Skessuhorn


Skessuhorn - 12.02.2003, Side 5

Skessuhorn - 12.02.2003, Side 5
i>n£9aums».- MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRUAR 2003 5 Stækkun Norðuráls Vonast eíirir svörum frá Landsvirkjun í næstu viku Sem kunnugt er fól úrskurður setts umhverfisráðherra, um uppistöðulón í Þjórsárverum, í sér breytingar frá áætlunum Landsvirkjunar. Landsvirkjun hefur hinsvegar ekki tekið á- kvörðun urn hvort ráðist verður í Norðlingaölduveitu miðað við þau skilyrði sem úrskurðurinn felur í sér en á því veltur hvort á- form um stækkun Norðuráls ganga eftir. „Við stækkum náttúrulega ekki nema hafa orku, það er al- veg ljóst,“ segir Ragnar Guð- mundsson framkvæmdastjóri fjármálasviðs Norðuráls. „Við vonumst til að fá svör frá Lands- virkjun í næstu viku um hvort ráðist verður í virkjunarfram- kvæmdirnar. Upphaflega gerðu þeir ráð fyrir að geta ekki svarað okkur fyrr en í haust eru það eru líkur á að það verði í þessum mánuði. Hvert svarið verður hef ég hinsvegar ekki hugmynd um,“ segir Ragnar. Upphaflegar áætlanir Norð- uráls gerðu ráð fyrir að stækkun- in yrði tekin í gagnið árið 2004, en í dag er miðað við seinnipart árs 2005. „Til að það gangi eftir þurfum við að fá svör fljótlega. Þessar tafir sem hafa orðið nú þegar hafa ekki skaðað okkur beint en við vonumst til að nú- verandi áætlanir gangi eftir. Við höfðum stílað upp á að vera ekki með framkvæmdir f gangi á sama tíma og Alcoa fyrir austan þar sem við töldum það betra bæði fyrir okkur og efnahagslíf- ið. A móti kemur hinsvegar að við erum á sinnhvorum staðnum á landinu, þannig að það þarf hugsanlega ekki að hafa mikil á- hrif.“ Afar bjartsýnn „Ég hef fulla trú á að af fram- kvæmdum við Norðlingaöldu verði,“ segir Magnús Stefánsson alþingismaður. „Spurningin er hvenær ákvörðun verður tekin, en það er mikilvægt að það verði sem allra fyrst. Eg hef ekki getað skilið viðbrögð Landsvirkjunar á annan veg en að þrátt fyrir minni arðsemi en upphaflega var áætlað þá sé þessi virkjunar- kostur hagkvæmur. Ég er því fullviss um að ráðist verður í þessar framkvæmdir. Við vitum að það er margt í biðstöðu þang- að til svör Landsvirkjunar liggja fyrir en ef þau verða jákvæð, eins og ég geri ráð fyrir, þá er ljóst að þá þegar fara jákvæðir hlutir að gerast í þessum landshluta,“ seg- ir Magnús. GE Sunddeildir ÍA og Skallagríms héldu sameigmlega æfingu í sundlauginni í Borgamesi um helgina. Aö sögn þjdlfiiranna var góð tilbreyting að hitta aðra sundkrakka og æfa sameiginlega og liður í íþróttasamstarfi bæjarjé- laganna. Gist var í grunnskólanum ogfarið á diskótek saman. Myndin sýnir káta sundkrakka slappa af eftir vel heppnaðar æfinga- búðir. ij Hörpudiskurinn í Breiðafirði Alþingismenn Vinstri- grænna, þeir Árni Steinar Jó- hannsson ogjón Bjarnason hafa lagt ffam fyrirspurn til sjávarút- vegsráðherra varðandi stöðu skelfiskveiða og ástands stofns- ins í Breiðafirði. I fyrirspurn- inni er ráðherra krafinn svara um hvað hann hafi gert eða hyggist gera varðandi rann- sóknir á lífríki Breiðafjarðar í ljósi þess ástands sem uppi er í skelfiskveiðunum og hvort hann hafi uppi áform um að bregðast við vanda þeirra fisk- vinnslufyrirtækja á svæðinu sem hafa reitt sig á skelfiskvinnslu. Jafnframt munu Vinstri- grænir á Snæfellsnesi efna til opins fundar um stöðu skelfisk- veiða og ástand skelfisksstofns- ins í Breiðafirði undir yfirskrift- inni Hörpudiskurinn í Breiða- firði - staða skelfiskveiðanna, á Hótel Stykkishólmi mánudags- kvöldið 17. febrúar kl. 20:00. Gestir og fyrirlesarar á fundin- um eru Hrafnkell Eiríksson fiskifræðingur á Hafrannsókn- arstofnuninni í Reykjavík, Jón Sólntundsson fiskifræðingur og útibússtjóri Hafrannsóknar- stofnunarinnar í Olafsvík og Róbert Arnar Stefánsson líf- fræðingur og forstöðumaður Náttúrustofu Vesturlands í Stykkishólmi. Alþingismenn- irnir Jón Bjarnason og Arni Steinar Jóhannsson munu skýra frá stöðu þessara mála á Al- þingi. (Fre'ttatilkynning) LATTU OKKUR FÁÞAÐ ÓÞVEGIÐ UÍOKDl ( dþl*. touq Efnalaugin Múlakot ehf. Borgarbraut 55 310 Borgarnesi Sími 4371930 Bifreiðaflutningar Hálfdán Þórísson Borgarnesi s. 692 5525 / 4371699 halfdant@sim.net. is Verðdœmi SpariPlús 53.980 Ef tveir ferðast saman, 67.970 kr. á mann. 2003 Bókaðu strax - það margborgar sig! kr. Mallorca 43.1401 Ef tveir ferðast saman, 54.530 kr. á mann. Portúgal 47.267 Ef tveir ferðast saman, 69.355 kr. á mann. 44.340* plus Ef tveir ferðast saman, 63.730 kr. á mann. kr. *a mann m. v. að 2 fullorðnir og 2 börn, 2ja -11 ára, ferðist saman. Innifalið: Flug, gisting í tvær vikur, íslensk fararstjórn, nlucforHir fc ferðirtil og frá flugvelli erlendisog allir fIugvaIlarskattar. * FERÐIR Plúsferöir • Hlíðasmára 15 • Simi 535 2100

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.