Skessuhorn


Skessuhorn - 08.01.2003, Side 6

Skessuhorn - 08.01.2003, Side 6
6 MIÐVIKUDAGUR 8. JANUAR 2003 Eldhúskrókurinn er þessa vik- una í höndum Onnu Lilju Dan- íelsdóttur. Anna segist elda þennan rétt nokkuð oít og notar þá ýmist kjúkling eða fisk sem aðalhráefni. I dag er það kjúklingur sem prýðir uppskrift- ina. Hráefni: 1 steiktur kjúklingur eSa kjúklingaafgangar, rifinn niður 1 dás sýrður ijómi + 11/2 tsk. karrý blandað saman og hrært saman við kjúklinginnfetta síð- an sett í eldfast mót. Ef til vill maísbaunir ofan á. Steikja 1 lauk + 2-3 hvídauksrif á pönnu, bæta útí og steikja líka papriku og sveppi. Þetta er síðan allt sett yfir kjúklinginn. 1/2 peli kaffrjómi hellt yfir og loks rifinn ostur. Hitað í ofni þar til osturinn fer að brúnast. Einnig er gott að nota fisk í þessa uppskrift í staðinn fyrir kjúkling. Borið fram með hvídauksbrauði og hrísgrjónum. Thai sweet chilli sauce hellt yfir hrísgrjónin. Verðiykkur að góðu! Sögustundir Frímanns og Páls minnistæðar Heimir Jónasson er gestur Skrá- argatsins þessa vikuna. Heimir er einn skipverja Elliða sem er nýkominn eft- ir mikla ævintýraferð til Tasmaníu. Skipið var selt þangað á haustmánuð- um og var lagt af stað fljótiega í kjölfarið. Ferðin tók ríflega tvo mán- uði í það heila enda Tasmanía eins fjarri Islandi og hugsast getur. Heimir útilokar það ekki að hann fari aftur á þær slóðir sem þeir fé- lagar heimsóttu, en meðal þeirra staða sem skipverjar heimsóttu í ferðinni var Suður-Affíka og Ástralía auk áfangastaðarins, Tasmaníu að sjálfsögðu. Nafri: Heimir Jónasson Fæðingtidagur og ár: 06.02.74 Starf: Heimavinnandi eins og er Fjölskyldithagir: Kvæntwr Helgu Dís Daníelsdóttur og eigum við tvö böm, Daníel 6 ára og Onnu Bertu 2 ára Hvemig bíl áttu: BMW Uppáhalds matur: Allurfiskur Uppáhalds drykkur: Kaldur Heineken klikkar ekki Uppáhalds sjónvarpsefti: Iþróttir Uppáhalds sjónvatpsmaðttr: Gaupi Uppáhalds leikari innlendur: Villi Bigg er góður, hann ætti að drífa sig í leiklistarskóla. Uppáhalds leikari erlendur: Margir góðit; enginn einn sérstakur Besta bíómyndin: Guðfaðirinn, I og II Uppáhalds íþróttamaður: Ég neyðist til að segja Hjössi Hjass!! Uppáhalds íþróttafélag: ÍA að sjálfsögðu og Man. Utd. Uppáhalds stjórnmálamadur: Gunni Sig Uppáhalds tónlistarmaður innlendur: Biggi Bigg, sérstaklega þegar hann tekur Let it be. Uppáhalds tónlistarmaður erlendur: Enginn sérstakur Uppáhalds rithöfundur: Pass Ertu hlynnt eða andvíg ríkisstjóminni: Frekar hlynntur Hvað meturðu mest ífari annarra: Heiðarleika Hvað fer mest í taugarnar á þér ífari annarra: Óheiðarleiki Hverþinn helsti kostur: Jákvæður og umburðarlyndur Hver er þinn helsti ókostur: A erfitt með að segja nei! Hvemig gekk siglingin: Mjög vel Hvað er minnisstæðast úrferðinni: Eg mundi segja hversu gríðarlega samstitttur hópurinn var, engin vandamál. Einnigfengum við snarvitlaust veður á leiðinni til Las Palmas. Fyrsta veiðiferðin var einnig minnisstæðþar sem við kormum ekki með sporð að landi. Þá voru sögustundimar stórþátt- ur í ferðinni. Frímann hafði frá mörgu að segja, einnig Páll Torp, enda gríðarlega tífsreyndir menn. Hvað gerðuð þið ykkur til dœgrastyttingar á hinni löngu siglingu: Það var mikið spilað. Eg sigraði Ettiðamótið í Yatsi með yfiirburðum. Einnig voru menn að dytta aðýmislegu svo sem að mála ogþess háttar. Attu von á að heimsækja þennan heimshluta aftur: Aldrei að segja aldrei Eitthvað að lokurn: Afram Skagamenn Brautskráning frá FVA Föstudaginn 20. desember, voru 39 nemendur brautskráðir frá Fjölbrautaskóla Vesturlands. Nemendurnir eru af 13 mismun- andi námsbrautum, 19 stúlkur og 20 piltar. Af þessum 39 nemend- um luku 23 stúdentsprófi, 11 luku Olsarar á undan öðrum