Skessuhorn - 08.01.2003, Side 3
.Mjsaaunw.-
MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 2003
3
Umtalsverð ljölgnn ferðamanna á
upplýsingamiðstöðvum Vesturlands
Hrafnhildur Tryggvadóttir í Upplýs-
mga og kyimingamiðstöih Vesturlands
í Borgamesi.
Fjölgun ferðamanna á Vestur-
landi var umtalsverð á síðasta ári
ef marka má tölur um aðsókn að
upplýsingamiðstöðvum á svæð-
inu. Á Vesturlandi eru starffækt-
ar 6 upplýsingamiðstöðvar fýrir
ferðamenn, þar af tvær með
heilsársopnun en aðrar opnar
yfir sumartímann.
Akranes
Upplýsingamiðstöðin á Akra-
nesi er til húsa í Safnaskálanum
að Görðum, og er rekin þar af
einkaaðilum samhliða rekstri
Safnaskálans. Safnaskálinn er
opinn allt árið og hefúr
heimsóknum fjölgað tdl muna á
svæðið síðastliðið ár. Að sögn
Hrafnhildar Tryggvadóttur for-
stöðumanns Upplýsinga og
kynningamiðstöðvar Vestur-
lands, sem tekið hefur saman
tölur um aðsókn hjá upplýsinga-
miðstöðvunum, voru gestir
safnasvæðisins á árinu milli 16
og 17 þúsund manns. Hins veg-
ar liggja ekki fyrir tölur um
hversu margir komu gagngert til
að leita sér upplýsinga eða
hversu margir komu eingöngu
til að skoða söfnin. Til saman-
burðar voru gestir safnasvæðis-
ins 4 - 5000 árið 2001. Mikill
meirihluti gesta í Safhaskálann
eru Islendingar eða um 80% og
eru það í miklum inæli Akurnes-
ingar og aðrir Vesdendingar sem
heimsækja söfnin með gesti sína,
fjölskyldur í dagsferðum af höf-
uðborgarsvæðinu og hópar
hvers konar. Erlendir gestir sem
heimsækja svæðið eru Evrópu-
búar í miklum tneirihluta og það
eru erlendu gestirnir sem koma
frekar til að leita upplýsinga en
að heimsækja svæðið.
Borgarfjörður
Upplýsinga og kynningamið-
stöð Vesturlands í Borgarnesi
gegnir þeirri sérstöðu að vera
svokölluð Landshlutamiðstöð
og er styrkt af Ferðamálaráði til
þjónustu fyrir allan landshlut-
ann. Að sögn Hrafnhildar eru
gestir UKV að miklu leyti fólk
sem ferðast á eigin vegum, þ.e. á
hjólum, á bílaleigubílum eða
með sérleyfisbílum. „Einnighef-
ur aukist umferð „hópa“ sem
stansa í Borgarnesi sérstaklega
og skýrist það af betri vitund
leiðsögumanna og bílstjóra og
ekki síst heimafólks á Vestur-
landi um tilvist UKV,“ segir
Hrafnhildur
Gestir árið 2002 voru tæp
7000 allt árið, þar af tæp fimm
þúsund í júní, júlí og ágúst.
Gestum hefur fjölgað jafnt og
þétt þau þrjú sumur sem Upp-
lýsingamiðstöðin hefur verið
rekin í núverandi mynd. Sumar-
ið 2000 voru gestir um 1900 og
sumarið 2001 voru þeir um
3200. Síðasta sumar voru gestir
um fimm þúsund sem fyrr segir.
Erlendir gestir koma flestir ffá
löndum Mið og Suður Evrópu,
en einnig hefur orðið aukning í
komum gesta af Norðurlöndum
og Ameríku, að sögn Hrafnhild-
ar.
Heimskringla í Reykholti
veitir ferðamönnum þjónustu og
upplýsingar um sögu staðarins
yfir sumartímann. Um þessa
upplýsingamiðstöð sem staðsett
er í kjallara Reykholtskirkju,
gildir að mestu það sama og um
upplýsingamiðstöðina á Akra-
nesi, þ.e. að starfsemin er tengd
annars konar starfsemi. Því er
erfitt að telja þá gesti sem koma
gagngert til að leita sér upplýs-
inga í upplýsingamiðstöðinni.
Gestir heimskringlu árið 2002
voru á tnilli fjórtán og fimmtán
þúsund en það er lítil breyting á
milli ára. Gestir eru ekki flokk-
aðir eftir þjóðerni en talið er að
um helmingur sé erlendir ferða-
menn og þar af flestir ffá Norð-
urlöndum.
