Skessuhorn


Skessuhorn - 11.09.2002, Blaðsíða 7

Skessuhorn - 11.09.2002, Blaðsíða 7
+ MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 2002 MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 2002 Sigurður Gíslason er nýráðinn íþrótta og æskulýðsíulltrúi Snæfellsbæjar. Hann er gestur skráargatsins í þessari viku. Nafn: Sigurður Gislason Fœðingadagur og ár: 26 mars 1969 Starf: Iþrótta- og æskulyðsfulltrúi, (skólaliði i GÓ) Sigurður Gíslason Fjölskylduhagir: Guðrún eiginkonan min kennari í GÓ Daniel 10, Sindri 6 og Elmar Ingi 3ára Hvemig bíl áttu? Daerwoo Nubira station 99 Vppáhalds matur: Kjiit í kairí og Nings Uppáhalds drykkur: Vatn Uppáhalds sjónvarpsejhi: South park, Fearfactor Uppáhalds sjónvarpsmaður: Jay Leno Uppáhalds leikari innlendur: Sigurður Sigurjónsson Uppáhalds leikari erlendur: Mel Gibson Besta bíómyndin: Braveheart Uppáhalds íþróttamaður: Eiður Smári Uppáhalds íþróttafélag: Liverpoolfc Uppáhalds stjómmálamaður: Enginn. Ertu hlynntur eða andvígur ríkisstjóminni? Hvorugt. Uppáhalds tónlistarmaður innlendur: Megas. Uppáhalds tónlistarmaður erlendur: Ozzy Osboume Uppáhalds rithöjundur: Stephen King Hvað meturðu mest ífari annarra? Heiðarleiki Hvaðfer mest í taugamar á þér ífari annarra? Neikvæðni Hverþinn helsti kostur? Að lifa lífinu lifandi!!!! Hver er þinn helsti ókostur? Ostundvísi Hvemig leggst nýja starfið í þig? Mjög vel. Em nýjar áherslur framundan í æskulýðsmálum sveitarfélagsins? Já. Samstarf verður á milli kirkjunnar, Rauða krossins og bæjarins í æskulýðsmálum ogþað verður mjög spennandi verkefni. Er nægileg ajþreying í boðifyrir ungmenni í Snæfellsbæ? Nei, en við stefnum á að bæta úrþví. m ) ^fífíiúik'tiku^unn Kryddsterkur og bragðgóður pottréttur Fyrir 8 Áki Jónsson, bakarameistari og núverandi vallarstjóri á Jaðars- bökkum, sér um eldhúskrókinn þessa vikuna. Aki gefur okkur uppskrift að rétti sem hann hefur margoft eldað fyrir fjölskyldu- meðlimi og gesti sem hafa ekki enn gert neitt annað en að hrósa honum. Kryddsterkur og braðgóður pottréttur fyrir 8 2 stórir laukar 3-4 hvítlauksrif 1 msk. smjör-olía 2 msk. gott karrí 1 1/2 kg innanlærisvöðvi 2 tsk. Nautakjötskraftur (duft) 1 tsk. Svartur pipar 5 dl rjómi sósujafnari eftir smekk Saxið laukinn og hvídaukinn smátt. Bræðið smjörið í potti og mýkið laukana í smjörinu. Stráið karrí yfir laukinn. Skerið kjötið í teninga og steikið bitana vel á öll- um hliðum á pönnu. Steikið lítíð í einu svo bitamir verðir stökkir en soðni ekki á pönnunni. Setjið kjötbitana í pottinn ásamt laukn- um á heita hellu og hrærið vel í. Kryddið með kjötkraftí og pipar og hellið rjómanum yfir. Látið sjóða í nokkrar mínútur, hrærið vel í. Þykkja sósuna effir þörfum. Meðlæti Borið fram í sérskálum 10 dl soðin hrísgrjón 1 lítil gúrka, smátt söxuð 150-200 grömm salthnetur 1 gul + rauð paprika í sneiðum mandarína í bátum 2-3 bananar í sneiðum 2 dl kókosmjöl 1 krukka Mango chutney snittubrauð eða smábrauð með Verði ykkur að góðu! Rótarýklúbbur Borgamess 50 ára Magnús Jónsson, fyrsti forseti Rótarýklúbbs Borgamess