Skessuhorn


Skessuhorn - 20.11.2002, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 20.11.2002, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER 2002 -K11IIM... 1 Launakjör áHöfða óbreytt Á fundi sínum þann 14. nóv- ember síðastliðinn hafnaði bæj- arráð tillögu sjálfstæðísmanna í bæjarstjóm um endurmat starfa á dvalarheimilinu Höfða en eins og fram hefur komið í Skessu- homi hefiir verið mikil óánægja meðal starfsmanna á heimihnu þar sem launakjör hluta þeirra hafa ekki verið endurskoðuð. I bókun meirihluta bæjarráðs seg- ir m.a.: Bæjarráð hefur fjallað um beiðni starfsmanna og stjómar Höfða og St.Ak. um endurskoð- un á niðurröðun starfsmats vegna nokkurra starfa við dval- arheimilið. Ljóst er að núverandi starfs- matskerfi er þannig að ekki er unnt að notast við kerfið við endurmat starfa, enda gerir nú- verandi kjarasamningur ekki ráð fyrir því að starfsmatskerfið sé notað lengur við mat á störfum, heldur verði tekið upp nýtt starfsmatskerfi sem gildi frá og með 1. desember n.k. Starfs- kjaranefnd hefur fjallað um þessi mál á fundum sínum ítrekað" * Oskiljanlegt „Það er óskiljanlegt með Öllu að bæjarráð vilji ekki fallast á okkar tillögu sem snýst um að bæjarstjóra verði falið að ganga í málið og leysa það,“ segir Gtrnnar Sigurðsson oddviti Sjálfstæðisflokks í bæjarstjóm Akraness. „Það segir sig sjálft að þetta er stórmál því það er ekki björguleg útgerð á skipi ef helmingur áhafnarinnar er óánægður og óstarfhæfur fyrir vikið. Það er ekki hægt að bjóða fólki upp á það að hluti starfs- fólks á sama vinnustað fái leið- réttingu launa en aðrir ekki,“ segir Gunnar. GE Páll mótar Ottó í stein Liftamaðurmn snjalli Páll Guðmundssm jrá Húsafelli erþessa dagana meb hamar sinn og meitil í Olafsvík þar sem heimammn eru að láta reisa minnisvarða um Ottó Amasm sem var mikil drifjjöður ífélagslífi Olsara á sinni tíð. Hann stjómaði meðal annars htósýning- um í Ólafsvík og var einn af stofnmdum skákfélagsins, leikfélagsins og fleiri félaga. Minnismerkið verður afhjúpað fyrir árslok. Mynd: PJ Fjölmenni á fundi um framtíð Sementsverksmiðjunnar Vinstri hreyfingin-grænt fram- boð boðaði til fundar í gær um málefni Sementsverksmiðjunnar og þá tvísýnu stöðu sem hún er í um þessar mundir. Húsfyllir var að Kirkjubraut 40, eða á annað hund- rað manns. Frummælendur á fund- inum vora þingmenn flokksins og fulltrúar frá stjórn og stjórnendum verksmiðjunnar auk fulltrúa frá Hollustuvernd ríkisins. Staða verksmiðjunnar var kynnt ítarlega út frá samkeppnisforsend- um og mögulegri brennslu m.a. fastra úrgangsefna í ofni verk- smiðjunnar. Það sem uppúr stend- ur þó er sú staðreynd að rekstrar- legar forsendur sementsfram- leiðslu þessi misserin em slæmar vegna meintra undirboða erlends aðila á markaðinum auk þess sem bygginga- og mannvirkjaiðnaður er f verulegri lægð um þessar mundir og sala á sementi því lítdl. I lok fundarins var eftirfarandi ályktun samþykkt samhljóða: Fráfundi um málefni sementsverksmiðjunnar. Mynd: HJH „Almennur fundur á vegum hefur þjónað íslenskri mannvirkja- Vinstri hreyfingarinnar-græns framboðs, haldinn á Akranesi 13. nóvember 2002, skorar á stjórn- völd að grípa tafarlaust til aðgerða til að tryggja framtíð Sementsverk- smiðjunnar. Fundurinn bendir á að verk- smiðjan er stóriðja á íslenskan mælikvarða, veitir um 90 manns at- vinnu, byggir starfsemi sína nær eingöngu á innlendu hráefni og Ungmennafélagið