Skessuhorn


Skessuhorn - 10.07.2002, Qupperneq 2

Skessuhorn - 10.07.2002, Qupperneq 2
2 MIÐVIKUDAGUR 10. JULI 2002 Jáiasunuk.i Þrjár hátíðir um helgina Ferðamenn sem leggja leið sína á Vesturland, sem og Vest- lendingar, þurfa ekki að sitja aðgerðalausir nú um helgina því ekki færri en þrjár fjöl- skylduhátíðir eru í boði. Á Akranesi verður ein stærsta bæjarhátíð sumarsins, Irskir dagar sem nú verða haldnir með sérstökum glæsibrag. Þar er boðið upp á fjölbreytta dag- skrá með írsku yfirbragði. Há- tíðin hefst formlega á morgun fimmtudag þegar Akraborgin kemur í heimsókn á fornar slóðir en þá eru nákvæmlega fjögur ár síðan hún hætti sigl- ingum. Meðal skemmtikrafta á há- tíðinni eru Irska hljómsveitin Ash Plant og Riverdanshópur sem koma sérstaklega til lands- ins vegna írsku daganna. Þá má nefna Kaffibrúsakarlalana, Papana og fleiri og fleiri. Svokallaðir „Tax Free“ dagar verða ennfremur í verslunum á Akranesi þessa daga, þar sem hægt verður að gera góð kaup. Leifshátíð Tuttugu og fimm norskir vík- ingar koma til landsins í rilefni af Leifshátíð 2002 sem haldin er á Eiríksstöðum í Haukadal. Þar verður að vanda margt til skemmtunar og andi Eiríks rauða og hans samtíðarmanna mun svífa yfir Haukadalsvatninu. Sandaragleði Á Hellissandi verður mikið húllumhæ en svonefnd Sand- aragleði verður endurvakin um helgina. Þar verður ýmislegt í boði, meðal annars fjölbreytt tónlistaratriði. GE Kviknaði í bát í Ólafsvíkurhöfii Sjúkrahús Akraness Fæðingardeild „lokuð“ í tvær vikur Engar fæðingar hafa verið leyfðar á fæðinga- og kvensjúkdómadeild Sjúkrahúss Akraness frá 4. júlí síðastliðnum og mun svo vera fram til 17. júlí. Ástæðan er sú að ekki fékkst stað- gengill fyrir Stefán Helgason, yfirlækni á deildinni, en hann er í sumarleyfi. Anna Bjömsdóttir, deildarstjóri fæðinga- og kvensjúkdómadeildar, segir ástandið slæmt. „Það er að vísu ekki lokað hér heldur mega konumar ekki fæða hérna þar sem enginn kvensjúkdómalæknir er á bakvakt. En þær mega koma hingað og liggja sængurleguna og þær hafa gert það fjórar. Ein reyndar fæddi hér barn á sunnudagskvöldið svo þær em fimm sem hafa fætt á þess- um tíma sem deildin hefur verið í lamasessi.“ Anna segir þetta vera í fyrsta skipti sem SHA hafi þurft að grípa til þessa örþrifaráðs. „Við höfum aldrei upplifað þetta, hér hafa alltaf verið læknar. Þetta er í fyrsta skipti sem þetta kemur upp á og vonandi það síðasta.Við vitum ekki hver ástæðan er fyrir þvx að svona erfiðlega gengur að fá afleys- ingalækni. Hvort það em svona fáir í námi eða hvort þeir læknar sem til era vilji einfaldlega frekar vera í Reykjavík. Við vonum bara að þetta leysist farsællega og að hingað verði ráðinn fæðinga- og kvensjúkdóma- læknir sem allra fyrst. Stefán er bú- inn að vera á vöktum sjálfur í 11 vikur og hefur ekki komist út fyrir göng á þeim tíma. Það heldur það enginn út.“ Anna segir að Magnús Kolbeins- son, skurðlæknir, sé á bakvakt í fjar- vera Stefáns. „Hér verður alltaf einhver sérffæðingur að vera á- byrgur ef eitthvað kemur upp á og Magnús tók það að sér núna. Við miðum við að hafa hér vaktþjón- ustu allan sólarhringinn og við get- um ekki gefið okkur út fyrir að vera með fjölgreinasjúkrahús með vakt- þjónustu allan sólarhringinn án þess að standa við það.“ Anna segir að ekki séu líkur á því að fæðingar verði bannaðar á deildinni lengur en ffam að 17. júlí. „Við vonum svo sannarlega ekki. Hér er að minnsta kosti skráður keisaraskurður þann 18. júlí.