Skessuhorn - 13.11.2002, Side 6
6
MIÐVIKUDAGUR 13. NOVEMBER 2002
^áfi»unu^i
„Gáðunúaðþér
Guðsteinn minn“
í síðasta tölublaði Skessu-
horns ritar kaupfélagsstjóri KB
Guðsteinn Einarsson opið bréf
til bæjarstjórnar Borgarbyggðar.
í bréfinu víkur kaupfélags-
stjórinn að Búnaðarbanka Is-
lands hf. með ómaklegum hætti
sem kemur mjög á óvart og ekki
er hægt að láta ósvarað.
Kaupfélagsstjórinn vitnar í
viðskipti Búnaðarbankans og
Kaupfélagsins og veit fullvel að
ég get ekki svarað honum vegna
bankaleyndar. Eg get þó upplýst
að öllum erindum til bankans er
svarað og eru þar af leiðandi öll
svaraverð.
Kaupfélagsstjórinn gerir
bankastjórn Búnaðarbankans þá
hugsun upp að hún telji fjárfest-
ingar í Borgarfjarðarhéraði
„utan hins byggilega heims!“
eins og hann orðar það. Ekki
benda móttökur Borgfirðinga
og Mýramanna til þess að þeir
séu óánægðir með bankann.
Þvert á móti.
Ég vil minna á það að alls
staðar þar sem einn banki starfar
í héraði hefur sá hinn sami að
sjálfsögðu skipt sköpum í sam-
bandi við uppbyggingu og ffam-
farir. Hverju skyldi Búnaðar-
bankinn hafa breytt í Stykkis-
hólmi, Dalasýslu, Strandasýslu,
Skagafirði, eða Austur- Húna-
vatnssýslu þar sem kaupfélags-
stjórinn þekkir vel til, eða
nýjasta dæmið á Hellu þar sem
bankinn gekk í að leysa mjög
erfið mál með farsæld byggðar-
lagsins í huga. Sést á þessari
upptalningu að uppbygging sé
verri þar sem þessi bankastofnun
hefur ein séð um þjónustuna?
Af hverju gefur kaupfélagsstjór-
inn í skyn opinberlega að bank-
inn hafi ekki og muni ekki koma
jafn vel að málum og annar
banki? Ekki sýna dæmin úr
öðrum héruðum það.
Ég vil minna kaupfélagsstjór-
ann og lesendur þessarar greinar
á það að ein meginforsenda
stofnunar útibús Búnaðarbank-
ans í Borgarnesi voru margþætt
áralöng og farsæl viðskipti bank-
ans við Kaupfélag Borgfirðinga.
Búnaðarbankinn fjármagnaði
m.a. afurðalán Kaupfélagsins um
árabil og tók þar með þátt í
þeirri miklu uppbyggingu sem
átti sér stað á blómatíma kaupfé-
lagsins. Astæða þessara við-
skipta var sú að ekki var hægt að
fjármagna afurðalánin í héraði
og því kom Búnaðarbankinn þar
að verki.
Þessu má kaupfélagsstjóri
Kaupfélags Borgfirðinga ekki
gleyma og þessu hafa viðskipta-
vinir Búnaðarbankans í héraði
ekki gleymt. Mér finnst afar
mikilvægt að fólk hugsi út í það
að alls staðar þar sem bankinn
hefur sett upp útibú úti á landi
hefur hann fest rætur og ekki
farið aftur heldur stuðlað mark-
visst að góðri og bættri þjónustu
við viðskiptamenn sína.
Þegar farið er að ræða álitamál
á opinberum vettvangi í samfé-
lagi eins og okkar er eitt það
mikilvægasta að ræða málin mál-
efnalega og af sanngirni og gæta
hófs í orðavali. Við þurfum að
standa saman til að styrkja okkar
samfélag og ættum að varast að
fara of geyst í dómum um ná-
ungann eða félög og fýrirtæki.
Jákvæðnin getur fleytt okkur
langt ef við stöndum saman.
Þess vegna dátt mér eftirfar-
andi vísukorn í hug þegar ég las
þessa grein kaupfélagsstjórans
og hnaut við orðasambandið
„hinn byggilega Heim“ og orðið
„flaðurlæti" og „ekki svaraverð“
Þó að þér hlaupi kapp í kinn
kerskni við notum tregir.
Gáðu nú að þér Guðsteinn
minn og gættu að hvað þú segir.
Með bestu kveðjum,
Kristján Bjöm Snorrason
útibússtjóri.
Styrktarsjóður stofnaður til minningar um Ragnhildi Rún
Draumuriim að geta endurgoldið
stuðninginn
segir Hrafnhildur Jóna sem missti dóttur sína eftir langvarandi veikindi
Fyrir skemmstu
setti Hrafnhildur
Jóna Jónasdóttir í
Grundarfirði og
fjölskydda hennar á
stofh styrktarsjóð í
nafni dóttur
Hrafnhildar, Ragn-
hildar Rúnar sem
lést 16. apríl 1998
aðeins þriggja og
hálfs árs gömul.
Styrktarsj óðurinn
mun m.a. standa
fýrir sölu jólakorta
til að safna fé og
mun ágóðinn
renna tdl, eins og við köllum það,
málefna Grundfirskra barna. I ár
mun 60% ágóðans renna til leik-
skólans í Grundarfirði og verður
honum varið til að kaupa tæki sem
þroska hugarflug barna. Fjörutíu
prósent verða varðveitt á bók til að
nota ef upp koma veikindi eða erf-
iðleikar hjá bömum í byggðarlag-
inu. Þá er stjórn sjóðsins heimilt að
úthluta styrkjum til foreldra í slík-
um tilfellum.
