Skessuhorn


Skessuhorn - 11.09.2002, Blaðsíða 5

Skessuhorn - 11.09.2002, Blaðsíða 5
SS£S3UH@MS MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 2002 5 . ■ ~Pcsuútiti Stækkun Norðuráls Nýlega ákvað Skipulagsstofnun að heimila Landsvirkjun fram- kvæmdir við Norðlingaölduveitu, en sú framkvæmd er forsenda íyr- ir því að hægt sé að útvega Norð- uráli á Grundartanga þá orku sem þarf til að tvöfalda framleiðslu verksmiðjunnar á næstu 2-3 árum. Mér finnst niðurstaða Skipulags- stofnunar mjög eðlileg. Það sem fer undir vatn við þessar fram- kvæmdir er að langstærstum hluta grjót. Eg hvet þá sem ákafast mótmæla væntanlegum fram- kvæmdum að fara að Norðlinga- öldu, kynna sér svæðið og skoða með eigin augum hvað það er sem glatast við þessar framkvæmdir. Það eru engar náttúruperlur, fyrst og fremst urð og grjót. Það má ekki gleymast í þessari umræðu að ekki á að reisa virkjun á svæðinu, aðeins að sækja þangað vatn til annara virkjana. Þess vegna er þessi kostur afskaplega hagkvæm- ur. Sumir tala af mikilli fyrirlitn- ingu um virkjanir, lón og frarn- kvæmdir á hálendinu. Sjálfur hef ég farið þvers og kruss um há- lendið og skoðað bæði virkjana- kosti og framkvæmdir Landsvirkj- unar. Mér finnst þessar fram- kvæmdir til fyrirmyndar . Stöðv- arhús, lón og vegir bera þess glöggt merki að þar á bæ leggja menn metnað sinn í að gera þetta allt vel úr garði og þannig að það falli inn í umhverfið. Þá má minna á að vegir Landsvirkjunar gera mér og öðrum fótfúnum Is- lendingum kleift að njóta hálend- isins Nýtum auðlindimar Okkar fámenna þjóð gerir kröf- ur til að njóta sömu lífskjara og nágrannaþjóðirnar - og helst betri. Til þess að svo megi verða þurfum við að nýta auðlindir okk- ar til lands og sjávar. Við nýtum sjávarauðlindirnar nokkurn veg- inn til fulls að mati fiskifræðinga, þó deildar meiningar séu um þau vísindi. Að vísu eigum við þar vannýtta auðlind í hvalastofnun- um og munum væntanlega hefja hvalveiðar á næsta ári. Við eigum hins vegar miklar auðlindir til landsins sem við þurfum að nýta betur. Auðvitað vill enginn virkja allt sem hægt er að virkja, en það gengur ekki að hvergi á hálendinu megi velta við steini eða nýta vatnsaflið án þess að því sé mót- mælt. Margháttuð áhrif Stækkun Norðuráls um helm- ing mun hafa margháttuð áhrif. Útflutningsverðmæti fýrirtækis- ins mun aukast um ca 13 milljarða Guðjón Guðmundsson á ári. Störfum við verksmiðjuna og þjónustu við hana fjölgar um 3-400. Fólki mun fjölga á svæðinu Akranes-Borgarnes og nærliggj- andi sveitum. Allt er þetta já- kvætt. Það tala ýmsir af fyrirlitningu um störf við stóriðju. Eg skil ekki hvers vegna. Þessi störf eru mjög eftirsótt. Þegar Norðurál hóf starfsemi sóttu á annað þúsund manns um vinnu þar og langur biðlisti er eftir störfum við fyrir- tækið. Stóriðjan greiðir hæstu laun allra starfsgreina á Vesmr- landi að fiskveiðum undanskild- um. Meðalstarfsaldur í stóriðju- fyrirtækunum er mjög hár sem segir sína sögu. Stækkun Norður- áls er á allan hátt hið besta mál og þarf að hrinda henni í framkvæmd sem fyrst. Guðjón Guðmundsson, alþingismaður. Kynningaríundir Símenntunarmiðstöðvarinnar í tilefni af Viku símenntunar stendur Símenntunarmiðstöðin