íslendingur sýnir hið magnaða leikrit ifdjJijjj 'Jjjjjj jj ILéift eftir Jim Cartwright, leikstjóri Guðmundur Ingi Þorvaldsson SYNINGAR 3. sýning fimmtudaginn 21. nóv. kl. 21:00 4. sýning föstudaginn 22. nóv. kl. 21:00 5. sýning laugardaginn 23. nóv. kl. 21:00 6. sýning sunnudaginn 24. nóv. kl. 14:00 7. sýning föstudaginn 29. nóv kl. 21:00 Lokasýn. laugardaginn 30. nóv. kl. 21:00 ATH. LOKASÝNING Miöapantanir í símum 437 0164 - 847 7725 Fjóla og Jón 437 0042 Þórunn og Sigurjón 437 0043 Sigga og Snorri Veriö velkomin gerð í nær hálfa öld. Jafriframt gef- ur verksmiðjan færi á eyðingu orkuríkra úrgangsefna sem ella þyrfti að flytja úr landi með ærnum tilkostnaði. Þjóðhagsleg hag- kvæmni verksmiðjunnar er því ótvíræð og augljós sóknarfæri til að auka hana verulega. Nú er vegið að þessu óskabarni þjóðarinnar af erlendu risaíyrirtæki sem hyggst einoka íslenska sem- entsmarkaðinn með ófyrirsjáanleg- um afleiðingum. Því krefst fund- urinn þess að stjórnvöld upplýsi Akurnesinga og aðra landsmenn þegar í stað um áform sín gagnvart framtíð verksmiðjunnar." MM Elliði kom- inn til Cape Town Nóta- og togveiðiskipið Elliði kom til Höfðaborgar í S-Affíku í morgun. Þar er ætlunin að stoppa í tvo daga. Leiðangurinn til Ástralíu er nú u.þ.b. hálfnað- ur og tekur nú við rúmlega þriggja vikna sigling án stopps til áfangastaðar, Albany í Ástral- m. Styðja Guðjón Á fundi fulltrúaráðs sjálfstæð- isfélaganna á Akranesi í gær- kvöld var samþykkt eftirfarandi ályktun: „Fjölmennur fundur Fulltrúa- ráðs sjálfetæðisfélaganna á Akra- nesi haldinn þann 19. nóvember 2002. lýsir yfir eindregnum stuðningi við Guðjón Guð- mundsson alþingismann og þakkar honum vel unnin störf í þágu Vesmrlandskjördæmis og vonar að sjálfetæðisfólk í Norð- vesturkjördæmi sameinist um að tryggja honum kosningu í al- þingiskosningum á vori kom- anda.“ Diski með Is- landskortum yel tekið Tölvudiskur með íslandskort- um frá Landmæfingum íslands hefur hlotið afar góðar undir- tektir. Fyrsta upplag disksins, sem kom út 22. október síðast- liðinn, seldist upp á nokkram dögum og önnur pönmn er langt komin í sölu í verslunum. A þriðja þúsund eintökum af kortadisknum hefur verið dreift. Vegna hinnar miklu sölu var ákveðið að gera þriðju pönmn- ina og er upplagið væntanlegt til landsins í næsm viku. Borgarbyggð kaupir afKB Bæjarstjóri Borgarbyggðar og kaupfélagsstjóri KB hafa samið um kaup bæjarins á eignum Kaupfé- lagsins við Brákarsund. Um er að ræða gamla slámrhúsið svokallaða sem nú gegnir hlutverki aðstöðu- húss við timburplan og gömlu mjólkurstöðina þar sem í dag er byggingavörudeild KB. Samning- urinn er háður samþykki bæjar- stjómar og stjómar KB en kaup- verð er ekki gefið upp að svo stöddu. Miðað er við að eignirnai verði afhentar næsta sumar en þá ei gert ráð fyrir að byggingavöradeik KB verði flutt í nýtt húsnæð skammt frá Olafsvíkurvegamótum. Að sögn Páls Brynjarssonar ligg- ur ekki fyrir hvernig húseignimai verða nýttar en að allavega er ger ráð fyrir að gamla slámrhúsið verð rifið og svæðið ffá Brákarbrú ac Englendingavík deiliskipulagt. Söngvaka verður haldin í Lyngbrekku föstudagskvöldið 22. nóvember. Hefst stundvíslega kl. 21:00 og stendur til kl. 01:00. Gert er ráð fyrir að nokkrir Iðunnarfélagar komi á staðinn og flytji kvæðalög og ef til vill eitthvað fleira. Undirleikari á vökunni verður Bjarni Valtýr Guðjónsson

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.