Hrafnhildur málar sjálf á kortin
sem seld eru til styrktar sjóðnum og
era þau seld í tíu stykkja búntum
hjá Gallerí Grúsk í Grundarfirði,
Hrannarbúðinni í Grandarfirði,
Blómaversluninni Hvönn í Stykkis-
hólmi og Breiðholtsblómum í
Reykjavík. Einnig er hægt að panta
þau í síma 438 6505.
Ragnhildur Rún fæddist árið
1994 og kom í ljós strax efrir fæð-
inguna að hún væri alvarlega veik.
Hana vantaði í bom höfuðkúpunn-
ar fýrir ofan kok og var
opið upp í heila. Þetta
mein var þá alls óþekkt
hér á landi og ekki vit-
að um mörg slík tilfelli
í heiminum og ekkert
vitað um hvað gera
skildi. Tók nú við
langvarandi dvöl á
Barnaspítala Hrings-
ins. þar sem unnið var
að því nótt og dag að
finna út hvað gera
skildi. Að lokum
fannst lækningaaðferð
en því miður þurfri að
bíða með aðgerð þar
ril Ragnhildur Rún stækkaði.
Meðan á biðinni stóð veiktist
Ragnhildur nokkram sinnum af
heilahimnubólgum, sem svo síðar
kom í ljós að urðu þess valdandi að
hún varð mikið hreyfihömluð.
Þriggja mánaða fór hún í aðgerð
sem lagaði meinið og tók það svo
nokkra mánuði í viðbót að bíða eft-
ir nógum bata til að fá að fara heim.
„Heim fóram við ril Grandarfjarð-
ar og hófum að byggja okkar líf,
nokkuð öðravísi en í upphafi var
ætlað með fyrsta barnið, þar sem
lífið snérist um að aðlaga allt við
það að eiga barn með miklar
hreyfihömlur,“ segir Hrafnhildur.
„I Grandarfirði beið okkar samfé-
lag dásamlegs fólks sem allt vildi
gera til að létta okkur lífið, nálægð-
arsamfélag lítils bæjar. Skemmst er
frá því að segja að lífið varð eins og
best verður á kosið, við eignuðumst
annað barn '97 alheilbrigðan dreng
og nú héldum við að við væram
búin með okkar skammt. En það
var víst ekki svo 16 aprfl '98 bank-
aði ógæfan aftur dyra og veiktist
Ragnhildur af heilahimnubólgu og
vegna fyrri sögu var aldrei nokkur
von. A rétt rúmum 1/2 sólahring
frá því hún veikist lést hún á Land-
spítalanum. Ragnhildur snart alla
sem á vegi hennar urðu, með fal-
legu augunum sínum og smitandi
hlátri, og hundrað samúðarkorta til
okkar og fjölskyldna okkar segir allt
sem segja þarf. Stuðningur Grund-
firðinga var með ólíkindum, allir
boðnir og búnir til að veita okkur
ástúð og hlýju. Síðan þá hefur
blundað sú ósk að geta endurgoldið
þennan stuðning, og eram við að
reyna með styrktarsjóðnum að gera
það. einnig vitum við af fenginni
reynslu að veikindi bamanna okkar
gera ekki boð á undan sér og um
nóg er að hugsa þótt ekki bætist við
áhyggjur af fjármálum og öðra
slíku,“ segir Hrafrihildur.
GE
Taktu lagið Lóa í Brún í Bæjarsveit
Leikdeild Umf. íslendings æfir
nú af fullum krafti leikritið Taktu
lagið Lóa eftir leikskáldið vinsæla
Jim Cartwright. Hópurinn stefnir
að því að ffumsýna verkið föstu-
dagskvöldið 15. nóvember. Leikrit-
ið Taktu lagið Lóa var sett upp í
þjóðleikhúsinu árið 1994 en það
hefur ekki verið sett upp hjá ís-
lensku áhugaleikhúsi áður. Það má
teljast mikil áskorun fýrir lítið leik-
félag á landsbyggðinni að takast á
við svo vandasamt verk sem þetta.
Verkið gerir miklar kröfur til leik-
ara, ljósamanna og annarra sem
koma að uppsetningu sýningarinn-
ar. Þó svo að leikritið sé ekki
mannmargt þá er ögranin mikil að
takast á við svo krefjandi verk.
Leikdeild Umf. Islendings ræðst
því ekki á garðinn þar sem hann er
lægstur og verður spennandi að
fylgjast með útkomunni á framsýn-
ingu.
Leikstjóri er Guðmundur Ingi
Þorvaldsson og er þetta í fyrsta
sinn sem hann tekur að sér leik-
stjórn hjá áhugamannafélagi á
landsbyggðinni en áður hefur hann
sett upp þrjú verk með framhalds-
skólum á höfuðborgarsvæðinu.
Guðmundur er borinn og bam-
fæddur í Reykholtsdal og má því
segja að hann sé hér á heimaslóð-
um. Leikarar í sýningunni era sex
og era þeir flestir í veigamiklum
hlutverkum. Fjögurra manna
hljómsveit spilar imdir á sýningum.
Leikrit Jim Cartwright hafa not-
ið mikilla vinsælda undanfarin ár
bæði hér á landi sem erlendis. Flest
verk hans hafa verið sett upp í ís-
lenskum leikhúsum og má þar
nefna verkin Stræti, Barpar og Sto-
ne Free.
Þar sem um óvenju metnaðar-
frilla sýningu hjá áhugamannafélagi
er að ræða ætti enginn áhugamað-
ur um leiklist að láta þessa sýningu
fram hjá sér fara.
G.E.G.