Rótarýklúbbur Borgarness verður fimmtugur á laugar- daginn kemur. Þann dag kl. 16 verður opn- uð sýning í Safnahús- inu í Borgarnesi um sögu klúbbsins og starf hans. Hann var stofh- aður 14. september 1952. Af því tilefni birtir Skessuhorn hér viðtöl við tvo aldna fé- laga í klúbbnum, sem langt muna aftur. Þeir segja hér frá starfsemi klúbbsins og hvaða gildi hún hafði fyrir þá og fyrir byggðarlagið. Sigurþór Halldórs- son, fyrrverandi skólastjóri í Borg- amesi, er einn þriggja heiðursfé- laga klúbbins. Hinir eru Guð- mundur Jónsson, fyrram skóla- stjóri á Hvanneyri. f. 2. mars 1902, og Magnús Oskarsson, fyrrv. kennari á Hvanneyri, f. 1927. Sig- urþór fæddist 1915 í Lidu-Skóg- um í Stafholtstungum og ólst þar upp. Hann var í Reykholtsskóla og síðan Kennaraskólanum. Arið 1947 fluttíst hann til Borgarness og gerðist þar kennari og skóla- stjóri við þrjá skóla, gagnfræða- skóla, barnaskóla og iðnskóla. Síðast var hann skólastjóri Grtmn- skóla Borgarness. Sigurþór fluttist úr Borgarnesi 1978. Bjarni Arason ráðunautur, fyrr- verandi ráðunautur Búnaðarsam- bands Borgarfjarðar, fæddist 1921 á Grýtubakka í Suður-Þingeyjar- sýslu og ólst þar upp. Hann kom fyrst til Borgarfjarðar í ársbyrjun 1941 til að stunda nám við Bændaskólann á Hvanneyri, en hann lauk námi við framhalds- deild skólans vorið 1949. Hann hóf störf hjá Búnaðarsambandi Borgarfjarðar í ársbyrjun 1961 og gerðist framkvæmdastjóri sam- bandsins síðar það ár. Sama ár gekk hann í Rótarýklúbb Borgar- ness. Um árabil hélt Rótarýklúbbur Borgar- ness svokallaða sona- og dœtrafundi. Þessi mynd er tekin á tröppum Hótel Borgamess 10. maí 1962. Ef myndin prentast vel geta menn spreytt sig á að þekkja fólkið. Bjami Arason: Góðurfélagsandi og litríkir menn Stojhun rótarýklúbbsins var lyftistöngjyrirfélagslífið (Viðtal við Sigurþór Halldórsson) Hvað fékk þig til að ganga í rótarýklúbbinn, Bjami? Eg hafði nú óljósa hugmynd um þennan klúbb. En ég var svo heppinn að þekkja hjón hér í Borgarnesi, Loft Einarsson og Asthildi Guðlaugsdóttur. Loftur hafði forgöngu um það að mér var boðið að koma í klúbbinn. Það var mikið happ fyrir mig, því að gegnum klúbbinn kynntist ég Borgnesingum og mörg- um ágætum persónuleikum sem þá voru í klúbbnum. Hann hafði þá starfað í 8 ár og stofnfélagar voru þarna flestir enn. Það var ávinn- ingur að kynnast þessum mönnum og vera mín þarna varð til að ég kynntist hér- aðinu betur en ég hefði ann- ars haft tækifæri til. En hvað þótti þér um klúbbinn þegar þú varst kominn þarna inn? Mér þótti þetta ágætur félags- skapur. Þarna var góður félagsandi og litríkir menn. Það voru haldn- ar tvær eða þrjár hátíðir á ári, þangað sem félagar komu með maka. Rótarýklúbbur er svo skemmtilega upp byggður að hver félagi er fulltrúi einnar starfsgrein- ar. Þarna flytja menn frásagnir úr starfi sínu og þannig fylgdust allir klúbbfélagar með því merkasta sem var að gerast í héraðinu. Þessi klúbbur hafði í raun og veru mikið gildi fyrir héraðið. Þama voru að vísu aðallega Borgnesingar en þó líka nokkrir úr nágrannasveitum sem settu svip á klúbbinn, t.d. skólastjórarnir Guðmundur Jóns- son á Hvanneyri og Guðmundur Sveinsson í Bifröst. Nú er rótarýhreyfingin alþjóð- leg samtök sem hafa þann tilgang að standa fyrir mannúðar- og menningarstarfi, stuðla að sem bestu siðgæði í öllum starfsgrein- um og hvetja til góðvildar og frið- ar í heiminum. Og þau hafa þetta kjörorð: „Þjónusta ofar eigin hag.