málssóknar sem gætd haft jafn afdrifaríkar afleiðingar í för með sér og endurkosningu til sveit- arstjórnar eða armars hlutkestis milli frambjóðenda. Verði fallist á fyrr- nefúdar kröfur um endurtalningu og/eða endurúrskurð um gild at- kvæði munu þeir hlíta niðurstöðum þeirrar framkvæmdar og líta svo á að allri óvissu um úrslit kosninganna sé þar með eytt“ segir í fféttatril- kynningunni. GE Krakkamir í Grunnskólanum í Borgamesi létu undan blíðunni í morgun ogfóru í skrúðgöngu um bæinn. Mynd: GE Hvalfj arðargöng Mikið um hraðakstur Mikið hefur verið um að öku- menn sem aka í gegnum Hvalfjarð- argöng virði ekki hámarkshraða. Um síðustu helgi óku um 5800 bíl- ar dl suðurs lun göngin og tæplega 200 þeirra óku á ólöglegum hraða eða um 3% ökumanna. Flestir aka á 84-89 km hraða en þeir eru þó nokkrir sem keyra á allt að 120 km hraða en hámarkshraði í göngim- um er 70 km/klst Hvítasunnuhelgin var einnig slæm í þessu trilliti en þá fóru rúm- lega 12 þúsund bílar til norðurs um göngin. Þar af voru 137 á ólögleg- um hraða. Einn þeirra ók hraðar en nokkur hefur gert áður ffá því göngin voru opnuð fyrir fjóram árum síðan, á 147 km hraða. Hann verður sviptur ökuleyfi í þrjá mán- uði og verður gert að greiða 70 þúsxmd krónur í sekt. SOK Gísli áfram bæjarstjóri Meirihlutd bæjarstjómar Akra- ness kom sér saman um að fara þess á leit við Gísla Gíslason að hann gegndi áffam starfi bæjar- stjóra og varð hann við þeirri ósk. Þegar hefur verið gengið ffá samningi við Gísla. Meirihlutamyndun er ekki lok- ið að öllu leyti en reiknað er með að það verði gert á allra næstu dögum. A þriðjudaginn kemur verður svo fyrsti bæjarstjómar- fundur nýrrar bæjarstjórnar á Akranesi. SÓK Borgarbyggð Sami meirihluti Sjálfctæðisflokkur og Borgar- byggðarlisti hafa náð samkomu- lagri um áffamhaldandi meirihluta- samstarf í bæjarstjóm Borgar- byggðar en meirihlutasamkomu- lagið hefur þegar verið samþykkt í viðkomandi bæjarmálafélögum. Helga Halldórsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokks verður forseti bæjarstjómar en Finnbogi Rögn- valdsson oddvitd Borgarbyggðar- listans verður formaður bæjarráðs. Að sögn Helgu standa yfir við- ræður við hugsanlegt bæjarstjóra- effii en hún vildi ekki gefa upp hver þar væri á ferðinni en sagði það myndi skýrast á næstu dögum hvort samið yrði við þann aðila eða starfið auglýst. GE Björg áfram bæjarstjóri Allar líkur eru á óbreyttum meirihluta sjálfstæðismanna og Framsóknarflokks í Grundarfirði á komandi kjörtímabili. Oddvitar listanna hafa imdirritað samkomu- lag um meirihlutasamstarf með fyr- irvara um samþykki flokksfélag- anna. Samkvæmt samkomulaginu verður Sigríður Finsen oddviti sjálfstæðismanna forseti bæjar- stjómar og Guðni Hallgrímsson oddviti ffamsóknarmanna verður formaður bæjarráðs. Allar líkur eru á að Björg Ágústsdóttir verði áfram bæjarstjóri í Grundarfirði þótt ekki hafi verið gengið frá samningum við hana. QE

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.