Skessuhorn


Skessuhorn - 10.07.2002, Qupperneq 6

Skessuhorn - 10.07.2002, Qupperneq 6
6 MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 2002 jhUsiiiuk. Bjarki Gunnlaugsson gekk tdl liðs við Skagamenn fyrir skemmstu eins og al- kunna er og svo virðist sem það hafi gert gæfumuninn. Liðið situr nú í fjórða sæti deildarinnar eftdr að hafa lengi vel vermt botnsætdð og er komið í átta liða úrslit í bikarkeppninni. Ohætt er að halda því ffam að þessi ár- angur sé að minnsta kosti að einhverju leytd Bjarka að þakka sem hefur heldur betur verið á skotskónum í sumar og hefur skoraði í hvorki meira né minna en öllum þeim deildarleikjum sem hann hefur spilað tdl þessa. Það er bjargvættur IA sem er í skráargatd vik- unnar. Bjarki Gunnlaugsson Nafn: Bjarki Bergmann Gunnlaugsson. Fæðingardagur og ár: 6. mars 1913. Hæð: 174 cm. Starf: Heimavinnandi húsfaðir. Fjölskylduhagir: Trúlofaður Gyðu Hlín Bjömsdóttur. Við eigum tvö böm, Viktor 5 1/2 árs og Tönju Kristínu sem er tæplega tveggja ára. Uppáhalds matur: Islenskt lambakjót og humar. Uppáhalds drykkun Gott rauðvín, þau bestu komafrá Bordeaux hér- aði í Frakklandi. Uppáhalds sjónvarpsefni: Fréttir á Stöð 2. Uppáhalds leikari innlendur: Ingvar E. Sigurðsson. Uppáhalds leikari erlendur: Robert Deniro og Al Pacino. Besta bíómyndin: Godfather I og II, Godfather III var mun síðri. Uppáhalds íþróttamaður: Eg get ekki gert upp á milli Amars, Garð- ars og Rúnars Gunnlaugssona. Uppáhalds íþróttafélag: IA og Tottenham. Þegar Sol Campbell gekk til liðs við til Arsenal fylgdi ég reyndar með í kaupunum ogjylgist nú meira með Arsenal. Uppáhalds stjómmálamaður: Davíð Oddsson. Er ekki bara einn stjómmálamaður á Islandi? Uppáhalds tónlistarmaður innlendur: Bubbi Morthens. Uppáhalds tónlistarmaður erlendur: U2. Hvað meturðu mest ífari annarra? Heiðarleiki er númer eitt, tvö og jnjú. Að geta treystfólki og því sem það er að seg/a. Hvaðfer mest í taugamar á þér ífari annarra? Oheiðarleiki og óstundvísi. Þinn helsti kostur: Stundvísi. Þinn helsti ókostur: Óþolinmæði. Mottó: Ekkert svoleiðis. Maðurfer aldrei eftir því hvort sem er, betra að sleppa því bara að eiga sér mottó. Verða Skagamenn Islandsmeistarar í ár? Þeirfá að minnsta kosti titil hver sem hann verður. Afhverju ákvaðstu að ganga til liðs við Skagamenn? Bara. Mér fannst það vera rétt í stóðunni. Þeir stóðu í veseni og ég ákvað að sjá hvort ég gæti hjálpað þeim eitthvað. Ertu ánægður með þá ákvörðun? Já, mjög svo. Þetta hefur gengið betur en égþorði að vona. Eitthvað að lokum? Allir að mæta á völlinn. ^Teldð til*í ísskápnum Akumesingurinn Erna Haraldsdóttir sér um eldhúskrók þessarar viku í Skessuhorni. Hún segir að mjög gott sé að elda þennan fiskrétt þegar tekið sé tdl í ísskápnum þar sem hægt sé að nota hvaða grænmeti sem er í réttinn og einnig ýmsa smurosta. Tekið til í ísskápnum 2 góðýsuflök 1. Ýsuflökin skorin í bita og velt 1 paprika upp úr hveitiblöndunni, steikt í 1-10 sveppir olíu og sett í eldfast mót. 1/2 púrrulaukur 2. Grænmeti skorið í bita og 