Skessuhorn


Skessuhorn - 12.03.2003, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 12.03.2003, Blaðsíða 1
VIKUBLAÐ A VESTURLANDI - 10. tbl. 6. árg. 12. mars 2003 Kr. 250 í lausasölu Tilboð opnuð í Kolgrafarfjörð Síðastliðinn mánudag voru opnuð tilboð í brú yfir Kolgrafarfjörð á Snæfells- nesi ásamt vegtengingum. Urn er að ræða 230 m. langa steypta brú og rúmlega sjö kílómetra langar vegfylling- ar. Kostnaðaráætlun vega- gerðarinnar hljóðaði upp á 625 milljónir en lægsta boð í verkið nemur 517 milljón- um króna og kemur frá Jarð- vélum ehf. í Kópavogi. Alls buðu tólf aðilar í verkið en það er boðið út á evrópska efnahagssvæðinu. Verkinu á að vera að fullu lokið þann 1. október 2005. GE Fegurðar- samkeppni Vesturlands Skessuhorn heldur áfram að kynna keppendur í Feg- urðarsamkeppni Vesturlands sem fram fer í Bíóhöllinni á Akranesi þann 22. mars n.k. Sjá bls. 7 Hópur manna á Akranesi hefur lýst yfir áhuga á að kaupa Sementsverksmiðjuna Verksmiðjan rifin og íbúða- byggð reist í staðinn Ahersla lögð á áframhaldandi rekstur á sama stað segir Gísli Gíslason bæjarstjóri Hópur manna á Akranesi, undir forystu Gunnars Leifs Stefánssonar, hefur óskað eftir því við iðnaðarráðherra að taka upp viðræður um kaup Sements- verksmiðju ríkisins á Akranesi með það fyrir augurn að rífa nú- verandi verksmiðjuhús og breyta verksmiðjusvæðinu í íbúðar- svæði. Ætlunin er hinsvegar ekki að hætta sementsframleiðslu heldur að setja hluta verksmiðj- unnar upp á Grundartanga. Gjallframleiðslu yrði hinsvegar hætt en það flutt inn og malað og pakkað til sölu innanlands. „Við teljum nauðsynlegt að tryggja áframhaldandi sements- framleiðslu á Islandi til þess að koma í veg fyrir að Aalborg Portland komist í einokunaraðstöðu. Við teljum einnig að staðsetning verksmiðju af þessu tagi í miðju þéttbýli sé tímaskekkja. Með því að tjar- lægja verksmiðjuna skapaðist pláss fyrir snyrtilegt bryggju- hverfi með allt að tvö hundruð íbúð- um og ásýnd Akraness myndi breytast verulega til bamaðar,“ segir Gunnar Leifur. Hehnings fækkun Aðspurður urn hversu mikið störfum við verskmiðjuna rnuni Gunnar Leifur Stefánssm fækka við umræddar breytingar segir hann að ijöldi starfsmanna við nýja sementsverk- smiðju á Grundar- tanga yrði um 30 og því um að ræða rúm- lega helmings fækkun. „Við höfum heimildir fyrir því að þeir aðilar sem þegar eru í við- ræðum við yfirvöld um kaup á verksmiðjunni hafi í huga að fækka starfsmönnum um ríf- lega helming þrátt fyr- ir að þeir ætli að reka hana á sama stað. Við teljum ómögulegt að verksmiðj- an geti verið samkeppnisfær við innflutningsaðila miðað við óbreyttar forsendur. Með því að flytja inn gjall ffá evrópska efnahags- svæðinu og nýta mylluhluta verk- smiðjunnar væri hægt að ná þeirri hagkvæmni sem til þarf. Sementsverk- smiðjan er barn síns tíma, en sá tími er því miður liðinn.“ Ekki hefur verið gefið upp hverjir aðrir hafa sýnt áhuga á að kaupa Sementsverksmiðjuna en samkvæmt heimildum Skessu- horns eru einstakar steypustöðv- ar þar á meðal. SementsverksmiSjan á Akranesi Blönduð íbúðabyggð Hugmyndir Gunnars Leifs um uppbyggingu á núverandi at- hafnasvæði Sementsverksmiðj- unnar ganga út á að þar verði blönduð íbúðabyggð ásamt þjónustu. „Okkar hugmyndir miða við að næst sjónum verði biyggjuhverfi og inn af því svæði þar sem sementsbryggjan er ný yrði smábátahöfh. I slakkanum umhverfis verksmiðjuna yrðu stór einbýlishús og fjölbýlishús með ffábæru útsýni. Niðri á flötinni yrði blönduð byggð með verslana- og þjónustumiðstöð á- samt litlu útivistartorgi." Gegn flutningi „Bæjarráð og fulltrúar starfs- manna fóru á fund iðnaðar- nefhdar Alþingis fyrir skömmu og þar var lögð mikil áhersla á að þeir sem tækju við verksmiðj- unni væru tilbúnir að reka hana áffam á sama stað,“ segir Gísli Gíslason bæjarstjóri Akraness og stjórnarmaður í Sementsverk- smiðjunni. „Allar hugmyndir um stærri aðgerðir þyrfti að kynna vel og víða. Vonir manna standa til að verksmiðjan fái að halda áfram starfsemi en bæjar- stjórn Akraness leggur áherslu á að við höfum eitthvað um lóða- málin að segja. Akranesbær af- henti ríkinu lóðina til að reka þar sementsverksmiðju og breytingar á starseminni þar verða ekki gerðar nema í sam- ráði við bæinn,“ segir Gísli. GE [imíi Tilboðin hefjast fimmtudaginn 13. inars og gilda á meðan birgðir endast 9- 19 virkadaga 10- 19 laugardaga 12-19 sunnudaga ^Uerið velL omin Verö nú Verð nú Svínahakk (úr kjötborði) 199 kr/kg. Kindasnitzel (úr kjötborði) 899 kr/kg. Svínakótilettur (úr kjötborði) 689 kr/kg. Kindagúllas (úr kjötborði) 899 kr/kg. Svínahnakki úrb. (úr kjötborði) 599 kr/kg. Saltað folaldakjöt (úr kjötborði) 349 kr/kg. Svínagúllas (úr kjötborði) 599 kr/kg. Saltað hrossakjöt (úr kjötborði) 469 kr/kg. Svínalundir(úr kjötborði) 1.299 kr/kg. 4 ^ , lVýtt kortatímabil hefst fimmtudaginn Í3. mars

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.