Skessuhorn - 08.01.2003, Síða 1
Runólfur
Vesdend-
ingur ársins
Runólfur Agústsson rektor
Viðskiptaháskólans á Bifröst
var síðastliðinn mánudag út-
nefndur Vestlendingur ársins
2002 en það er Skessuhorn
sem stendur fyrir valinu og er
þetta fimmta árið í röð sem
útnefningin fer fram. I öðru
sæti varð Þorsteinn Þorleifs-
son eigandi Steinaríkis Is-
lands á Akranesi og í þriðja
sæti Jaeir Isólfur Haraldsson
og Arni Gíslason forstöðu-
menn Bíóhallarinnar á Akra-
nesi. Alls voru tíu aðilar til-
nefndir.
Sjá nánar á bls 2.
Frá verðlaunaafhmdingunni á Maríukaffi, á safiiasvœðinu á Akranesi, síðastliðinn mánudag. Frá vinstri: Ami Gíslason, lsólfi-
ur Haraldsson, Runólfur Agústsson og Þorsteinn Þorleifsson. Mynd: HJH
Fyrsti vesdend-
ingiir ársins
Fyrsti Vestlendingurinn
sem fæðist á nýju ári kom í
heiminn á Landspítalanum í
Reykjavík að morgni annars
janúar, k.l. 8.55. Það var
stúlka sem vó 2.493 gr og
mældist 47 cm. Foreldrar
fyrsta Vestlendingsins í ár
heita Guðný Margrét Ingva-
dóttir og Gunnar Gunnars-
son og búa þau í Borgarnesi.
Hross fældust flugelda og oflu umferðarslysi
Sprengingarnar orðnar óþarflega öflugar segir Theodór Þórðarson lögregluvarðstjóri
Frá slysstað á mánudagskvöld. Mynd: GE
Alvarlegt umferðarslys varð
undir Hafnaríjalli, skammt frá
bænum Höfn, uin kl. 21.00 að
kvöldi mánudags. Orsök slyssins
var sú að fimm hross hlupu yfir
veginn og í veg fyrir bfla sem voru
á norðurleið. Samkvæmt upplýs-
ingum frá lögreglunni í Borgar-
nesi sá bflstjóri fremsta bflsins
hrossin í tíma og hægði á sér en
bílstjórar tveggja bifreiða sem
voru fyrir aftan æduðu framúr. Sá
fremri lenti á hrossunum og
kastaðist bifreiðin á bílinn sem
kom á eftir. Fjórir voru í öðrum
bflnum en tveir í hinum og þurfti
klippur til að ná ökumanni annars
bflsins út úr flakinu. Fjórir af
þeim sem lentu í slysinu voru
fluttír á sjúkrahúsið á Akranesi og
þaðan á Landspítalann í Reykja-
vík. Samkvæmt upplýsingum
Skessuhorns er enginn þeirra tal-
inn alvarlega slasaður.
Þrjú hrossanna drápust í á-
rekstrinum en hin tvö voru aflífuð
á staðnum.
Eigandi hrossanna er Gísli
Jónsson í Lyngholti í Leirár- og
Melasveit en hrossin voru í girð-
ingu í Höfn. Gísli telur víst að
hrossin hafi fælst vegna flugelda-
sýningar á Seleyrinni sem haldin
var í tilefni af þrettándanum.
„Tímasetningin passar og vind-
áttin var þannig að það er ekki
nokkur vafi í mínum huga enda
þarf nokkuð tíl að hross tryllist
þannig að þau hlaupi á girðingar
og yfir pípuhlið. „Gísli segir að
fleiri hross hafi verið í hópnum en
þau fimm sem lentu í slysinu.
„Við vorum ffam á nótt að leita
að hinum hrossunum og það kom
í ljós að þrjú þeirra eru slösuð,
sennilega efúr að hafa stokkið yfir
pípuhliðið, en það Iiggur ekki fyr-
ir hvað verður um þau,“ segir
Gísli.
Ekki einsdæmi
Theodór Þórðarson lögreglu-
varðstjóri í Borgarnesi segir að
það hafi færst mjög í vöxt á síð-
ustu árum aðjiross fælist af völd-
um flugelda og valdi sér og jafnvel
öðrum skaða. Ekki er nema tæpt
ár síðan umferðaróhapp varð á
sömu slóðum sem einnig var af
völdum hrossa sem fældust flug-
eldaskothríð í Ölveri. Þá drápust
tíu hross frá bænum Oddstöðum
fyrir tveimur árum þegar þau
hröktust fram af bjargbrún eftir
að hafa fælst af völdum flugelda
um áramót.
„Þetta eru orðnir mun öflugri
flugeldar en áður var og kannski
fyrst og fremst sprengingarnar
sem þeim fylgja. Eg held að flest-
ir fái mest út úr þvi að sjá eldglær-
ingarnar og því má kannski spyrja
hvort spreningarnar þurfi að vera
þetta öflugar og hávaðinn þetta
mikill. Það er eitthvað sem þyrfti
að athuga því þetta er vissulega
orðið vandamálj“ segir Theodór.
GE
FIMMTUDAGUR
JANÚAR
NÝTT KORTATIMBIL
hclst Q. janiiar
Opið:
9 -19 vlrkadaga
10-19 laugardaga
12-19 sunnudaga
í fatadeild