2 kramin hvítlauksrif steikt í olíunni og hellt yfir fisk- inn. Hveitiblanda: 3. Osturinn bræddur í rjómanum, 4 msk. hveiti grænmetiskrafti bætt út í og hellt aromat yfir fiskinn. salt 4. Hitað í ofni í 20 mín í 200°C. sítrónupipar paprikuduft Borið fram með bestu lyst ásamt hrísgrjónum, salati og brauði. Sósa: 1 peli rjómi 1/2 piparostur 2 tsk. grænmetiskraftur Verði ykkur að góðu! Bátar, dósir og Bono Rætt við Guðmund Orn Björnsson bátasérfræðing á Skaganum Guðmundur Örn Björnsson er einn af þeim Skagamönnum sem allir þekkja enda er hann sjálfur Skagamaður í húð og hár. Guð- mundur Örn, sem er aldrei kallað- ur annað en Addi, hefur óbilandi áhuga á öllu tengdu sjávarútvegi og á yfir 500 tölublöð af Fiskifrétt- um, gengur um Skagann og safnar dósum fyrir tugi þúsunda á ári og telur þær svo í vinnunni, veit allt um U2 og hefur nú búið ásamt tveimur félögum sínum, þeim Hirti Grétarssyni og Guðmundi Elíasi Pálssyni í raðhúsi á Eini- grund í nærri tvö ár. Blaðamaður Skessuhorns hitti Adda á heimili hans og spjallaði við hann um lífið og tilveruna. Skagfirðingar skemmtilegir „Ég á afmæli 28. desember, fæddur 1976. Varð 25 ára í fyrra,“ segir Addi aðspurður um aldur sinn. „Það var gaman þegar ég átti afmæli í fyrra. Ég bauð fullt af vin- um mínum og kærastan mín, Sól- veig Harpa, kom. Hún er indæl hún Solla. Hún býr á Sauðárkróki f Skagafirðinum, Skagfirðingar eru svo skemmtilegir. Hvað finnst þér?“ Addi kynntist Sollu á Isa- firði. „Við byrjuðum saman 6. október í fyrra. Ég kynntist henni á bocciamóti. Boccia er mjög skemmtileg íþrótt en það er ekki málið að vinna heldur að vera með þótt sumir haldi annað. I vor keppti ég á Hængsmóti á Akureyri. Þá kom ég sko ánægður heim, það er sko pottþétt. A ég að segja þér ástæðuna? Ég fékk hálsmen frá kærustunni. Ég gaf henni rós dag- inn eftir af því að þá vorum við búin að vera saman í 30 vikur.“ Fór í túr með Ingunni Eins og áður sagði hefur Addi gríðarlegan áhuga á sjávarútvegi og hann hefur gerst svo frægur að fara í túr með nýjasta skipinu í flota Haraldar Böðvarssonar hf., Ingunni. „Ingunn er glæsileg. Ég fór í túr með þeim í mars, við vor- um í tvo daga á loðnuveiðum. Það tók tvo daga að fylla skipið, hún ber 2000 tonn. Hann Matti skip- stjóri bauð mér að koma með. Fínn hann Matti. Hann spurði mig í mars í fyrra hvort ég væri tilbú- inn að koma í túr með honum. Ég fór ekki fyrr en ári seinna því ég þurfti að fá samþykki frá mömmu og pabba. Það var langur tími. Jahá, mér fannst það.“ Aðspurður um hvers vegna hann hafi svona mikinn áhuga á skipum segir Addi: „Mér finnst bara sum skip svo falleg. Eins og t.d. Vík- ingur. Hann var smíðaður í Þýska- landi 1960 í Bremerhaven. Hann ber 1400 tonn, sem er ekki mikið. En það skiptir kannski engu máli. Svo er ég líka áskrifandi að Fiski- fréttum. Ég er búinn að vera á- skrifandi síðan 1995 og á yfir 500 blöð, þetta er risastór bunki.