Snæfellsnes og Dalir
Efling Stykkishólms sér um
rekstur tjaldsvæðis og upplýs-
ingamiðstöðvar í Iþróttamiðstöð
bæjarins. Þar fjölgar heimsókn-
um milli ára sem og á öðrum
stöðum á Vesturlandi. Aðsóknin
í sumar var um 4700 gestir en
það er tvöföldun á milli ára að
sögn Hrafnhildar.
I gamla Pakkhúsinu í Olafsvík
er rekin upplýsingamiðstöð yfir
sumartímann en Pakkhúsið hýs-
ir einnig byggðasafii og ýmsar
listsýningar. Gestir hússins voru
um 6900 árið 2002 en um 5600
árið áður.
I Búðardal er upplýsingamið-
stöðin rekin í samvinnu við
handverkshópinn Bolla sem þar
er með handverksmarkað. Að
sögn Hrafnhildar var einnig
fjölgun þar síðasta sumar en töl-
ur um gestafjölda hafa hins veg-
ar ekki borist til UKV
Mikilvæg þjónusta
„Gestum hefur greinilega
fjölgað í öllum á upplýsingamið-
stöðvum á Vesturlandi, hvort
sem þær eru reknar einar eða í
tengslum við aðra ferðaþjón-
ustu. Það sýnir fram á mikilvægi
þeirra og það að ferðamenn eru í
auknum mæli að nýta sér þessa
þjónustu. Erlendir ferðamenn
ferðast í auknum mæli á eigin
vegum og hafa þá ekki skipulagt
ferðir sínar á landinu til fúlln-
ustu þegar komið er til landsins.
Veður ræður miklu um það
hvert fólk fer, og er því mikið
spurt um veður og færð á land-
inu. Islendingar nýta í auknum
mæli þá þjónustu sem upplýs-
ingamiðstöðvar veita og eins þá
þjónustu ferðaþjónustuaðila og
sveitarfélaga sem fólgin er í út-
gáfú fjölbreytts kynningarefnis.
Samstarf þeirra stofnana og
grasrótarsamtaka sem vinna í
ferðamálum á Vesturlandi er að
aukast og m.a. voru Ferðamála-
samtök Vesturlands 20 ára á ár-
inu og var það sameiginlegt
verkefni FV, UKV og Ferða-
málafulltrúa Atvinnuráðgjafar
SSV að gera afmælinu góð skil,
m.a, með afmælishátíð í Reyk-
holti og útgáfu Sögukorts fyrir
Vesturland, sem nú er komið í
dreifmgu. Þótt það sé kannski
ekki nákvæmur mælikvarði þá
má gera því skóna að aukning í
heimsóknum upplýsingamið-
stöðvanna endurspegli aukinn
ferðamannastraum á Vestur-
land,“ segir Hrafúhildur.
GE
aeigendur fá
__ a egt bókmenntaverk að eigin vali:
íslensku orðabókina
Ritverk Snorra
fimmhundruð milljónir
yfir|ÍTlllll1|ljllí*ltKj*llllllIjTnTj dreifast
á heppna miðaeigendur á árinu.
Akranes
Rammar og Myndir
Skólabraut 27
sími 431-1313
Reykholt
Asthildur Thorsteinsson
Hurðarbaki
sími 435-1455
Hellissandur
Jensína Guðmundsdóttir
Bárðarási 4
sími 436-6600
Borgarnes
Dalbrún ehf.
Brákarbraut 3
sími 437-1421
Högni Gunnarsson
Hjarðarfelli
sími 435-6666
Ólafsvík
Lovísa Olga Sævarsdóttir
Staðarbakka, Arnarstapa
sími 435-6758
Verslunin Hrund
Grundarbraut 6
sími 436-11 65
Grundarfjörður
Hrannarbúðin
Hrannarstíg 5
sími 438-6725
Stykkishólmur
Verslunin Sjávarborg
Hafnargötu 4
sími 438-1121
Króksfjarðarnes
Halldór D. Gunnarsson
Ljósheimum
sími 434-7770/434-7766
Búðardalur
Boga Thorlacius
Blómalindin
Vesturbraut 6
sími 434-1606
Jóhann G. Pétursson
Stóru-Tungu, Fellsströnd
sími 434-1479
Umboðsmenn
Vesturland
eöa meira árið 2003
gið út í júní
Vertu með ...
... af því að þú veist aldrei
V/SA
dregið verður 14. janúar
37.621 vinningar verða dregnir út á árinu. Óbreytt miðaverð 800 kr.
Tryggðu þér miða, eitt símtal nægir 552 21 50 eða á www.sibs.is
H APPDRÆTTI
... fyrir lífið sjálft