Skessuhorn - 13.11.2002, Síða 4
4
MIÐVIKUDAGUR 13. NÓVEMBER 2002
WWW.SKESSUHORN.IS
Borgarnesi: Borgarbraut 23 Sími: 431 5040
Fax: 431 5041
Akranesi: Kirkjubraut 3 Sími: 431 4222
Skrifstofur blaðsins eru OPNAR KL. 9- 16 ALLA VIRKA DAGA
Útgefandi: Tiðindamenn ehf 431 5040 skessuhorn@skessuhorn.is
Ritstjóri og óbm: Gísli Einorsson 892 4098 ritstjori@skessuhorn.is
Blaðamaður: Hjörtur J. Hjortarson 864 3228 hjortur@skessuhorn.is
Auglýsingor: Hjörtur J. Hjartorson 864 3228 hjortur@skessuhorn.is
Prófarkalestur: Anna S. Einarsdóttir anna@skessuhorn.is
Umbrot: Guðrún Björk Friðriksdóttir gudrun@skessuhorn.is
Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins
Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14:00 ú þriðjudögum.
Auglýsendum er bent ó að panta auglýsingaplóss tímanlega. Skilafrestur smóauglysinga er til
12:00 ó þriðjudögum.
Blaðið er gefið út í 4.000 eintökum og selt til úskrifenda oa í lausasölu.
Áskriftarverð er 850 krónur með vsk. ó mónuði en krónur/50 sé greitt með greiðslukorti. Veið
í lausasölu er 250 kr.
431 5040
Skemmtileg
leiðindi
Þótt síst sé skortur á afþreyingu hverskonar í nútíma
þjóðfélagi þá eru það ekki nýjustu tölvuleikirnir eða önn-
ur afkvæmi tölvualdar sem heilla mest þegar upp er stað-
ið. Þrátt fyrir endalausar nýjungar þá er það í þessu tilfelli
eins og oft áður það gamla og góða sem stendur upp úr.
Því hefur það ekkert breyst að engu er meira gaman að en
góðum leiðindum.
Þegar leitað er að leiðindum er ekki betra að róa á
nokkur mið en þau pólitísku. Það sanna svo um munar at-
burðir helgarinnar þegar Sjálfstæðismenn efndu til próf-
kjörs með ófýrirséðum afleiðingum. Þar kom berlega í
ljós að prófkjör er einstaklingsíþrótt og þar er enginn
annars bróðir í leik þegar upp er staðið.
Þótt það komi þessu máli ekki við þá gerði ég þau stóru
mistök fyrir skömmu að reyna að kenna syni mínum skák
og var nokkuð hreykinn af því framtaki mínu enda taldi
ég þetta sterkan leik í uppeldislegu tilliti þar sem skák er
afar þroskandi íþrótt og lítið um íþróttameiðsl, alla jafna.
Annað kom hinsvegar á daginn því eftir að sonur minn
hafði náð sæmilegu valdi á mannganginum taldi hann
enga ástæðu til að láta í minnipokann fyrir sköllóttum
föður sínum. Þegar það gekk ekki eftir sakaði hann föður
sinn um svindl og barði hann með taflborðinu svo að
stórsá á hvorutveggja. Sem betur fer er pilturinn ekki
nema sex ára og því nokkuð langt í að hann hafi mögu-
leika á að taka þátt í prófkjöri.
Ekki ætla ég að taka afstöðu til þess hver hefði með
réttu átt að vinna og hver að tapa í prófkjöri Sjálfstæðis-
flokksins í Norðvesturkjördæmi, hver var hæfastur, hver
vanhæfastur eða hver svindlaði mest, minnst eða bara alls
ekki. Sem fréttamaður nýt ég að sjálfsögðu til fullnustu
ánægjulegra illinda en samt sem áður hef ég fulla samúð
með þeim ágætu frambjóðendum sem standa frammi fyr-
ir því að það eina sem skiptir máli eftir allra þeirra baráttu
er að hugsanlega hafi verið brögð í tafli. Ekki síst vor-
kenni ég sigurvegurum prófkjörsins sem fá ekki tækifæri
til að njóta uppskerunnar fyrir eftirmálunum. Ennfremur
harma ég það sem Vestlendingur að suðurhluti þessa
bráðum fyrrverandi kjördæmis skuli í seinni tíð vera orð-
inn nokkurskonar Flórída norðursins því að hér virðist
það vera orðið að einhverskonar náttúrulögmáli að ekki
sé hægt að framkvæma einfalda kosningu án þess að það
hafi einhver eftirmál.
