Skessuhorn


Skessuhorn - 10.07.2002, Page 11

Skessuhorn - 10.07.2002, Page 11
SIEgSSUKiOSft MIDVIKUDAGUR 10. JULI 2002 11 ~3 Ná Skagamenn að verja íslands- meistaratitil sinn í knattspymu? Högni Haraldsson -Já, auðvitað. Sigurrós María Sigurbjöms- dóttir -Nei, e'g held ekki. Berglind Pétursdóttir ->• Þóra Hlín Þórisdótor -Já, ekki spuming. Vésteinn Sveinsson -Nei, en þeir lenda í einu af þrem- ur efstu scetunum. Brynja María Brynjarsdóttir -Nei, en þaö gæti verið möguleiki efþeirfá Amar Gunnlaugsson til liðs við sig. ÍPRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - Sundmeistaramót íslands Kolbrún sexfaldur íslandsmeistari Sundmeistaramót íslands fór fram um helgina og var árangur Sundfélags Akraness ágætur á mótinu. Liðið endaði í 4. sæti í stigakeppni liða með 7 gullverð- laun, ein silfurverðlaun og 3 bronsverðlaun. Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir stóð sig að venju framúrskarandi vel, sigraði örugglega í öllum þeim sex greinum sem hún keppti í og tryggði sér sex íslandsmeist- aratitla auk þess sem hún vann Kolbrúnarbikarinn annað árið í röð en hann er veittur því sund- fólki sem vinnur bestu afrek mótsins samkvæmt stigatöflu. [ ár fékk Kolbrún Ýr bikarinn fyrir sigur sinn í 100 m skriðsundi en fyrir hann hlaut hún 741 stig. Hún synti sundið á tímanum 59,43 sekúndum. Aðrar greinar sem Kolbrún Ýr keppti í voru 100 m baksund, 200 m baksund og 50 m flug-, bak- og skriðsund. Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir. Gunnar Smári Jónbjörnsson náði einnig góðum árangri á Sundmeistaramótinu en hann sigraði í 1500 m skriðsundi eftir harða keppni. Kolbrún Ýr er nú að undirbúa sig fyrir Evrópumeistaramótið í sundi en það fer fram í Berlín í lok þessa mánaðar. SÓK íslandsmeistararnir komnir á skrið Öruggur sigur á Fylki í Árbænum Hjörtur Hjartarson islandsmeistarar IA unnu örugg- an sigur á erkifjendunum í Fylki á útivelli, 3-1 á sunnudag. Þrjú mörk frá Skagamönnum á fimmtán mín- útna kafla í fyrri hálfleik gerðu út um leikinn og var eftirleikurinn næsta auðveldur. Fyrir leikinn munaði 7 stigum á liðunum og er óhætt að fullyrða að Skagamenn hefðu misst toppliðin of langt frá sér hefðu þeir tapað leiknum. Það var hinsvegar Ijóst strax frá upphafi að Skagamenn ætluðu sér ekkert annað en sigur. Ekki voru nema sex mínútur liðnar af leiknum þegar Gunnlaug- ur Jónsson vann skallaeinvígi eftir hornspyrnu, boltinn rataði þaðan á kollinn á Bjarka Gunnlaugssyni sem stýrði honum yfir línuna. Fimmta mark Bjarka í fjórum leikj- um en hann hefur skorað í öllum þeim deildarleikjum sem hann hef- ur spilað í sumar. Strax í næstu sókn mátti minnstu muna að Fylkismönnum tækist að jafna en Ólafur Þór Gunnarsson gerði vel í að verja skalla af stuttu færi. Áfram héldu Skagamenn og á 13. mínútu skoraði Kári Steinn Reynisson sitt fyrsta mark í sumar. Bjarki sendi laglega stungusend- ingu inn fyrir vörn Fylkis þar sem Ellert Jón Björnsson sendi boltann á Kára sem rak endahnútinn á