Skessuhorn


Skessuhorn - 12.03.2003, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 12.03.2003, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 12. MARS 2003 Þjóðgarðar eflast Nýlega ákvað umhverfis- ráðherra, Siv Friðleifsdóttír, að heilsársstarfsmenn yrðu ráðnir til þjóðgarðanna Snæ- fellsjökuls, í Skaftafelli og í Jökulsárgljúfrum. Einn starfsmaður verður ráðinn í hvern þjóðgarð og mun hann starfa með þjóðgarðsverði að skipulagi og við rekstur þjóð- garðsins. Þetta er framfara- spor fyrir þjóðgarðana að sögn Guðbjargar Gunnars- dóttur þjóðgarðsvarðar á Snæfellsnesi en hingað til hafa þjóðgarðsverðir starfað einir meiri hluta ársins. Sinueldar Slökkvilið Borgarness var kallað út vegna sinuelda að Bifröst síðastliðið mánu- dagskvöld. Greiðlega gekk að slökkva eldinn að sögn Bjarna Þorsteinssonar slökkviliðsstjóra. Segir Bjarni að nokkuð hafi verið um sinuelda í héraðinu síð- ustu daga og biður hann fólk að hafa varann á vegna þessa. GE Fíkn er íjötur „Eg var bara hluti af hópn- um, pældi ekkert sérstaklega í þessu“ „Þetta byrjaði allt með fiktí í reykingum, síðan leiddi eitt af öðru.“ „ Eg fór að drekka áfengi og kynntist þá einn daginn fólki sem var með hass.“ „ Eg var í sálrænni kreppu og óöryggi. Víman og nýi fé- lagsskapurinn hjálpaði mér að gleyma vandamálum sem ég stóð ffammi fyrir og gat ekki leyst.“ Svona eru svör margra ung- menna sem lent hafa í fíkni- efnaneyslu og í kröppum dansi í lífinu. Laugardaginn 22. mars kl. 17.00 verða haldnir stórtón- leikar í Hallgrímskirkju með þátttöku ljölmargra kóra og landsþekktra listamanna. Allur ágóði af þessum tón- leikum rennur í fomvamar- sjóð UMFI í baráttunni gegn fíkniefhanotkun. I samvinnu við forvamardeild lögreglunn- ar verður lögð verður áhersla á að ffæða foreldra um fyrstu einkenni og rétt viðbrögð við ftkniefnaneyslu unglinga. (Fréttatilkynning) Leitað að vélsleða- mönnum á Langjökli Hátt í 300 björgunarsveitarmenn víðsvegar að af landinu leituðu tveggja vélsleðamanna á langjökli Ifá því um þrjúleytið á sunnudag til hádegis á mánudag. Mennirnir fundust heilir á húfi og var flogið með þá til Reykjavíkur með þyrlu Landhelgisgæslunnar. Fimm menn á vélsleðum lögðu af stað ffá Hveravöllum á sunnu- dagsmorgun og hrepptu aftakaveð- ur á Langjökli. Tveir mannanna komust niður að Tjaldafelli en höfðu þá ekki séð félaga sína síðan þeir vom við Þursaborgir. Þeir gerðu Neyðarlínu aðvart og leit var hafin að mönnunum um þrjúleytið. Fljótlega náðist fjarskiptasamband við eirrn mannanna og gat hann gefið upp staðsetningu og var á- kveðið að hann myndi grafa sig í fönn og bíða átekta. Hinir menn- imir tveir vom ekki með fjarskipta- tæki og auk þess var vitað að stað- setningartæki þeirra væm í ólagi. Aðfaranótt mánudagsins fannst sleði annars mannsins en mennirn- Frá langjökli í lok leitar ir tveir fundust sem fyrr segir skömmu fýrir hádegi á mánudag og vom þá nokkuð hraktir en að öðm leytd amaði ekkert að þeim. Bjöm Bjömsson hjá Björgunar- sveitinni Ok í Borgarfirði var einn þeirra fýrstu sem lagði af stað í leit- ina. Haim sagði mikla mildi að mennimir skyldu vera heilir á húfi og sagði það skynsamlegt að menn kynntu sér veðurspá áður en lagt væri af stað í leiðangur sem þennan en veðurspáin var slæm fýrir þetta svæði. GE Allsherjarathugun héraðslækna og Krabbameinsfélagsins 2002: Reykingar grunnskólanema á Vesturlandi minnka ve Um 7% grunnskólanema á aldrinum 12-16 ára reykja, sam- kvæmt könnun sem héraðslæknar gerðu í fýrravor í samvinnu við Krabbameinsfélag Reykjavíkur og með stuðningi Tóbaksvarna- nefndar. Þessi tala var 11,4% árið 1998 og hefúr því lækkað mikið. í Reykjavík var hlutfallið 7,7% árið 2002 en hafði verið 32,0% árið 1974. Könnunin, sem gerð var í apr- ílmánuði 2002, náði til rúmlega tutmgu þúsund nemenda á aldr- inum 10-16 ára um land allt og var sambærileg við kannanir sem gerðar hafa verið á fjögurra ára fresti, á landsvísu síðan 1990 og í Reykjavík síðan 1974. Helstu niðurstöður fýrir landið í heild sýna að nú reykja 7,0% pilta og 6,5% stúlkna, og er þá miðað við allar reykingar í aldurs- hópnum 12-16 ára. Ef aðeins er litið á daglegar reykingar lækkar hlutfallið