Skessuhorn


Skessuhorn - 05.06.2002, Page 6

Skessuhorn - 05.06.2002, Page 6
6 MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ 2002 SSgSSUHOBKl Grafin heiðargæsabringa fyrir fjóra: Hráefiii: Bringa af einni heiðargæs (úr- beinuð) Gróft salt, mikið af því 1 msk. sinnepsfrœ 1 msk. baselika 1/2 msk. oregan 1 msk. timjan 1 msk. rósmarin 1 msk. salt 1 msk. svartwr pipar 1 msk. dillfræ 1 msk. sykur 1 msk. rósapipar Aðferð: Bringurnar kaffærðar í saltinu og hafðar í 3-4 tíma. Þá er salt- ið skolað af. Öllu kryddinu blandað saman og bringurnar þaktar með blöndunni. Látið standa í lágmark 1 sólarhring (bara betra eftir því sem lengra líður). Sósa 2 msk. púðursykur 1 msk. worcestersbire 2 msk. rauðvínsedik 1 tsk. dijonsinnep 1 dl góð olía. Ollu hrært saman, olían seinust út í. Verði ykkur að góðu! Grafin heiðargæs Ólafur Stefánsson frá Litlu- Brekku á Mýrum er orðlagður fyrir hæfni í eldhúsinu. Hann hef- ur verið haldinn ólæknandi veiði- ástríðu ffá blautu barnsbeini og segir að sé hann ekki á veiðum eða með fjölskyldunni þá verji hann helst ffítíma sínum á rell- unni TF KOK sem hann á í félagi við nokkra góða Borgfirðinga. Ólafur er búsettur í Reykjavík og á þar fjölskyldu og starfar sem verktaki við trésmíði. Þó að tími villibráða sé kannski ekki alveg nú um stundir þá er víst að margir skotveiðimenn eru farnir að renna hýru auga til hausts og það má jú alltaf borða ljúffenga villi- bráðina. Fyrir Ólaf er nærtækast að bjóða lesendum Skessuhoms upp á uppskrift af grafinni heiðar- Ólafur Stefánsson gæsarbringu. og segir hann að þessi réttur sé frábær sem forrétt- ur eða á hlaðborð. Ágúst Júlíusson var meðal þeirra átján sem fóm til Danmerkur fyrir hönd Sundfélags Akraness fyrir skömmu og tóku þátt í einu stærsta sundmóti sem haldið er í heiminum ár hvert. Árangur Agústs var glæsilegur. Hann komst í úrslit í fimm greinum og vann til silfurverðlauna í 25 metra skriðsundi á tímanum 13,25 sekúndur. Við fengum Ágúst til að vera gest í skráargati vikunnar. Agiíst Júlíusson Nctfn: Agúst Júlíusson. Fæðingardagur og ár: 28. janúar 1989. Hæð: Eg man það ekki. Það var 1,51 m í haust. Segjum bara 1,58 m. Starf: Eg er í Brekkubæjarskóla og æfi sund. Fjölskylduhagir: Eg bý hjá foreldrum mínum. Uppáhalds matur: Hamborgari. Uppáhalds drykkur: Djús. Uppáhalds sjónvarpsefni: Fótboltaleikir, Heklusport og svoleiðis. Uppáhalds leikari innlendur: Jón Gnarr. Uppáhalds leikari erlendur: Jackie Chan. Besta bíómyndin: Lord of the Rings. Uppáhalds íþróttamaður: David Beckham. Uppáhalds íþróttafélag: IA og Liverpool. Uppáhalds stjómmálamaður: Davíð Oddsson. Uppáhalds tónlistarmaður innlendur: Strákamir í Quarashi. Uppáhalds tónlistarmaður erlendur: Veit það ekki. Allir góðir. Hvað meturðu mest ífari annarra: Að þeir séu skemmtilegir og góðir. Hvaðfer mest í taugamar á þér ífari annarra: Baktal og svoleiðis. Þinn helsti kostur: Eg er góður í sundi. Þinn helsti ókostur: Eg er ekki mjög góður í skólanum. Af hverju byrjaðirðu að æfa sund? Það ersvo langt síðan að ég man það ekki. Eg byrjaði þegar ég varfimm ára. Frændi minn var að æfa. Hvaða sund er skemmtilegast? Flugsund og skriðsund. I hvaða sundi ertu bestur? Baksundi. En það er svo þreytandi. Kom árangur þinn í Danmörku þér á óvart? Já, mjög. Æfirðu ofi í viku? Fimm til sex sinnum. Oftast í matartímum. Hefur aldrei hvarflað aðþér að hætta? Nei, eðajú stundum. En það eru skemmtilegir krakkar íþessu. Hvar sérðu þigjyrir þér eftirfimm ár? Eg ætla bara að halda áfram að æfa. Eitthvað að lokum? Nei, bara takkfyrir. Þetta var gaman. Einkunnir úr samræmdum prófum Vesdenskir nemendur bestir í ensku og náttúrufræði Einkunnir úr samræmdum próf- um liggja nú fyrir og í ljós kemur að nemendur á Vesturlandi standa sig best í ensku og náttúrufræði þar sem meðaleinkunnin er í báðum til- fellum 7,3 