“ SÓK Borgarfjarðarsveit Skrifstofa Borgarfjarðarsveitar verður lokuð vegna sumarleyfa frá 22. júlí til 6. ágúst að báðum dögum meðtöldum. Starfsfólk Búfjárslysum í Borgarfirði fækkar Skipulegar aðgerðir hafa slál- að umtalsverðum árangri Tíðni búfjár- slysa hefur óvíða verið meiri á und- anförnum áram en í Borgarfirði. Fyrir þremur áram hóf vega- gerðin í samvinnu við lögreglu og bændur átak til að stemma stigu við þessu vandamáli. I þeim tilgangi að halda búfé frá þjóðvegunum hef- vegagerðin ur Jenni R. Olason aígætir veggirðingu skawmtfrá Fiskilæk. Mynd: GE Hefur þú áhuga á að kynna eða selja vörur þínar á útimarkaði sem haldinn verður þann 20. júlí nk. á Hvammstanga? Hafðu samband við Ferðamálafulltrúa Húnaþings vestra, s. 455 2515 - netfang ferdamal@hunathing.is. unnið skipulega að viðhaldi og endurnýjun girðinga meðfram veg- unum þar sem umferðin er mest. Þá hefur vegsvæðið þar sem um- ferðin er mest verið smalað reglu- lega yfir sumarmánuðina. Að sögn Jenna R. Ólasonar sem stjómað hefur verkinu fyrir hönd vegagerðarinnar hafa þessar að- gerðir skilað umtalsverðum ár- angri. „í fyrra varð umtalsverð fækkun búfjárslysa frá því árinu áður og það þökkum við ekki síst betri girðingum og þessum smala- mennskum." í sumar hafa girðing- ar á um 20 km kafla undir Hafnar- fjalli verið endurnýjaðar og segir Jenni að á þeim slóðum sé ástandið orðið gott. „í sumar hafa ekki orð- ið nema sex umferðaróhöpp sem tengjast búfé en öll nema eitt hafa orðið í Norðurárdal og það er það svæði sem er verst í dag. Við höfum ástæðu til að ætla að ástandið geti orðið enn betra ef allir leggjast á eitt,“ segir Jenni. GE Eldur kviknaði í skipinu Austur- borg SH í Ólafsvíkurhöfn skömmu fyrir miðnættið í gærkvöld. Tölu- verðan tíma tók að slökkva eldinn og urðu miklar skemmdir á bám- um. Einn maður úr áhöfhinni var fluttur á sjúkrahús með reykeitran. Mikinn reyk lagði af eldinum yfir bæinn en slökkviliðið var fljótt á staðinn og kom í veg fyrir frekara tjón. Austurborg erum 30 tonna bátur og að sögn lögreglu í Olafsvik var áhöfnin ný- farin frá borði þegar eldsins varð vart. Einn úr áhöfninni fór aftur um borð og er talið að hann hafi fengið reykeitrun. Mynd: Alfons Sportstúlka Akraness kj' • •• • lonn Þann 24. ágúst næstkomandi verður haldin keppni um titilinn Sportstúlka Akraness á Café Mörk en átta stúlkur koma til með að keppa um titilinn. Þetta er í fyrsta skipd sem keppnin verður haldin en ædunin er að gera hana að ár- legum viðburði á Akranesi. For- keppnir verða dagana 16. og 17. á- gúst en stúlkurnar átta verða kynntar bæði í Séð og heyrt og í Skessuhomi að þeim loknum. Silja Allansdóttir hefur umsjón með keppninni sem er haldin í samstarfi við ýmis íyrirtæki bæði á Akranesi og í Reykjavík. Ber þar helst að nefita Lind ehf., Lidu búð- ina, Mozart, Ozone, Ölgerðina Egil Skallagrímsson, Ævintýra- ferðir og Flugskóla íslands en stúlkumar koma allar til með að fara í siglingu með Ævintýraferð- um og þær sem lenda í þremur efetu sætunum fá kynnisflug hjá Flugskóla Islands. Að sögn Jóhanns Pálmasonar, annars eigenda Café Merkur, verð- ur keppnin með léttu sniði. Stúlk- umar koma til með að sýna föt og boðið verður upp á fordrykk og létta rétti. SÓK Mikil aukning ferðamanna í Dalasýslu Aðilar í ferðaþjónustu finna fyrir umtalsverðri aukningu á streymi ferðamanna í Dali vestur að sögn Ölmu Guðmundsdóttur ferðamálafulltrúa. Strax á vormánuðum hafði gestum á Eiríksstöðum fjölgað um 48,2% á milli ára, mánuðina ;an. - 31. maí en þá vora gestir á Eiríksstöðum 927 manns. Þá var einnig umtalsverð aukn- ing gesta á hótelinu að Laugum í Sælingsdal, á sama tímabil. GE Sama mann- eskjan í tveimur árekstrum Síðastliðinn laugardag urðu tveir árekstrar í umdæmi lögregl- unnar í Borgarnesi. Fyrri árekst- urinn varð skammt frá Brú í Hrutafirði. Ung kona slasaðist í árekstrinum og átti að flytja hana í sjúkrabíl á Akranes. Rétt ofan við Borgames lenti sjúkrabiffeið- in hinsvegar í árekstri við jeppa- biffeið. Ökumaður jeppans slas- aðist töluvert og voru haim og konan úr fyrri árekstrinum flutt á sjúkrahús í Reykjavík. GE

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.