Skessuhorn - 10.07.2002, Side 7
MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 2002
7
Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull
Fyrsta sumarið fer vel af stað
Sjálfboðaliðar frá Bretlandi á leið til starfa
Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull
var stofnaður þann 28. júní á síð-
asta ári og er því orðinn rúmlega
ársgamall. I ár er hins vegar fyrsta
sumarið þar sem um skipulagða
dagskrá er að ræða og Guðbjörg
Gunnarsdóttir, þjóðgarðsvörður,
segir þetta fyrsta heila sumar sem
þjóðgarðurinn er starfandi fara vel
af stað. Hún veit þó ekki hversu
margir hafa lagt þangað leið sína.
„I augnablikinu stendur yfir taln-
ing á ferðafólki. Þeir sem koma
niður í Dritvík og Djúpalónssand
eru taldir með ákveðnu millibili og
þá fáum við vonandi mynd af
ferðamannastraumnum.“
I þjóðgarðinum er boðið upp á
ýmiss konar skipulagða dagskrá,
bæði gönguferðir og bamastundir.
„Þátttakan hefur verið misjöfn.
Hún fer mikið eftir umferðinni og
að sjálfsögðu veðrinu. Svo vita
ekki allir af því sem í boði er en
þetta festir sig vonandi í sessi fljót-
lega. Barnastundirnar era fræðslu-
og leikjadagskrá fyrir 5-12 ára.
Krökkunum er leiðbeint í því að
skoða umhverfi sitt, plöntur,
pöddur og steina og svo er farið í
ýmsa leiki. Barnastundirnar era á
laugardags-, sunnudags- og mið-
vikudagsmorgnum klukkan 11 og
yfirleitt leggjum við af stað ffá
tjaldstæðunum. Núna á laugardag
verðum við með fjöraferð í Kletts-
vík við Hellissand í tengslum við
Sandaragleðina og á sunnudag
verður barnastundin á Arnarstapa.
Kvöldröltið okkar er á föstudags-
og þriðjudagskvöldum en á laugar-
dögum kl. 13 er lengri ganga.
Núna á laugardaginn verður t.a.m.
gengin Klettsgatan að Búðar-
kletti," segir Guðbjörg og bendir á
að allar nánari upplýsingar sé hægt
að fá hjá sér í síma 436-6860 alla
virka daga frá 9-17 og frá 10-14
um helgar. Einnig á vefsíðu
www.natturavernd.is.
Margir hafa lagt hönd á plóginn
við vinnu við þjóðgarðinn og í lok
síðasta mánaðar unnu starfsmenn
úr vinnuskóla Snæfellsbæjar þar í
viku við að hreinsa, taka til, taka
upp gamlar girðingar og fleira. I
næstu viku koma þangað sjálf-
boðaliðar frá samtökunum BTCV
alla leið frá Bretlandi. „Þessir
sjálfboðaliðar hafa unnið mikið og
gott starf bæði í Skaftafelli ogjök-
ulsárgljúfrum við stígagerð og
fleira. Þetta er fólk sem fer víða
um heim og vinnur án launa en
fær mat. Samtökin hafa komið í
mörg ár til Islands á hverju ári og
það er mjög mikill akkur í því að
fá þau hingað."
INGI TRYGG VASON hdl.
lögg. fasteigna- og skipasali
Borgarbraut 61
310 Borgarnes
Sími: 437-1700
Fax: 437-1017
NÝTTÁ SÖLUSKRÁ
VEITINGASTAÐUR í BORGARNESI
Til sölu veitingastaðurinn Vivaldi í Borgamesi.
i Staðurinn er í fullum rekstri. Umeraðræða
« innréttingar, tæki, áhöld, húsgögn og viðskiptavild.
! Staðurinn er mjög vel staðsettur, við Brúartorg, með
! tilliti til umferðar. Getur hentað mjög vel fyrir tvo
aðila.
Auglýsing
um breytt deiliskipulag
frístundabyggöar í landi
Borga, Borgarbyggö.
Samkvæmt ákvæðum 18. og 25. gr. skipulags-
og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari
breytingum, er hér með lýst eftir athugasemdum
við ofangreint deiliskipulag.
Tillagan mun liggja frammi á Bœjarskrifstofu
Borgarbyggbar frá 12. júlí2002 til 9. ágúst 2002.
Athugasemdum skal skila á bæjarskrifstofuna fyrir
23. ágúst 2002 og skulu þær vera skriflegar.
Borgarnesi 2. júlí 2002
Byggingarfulltrúinn í Borgarbyggb
Arbókin 2001 á tilboðsverði
hjá útgefanda og í
Pennanum - Bókabúð Andrésar
UPPHEIMAR