lag- lega sókn. Náðarhöggið kom svo á 21. mínútu. Ellert braust upp hægri kantinn og lék á varnarmann áður en hann sendi knöttinn fyrir mark- ið. Þar mætti Hjörtur Hjartarson boltanum, kastaði sér fram og skallaði boltann í nærhornið úr þröngu færi. Staðan í leikhléi 0-3. Fimm mínútum eftir að flautað var til seinni hálfleiks gerðist um- deilt atvik. Andri Karvelsson var með boltann við endalínu ÍA meg- in, þar sem einn leikmaður Fylkis pressaði hann. Fylkismaðurinn virtist brjóta á Andra sem datt fram fyrir sig og á boltann og handlék knöttinn um leið. Línuvörðurinn flaggaði og áttu flestir von á því að dæmd yrði aukaspyrna á Fylki en í stað þess dæmdi dómarinn, eftir að hafa ráðfært sig við aðstoðar- mann sinn, vítaspyrnu. Úr henni skoruðu Fylkismenn eina mark sitt en minnstu munaði að Ólafi mark- verði tækist að verja fjórðu víta- spyrnu sína í röð í efstu deild. Liðin skiptust á að sækja í seinni hálfleiknum. Fylkismenn voru held- ur meira með boltann en Skaga- menn fengu mun hættulegri færi. Það besta fékk Grétar Rafn Steins- son þegar hann tætti vörn Fylkis í sundur með frábærum einleik en markvörður Fylkismanna varði. Fleiri mörk voru ekki skoruð og lokatölur því 1 -3. Við sigurinn skutust Skagamenn upp um fimm sæti, úr því níunda í það fjórða. Taka ber þó með í reikninginn að nokkur lið eiga leiki inni á ÍA. Leikurinn við Fylki var beint framhald af frammistöðu liðsins í deildarleiknum á undan gegn ÍBV. Leikmenn sýndu mikla baráttu frá fyrstu mínútu og geislaði sjálfs- traustið og sigurviljinn af þeim. Flestir leikmenn liðsins voru að spila vel en enginn þó betur en Ell- ert Jón Björnsson. Þá átti Pálmi Haraldsson einnig frábæran leik. Næsti leikur Skagamanna er á Akureyri gegn Þór á fimmtudaginn. SÓK Skallagrímur enn án stiga Áttunda tapið í röð Hvorki gengur né rekur hjá Skallagrími í 2. deildinni og fátt virðist geta komið í veg fyrir að þeir spili í 3. deildinni á næsta ári. Skallagrímur tapaði sínum áttunda leik í sumar í átta leikjum, nú fyrir Völsungi á heimavelli, 1-3. Sem fyrr fengu Skallagríms- menn mark á sig snemma leiks og var staðan orðin 2-0 gestunum í vil eftir hálftíma leik. Finnur Jónsson minnkaði muninn á 36. mínútu með góðu marki og Skallagríms- menn voru þar með aftur komnir inn í leikinn. Ekki voru nema þrjár mínútur liðnar af síðari hálfleik þegar Völs- ungar bættu við þriðja markinu og munurinn því aftur orðinn tvö mörk. Tíu mínútum síðar var einum gestanna vikið af leikvelli með rautt spjald. Skallagrímsmönnum tókst hinsvegar ekki að nýta sér liðsmuninn og urðu lokatölur 1 -3. Skallagrímur er í slæmum mál- um á botni deildarinnar án stiga, níu stigum frá áttunda sæti og er því með afgerandi „forystu" á botni deildarinnar. Liðið er eins og áður segir með 0 stig og þar að auki hefur liðið skorað fæst mörk í deildinni en fengið flest á sig. Valdimar þjálfari Sigurðsson verð- ur því heldur betur að fara að töfra fram einhverjar lausnir ef liðið á að halda sæti sínu