Hvort sem niðurstaðan verður sú að kosningarétturinn
verði tekinn af Vestlendingum samkvæmt fýrirskipun
Davíðs þá styður þessi uppákoma enn og aftur þá skoðun
mína að lýðræði eigi engan rétt á sér.
Gísli Einarsson stjórnmálafræðingur
Nýr yfirlæknir fæðinga-
og kvensjúkdómalæknir
kominn til starfa
Vilhjálmur Kr. Andrésson, sér-
fræðingur í fæðingum og kven-
sjúkdómum hefur verið ráðinn yf-
irlæknir kvensjúkdómaaeiningar
fæðinga- og kvensjúkdómadeildar
Sjúkrahússins á Akranesi. Vil-
hjálmur er fæddur í Reykjavík
árið 1951, lauk almennu lækna-
námi á Islandi árið 1980 og sér-
fræðinámi í kvenlækningum í
Noregi 1987 og starfaði nú síðast
á FSA sem forstöðulæknir
kvennadeildar. Hann verður í
fullu starfi á SHA og verður jafn-
hliða með stofumóttöku. Vil-
hjálmur er kvæntur Kristínu Jó-
hannsdóttur, hjúkrunarfræðingi
og eiga þau 3 börn, tvö eru upp-
komin en 19 ára sonur stundar
nám við Fjölbrautarskóla Vestur-
lands. Fjölskyldan er búsett á
Akranesi.
HH
Utíbú Hafró í Olafcvík
Þöglir ganga þorskar og aðrir
fiskar í ála, sumir ómeðvitaðir um
að þeir eru starfskraftar Hafrann-
sóknastofnunar og safna upplýs-
ingum um ferðir og útbreiðslu
sinnar tegundar.
í haust bárust útibúinu nokkrir
skarkolar sem flestir voru merktir í
Faxaflóa en veiddust í Breiðafirði
og við Vestfirði. Tveir ufsar feng-
ust og höfðu þeir ekki farið um
langan veg. Oðru máli gegnir um
þorsk sem veiddist á grunninu
suður af Haga á Barðaströnd . Sá
var merktur á grunnslóð út af
Bjarnarfirði á Ströndum ári áður.
Auk þess fengust 11 þorskar sem
merktir voru út af Ólafsvík og á
Skarðsvík í júní s.l., flestir mjög
nærri merkingarstað. Efdrfarandi
bátar veiddu þá: Benjamín Guð-
mundsson SH, Esjar SH, Gísli
SH, Guðbjartur SH, Gunnar
Bjarnason SH, Jóhanna SH,
Magnús Ingimarsson SH og Þor-
steinn SH,
Sjómönnum er þökkuð skilvísin,
og þeir jafnframt hvattir til að
koma með merki á útibúið í Ólaf-
vík.
Nýr bátur til Olafsvíkur
Draumabátur til Olafsvíkur
Það var sannkallaður gleðidagur
fyrir skömmu í Ólafsvík er þangað
kom splunkunýr bámr. Báturinn
sem ber nafnið Kristinn SH 112
var smíðaður hjá Bátagerðinni
Samtak ehf. Báturinn er byggður
úr plasti og er 11,35 m langur,
breiddin er 3,9 m og dýptdn er 1,55
m. Kristinn SH er af gerðinni Vík-
ingur 1135 og mælist 14,9 lestir.
Eigendur eru þeir feðgar Þor-
steinn og faðir hans Bárður Guð-
mundsson en þeir reka fyrirtækið
Breiðavík ehf en einnig eiga þeir
bátinn Gægir sem notaður er til
grásleppuveiða. Sögðu þeir báðir
að báturinn hefði reynst mjög vel í
prufusiglingunni og einnig við
veiðamar. Þeir em búinir að róa
nokkra róðra og sögðu að þetta
væri sannkallaður draumabátur
sem þeir væra með svo vel hafði
hann reynst þeim.
í Kristni SH er vél af gerðinni
Catepillar 3196 og er hún aflmikil
eða 660 hö og báturinn gengur því
mjög vel eða um 26 sml á klst þó
miðað sé aðeins við 80% af vélar-
afli. Nýjustu siglingar- og fiskileit-
artæki er í bámum frá Mareind ehf
í Gmndarfirði Mjög góð aðstaða er
til vinnu um borð í Krismi en hann
er á línuveiðum. Róið er með 30 til
40 bala í hverjum róðri og afli hef-
ur verið þokkalegur hjá þeim feðg-
um. Alls em þrír í áhöfh á bátnum
og einnig er fólk í landi til að beita.