“ Hvernig hefur nú svona lítill klúbbur í fámennu samfélagi getað nálgast þessi háleitu markmið? Það sem er næst okkur skiptir okkur mestu máli. Það sögðu mér gamlir rótarýfélagar, sem stofnuðu klúbbinn, að andrúmsloftið í Borg- arnesi hefði batnað við tilkomu klúbbsins. Þarna komu saman póli- tískir andstæðingar, töluðu saman og blönduðu geði, skemmtu sér (Viðtal við Bjarna Arason) saman. Þetta varð mjög til að milda átökin og auka skilning manna á milli. Til þess að menn Bjami Arason mörg ár haft það fyrir fastan lið í starfi sínu að skipuleggja kynningu nemenda af fyrirtækjum hér í hér- aði, af þeirri starfsemi sem þar fer fram. Eg held að þetta sé mjög af hinu góða. Unglingarnir þurfa mjög á því að halda til að finna sér vettvang í framtíðinni. Þetta getur hjálpað til þess. Við þetta vil ég því bæta að stundum komu ffam á klúbbfund- um hugmyndir um viðfangseftii eða nýjungar, sem urðu til bóta í héraði. Umræður í klúbbnum urðu stundum undirrót að því að fram- faramál komust í framkvæmd. Eg hef til dæmis heyrt að það hafi ver- ið á klúbbfundi sem Loftur Einars- son hreyfði því fyrstur manna að byggja brú hér yfir Borgarfjörðinn. Það er vafalaust að umræður á klúbbfundum um byggingu brúar- innar flýttu fyrir þeirri fram- kvæmd. FTH Manst þú, Sigurþór, hvað stofn- félagar Rótarýklúbbs Borgarness voru margir? Já, það man ég. Þeir voru 21. Það fyrsta sem ég komst í snert- ingu við rótarý var þannig, að Friðrik Þórðarson verslunarstjóri óskaði eftir að finna mig ásamt tveimur eða þremur öðrum mönn- um. Eg man að með honum voru Magnús Jónsson sparisjóðsstjóri og Halldór Sigurðsson gjaldkeri, sem varð sparisjóðsstjóri eftir Magnús. Þeir komu upp í skóla til mín. Þetta var í byrjun júní 1952. Þarna var fundur til undirbúnings að stofnun klúbbsins, en eitthvað hafði þetta komið til tals áður. Hótel Borgarnes brann 1949, svo að það var þá enginn heppilegur staður til að halda fundi. Hver var fyrsti forseti klúbbsins? Magnús Jónsson var kosinn fyrsti forsetinn. Það er rétt að geta þess að stofn- fundurinn var í barnaskólanum. Matsalurinn á hótelinu var ekki nógu stór til að taka fundarmenn og gesti. En annars voru fundir frá upphafi haldnir á hótelinu. Stofn- fundurinnvar 14. september 1952, en afhending stofnbréfs, frá rótarýumdæminu á Islandi, var 30. maí 1953 og sá fundur var líka haldinn í bamaskólanum. Eg hef heyrt að móðurklúbbur Rótarýklúbbs Borgarness hafi ver- ið Rótarýklubbur Akraness, þ.e. að klúbburinn í Borgamesi hafi verið stofnaður fyrir tilstuðlan þeirra á Akranesi. Já, það er rétt. Það var Olafur B. Björnsson ritstjóri, sem þá var for- seti Akranes-klúbbsins, sem leið- beindi okkur með