“ U2 og Land og synir „U2, þeir eru snillingar að mínu mati,“ svarar Addi þegar hann er inntur eftir því hver sé hans uppá- halds hljómsveit. „Af íslensku hljómsveitunum held ég mest upp á Land og syni. Ég er búinn að fara níu sinnum á ball með þeim. Níu sinnum, hvorki meira né minna. Ég sá þá í fyrsta skipti spila á Langasandi. Það var annað hvort '97 eða '98, ég man það ekki alveg. Ég á tvo diska með þeim, bol, ég á plakat og allt mögulegt. Söngvar- inn heitir Hreimur. Mér finnst hann sætur, já, mér finnst það. Hefurðu tekið viðtal við hann? Nei, er það ekki. Aldrei? Óhepp- in.“ Allt veltur á Óla Þórðar Það er víst enginn sannur Skagamaður nema fylgjast með blessuðum boltanum og Addi læt- ur ekki hanka sig á svoleiðis smáat- riði. „Ég veit nú ekki hvernig þeim á eftir að ganga í sumar. Þetta er nú ekki búið, ekki nema rétt hálfn- að. Ég veit ekki hvort þeim tekst að verja titilinn. Það kemur bara í ljós hvernig Óli verður. Mér finnst þetta velta á honum. Hann er jú að þjálfa liðið.“ Þegar talið snýst að enska boltanum leikur enginn vafi á því hvaða liði Addi heldur með. ,Auðvitað Liverpool, ég er meira að segja í Liverpool bol. En þú? Manchester United. Þeir eru alltaf að monta sig. Ég þoli það ekki. I heimsmeistarakeppninni hélt ég með Þjóðverjum. Ég átti ekki von á því að þeir myndu tapa úrslita- leiknum.“ Saftiar dósum fyrir 100 þúsund á ári Óhætt er að halda því fram að hver einasti Skagamaður hafi ein- hvern tímann séð Adda á rölti um Skagann með svartan ruslapoka í annarri hendi að tína dósir. „Ég fer að safna dósum á hverjum einasta degi. Það eru líka verðmæti, það er engin spurning. Pabbi sagði reyndar alltaf að þetta væri rusl og drasl. En mest hef ég fengið 37 þúsund í einu, það er sko met hjá mér. Ég var með 70 poka þá, það er sko ekkert smá Sigrún mín, ekk- ert smá! Ég er búinn að finna svo- lítið af dósum á þessu sumri. Það er svo misjafnt hvað ég græði á þessu en ég fæ svona 100 þúsund á ári, hvorki meira né minna. Fyrir þá peninga kaupi ég geisladiska. Ég á 192 diska. Mig vantar bara átta diska í viðbót og þá á ég 200.“ Græddi á ættarmóti Addi er búinn að vera í sumarfríi í þrjár vikur og á eina eftir. „Um síðustu helgi fór ég á ættarmót. Ég kom heim með þrjá poka af dósum þá. Þrjá poka! Það er sko ekki lítið. En það er gaman að fara á ættar- mót. Það eru svo margir skyldir mér. Til dæmis hún Elín Málm- fríður fegurðardrottning, hún er skyld mér.“ Aðspurður um hvort leynist ekki fleiri stórmenni í ætt- inni flissar Addi vel og lengi. ,Jú, ég er nú til dæmis skyldur öðrum frægum. Ég ætla nú varla að þora að segja það... Arni Mathiesen, hann er skyldur mér. Ég held að ættin heiti Klingenbergsætt.“ Heimsfrægur eins og Bono Addi verður þungt hugsi þegar blaðamaður býður honum að segja eitthvað að lokum. „Þetta er erfitt, ég verð að viðurkenna það. Jú, ég veit. Hverjir eru bestir?!" segir hann og neitar að svara fyrir sig. „Hvað segirðu, hvenær kemur blaðið út?“ spyr Addi blaðamann þegar hann er á förum. „Á mið- vikudaginn segirðu. Það er fínt. Þá verð ég heimsfrægur. Heimsfræg- ur eins og Bono.“

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.