Skessuhorn


Skessuhorn - 11.09.2002, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 11.09.2002, Blaðsíða 11
 SiÖíSSiíliöSM Asofev pj IfsufiHÍh/ý Ferðaðist þú í sumari I Birgir Elínbergsson: égfór í tvœr vikur til Bevidorm itllí Jens Magnússon: Nei, en mér er minnistæð dagsferd sem égfór til Hvammstanga með nikkuna og Sigurður Kári Guðnason: Já, til Mallorca í hálfan ntánuð með kærustunni. I Björn Lárusson: Égfór til Mallorca og var þar í Wier vikur Ásgeir Samúelsson: Ég fór til Portúgal i vor, fór vestur á firði í fimmtíu ára fermingarafmæli um mitt sumar. Síðast var í Asbyrgi fyrir skömmu. MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 2002 11 ÍPRÓTTIR - ÍPRÓTTIR - ÍPRÓTTIR - ÍPRÓTTIR - ÍPRÓTTIR - ÍPRÓTTIR - ÍPRÓTTIR - íslands- mót fatlaðra Fótboltamót fatlaðra var haldið í fimmta sinn í blíðskaparveðri á aðalvellinum á Akranesi sl. laug- ardag. Mót þetta er samstarfs- verkefni íþróttafélags fatlaðra og KSÍ sem ætíð hefur tilnefnt dóm- ara á þessi mót. í annað sinn var mótið leikið ut- anhúss en þrisvar sinnum hefur það farið fram innanhús. Sjö lið tóku þátt, þar af eitt gestalið frá íþróttafélagi heyrnarlausra (ÍFH). Liðunum var skipt upp í tvo riðla eftir styrk- leika leikmanna þ.e.a.s. getumeiri og getuminni riðlar. í getumeiri riðlinum urðu úrslit þau að íþróttafélagið Ösp bar sig- ur úr bítum með fullt hús stiga. I öðru sæti hafnaði Eik/Akur og í því þriðja kom síðan sameiginlegt lið Aspar og Þjóts frá Akranesi. í getuminni riðlinum urðu lið Þjóts og Aspar jöfn í 1 .-2. sæti og lið Eikar frá Akureyri endaði í þriðja. Að móti loknu var slegið upp grillveislu fyrir ánægða keppend- ur þar sem grilluðum pylsum var rennt niður með gosi. Önnur silfurverð- launin á átta dögum Þriðji flokkur karla hjá lA tapaði öðrum úrslitaleik sínum í röð þegar að þeir mættu Frömurum í úrslitaleik (slandsmótsins á sunnudaginn. Helgina á undan áttust sömu lið við í úrslitaleik bikarsins og þar fóru Framarar með sigur af hólmi eftir að víta- spyrnukeppni þurfti til að ná fram úrslitum. í leiknum á sunnudaginn náðu Framarar strax forystunni á 5. Hjólreiðaklúbbur d-vaktar Norðuráls stóð fyrir hjólreiða- keppni í sumar sem fékk nafnið Tour de Norðurál, eftir keppninni frægu í Frakklandi. Alls voru níu mót haldin í sumar þar sem hjólað var frá Grundartanga til Akraness ýmist norðan eða sunn- anmegin við Akrafjall. Keppnin var æsispennandi allt til lokadags en svo fór á endan- um að Sveinn Magnússon sigraði með samtals 46 stig en rétt á eft- ir honum kom Sigþór Hreggviðs- son með 39 stig. (3.-4. sæti voru jafnir þeir Einar Ásgeirsson og Björn Baldursson með 32 stig. Brögð í tafli? Þó að keppnin hafi verið sett á fyrst og fremst til að hafa gaman mínútu en Jón Ákason jafnaði úr vítaspyrnu fimmtán mínútum fyrir leikslok. Staðan að loknum venjulegum leiktíma 1-1 og því varð að grípa til framlengingar. Þar reyndust Framarar sterkari og skoruðu þeir sigurmarkið und- ir lok leiksins. Skagamenn þurftu reyndar að spila einum færri meginþorra framlengingarinnar þar sem að einum þeirra var vik- ið af leikvelli eftir 85 mínútna leik. af þá kom það ekki í veg fyrir að kæra og ýmsar aðrar aðdróttanir kæmu fram í