hjá piltum í 5,4% og hjá stúlkum í 3,7%. Minnst er reykt á Vestfjörðum 3,6%, síðan kemur Vesturland 4,5%, Norðurland Eystra 4,9%, Suðurland 5,9%, Norðurland Vestra 6,6%, Reykjanes og Aust- urland 7,3%, en mest er um reyk- ingar á þessum aldri í Reykjavík 7,7%. Reykingar hafa minnkað á öllum landssvæðum nema á Aust- urlandi samanborið við könnunina sem gerð var fýrir fjórum árum. Af einstökum kaup- stöðum koma Seltjarnarnes, Isa- fjörður og Vestmannaeyjar best út, þar reykja innan við 2 % nem- enda á aldrinum 12-16 ára. Eins og gefur að skilja er meira um reykingar í eldri aldurshóp- unum heldur en þeim yngri. Inn- an við 1% tólf ára nemenda reykja en 17% þeirra sem eru sextán ára. Fleiri piltar en stúlkur reykja, í flestum aldursflokkum. Urn 51% nemenda á aldrinum 10-16 ára komu frá heimilum þar sem hvorki nemendur né aðrir heimilismenn reyktu. Fjórum árum áður var hlutfallið 48% og enn lægra áður, eins og sjá má af því að árið 1974 var þetta hlutfall 17% í Reykjavík. Könnunin sýnir að ef einhver á heimili reykir eru 50% meiri líkur á að börnin reyki. Einnig var spurt um munn- og neftóbaksnotkun í könnuninni vorið 2002. Sögðust 1,8% nem- enda á aldrinum 10-16 ára nota það oft en 7,4% einstaka sinnum. Svo virðist sem dregið hafi úr munn- og neftóbaksnotkuninni í heild síðustu ár. Þeir sem reykja ekki nota yfirleitt ekki heldur munn- og neftóbak. Ef skoðaður er samanburður á milli ára á Vesturlandi þá kemur í Ijós að hlutfall reykingafólks í hópi 12 - 16 ára grunnskólnema hefur lækkað frá árinu 1998 úr 9,6% í 4,5% en árið 1994 var hlutfallið hinsvegar 8,0%. Aldrað hús á ferð Sjálfsagt hejur engan o'rað jyir því þegar gamla íbúðarhúsiö í Galtarholti í Borgar- hreppi var byggt áriö 1895 að það ætti eftir að leggjast íferðalög. Sú er hinsvegar orðin raunin, rúmwn hund- rað árum síðar en í gærkvöldi varþaðjlutt í heilu lagi á nýjan stað, að Ensku húsunum við Langá. Stefán Olafsson smiður á Litluhrekku keypti húsið á síðasta ári og hefur að undan- fömu biiið það undir flutningmn. Hann hyggst gera hiísið upp og nýta það undir ferðaþjónustu þar sem það er nú komið í góðan félagsskap ensku hús- anna en þar reka þau Stefán og Ragnheiður Jóhannesdóttir kona hans gisti- heimili jyrir ferðamenn. Mynd: GE Borgarbyggð hyggst selja jarðir Bæjarráð Borgarbyggðar hefúr falið bæjarlögmanni að bjóða tíl sölu hlut sveitarfélags- ins í jörðinni Hvítstöðum og jarðirnar Skíðsholt og Stapasel. Jafnframt leggur bæjarráð til að leigutökum á sumarbú- staðalóðum í landi Syðri- Hraundals verði boðnar lóð- irnar til kaups. Þá hefúr bæjarráð óskað eft- ir því að landbúnaðarnefnd geri tillögur til ráðsins um það með hvað hætti hægt væri að selja Syðri-Hraundal og hlut Borgarbyggðar í jörðinni Grenjum þannig að aðgangur að affétti verði tryggður. Eins og fram kom í grein sem Hálfdán Helgason bóndi á Háhóli skrifaði í Skessuhorn fýrir skömmu eru ekki allir á eitt sáttir um þær fýrirætlanir Borgarbyggðar að selja jarðir í eigu sveitarfélagins. „Land- búnaðarnefnd var falið að kanna hvort hægt verði að tryggja eftir sem áður aðgengi að afrétti en það var það sem andstaðan hefur snúist um,“ segir Páll Brynjarsson bæjar- stjóri Borgarbyggðar. Hann segir ennfremur að þær jarðir sem ákveðið hefur verið að selja séu ekki í ábúð. GE Þórtmn Pálsdóttir leikstjóri. Ef ég væri guflfiskur Æfingar standa nú yfir á leikritinu Ef ég væri gullfisk- ur. Leikstjóri er Þórunn Pálsdóttír, en með helstu hlut- verk fara Ásgeir Ásgeirsson, Þorbjörn Oddsson og Val- gerður Björnsdóttir. Alls taka tíu leikarar þátt í sýningunni. Stefnt er að frumsýningu föstudaginn 21. mars n.k. Leikritið Ef væri ég gull- fiskur, eftir Árna Ibsen, er farsi að frönskum hætti, en með íslenskt inntak. Það fjall- ar um gæludýrasala sem er með óhreint mjöl í pokahorn- inu. Hann ætlar að stinga af eina dimma nótt með digran sjóð og nýja kærustu, en óvænt næturheimsókn sonar hans og lauslætísdrósar setur strik í þann reikning.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað: 10. tölublað (12.03.2003)
https://timarit.is/issue/403943

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

10. tölublað (12.03.2003)

Aðgerðir: