Skessuhorn


Skessuhorn - 12.02.2003, Síða 7

Skessuhorn - 12.02.2003, Síða 7
SkíSSWhökit'i MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR 2003 7 Badmintonfélag Akraness stefiiir á toppinn í öllum flokkum Rætt við badmintonfólk á Skaganum sem náð hefur góðum árangri en stefnir enn ofar Starfsemi Badmintondeildar Akraness hefur verið afar blóm- legt í gegnum árin og iðulega hefur góður árangur náðst hjá yngri keppendum. Samt sem áður hefur aldrei náðst að byggja upp öflugan meistaraflokki en þótt margir efnilegir spilarar hafi komið fram á sjónarsviðið á Skaganum þá hafa þeir flestir hætt þegar þeir hafa komist upp í meistaraflokks eða flutt í burtu og keppt með öðrum liðum. Nú horfa badmintoniðkendur á Skaganum hinsvegar fram á enn betri tíma en nokkru sinni fyrr og gera sér vonir um að þeir sem nú eru á toppnum í yngri flokk- unum eigi eftir að halda áfram og gera góða hluti í meistara- flokki. Yngri deildin hefur sjald- an eða aldrei verið öflugri og Karitas Osk Hólmsteinn hefur badmintonfélag Akraness náð að velgja stórveldinu TBR vel undir uggum og hafa krakk- arnir sópað til sín verðlaunum á öllum mótum að undanförnu. Blaðamaður Skessuhorns leit við á Landsbankamótinu á Akranesi sem Badmintonfélag Akraness hélt um síðustu helgi og ræddi við formann félagsins og tvær af stjörnunum. Alltaf átt sterka yngri flokka „Við erum vonandi loksins að komast á toppinn í öllum flokk- um,“ segir Asa Pálsdóttir for- maður Badmintonfélags Akra- ness og einn af þjálfurum félags- ins. „Við höfum aldrei átt öflug- an meistaraflokk, þrátt fyrir gott yngri flokkastarf. Það má segja að við höfum alltaf átt sterka yngri flokka en það hefur aldrei skilað sér alla leið. Það hefur verið mikið brottfall og sumir hafa flutt í burtu og haldið áfram annarsstaðar, ég þar á meðal á sínum tíma. Það kann að vera að aðstaðan hafi spilað inn í. Fyrir sunnan er svolítið stílað inn á morgunæfingar, sem henta mörgum, en á þeim tíma eru í- þróttahúsin hérna upptekin. Eg tel hinsvegar að það séu allar forsendur fyrir sterkum meist- araflokki eftir þrjú ár eða svo. Við erum með mjög góða ung- linga sem eru ákveðnir í að halda áfram. Við höfum líka sterka stjórn, en þar eru einstaklingar sem hafa sjálfir reynslu af stífum æfingum og keppni þannig að þeir vita hvað þarf til. Það þarf að senda krakkana á sem flest mót, bæði hér heima og erlendis og styðja þau vel í því sem þau eru að gera. Það þarf að æfa ó- hemju vel til að ná árangri í meistaraflokki. Eg hef hinvegar fulla trú á að við séum að sigla inn í gullaldartímabil," segir Asa. Mikið um að vera Meðal þess sem hefur verið á dagskrá Badmintonfélagsins, að undanförnu, er árlegt Grislinga- mót félagsins sem fór ffam fyrir stuttu. Þar var blandað saman einstaklingum úr öllum liðum sem þátt tóku í mótinu og búin til lið sem skírð voru efrir lönd- um. Mótið tókst í alla staði vel og þar sáust efni í marga toppspilara framtíðarinnar. A unglingameistaramóti TBR náðu Skagakrakkamir frábæmm árangri og unnu flest gullverð- laun allra á mótinu. Skagastúlk- urnar unnu öll verðlaun í U-15 flokknum utan ein. Karitas Osk Oskarsdóttir og Hólmsteinn Þór Valdimarsson unnu bæði þrefalt í U-17 flokknum og urðu ung- lingameistarar TBR í einliða-tví- liða- og tvenndarleik. I nýafstaðinni deildarkeppni Badmintonsambands Islands náðu Skagamenn einnig mjög góðum árangri, þrátt fyrit að Nokkrir úryngri deildinni stilltu se'r uppfyrir Ijósmyndara Skessuhoms á mótinu um helgina. senda ungt lið til keppni í full- orðinsflokki. IA sendi tvö lið til keppninnar og enduðu bæði lið- in í örðu sæti, hvort í A og B deild. Skagamenn eiga þrjá lands- liðsmenn í unglingalandsliði Is- lands U -17 sem tekur þátt í al- þjóðlegu móti á Irlandi í lok febrúar. Það eru þau Hólm- steinn Þór Valdimarsson, Stefán Halldór Jónsson, Karitas Ósk Olafsdóttir, Birgitta Rán As- geirsdóttir og Hanna María Guðbjartsdóttir. Ljóst er að þar era á ferðinni ff amtíðarliðsmenn í meistaraflokksliðinu, sem Asa og félagar hennar eru staðráðin í að koma upp innan þriggja ára á Skaganum. Miðað við þann kraft sem verið hefur í badminton- krökkunuin á Akranesi, að und- anförnu, er engin ástæða til að efast um að það takist. Ekki eins auðvelt og margir halda Karitas Osk Olafsdóttir er ein þeirra sem fara til Irlands nú í lok febrúar á vegum landsliðsins. Hún er sextán ára og hefur æff badminton af kraffi í fimm ár. Hún segist hinsvegar stefna enn hærra og ætlar að setja markið á Ólympíuleikana 2008. „Það verður að setja markið hátt fyrst maður er að leggja þetta á sig á annað borð. Það kostar vissulega mikið puð en ég er tilbúin að leggja mikið á mig til að sjá hvað ég get komist langt. Badminton er ekki eins auðveld íþrótt og margir halda og reynir mikið að fæturna eins og sést á hnénu á mér þessa dagana. Við æfum fimm sinnum í viku og föram í þrekæfingar einu sinni í viku og síðan bætast landsliðsæfingarnar við. Þetta er hinsvegar erfiðisins virði þegar góður árangur næst og þá skiprir það ekki litlu máli að við höfum verið mjög heppin með þjálfara. Diphu Gosh hefur þjálfað mig ffá því ég byrjaði og nú er Asa komin Iíka en þau eru bæði fyrsta flokks þjálfarar,“ seg- ir Karitas. Góð íþrótt Hólmsteinn Valdimarsson er einnig í U-17 landsliðinu og jafngamall Karitas, en búinn að vera lengur að. Hann hefur æff badminton í níu ár og er ekki á því að hætta. „Eg ætla að halda áffam eins lengi og ég get. Eg var um tíma í fótbolta og einnig í keilu, en er núna alfarið kom- inn í badmintonið. Þetta er mjög góð íþrótt og ekki síður skemmtileg." Aðspurður um markmið sín í íþróttinni segir Hólmsteinn að þau séu fyrst og ffemst að kom- ast í A - landsliðið og það sem fyrst. „Mig langar líka að komast einhverntíma til Danmerkur og æfa þar um skeið. Við erum reyndar að fara til Damnerkur um páskana í æfingabúðir, en að- stæður era hvergi betri enda era Danir í ffemstu röð í þessari íþrótt,“ segir Hólmsteinn.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.