mótslok eins og til- heyrir í alvöru keppnum. Sigþór kærði þann úrskurð mótanefndar að veita Einari Gulu treyjuna svokölluðu til eignar í mótslok þar sem reglurnar kvæðu á um að sá er sigraði fleiri sérleiðirfengi hana til eignar en báðir sigruðu þeir þrjú mót. Kæran var tekin til greina og framundan er einvígi þeirra á milli um Gulu treyjuna. Reyndar gaf Sigþór einnig í skyn eftir síðasta mótið að skemmdar- verk hefði verið unnin á hjóli hans fyrir síðustu sérleiðina. Á miðri leið bilaði hjólfákur hans og Einar brunaði framhjá og tryggði sér sigurinn. Sigþóri hafði ekki tekist að sanna þennan grun sinn þeg- ar að blaðið fór í prentun. Fjölskyld- an á fjallið Ungmennasamband Borgar- fjarðar mun standa fyrir göngu í tengslum við verkefni UMFÍ „Fjölskyldan á fjallið", sunnu- daginn 15. september. Gengið verður upp á Hestfjall í Andakíl. Lagt verður upp frá malarnámu- svæðinu ofan Syðstu-Fossa kl.14:00. Markmiðið er að fara í hressa heilsubótargöngu, kynn- ast umhverfinu, björgunar- sveitaræfingum og ná í gestabók UMFÍ sem komið var á fjallið í vor. Leiðsögumaður verðu Ragn- hildur Jónsdóttir og með okkur í för verður Jökull Fannar björgun- arsveitarmaður. Gangan er fyrir alla fótafæra - og þurfa þátttak- endur einungis að mæta með góða skapið! (Fréttatilkynning) Með knött- inn fyrir Hvalfjörð Körfuboltastarfið er að komast á fulla ferð hjá ÍA en þar er öflugt starf í gangi hjá yngri flokkunum. Næstkomandi laugardag ætla piltarnir að rekja knöttinn fyrir Hvalfjörð og safna áheitum. GE Molar ÍA leikmennirnir Grétar Rafn Steinsson, Ellert Jón Björnsson og Hjálmur Dór Hjálmsson voru allir í byrjunarliði íslands skipaö leik- mönnum 21 árs og yngri. Allir stóðu þeir fyrir sínu og skoraði Grétar eina mark íslands í ágæt- um sigri. Gunnlaugur Jónsson og Grétar Rafn Steinsson verða báðir í leik- banni þegar Skagamenn heim- sækja ÍBV í 17. umferð íslands- mótsins á sunnudaginn. Að öllum líkindum fær 18 ára leikmaður, Helgi Pétur Magnússon eldskírn sína í meistaraflokki í leiknum í fjarveru þeirra. Helgi Pétur er Borgnesingur en hefur leikið með 2. fiokki ÍA í sumar og staðið sig vel. Að auki hefur Helgi æft með meistaraflokki stærstan part sum- ars og verið í 16 manna hóp í nokkur skipti án þess þó að koma inná. KSÍ greiddi nýverió þeim 10 lið- um sem voru í efstu deild sumarið 2000, 1,6 milljón króna. Heildar- upphæðin rúmar 16 milljónir var hluti KSÍ af þeim tekjum sem UEFA hlaut vegna Meistaradeild- arinnar tímabilið 2000-01. Fyrr í sumar fékk ÍA rúmar 4,6 milljónir fyrir þátttöku sína í Evrópukeppn- inni í fyrra. Unnar Örn Valgeirsson hefur hafið æfingar á nýjan leik með mfl. ÍA eftir að hafa spilað með Bruna í sumar. Unnar ákvað eftir síðasta tímabil að taka sér ársfrí frá knatt- spyrnuiðkun og hefur semsagt hafið æfingar að nýju. i * « Karfan af staö Vetrarstarf körfuknattleiksdeildar Skallagríms er farið af stað og eru æfingar hafnar hjá öllum flokkum. Nánari upplýsingar um starfsem- ina er að finna á heimasíðu Skalla- gríms www.skallagrimur.is og í íþróttahúsinu Stjornin Munið nýtt símanúmer 570-9800 FB FÓÐURBLANDAN HF. FORYSTA í FÓÐURBLÖNDUN

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.