Bárður og Þorsteinn hafa á Krismi
SH um 290 þorskígildistonn. Þeir
vom sammála um það að það væri
ótrúlegt að búið væri að friða
þorskinn í nær 20 ár en sögulegt
lágmark væri á þeim afla sem á land
mættd koma. „Við emm bjartsýnir
um að betri tímar séu framundan“
sögðu þeir feðgar að lokum. PJ
Ný gangbraut-
arljós við
Grundaskóla
Ný handstýrð gangbrautarljós
á gönguleið milli Gmndaskóla
og íþróttamiðstöðvarinnar á
Jaðarsbökkum vom tekin í notk-
un í vikunni. Fjöldi bama geng-
ur þessa leið á degi hverjum og
Ijósin því löngu tímabær.
HJH
Úr dagbók
lögreglunmr
Undanfarna daga hafa lög-
reglumenn á Akranesi haft af-
skipti af ökumönnum sem ekki
nota lögbundinn öryggis og
vemdarbúnað. Það er nokkuð
áberandi að fólk lætur hjá líða að
spenna öryggisbeltin þegar það
fer á milli staða. í síðastliðinni
viku vom 10 ökumenn og 2 far-
þegar kærðir vegna þessara
brota. Sektin við þessu broti er
5000 krónur.
Lögreglan mun fylgjast
grannt með þessum brotum sem
og því hvort notaður er viðeig-
andi öryggisbúnaður fýrir börn í
bílum.
Ökumaður einn er gmnaður
um nytjastuld, ölvunarakstur og
að hafa ekið án réttinda. Hann
tók traustataki biffeið sem hann
var farþegi í, rétt á meðan öku-
maðurinn brá sér út úr bifreið-
inni. Biffeiðin fannst óskemmd
skömmu síðar og var maður
handtekinn gmnaður um ffam-
angreind brot. Málið er í rann-
sókn.
Leik-
skólavefiir
Leikskólinn Klettaborg í
Borgarnesi hefur opnað heima-
síðu þar sem foreldrar og aðrir
geta fengið allar mögulegar
upplýsingar um skólann. Slóðin
er borgarbyggd.is/ldettaborg.
Síðan er hönnuð af Ágústu
Kristínu Bjarnadótmr starfs-
manni leikskólans.
GE
Rokkað í Reykholtsdal
Dægurlagakeppni Borgarfjarðar haldin í 5. sinn
Fyrir skömmu var auglýst eftir
þátttakendum í Dægurlagakeppni
Borgarfjarðar í Skessuhorni.
Blaðamaður hitti Sigríðijónsdóttur
á förnum vegi og spurði hana út í
keppnina og þá fyrst hvaða fýrir-
bæri þetta væri. „.Dægurlagakeppni
Borgarfjarðar er stórskemmtilegt
fýrirbrigði sem fæddist sem viðbót
inn í menningarflóm héraðsins fýr-
ir nokkmm ámm síðan. Hún var
fýrst haldin árið 1997, var þá hald-
in 2 ár í röð en síðan féll hún niður
1 skipti en hefur verið haldin síðan
við sívaxandi vinsældir og er nú
orðin ómissandi hluti af starfi Ung-
mennafélags Reykdæla. Lögunum
fer sífellt fjölgandi og vora þau 18
talsins, víðsvegar að af Vesturlandi
og ffá Suðvesturhorninu. Af þess-
um 18 lögum komast svo einungis
8 lög áffam í lokakeppnina en það
er ákvörðun dægurlaganefndar að
hafa lögin ekki fleiri. Til mikils er
að vinna því í verðlaun era stúdíó-
tímar í Hljóðveri Péturs Hjaltested
sem hann og Sparisjóður Mýrasýslu
hafa gefið af miklu örlæti.“
Auk keppninnar sjálfrar er háð-
fuglinn Bjartmar Hannesson einn
af föstum punktum kvöldins þar
sem hann mun að vanda „hrauna“
yfir allt og alla eins og honum ein-
um er lagið. Að lokinni keppni og
skemmtidagskrá verður síðan dans-
leikur fram eftir nóttu þar sem
Stuðbandalagið sér um stuðið en
þeir sjá einnig um undirleik í dæg-
urlagakeppninni. GE