Skessuhorn - 19.02.2003, Page 4
4
MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRUAR 2003
WWW.SKESSUHORN.IS
Borgarnesi: Borgarbraut 23 Sími: 431 5040
Fax: 431 5041
Akranesi: Kirkjubraut 3 Sími: 431 4222
SkRIFSTOFUR BLAÐSINS ERU OPNAR KL. 9-16 ALLA VIRKA DAGA
Útgefandi: Tídindamenn ehf 431 5040
Ritstjóri og óbm: Gísli Einarsson 892 4098
Blaðamaður: Hjörtur J. Hjartarson 864 3228
Auglýsingar: Hjörtur J. Hjartarson 864 3228
Prófarkalestur: Ingo Dóra Halldórsdóttir
Umbrot: Guðrún Björk Friðriksdóttir
Prentun: Prentmet ehf.
skessuhorn@skessuhorn.is
ritstjori@skessuhorn.is
hjortur@skessuhorn.is
hjortur@skessuhorn.is
gudrun@skessuhorn.is
Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14:00 ó
þriðjudögum. Auglýsendum er bent a að panta auglýsingaplass tímanlega.
Skilafrestur smóauglýsinga er til 12:00 ó priðjudögum.
Blaðið er gefið út i 4.000 eintökum og selt til úskrifenda oa i lausasölu.
Askriftarverð er 850 krónur með vsk. ó múnuði en krónur 750 sé greitt með
greiðslukorti. Verð í lausasölu er 250 kr.
431 5040
Þegar
Trölli stal
Samkvæmt fyrri hluta kennitölu minnar ætti ég eflaust að
vera vaxinn upp úr því að „missa“ mig algjörlega í spenn-
ingi yfir jólapökkunum. Svo er þó ekki. Það er því skemmst
frá því að ég hreinlega „missti“ mig í eftirvæntingu, fyrir
mína hönd og annarra Vestlendinga, þegar ríkisstjórnin tók
sig til og útdeildi jólapökkum á þorranum að andvirði sex-
kommaáttamilljarðakróna. Segi og skrifa.
Það þarf heldur ekki að orðlengja hversu mjög ég
missti“ mig í bræði þegar ég komst að því að nafn Vestur-
lands var ekki á einum einasta merkimiða. Það var komið
að þeirri stund sem ég hafði vonast til að upplifa aldrei:
Þegar Trölli stal jólunum. Það sem þó var sínu verra, hann
haföi farið með þau til Akurejrrar og Vestmannaeyja og út
um allt land nema Vesturland.
Auðvitað fór fyrir mér eins og mörgum öðrum að mér
þótti ekki verst að fá sjálfur ekki neitt. Mér þótti mun lak-
ara hvað aðrir fengu mikið. Eg er svo sem ekki að fordæma
það þótt hæstvirtur menntamálaráðherra hafi í örlæti sínu
skenkt Akureyringum og Vestmannaeyingum fimmhund-
ruðmilljónir hvorum um sig til að klambra saman menn-
ingarhúsum. Þeim er það víst ekki of gott greyjunum að
eiga hús fyrir alla sína menningu. Ekki þar fyrir að ég
treysti mér á skömmum tíma til að koma með fimm hund-
ruðmilljónhugmyndir um hvernig þessum peningum væri
betur varið.
Eg er heldur ekkert foj yfir því að við Vestlendingar fáum
ekki fimmhundruðmilljónkrónamenningarhús. Ymislegt
hefur mig skort um dagana en menningarhús er ekki eitt af
því. Enda lít ég svo á að hvert það hús sem ég kem í sé
menningarhús, að minnsta kosti rétt á meðan ég stoppa.
Hvað sem öðru líður þá er ekki þar með sagt að ekki væri
hægt að koma fimmhundruðmilljónum í lóg í þágu menn-
ingar hér á Vesturlandi. Hin ýmsustu menningarfélög,
menningarhópar og menningareinstaklingar hafa í gegnum
tíðina af vanefnum unnið þrekvirki og þar hafa húsin ekki
endilega skipt sköpum. Jólagjafir til menningamála myndu
nýtast betur til að styðja við það menningarstarf og þá list-
sköpun sem á sér stað um allt land heldur en að binda þá í
steinsteypu. Tóm hús eru ekki endilega svo menningarleg.
Gisli Einarsson menningarviti
Nýverið komu tignir gestir í heimsókn að Landhúnaðarháskólanum á Hvann-
eyri, sendiherra Mongólíu á Islandi ogfylgdarlið hans.
Sendiherrann heitir hr. Dalrain Davaasambuu og með honum kom auk ritara
hans Damba Gankhuyag, Ragnar Fransis Munasinghe konsúll Mongólíu á Is-
landi og Ingimar Jóhannsson frá landbúnaðarráðuneytinu. Erindi sendiherrans
hingað var að kynna sér íslenskan landbúnað, en landbúnaður er mikilvæg at-
vinnugrein í hans heimalandi.