stofnunina. Svo gerðist Borgarnes-klúbburinn móðurklúbbur klúbbsins í Stykkis- hólmi fjórum árum síðar, 1956. Þegar þú varst tekinn til starfa í klúbbnum, fannst þér þá hann hafa gildi fyrir þig persónulega? Það fannst mér nú ekki svona al- skilji hver annan þurfa menn að talast við. Ef þeir gera það ekki fara þeir að ímynda sér eitt og annað um náungann og off fremur af verra tagi en hinu betra. I víðara samhengi hlýtur það að hafa sama gildi þegar menn af ólíkum þjóð- um koma saman. Það er kannski ekki stórkostlegur árangur sem rótarýhreyfingin nær í heiminum, en hún stígur þó spor í rétta átt. En hvað um þjónustuhugsjón- ina? Hefur þjónusta rótarýfélaga í Borgamesi náð eitthvað út fyrir klúbbinn? Já, það vil ég segja. Ég nefni hér tvö dæmi um að klúbburinn hafi látið gott af sér leiða. Það mun hafa verið tekið upp fljótlega eftir að hann var stofhað- ur að helga einn dag á sumri eldri borgurum. Þá var þjónusta við þá ekki á því stigi sem hún er núna. Það skiptu sér fáir af þeirra hag, svona félagslega. Rótarýfélagar tóku sig til og buðu eldri borgur- um í ferðalag einn dag á sumri. I fyrstu var það þannig að þeir fóm á eigin bílum en síðar var fenginn rútubíll eða bílar, því að síðast þegar þessar ferðir vom farnar, þurfti tvær rútur. Síðar þegar um- mönnun eldri borgara var orðin samfélagsleg skylda var þetta fellt niður. Annað dæmi sem ég vildi nefna um þjónustu rótarýklúbbsins við samfélagið er starfskynning nem- enda 10. bekkjar grunnskólans í Borganesi. Klúbburinn hefur í Brú yfir Borgarfjörð Af viðtölum þeim við þá Sigurþór Halldórsson og Bjarna Arason, sem birtast í þessu tölublaði Skessuhorns, má sjá að hugmyndin um brú yfir Borgarfjörð hafi fyrst verið skipulega reifuð í Rótarýklúbbi Borgamess. Þeir em hins vegar ekki samsaga um hver hafi upphaflega komið fram með hug- myndina. Nefnir Sigurþór Sigurð Guðbrandsson en Bjami Loft Einars- son. Vel má vera að þeir fari báðir með rétt mál. Snorri Þorsteinsson fyrrv. ffæðslustjóri hefur kannað þetta mál, m.a. í fundargerðarbókum klúbbsins. Fyrsta fundargerðarbókin virðist reyndar vera glötuð, en önnur hefst á árinu 1955. Rannsókn Snorra leiddi þetta í ljós: A fundi Rótarýklúbbs Borgamess 30. janúar 1958 bað Geir Bachmann ein- hvem er miðlað gæti upplýsingum um brú á Borgarfjörð og fyrirhuguð væri hér á móts við Borgames. A fundi 20. mars sama ár vom mættir tveir verk- fræðingar frá verkfræðifyrirtækinu Trausti h.f., Bragi Erlendsson og Þór- hallur Jónsson. Ræðumaður á fundin- um var Bragi Erlendsson og fjallaði um athuganir er fram hefðu farið á því að byggja brú yfir Borgarfjörð. Sagði hann að mörgum kynni við fyrstu athugun að finnast að slíkt væri fjarstæðu-kennd draumsýn bjartsýnismanns. Taldi hann upp helstu kosti brúarinnar fyrir okkur Borgnesinga, t. d. að Borgames, sem hefði góða aðstöðu til að taka á mótí ferðamönnum, kæmist í þjóðleið, og mætti telja að það væri hagur bæði Borgnesinga og þreyttra ferðalanga. Við það að Borgames kæmist þannig í þjóðleið yrðu skilyrði til verslunar mun hagstæðari. Þjóðvegurinn til Norður- lands styttist um u.