en verst í stærðffæði. At- hygli vekur hins vegar að nemend- ur á Vesturlandi eru undir meðaltali í öllum greinum nema stærðffæði en í þeirri grein var meðaltalið 5,5 bæði á Vesturlandi og á landsvísu. Meðaleinkunn Vestlendinga í ís- lensku var 6,3 en 6,4 á landinu öllu og 6,0 í dönsku miðað við 6,4 á landinu öllu. Reykjavík hefur hæsta meðaltalið í heildina. Á meðfylgjandi töflu má sjá helstu niðurstöður. SOK Sálfræðiverkefni í FVA íslenska Enska Náttúru- Stærð- Danska ffæði firæði Reykjavík 6,6 7,8 8,2 5,7 6,6 Nágr. Rvk. 6,5 7,7 7,9 5,8 6,7 Suðurnes 5,9 7,2 7,2 4,9 6,2 Vesturland 6,3 7,3 7,3 5,5 6,0 Vestfirðir 6,2 7,2 7,3 5,1 6,1 Norðurl. vestra 6,3 7,0 7,6 5,2 6,0 Norðurl. eystra 6,3 7,3 7,6 5,3 5,9 Austurland 6,3 7,3 7,4 5,1 6,3 Suðurland 6,1 7,0 7,4 5,0 5,7 Landið allt 6,4 7,5 7,8 5,5 6,4 Vesdendingar með eindæmum hjálpsamir í sálfræðiáföngum í Fjölbrauta- skóla Vesturlands á Akranesi eru á ári hverju gerðar fjölmargar at- hyglisverðar kannanir. I vor gerðu þær Guðrún Kristófersdóttir, Nína Borg Reynisdóttir og Ólöf Lilja Lárusdóttir nokkuð merki- lega könnun en viðfangsefni henn- ar var að kanna hjálpsemi og/eða afskiptaleysi fólks gagnvart öðrum sem eru hjálparþurfi. „Bilaðir“ bílar í vegkanti „Tilgangur tilraunarinnar var fyrst og fremst að sýna fram á áhrif hjálpsamra fyrirmynda á hjálpsemi eða afskiptaleysi manna,“ segir Guðrún. „Til þess að komast að því hver þau væru ákváðum við að leggja bíl úti í vegkanti neðan við Hafnarfjall sem átti að virðast bil- aður. Svo lögðum við öðrum bíl sexhundruð metrum framar þar sem ökumaður hans hafði fengið hjálp frá öðrum vegfaranda. Sam- kvæmt kenningunni átti þessi fyr- irmynd að ýta undir hjálpsemi annarra." Auk þess að komast að því veltu höfundar tilraunarinnar því fyrir sér hvort skipti máli hvers kyns hjálparþeginn væri og hvort kynjamunur væri á þeim sem byðu fram aðstoð sína. Konum fremur hjálpað en körlum Meginniðurstöður könnunar- innar voru þær að áhrif hjálpsamr- ar fyrirmyndar voru síður en svo til að auka tíðni hjálpseminnar. Heil 90% vegfarenda stöðvuðu fyrir nauðstaddri konu þegar fyrir- myndin var engin en hlutfallið lækkaði niður í 20%, eða um 77,8%, þegar ökumenn sáu að hjálpsamur vegfarandi var á næsta leyti. Því er greinilegt að fólk legg- ur frekar fram hjálparhönd þegar enginn annar er nálægur. Hins vegar mældist einnig 22% munur á því hvort stoppað var fyrir karli og konu og vart þarf að taka það fram að færri stoppuðu fyrir körlunum. Þó var úrkomulaust þegar stöðvað var fyrir konunum en karlagreyin stóðu úti í hríð. Óvæntar niðurstöður Guðrún segir þessar niðurstöð- ur hafa komið þeim á óvart. „Þetta var þveröfugt við það sem við bjuggumst við. Við héldum að 20- 30% myndu stöðva 'og svo var meiningin að auka það hlutfall með fyrirmyndinni. Hjálpsemi fólks var samt það sem kom okkur mest á óvart og allir tóku því mjög vel að einungis væri um könnun að ræða enda afhentum við öllum sér- stök viðurkenningarskjöl fyrir hjálpsemina." Samkvæmt skýrslu sem gerð var um könnunina hafa rannsóknir sýnt að nálægð annarra getur haft þau áhrif að fólk hugsi með sér að það sé ekki endilega í þeirra verkahring að hjálpa, heldur muni aðrir sem eru viðstaddir ör- ugglega leggja fram hjálparhönd. SÓK Allir með hjálma! Þessir krakkar voru kampakátir með nýju hjálmana sína. Akranesdeild Rauða kross ís- lands gaf öllum nemendum í þriðja bekk grunnskólanna á Akranesi hjólreiðahjálma á dögunum. Þetta er orðinn árlegur viðburður í starfi deildarinnar og hafa hjálmarnir sem hafa verið gefnir í gegnum árin eflaust komið að góðum not- um. Áður en hjálmarnir voru af- hentir fengu börnin að sjá mynd- band um hvernig eigi að nota þá svo rétt sé og ekki síður hvernig getur farið fyrir þeim sem nota þá ekki. SÓK

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.