Konumar í Svannasveitinni Fjólum í Borgamesi bökuðu sínar árlegu sólar-
pönnukökur aðfaranótt þriðjudags ogseldu ífyrirtæki ífjáröflunarskyni. Alls
bökuðu þær 1960 pönnukökur eða ríflega eina á mann í bænum.
Fundað um stöðu
skelfiskstofnsins
Frá fundinum á viánudagskvöld.
Síðastliðið mánudagskvöld var
haldinn opinn fundur í Stykkis-
hólmi um stöðu skelfisksstofhsins
í Breiðafirði. Á annað hundrað
manns sóttu fundinn, enda um
gríðarlegt hagsmunamál að ræða
fyrir atvinnulífið á staðnum.
Hrafnkell Eiríksson og Jón Sól-
mundsson á Hafrannsóknar-
stofhun og Róbert Arnar Stefáns-
son á Náttúrustofu Vesturlands
fóru yfir stöðu rannsókna á
hörpudisknum og framtíðarhorf-
ur veiða. Fram kom að stofh-
stærðarvísitala tveggja ára skeljar
lofar góðu, en miðað við ástand
eldri skeljar er líklegt að veiði
verði takmörkuð eða stöðvuð
tímabundið í 2-4 ár. Þá kom ffam
að margt bendir til að hækkun
sjávarhita hafi átt hvað stærstan
þátt í hruni stofhsins, en yngri
skelin virðist þola hækkað hita-
stig betur. Róbert taldi æskilegt
að kanna ræktun á hörpudisk og
að ríkið ijárfesti í stöðugildi og
rekstri sjávarlíffræðings sem
rannsakaði eingöngu hörpuskel
og tegundir sem hafa áhrif á hana
og þannig stuðla að upplýstari og
betri veiðistjórnun.
Það var Vinstrihreyfmgin-
grænt framboð sem boðaði til
fundarins og voru alþingismenn-
irnir Jón Bjarnason og Árni
Steinar Jóhannsson meðal frum-
mælenda. GE
Brotist
inn í Shell
Brotist var inn í Shellstöð-
ina við Brúartorg í Borgarnesi
aðfaranótt sunnudags og stolið
þaðan DVD diskum og pen-
ingum. Málið er óupplýst að
sögn lögreglu.
Ný
hafiiakort
Nýverið luku Sjómælingar
Islands, sem er deild innan
Landhelgisgæslunnar, gerð
tveggja nýrra hafnakorta.
Kortin eru af hafnarsvæði
Grundarfjarðar og Þórshafhar.
Þau tilheyra flokki hafnakorta
sem útgáfa hófst á 1997 er gef-
ið var út hafhakort fyrir Fá-
skrúðsfjörð. Kortin, sem orðin
eru 21 talsins, eru unnin með
hugbúnaði frá kanadíska fyrir-
tækinu CARIS sem nú er al-
mennt notaður við sjókorta-
gerðina. Þau eru prentuð hjá
Landhelgisgæslunni jafhóðum
og pantanir berast í blaðstærð
A3 í mælikvarðanum 1:10.000.
Upplýsingar um sjókort er
að finna í kortaskrá Sjómæl-
ingar íslands en finna má
tengil inn á hana neðst á for-
síðu heimasíðu Landhelgis-
gæslunnar. (Fréttatilkynning)
Dalaþing í
Breiðfirð-
ingabúð
Föstudagskvöldið 21. febrú-
ar kl. 20 - 22, gefst brottflutt-
um Dalamönnum kostur á að
taka þátt í Dalaþingi í Breið-
íirðingabúð.
Þar gefst þátttakendum
kostur á að koma á framfæri
hugmyndum til ffamfara fyrir
sitt gamla heimahérað.
Sjá nánar á dalir.is.
(fréttatilkynning )
s
Alyktun
Eftirfarandi ályktun var
samþykkt á aðalfundi Félags
ungra framsóknarmanna í
Mýra- og Borgarfjarðarsýslu:
„Aðalfundur Félags ungra
ffamsóknarmanna í Mýra- og
Borgarfjarðasýslu lýsir fullum
stuðningi við Sparisjóð Mýra-
sýslu og þau markmið sem
hafa endurspeglast í starfi
hans undanfarin 90 ár. Oflugt
fjármálafyrirtæki með það
meginmarkmið að stuðla að
uppbyggingu í héraði hlýtur
að teljast mikill kostur fyrir
samfélagið. Því harmar félag-
ið þá atlögu sem virðist vera í
bígerð að Sparisjóðnum og
því uppbyggingarstarfi sem
hann stendur fyrir.“