Skessuhorn


Skessuhorn - 12.02.2003, Page 2

Skessuhorn - 12.02.2003, Page 2
2 MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRUAR 2003 úuiissunu^ Framhaldsaðalfundur VLFA heldur áfram en ekki lokið Hervar Gunnarsson sagði af sér formennsku -öll stjórnin samþykkti að gera slíkt hið sama og skipa starfsstjórn til bráðabrigða Hervar Gunnarsson Hervar Gunnarsson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, sagði óvænt af sér formennsku í félag- inu við upphaf framhaldsaðal- fundar þess í gærkvöld. Jafhframt gerði Hervar það að tillögu sinni að allir aðrir stjórnarmenn sam- þykktu að gera slíkt hið sama, sem hún og gerði. Hervar lagði til að þriggja manna starfsstjóm yrði skipuð til að annast daglegan rekstur félagsins ffam að næsta aðalfundi í maí og að sá fundur skyldi einnig klára yfirstandandi aðalfund. Þá tillögu samþykktu fundargestir með miklum meiri- hluta en starfsstjórnina munu skipa þeir Láras Ingibergsson, Pétur Svanbergsson og Pétur Ottesen. Hlutverk starfsstjórnarinnar verður einungis að taka á dagleg- um vandamálum sem upp koma en aðallega þó að undirbúa aðal- fundin í maí. Komi upp eitthvert mál sem fellur utan þess ramma að geta talist dagleg stjórnun skal boða til félagsfundar um þau mál hverju sinni. Vegna deilna innan félagsins og ásakana Vilhjálms um bókhalds- óreiðu, lagði Hervar til að utan- aðkomandi aðilar yrðu fengnir til að fara yfir fjárreiður félagsins frá 1997 til 2002 að báðum árum meðtöldum. Orðrétt segir í til- lögunni; „Sá aðili skal skila til að- alfundar 2003 skýrslu um fjár- reiður félagsins, meðferð fjár- muna, ávöxtun og annað það sem hann kann að verða áskynja við skoðun bókhalds vegna þessara ára.“ Fyrir aðalfundinn í maí mun starfsstjórnin stilla upp lista til stjómarkjörs og sjá um alla ffam- kvæmd þeim að lútandi. Eins mun starfsstjórnin í samvinnu við ASI skipa kjörstjórn sem stjórni kosningu ef til hennar kemur, þ.e.a.s. ef félagsmenn munu leggja ffam annan eða aðra lista en þann sem starfsstjórnin kemur til með að stilla upp. Ekki áfiýjað I tillögu Hervars var einnig að fundurinn afgreiddi aðeins tvö mál, þ.e. reglugerðarbreytingu Sjúkrasjóðs og að hann tæki af- stöðu til áffýjunar í máli því sem Vilhjálmur Birgisson höfðaði gegn félaginu. Allar áðurnefndar tillögur, sem í raun var ein tillaga í átta liðum, vora samþykktar af yfirgnæfandi meirihluta fundar- gesta enda höfðu þá þegar allir stjórnarmenn samþykkt að leggja hana fram eftir að fundarstjóri hafði boðað til tíu mínúma fund- arhlés. Reglugerðabreytingin um Sjúkrasjóðinn var samþykkt ein- róma enda allir sammála um að boðaðar breytingar væru kjarabót fyrir félagsmenn. Fyrirff am var búist við að harð- ar umræður myndu skapast á fundinum þegar áfrýjunin til Hæstaréttar yrði tekin á dagskrá en í kjölfar ræðu Hervars og sam- þykktar á tillögum hans var ljóst að ekki skipti miklu máli að fá efhislega niðurstöðu frá Hæsta- rétti um málið þar sem fundurinn hafði þegar samþykkt að umrædd bókhaldsgögn yrðu skoðuð. Þessu var meirihluti fundarins sammála og mun því úrskurður Héraðs- dóms Vesturlands í máli Vil- hjálms Birgissonar gegn VLFA standa. Afsögn Það kom flestum í opna skjöldu þegar Hervar bar upp þá tillögu í upphafi fundarins að öll stjórnin, þar með talið hann, segði af sér á einu bretti. Hervar tók það þó skýrt fram að hvort sem aðrir stjórnarmenn samþykktu tillögu hans eður ei myndi hann stíga af stóli formanns við lok ræðu sinn- ar. Hervar sagði að tillaga hans væri lokatilraun til að lægja þær öldurnar. Auk þess tók hann fram að heilsu sinnar vegna ákvæði hann að hætta sem formaður. „- Heilsu minnar vegna get ég ekki haldið áfram að taka þátt í þessum harmleik sem þessar deilur era orðnar. Þó tel ég að söguskoðarar ffamtíðarinnar munu sjá að þetta mál er ekki rninn harmleikur heldur annarra." Um viðbrögð félagsmanna við uppsögn sinni sagði Hervar í ræðustól; „Eflaust finnst sumum ég vera bregðast ykkur með þessari afsögn en aðr- ir munu öragglega stíga stríðs- dans