þ.b. 8 km. Vega- lengdin ffá Reykjavík til Borgamess styttist um ca. 32 km, og sama er að segja um Stykkishólmsleiðina. Eins og nú væri háttað væri vatn fyrir vatnsveitu Borgarness tekið sunnan ljarðarins. Effir að brúin kæmist upp mætti leggja pípur vatnsveitunnar á þurra landi yfir fjörðinn og yki það að sjálfsögðu rekstraröryggi vatnsveitunnar. Tvær kosmaðaráædanir bar Bragi ffam, aðra upp á rúmar 25 millj. króna og hina upp á rúmar 16 millj. króna. Við þetta bætír Snorri Þorsteinsson: „Fullyrða má að þessi fundur hafi ekki verið sá fyrsti þar sem þetta mál bar á góma í klúbbnum en fjarvist fyrstu fundagerðabókar gerir ókleift að sanna það svo að öraggt sé hver fyrstur kynntí hugmyndina né hvenær það var, en ljóst er að óhætt er að nefha nöfn þriggja klúbbfélaga á þessum áram er áttu hlut að því að umræða um bygg- ingu brúar hófst. Þó segja þeir sem langt muna að það muni hafa verið Sig- urður Guðbrandsson, mjólkurbússtjóri er fyrstur reifaði hugmyndina á klúbbfundi. Mun sú hugmynd hafa fall- ið í misjafhan jarðveg hjá félögum, skoðanir verið skiptar og málið talsvert verið rætt frá ólíkum sjónarmiðum. Við þetta má bæta því að tveir fyrrverandi Rótarýfélagar hafa vikið að þessu máli í minningabókum. Loffur Einarsson segir í bókinni „Þá læt ég slag standa“ er Magnús Bjam- ffeðsson skráði og kom út 1981:„Ég get ómögulega stillt mig um að skjóta því hér inn, að ég var fyrsti maðurinn, sem tók upp baráttu fyrir Borgarfjarðar- brúnni. Það er skjalfest. ef einhver skyldi efast, að ég fékk verkffæðifyrir- tæki í Reykjavík, Traust h.f., til þess að gera áætlanir um byggingu hennar og verkffæðingar kynntu síðan niðurstöð- ur á Rótarýfundi í Borgarnesi, sem hljóðuðuupp á 13. eða 17 milljónir. eft- ir því hvemig brú yrði byggð. Mér er sagt að Sigurður Guðbrands- son, mjólkurbússtjóri í Borgamesi, hafi etv. fyrstur manna komið með hug- mynd um brú á fjörðinn, en ég var maðurinn, sem reyndi fyrsmr að hrinda hugmyndunum í ffamkvæmd, eins og fyrr segir.“ (Þá læt ég slag standa bls.131) Halldór E. Sigurðsson, rótarýfélagi, alþingismaður og ráðherra segir í síð- ara bindi endurminninga sinna: „Þó held ég að brúarhugmyndin hafi fyrst komið upp á yfirborðið og klæðst orð- um í samtölum okkar Sigurðar Guð- brandssonar, mjólkurbústjóra í Borgar- nesi, á þessum árum.“ (Bilin á að brúa bls.208)“ FTH Sigurþór Halldórsson veg fyrst. Fyrstu árin mín í klúbbn- um var ég mjög störfum hlaðinn, auk skólastarfanna var ég í sveitar- stjórn og ég hafði ekki mikinn tíma aflögu fyrir klúbbinn. En ég tók strax vel í það að verða stofnfélagi. Ég var þá stjórnarformaður í Hót- el Borgarnesi og hafði með fjármál þess að gera og ég sá strax að þarna var möguleiki á aukinni aðsókn að hótelinu. Menn segja að gildi rótarý- klúbba felist m.a. í því að þar hitt- ist og kynnist fólk úr ólíkum starfs- greinum og það leiði til sátta og umburðarlyndis í samfélaginu. Er þetta rétt? Já, það er örugglega rétt. Það var þannig í Borgarnesi. Menn kynnt- ust og ég get vel trúað að