í deildinni. Molar íslandsmeistarar ÍA halda á sunnu- daginn til Bosníu þar sem þeir meeta Zeijeznicar í fyrstu umferð forkeppni Meistaradeildarinnar á miðvikudag- inn. Reiknað er með að ferðalagið taki um 14 tíma og ættu Skagamenn því að vera komnir á áfangastað um miðjan dag á mánudaginn. Hjálmur Dór Hjálmsson fer ekki með liðinu til Bosníu þar sem hann er í leik- banni. Hjálmur fékk rautt spjald í fyrri leiknum gegn Club Brugge í fyrra fyr- ir litlar sakir og í kjölfarið fékk Hjálmur öllum að óvörum fjögurra leikja bann. Komist Skagamenn áfram í aðra um- ferð getur Hjálmur tekið þátt í seinni leik liðsins gegn Lilleström. Bjarki Gunnlaugsson mun heldur ekki fara til Bosníu en af öðrum á- stæðum en Hjálmur. Mikið álag verð- ur á leikmönnum ÍA í júlí og þar sem Bjarki er í raun meiddur hyggst Ólafur Þórðarson ekki taka áhættuna á því að ofkeyra hann með of mörgum leikjum. Hart var barist í sannkölluðum Vesturlandsslag þegar HSH og Bruni skildu jöfn 1-1 í 3. deildinni um síð- ustu helgi. Eftir leikinn er Bruni I fjórða sæti með 10 stig en HSH í því fimmta með fimm stig. Hálfdán Gíslason lék sinn 100. leik fyrir ÍA þegar hann kom inn á í leikn- um gegn Fylki. í þessum 100 leikjum hefur Hálfdán skorað 39 mörk. Grétar Rafn Steinsson náði einnig 100 leikja t markinu á dögunum. Áfanganum náði Grétar í sigurleiknum gegn Keflavík í sjöttu umferð. 3. flokki karla ÍA í knattspyrnu geng- ur allt í haginn þessa dagana og sitja strákarnir í efsta sæti deildarinnar eft- ir 4-6 sigur á KR í Frostaskjólinu síð- astliðinn föstudag. Skagamenn skor- uðu tvö mörk snemma í leiknum en staðan í byrjun seinni hálfleiks var orðin 4-3 KR-ingum í vil. Skagamenn gáfust ekki upp og skoruðu ein þrjú mörk á síðustu 25 mínútum leiksins og eru nú í fyrsta sæti deildarinnar á- samt Frömurum sem eru með lakara markahlutfall. Á sunnudag tryggðu leikmenn 3. flokks sérsvo sæti í und- anúrslitum bikarkeppninnar með 5-2 sigri á Fylkismönnum á Akranesvelli. 2. flokkur karla ÍA sigraði Hauka í 16 liða úrslitum í bikarkeppni KSÍ um helgina. Garðar Gunnlaugsson skor- aði fyrsta mark leiksins úr vítaspyrnu þegar aðeins 2 mínútur voru liðnar af leiknum. Staðan var orðin 3-0 fyrir leikhlé en Haukar klóruðu í bakkann í síðari hálfleik og skoruðu eitt mark. Lokatölur urðu því 3-1. Borgfirðingar - Nærsveitarmenn Komið og skoðið myndlistarsýninguna í Hótel Reykholti n.k. laugardag milli 16:00 og j 18:00 og þiggið léttar veitingar HHH Auglýsing um deiliskipulag golfvallar í landi Hrebavatns, Borgarbyggb. Samkvæmt ákvæöum 18. og 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, er hér með lýst eftir athugasemdum við ofangreint deiliskipulag. Tillagan mun liggja frammi á Bœjarskrifstofu Borgarbyggbar frá 12. júlí2002 til 9. ágúst 2002. Athugasemdum skal skila á bæjarskrifstofuna fyrir j^^23Tógúst 2002 og skulu þær vera skriflegar. Borgarnesi 2. júlí 2002 Byggingarfulltrúinn í Borgarbyggb

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.