af ánægju." Þung spor en mikill léttir Að fundi loknum sagði Hervar í samtali við Skessuhorn að sáttar- tillaga sín hafi verið lífsnauðsyn- lega fýrir Verkalýðsfélag Akra- ness. „Ég hafði heyrt það að margir félagsmenn ætluðu að segja sig úr félaginu á fundinum þar sem þeir væra orðnir dauð- leiðir á erjunum innan félagsins. Ég taldi mig því verða að ganga á undan öðram sem formaður og leita allra leiða til að ná sáttum innan félagsins. Vissulega var það sárt að segja af sér formennsku en ef þetta er það sem til þarf þá verður það að vera svo því félagið gengur fyrir. Þessi deila sem nú hefur staðið í á þriðja ár, hefur skaðað félagið þó off hafi hún að- eins verið um keisarans skegg. Ég trúi því hinsvegar að deilunum ljúki hér með.“ Aðspurður um líðan sína er hann tilkynnti fund- inum um afsögn sína í ræðustóli sagði Hervar; „Þetta vora þung spor en mikill léttir.“ Þó Hervar segí af sér for- mennsku í félaginu mun hann á- fram sinna starfi sínu á skrifstofu félagsins rétt eins og hinir tveir starfsmennirnir, Elínbjörg Magn- úsdóttir og Elín Hanna Kjartans- dóttir, en báðar sögðu þær af sér sem stjórnarmenn. Hervar sagði að hann hefði ennþá sína kjara- samninga við félagið og þeir breyttust ekki þó hann segði af sér formennsku. Starfsstjómin tæki þó endanlega ákvörðun um ffam- tíð starfsmanna félagsins. Vilhjálmur Birgisson sagði það hafa verið langfarsælast fyrir fé- lagið að samþykkja tillögu Her- vars. „Ég tel það eðlilegt að Her- var skyldi stíga úr stólnum efdr það sem á undan er gengið. Ég er ekki í nokkram vafa um að framundan er bara uppgangur og bjartir tímar hjá VLFA. Algjör uppstokkun á allri starfsemi fé- lagsins er nauðsynleg og því eðli- legt að allir sem að stjómun fé- lagsins koma í augnablikinu stigi úr stólum sínum, hvort sem það er til lengri eða skemmri tíma.“ Um sína framtíð innan félags- ins sagði Vilhjálmur það óráðið. „Vilji fólksins í félaginu ræður því hvort ég starfi áffam fýrir VLFA eða ekki. Sjálfur hef áhuga á að starfa áfram fýrir félagið enda tel ég mig hafa unnin gott starf fýrir það. Þær athugasemdir sem ég hef komið með í gegnum tíðina tel ég vera nauðsynlegar og til lengri tíma litið verða þær félag- inu til framdráttar. Ég mun ekki sækjast eftir formennsku í félag- inu heldur mun ég styðja Pétur Svanbergsson í því kjöri enda ég tel hann vera þann mann sem get- ur stýrt félaginu inn á rétta braut á ný. Annars mun starfsstjórnin nú stilla upp nýrri stjórn og ég treysti þeim 100% til að gera það á farsælan hátt.“ HJH Deilur um sölu sparísjóðsins í uppsiglingu I gærkvöldi var haldinn fund- ur trúnaðaráðsmanna Borgar- byggðarlistans í Sparisjóði Mýrasýslu þar sem ákveðið var hver skuli vera í framboði fýrir hönd listans í stjórnarkjöri sjóðsins. I grein sem Runólfur Agústsson ritar og birtist á bls 4 í blaðinu í dag kemur fram að deilur hafi risið á þessum fundi vegna áhuga oddvita Borgar- byggðarlistans í bæjarstjórn Borgarbyggðar og fleiri aðila á að kanna möguleika á sölu Sparisjóðs Mýrasýslu. „Það er rétt að ég hef rætt við Bjarna Armannsson fram- kvæmdastjóra Islandsbanka um hugsanlegan áhuga þeirra á að kaupa sjóðinn," segir Finnbogi Rögnvaldsson formaður bæjar- ráðs Borgarbyggðar. „Tilgang- urinn er sá að geta stillt upp þeim möguleikum sem era í stöðunni, hvað bíðst fýrir sjóð- inn og hvaða starfsemi yrði þá á hans vegum í framtíðinni. Þetta er hinsvegar allt á athugunar- stigi en ef menn vilja taka af- stöðu án þess að skoða það frekar þá er það náttúralega þeirra mál. Umræðan er mest á tilfmningalegum nótum og tal að um göfuga mjólkurkú sem eigi að fara að lóga. Þarna er hinsvegar verið að ræða um einn og hálfan milljarð og ef menn vilja afskrifa þann mögu- leika umræðulaust finnst mér það svolítið undarlegt. Ég tel hinsvegar að þetta þurfi að skoða útfrá hagsmunum starfs- manna, hagsmunum sveitarfé- lagsins og hagsmunum við- skiptavina sjóðsins," segir Finn- bogi. GE Vilhjálntur Birgisson

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.