Tækja- og tölvubúðin í Olafsvík var fýrst verslana hér á landi til að bjóða tölv- ur með 3 GHz örgjörva frá Intel. Frá þessu er greint í nýjasta tölublaði tímaritsins Tölvuheims. Tölvurnar eru reyndar með þeim fyrstu sem ffamleiddar voru með slíkum örgjörvum og nýrri Pentium 4 tækni. Fram kemur í greininni að eigend- ur verslunarinnar hafi leitað nýrra leiða í aðföngum vegna bágra endursölukjara tölvuheildsala hér heima. Tölvurnar koma ffá tölvu- framleiðandanum Hi-Grade í Bretlandi og heita Ultis PV4 3000. „Við byrjuðum með þetta í apríl á þessu ári og höfum svona hægt og bít- andi verið að byggja þetta upp. Þá urðum við það sem kalla mætti samstarfsaðili Hi-Grade á Islandi,“ sagði Þröstur Kristófersson, einn eigenda Tækja- og tölvu- búðarinnar. Hvatann að því að versl- unin fór út í þennan inn- flutning sagði hann hafa ver- ið of lítið svigrúm til verð- lagningar af hendi tölvuinn- flytjenda sem hér voru fyrir. „Það var lítið hægt að hafa upp úr sölunni frá þeim,“ sagði hann. I Tölvuheimi er fjallað nánar um nýja HT tækni (hyperthreading) sem ör- gjörvarnir í P4 línunni byggja á, en með henni er tölvan látin halda að þar sem aðeins er einn örgjörvi séu þeir í raun fleiri. Tæknin hefur verið notuð um skeið í Xeon netþjónaörgjörvum Intel. iðnámi, 4 nemendur luku versl- unarprófi af viðskiptabraut og 1 nemandi útskrifaðist með burt- fararpróf af sjúkraliðabraut. Athöfhin fór ffam á sal skól- ans og hófst klukkan 14. Fyrst á- varpaði Hörður O. Helgason skólameistari samkomuna, því næst flutti Atli Harðarson aðstoð- arskólameistari annál haustannar 2002. Eftirtaldir listamenn komu fram: Fyrir athöfnina léku Karítas Osk Olafsdóttir og Birna Björk Sigurgeirsdóttir nemendur í Tónlistarskóla Akraness á flautu. Salka Rún Jónsdóttir söng við undirleik Leifs Jónssonar. Kór söngdeildar Tónlistarskól- ans á Akranesi söng undir stjórn Elvu M. Ingvadóttur og Sigríðar Elliðadóttur; Sylvía Hlynsdóttir og Kristjana Guðjónsdóttir léku á trompet og píanó. Skólameistari kvaddi Björn Inga Finsen og Gunnar Gunnars- son en þeir létu báðir af störfum á önni effir að hafa kennt lengi við skólann. Fjöldi fólks sótti ljósamessu í kirkjunni á Brimilsvöllum í hin- um gamla Fróðárhrepp á jóla- dag. Þetta er árlegur siður í þessari kirkju of hefur sú hefð skapast að lýsa upp kirkjuna með kertum. Einnig var göngustíg- urinn að kirkjunni upplýstur með kertum enda var veður mjög gott. Það var sr. Óskar H. Erla Björk Gísladóttir nýstúd- ent flutti ávarp fyrir hönd út- skriftarnema. Nokkrum útskriftarnemum voru veittar viðurkenningar fyrir góðan námsárangur: Berglind Matthísadóttir hlaut viðurkenningu fyrir góðan árang- ur í raungreinum og stærðffæði; Ólöf Helgajónsdóttir fékk við- urkenningu fyrir góðan árangur í raungreinum, stærðfræði og þýsku; Ragnar Björnsson fékk viður- kenningu fyrir góðan árangur í efhafræði og frönsku; Thelma Guðmundsdóttir fékk viðurkenningu fyrir góðan árang- ur í raungreinum, frönsku og dönsku. Thelma fékk einnig við- urkenningu skólans fyrir bestan námsárangur á stúdentsprófi á haustönn 2002. Samkomunni lauk með því að gestir risu úr sætum og sungu Jólakvæði effir séra Einar Sig- urðsson við lag Sigvalda Kalda- lóns. Kristján Elís Jónasson var forsöngvari og Leifur Jónsson lék undir á píanó. Oskarsson sem predikaði og kirkjukór Ölafsvíkurkirkju söng undir stjórn Veronicu Oster- hammer en Nanna Þórðardóttir lék á orgelið. Kirkjan verður 80 ára á þessu ári og haldið verður upp á það með formlegum hætti síðar á árinu. Messur í Snæfells- bæ voru afar vel sóttar um hátíð- arnar. PSJ Ljósamessa í Brimilsvallakirkiu Sr. Oskar H. Óskarsson í predikunarstólnum

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.