samskipti manna hafi orðið önnur vegna þessara kynna, menn vissu hvað aðrir vora að gera. A klúbbfundum komu líka fram ýmsar ábendingar um mál sem til framfara horfðu. Á fyrsta starfsárinu hélt t.d. Magnús Jónsson, forseti, erindi um sögu Borgamess. Ut frá því samþykktum við að vinna að því að saga Borgar- ness yrði rimð. Og það var gert. Það var skipuð nefnd - ég man ekki hvort það var hreppsnefndin sem gerði það, ég var þá oddviti - og við vorum þrír í henni, ég og Jón Sigurðsson og Bjami Bachmann. Ég vann mikið með Jóni Helgasyni að samningu sögunar. Mannsm önnur dæmi um að framfaramál hafi verið rædd í klúbbnum? Ég man að við studdum við skóg- ræktina. Það voru deilur um hana í sveitarfélaginu, ekki þó innan klúbbsins, um það hvar hún ætti að Manstu eftir upphafi skógræktar í Einkunnum? Já, hún byrjar 1949 eða 50. Ég var þá oddviti. Þá var enginn vegur þangað. Ég man að við gengum þangað saman við Magnús Jónsson og Friðrik Þórðarson. En Hjörtur Helgason var helsti forvígismaður að skógrækt- inni þama, í Skógræktarfé- lagi Borgarness. Svo er mér minnisstæð ræða sem Sigurður Guð- brandsson mjólkurbússtjóri hélt í klúbbnum um brú yfir Borgarfjörð. Það var upp- hafið að þeirri framkvæmd. Það urðu um þetta deilur. Ymsum fannst þetta vera mikið vafamál, hvort þetta gæti orðið að raunveruleika. Menn gerðu jafhvel gys að þessu. Systursonur Sigurðar, Pétur Geirsson, var líka mikill áhuga- maður um brúarsmíðina. Það liðu 20 ár þangað til hafist var handa. Það var líka annar maður sem hafði mikinn áhuga á þessu, en skrifaði þó meira um brú yfir Hvalfjörð. Það var Friðrik Þor- valdsson, sem var framkvæmda- stjóri Skalla-Gríms, útgerðarfélags Akraborgarinnar. Mig minnir að hann hafi einu sinni komið á fund hjá okkur og talað um þessi brúar- mál. Rótarýklúbburinn hefur verið fyrsti klúbburinn sem stofnaður var í Borgarnesi? Já, en svo var Lions-klúbbur stofnaður nokkra síðar. Félögum í rótarýklubbnum fjölgaði nokkuð ört fyrstu árin. Árið 1957 era þeir orðnir 31 og 1966 vora þeir orðn- ir 37. Eftir að Lionsklúbburinn var stofnaður var erfiðara að ná inn nýjum félögum. Ég held að stofnun rótarýklubbsins hafi verið lyfti- stöng fyrir félagslífið í Borgarnesi. Alveg frá upphafi hélt klúbburinn árshátíðir. Þær vora vinsælar og vel sóttar, þangað komu margir gestir. FTH i sumar hefur Orkuveita Reykjavíkur staðið fyrir miklum laafæringum á vatnsveitunni á Akranesi og pess vegna orðið að loka götum oa gangstéttum tímabundið á meðan. Til að auove Ida umferð um bæinn á meöan hafa verið notuð skilti til leiðbeiningar um hvert best er að beina umferð á meðan. Nú þykir okkur leitt til þess að vita að einfiverjir hafa séð hjá sér þörf til að fjarlægja foessi skilti og viljum við gjarnan að þeir sem hafa séð þau eða vita hvar þau eru niðurkomin, láti Orkuveituna á Akranesi vita (eða komi þeim á vinnusvæði hennar). Þessi merki eru með eftirfarandi merkinaum: „Upphrópun (!)",„örvar", íur með slcóflu" ,mai og ///v ,lokað". Orkuveita Reykjavíkur

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.