Skessuhorn


Skessuhorn - 20.11.2002, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 20.11.2002, Blaðsíða 6
I 6 MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER 2002 + Valur Ingimundarson þjálfari Skallagríms í Úrvalsdeildinni í körfuknattleik hefur verið í sviðsljósinu að undanfömu en liðið virðist vera að fóta sig á meðal þeirra bestu þrátt fyrir að allt undirbúningstímabilið hafi miðast við að leika í fyrstu deild. Liðið lagði efsta lið deildariimar, Grindavík, að velli fyrir skömmu og landaði þar sínum fyrstu stigum í vetur. Valur lét sér ekki nægja að stjórna sínum mönnum af hliðarlínunni í það skiptið heldur skellti sér í treyjuna að nýju og tók þátt í leiknum. Valur er reynslumesti leikmaður íslands og jafnframt sá stigahæsti ffá upphafi. Hann er gestur skráargatsins að þessu sinni. Vdlur lngimundarson Nafh: Vdlur Snjólfur Ingimundur Fæðingardagur og ár: 20.02.62 Statf. Málari, fjálfari Fjölskyldubagir: Eiginkona, Guóný Friðriksdóttir og á ég tvö böm Steinunni Osk 10 ára og Val Orra 8 ára Hvemig bíl áttu: Hyundai Sonata ‘97 og Mazda 323 ‘93 Uppáhalds matur: Flestur grillmatur Uppáhalds drykkur: Vatn og kók Uppáhalds sjónvarpsefni: Allir gamanþættir Uppáhalds sjónvarpsmaður: Bjami Fel Uppáhalds leikari innlendur: Helga Braga Uppáhalds leikari erlendur: Margir góðir Uppáhalds iþróttamaður: Jordan Uppáhalds íþráttafélag: Þau eru nokkur Uppáhalds stjómmálamaður: Enginn Uppáhalds tónlistarmaður innlendur: Bubbi ogMegas Uppáhalds tónlistarmaður erlendur: Led Zeppelin er hljómsveitin mín Ertu hlynntur eða andvígur ríkisstjóminni? Bæði og Hvað meturðu mest ífari annarra? Aðfólk komi til dyranna eins og það er klætt og komifram við aðra eins ogþað vill að aðrir komifram viðþað sjálft. Hvaðfer mest í taugamar á þér ífari annarra? Hroki og mont Hverþinn helsti kostur? Annara að dæma Hver er þinn helsti ókostur? Morgnamir eru erfiðir, ég er svokallaður b-?naður. Hvað varð til þess að þú ákvaðst að taka skónafram að nýju? Hef í raun aldrei lagt þeim. En þegar að staðan var eins og hún var þá vantaði kannski reynslubolta til að aðstoða yngri leikmenn. Hvert er markmið liðsins í vetur? Persónulega hefég mikið álit á þessu liði. Það var mikil áskorun að taka sæti í deildinni og útfrá því verðum við að vinna. Markmiðið í sjálfu sér er að gera þetta að skemmtilegum vetri og gera allt sem í okkar valdi stendur til að halda okkur í deildinni. Hvað áttu von á að spila lengi í viðbót? Hugsanlega spila ég einhverja leiki í viðbót, engin þrá að spila en ef maður getur hjálpað til þá spilar maður. Tælenskur kjúklingaréttur jyrirjfjóra Kári Steinn Reynisson knattspyrmimaður á Akranesi er kokkur vikunnar að þessu sinni. Tælenskur kjúklingaréttur fyrir fjóra 4 stk. beinlausar kjúklingabringur 1 brokkolí 1 laukur 2 hvítlauksrif 1/2 sellerýrót 3 stórar gulrætur 4 sveppir 1 peli rjómi 1 krukka Satay sósa 1 tsk. Mango Chutney (bragðmikil, bæta við eftir smekk) Rjúklingurinn er skorinn í strimla og pönnusteiktur með salti og pipar. Grænmetið er steikt sér í olíu og örlitlu salti og pipar og svo bætt út í kjúklinginn. Hægt er að nota hvaða grænmeti sem er en mælt er með ofanrituðu. Rjómanum hellt útí, Satay sósunni og Mangoinu blandað við. Kári Steinn Reynisson Allt látið malla í nokkrar mínútur. Gott að nota Wok pönnu. Mjög gott að hafa hrísgrjón og salat með þessu og Baguette snittubrauð. í salatið er mælt með að fari fetaostur, sólþurrkaðir tómatar í olíu, marineraður hvítlaukur, kál, rauðlaukur og tómatar. Mjög lítil fyrirhöfn en alveg dilissíus. Verðiykkur að góðu. SjAjÍSS'UhtMFi Uppkosningar í Borgarbyggð 7. desember Hæstiréttur úrskurðaði þann 14. nóvember síðastliðinn að sveitar- stjómarkosningar í Borgarbyggð er fram fóm þann 25. maí væm ógildar og uppkosningar skildu fara fram. Æda ég í grein þessari að fara yfir hvernig kjósandi skal haga kosningu sinni svo hún geti talist lögleg. Fyrir þá sem vilja kynna sér betur lög og reglur sem gilda við kosningar er rétt að benda á kosn- ingavef Félagsmálaráðuneytisins en slóðin er: http://www.kosningar2 002 .is Bæjarstjórn Borgarbyggðar