á Vesturlandi fyrir kynningarfund- um víðsvegar um Vesturland. A fundinum var kynnt aðferð Sí- menntunarmiðstöðvarinnar til að skipuleggja fræðslu, þjálfun og annað sem snýr að uppbyggingu starfsmanna x fyrirtækjum og stofnunum en aðferðin ber nafnið Markviss. Fyrsti fundurinn var á mánudag á Hótel Borgarnesi, þar sem myndin hér til hliðar var tek- in. A þríðjudag var síðan fundur á Hótel Stykkishólmi. I kvöld, mið- vikudag, er kynningarfundur á Hótel Höfða í Ólafsvík, annað kvöld á Hótel Barbró á Akranesi og síðasti fundurinn er síðan á Hótel Framnesi í Grundarfirði fimmtudaginn 19. september. GE Auglýsingar um starfsleyHstillögur Fyrir meðhöndlun d óvirkum úrgangi og garðaúrgangi sem og geymslu ú úrgangstimbri d Hrafnkelsstöðum í Kolgrafarfirði,Eyrarsveit. í samræmi við 6. gr. í I. kafla laga nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvamir, liggja frammi til kynningar starfsleyfistillögur fyrir Grundarqörð kt. 520169- 1729, á afgreiðslutíma d skrifstofu Gmndarfjarðarbæjar, Grundargötu 30, 350 Gmndarfirði til kynningar frd 18. september 2002 til 8. nóvember 2002. Fyrir meðhöndlun d óvirkum úrgangi í landi Akraneskaupstaðar. í samræmi við 6. gr. í I. kafla laga nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvamir, liggja frammi til kynningar starfsleyfistillögur fyrir Akraneskaupstað kt. 410169- 4449, d afgreiðslutíma d skrifstofu Akraneskaupstaðar, Stillholti 16-18, 300 Akranesi, til kynningar frd 18. september 2002 til 8. nóvember 2002. Rétt til að gera athugasemdir vib starfsleyfistillögurnar hafa eftirtaldir aðilar: 1. Sd sem sótt hefur um starfsleyfi, svo og forsvarsmenn og starfsmenn i tengdrar eða ndlægrar starfsemi. 2. íbúar þess svæðis sem ætla md að geti orbið fyrir óþægindum vegna mengunar. I 3. Opinberir aðilar, félög og aðrir þeir, sem mdlið varðar. Einnig er hægt að ndlgast tillögumar d heimasíðu Hollustuvemdar ríkisins http://www.hollver.is/mengun/mengun.html Hollustuvemd ríkisins Mengunarvamir Ármúla la, Reykjavík RAUÐI KROSS ÍSLANDS Borgarfjarðardeild Fatamóttaka Rauða Krossdeildar Borgarfjarðar er í j Gámastöðinni Sólbakka á opnunartíma. Með pakklœti fyrir stuðninginn Stjómin Aðalfundur v Sjálfstæðisfélags Jj Mýrasýslu 2002 Aðalfundur Sjálfstæðisfélags Mýrasýslu verður haldinn fimmtudaginn 19. september n.k í Sjálfstæðishúsinu í Borgarnesi. Fundurinn hefst kl. 20.00 Dagskrá fundarins: Venjuleg aðalfundarstörf. Kosning stjórnar. Önnur mál. Fulltrúar sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Borgarbyggðar kynna málefni sveitarfélagsins Félagar fjölmennið Heitt á könnunni Stjórnin '' ú lllte Stækkun kjúklingabúsins að Hurðarbaki Mat á umhverfisáhrifum ■ Kynning á drögum að tillögu að matsáætlun fyrir Móa fuglabú hf. Móar fuglabú hf. hyggst stækka kjúklingabú sitt að Hurðarbaki. Eftir stækkun verða stæði fyrir alls 240.000 kjúklinga. Byggð verða 4 ný eldishús. Þeim sem vilja kynna sér drög að tillögu að matsáætlun er bent á heimasíðu Línuhönnunar hf., www.lh.is, og eru allir sem áhuga hafa hvattir til þess að kynna sér tillöguna. simi: 585 1500 fax: 585 1501 www.lh.is / lh@lh.is ð i s t o f a

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.