og yfirkjörstjóm vora sammála um að uppkosning skyldi fara ffam þann 7. desember næstkomandi. I þess- um kosningum er ný kjörskrá í gildi og miðast hún við þá íbúa sem búsettir vom í Borgarbyggð þann 16. nóvember þ.e. þremur vikum fyrir kjördag. Eg hvet fólk til að kynna sér kjörskrána en hún liggur ffammi á skrifstofu sveitar- félagsins að Borgarbraut 11 ffá og með 27. nóvember n.k. I 58. grein laga ffá 1998 um sveitarstjómarkosningar er kveðið á um hvernig kjósandi skuli greiða atkvæði, þar stendur: Kjósandi greiðir atkvæði við bundnar hlutfallskosningar á þann hátt að hann markar með ritblýi kross á kjörseðilinn fyrir framan þann Hsta sem hann vill kjósa af þeim sem í kjöri era. Vilji kjósandi breyta nafharöð á lista þeim er hann kýs setur hann tölustafinn 1 fyrir framan það nafn er hann vill hafa efst, töluna 2 fyr- ir ffaman það nafn sem hann vill hafa annað í röðinni, töluna 3 fyr- ir framan það nafn sem hann vill hafa það þriðja o.s.frv., að svo miklu leyti sem hann vill. Ef kjósandi vill hafna frambjóð- anda á þeim lista sem hann kýs strikar hann yfir nafh hans. I 78. grein sömu laga er fjallað um hvaða atkvæði skuli meta ógild, en það er: a) ef kjörseðill er auður, b) ef ekki verður séð við hvern lista er merkt eða ef ekki verður séð með vissu hvort það sem stendur á utankjör- fundarseðli getur átt við nokkurn af listum sem í kjöri em, c) ef merkt er við fleiri lista- bókastafi en einn eða tölu- merkt nöfn á fleiri listum en einum eða skrifaður fleiri en einn listabókastafur á utan- kjörfundarseðil, d) ef áletrun er á kjörseðli fram yfir það sem fyrir er mælt eða annarlegt merki sem ætla má að sett sé af ásettu ráði til að gera seðilinn auðkennilegan, e) ef kjörseðill er annar en kjör- stjórn eða kjörstjóri hefur löglega afhent, f) ef í umslagi með utankjör- fundarseðli er annað eða meira en einn kjörseðill.“ Um utankjörfundaratkvæða- greiðslu gilda hins vegar lög um kosningar til Alþingis nr. 24/2000. I 62. og 63. grein þeirra laga segir 62. gr. Kosning utan kjörfundar er því aðeins gild að notuð séu hin fyrirskipuðu kjörgögn. Kosningin fer svo fram að kjósandi stimplar eða ritar á kjörseðilinn bókstaf þess lista sem hann vill kjósa og má hann geta þess hvernig hann vill hafa röðina á listanum 63. gr. Kjósandi, sem greiða vill atkvæði utan kjörfundar, skal gera kjörstjóra grein fyrir sér, svo sem með því að ffamvísa kennivottorði eða nafhskír- teini, eða á annan fullnægj- andi hátt að mati kjörstjóra. Kjörstjóri skal halda sérstaka skrá yfir þá sem greiða at- kvæði hjá honum, sbr. 1. mgr. 66. gr. Að þessu loknu fær kjósandi af- hent kjörgögn. Skal hann síðan aðstoðarlaust og án þess að nokkur annar sjái rita atkvæði sitt á kjör- seðilinn á þann hátt er segir í 2. mgr. 62. gr. og setja atkvæðið í kjörseðilsumslagið. Því næst áritar og undirritar kjósandi fylgibréfið í viðurvist kjörstjóra sem vottar at- kvæðagreiðsluna. ... Að lokum skal kjörseðilsum- slagið ásamt fylgibréfinu lagt í sendiumslagið og því lokað vand- lega. Umslagið skal síðan áritað til hreppstjórans, sýslumannsins eða kjörstjórnarinnar í því umdæmi þar sem kjósandinn telur sig standa á kjörskrá. A sendiumslagið skal og rita nafii kjósanda, kenni- tölu og lögheimili. Að lokum er rétt að benda á að ef eitthvað kann að vera óljóst þá er hægt að snúa sér til yfirkjör- stjórnar eða kjömefhdafólks og fá nánari upplýsingar um fram- kvæmd kosninga. Hilmar Már Arason formaður yfirkjórstjómar Borgarbyggðar Prentverkið 60 ára Síðastliðinn föstudag hélt Prentverk Akraness upp á 60 ára afrnæli sitt i htísakynnum prentsmiðjunnar. Boðið var upp á glæsilega dagskrá þar sem Bragi Þórðarson stiklaði á stóru í sögu jyrirtækisins, Gospellkórinn söng nokkur lög og Ari Jónsson söngvari og prentari skemmti gestum. Starfsfólk dvalarheimilisins Höfða lýsir yfir stuðningi við starfsfólk heimilisins sem á í kjarabaráttu og skorar á bæjar- yfirvöld að finna farsæla lausn á deilunni sem fyrst. Fyrir hönd starfsfólks Dvalarheimilisins Höfða. Ólöf Böðvarsdóttir, trúnaðarmaður +

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.