Skessuhorn


Skessuhorn - 12.03.2003, Page 6

Skessuhorn - 12.03.2003, Page 6
6 MIÐVIKUDAGUR 12. MARS 2003 oniisaunu.. !A. p|l» Ct'uáw/itií) Ofgamanneskja Halldóra Harpa Ómarsdóttir, hárgreiðslunemi úr Borgarnesi, sigraði nýverið í hárgreiðslukeppni fjórða árs nema og vann sér inn rétt til að keppa á Norðurlandamóti hárgreiðslunema. Nafii: Halldóra Harpa Omarsdóttir. Fæðingadagur og ár: 2. nóvember 1978. Starf: Nemi á hárgreiðslubraut í lónskólanum í Reykjavik. Er á samningi hjá Hársnyrtingu Vildísar og vinn á Tapasbar. Fjölskylduhagir: Einn sonur.; Gabríel Örvar Sigmarsson á fivmmta ári. Hvernig bíl áttu: Colt ‘91. Uppáhalds matur: Kjúklingabringur meó öllu tilheyrandi. Uppáhalds drykkur: Vatn. Uppáhalds sjónvarpsefin: Friends. Uppáhalds sjónvarpsmaður: Sveppi í 70 mínútum. Uppáhalds leikari innlendur: Benedikt Erlingsson. Uppáhalds leikari erlendur: Denzel Washington. Besta bíómyndin: Love and basketball (stelpu mynd). Uppáhalds íþróttamaður: Siggi dansfélagi. Uppáhalds íþróttafélag: Skallagrimur. Uppáhalds stjórnmálamaður: Ingibjörg Sólrún. Uppáhalds tónlistarmaður innlendur: Enginn spennandi. Uppáhalds tónlistarmaður erlendur: Erica Badu. Uppáhalds rithöfundur: Pass, les svo lítið. Ertu hlynnt eða andvíg ríkisstjárninni? Hlynnt. Hvað meturðu mest ífari annarra? Heiðarleiki ogjákvœðni. Hvaðfer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Frekja og ó- kurteisi. Hverþinn helsti kostur? Jákvæð ogglaðlind. Hver er þinn helsti ókostur? Dáldið mikil ófgamanneskja. Kom sigurinn þér á óvart? Neibb ekki svo, ég var svo dugleg að œfa mig og œfingin skapar meistarann. Hvaða þýðingu hefur sigurinn fyrir þig? Frami og viðurkenn- ing. A hvaða sæti stefnir þú í Svíþjóð? Þetta eru svo margir keppendur eða um 80, svo að 1.-5. væri frábært. Eitthvað að lokum? Takkfyrir mig og ég styð bara alla til að stíga skrefi lengra í öllu sem þeir gera... „í anda upplýsingar“ Merkileg sýning í Bókasafni Akraness bMtiúifetófetPúnn Folaldagúllas Þessa vikuna er lesendum Skessuhorns boðið upp á folalda- kjöt. Ekki hefur borið mikið á fol- aldakjöti í Eldhúskróknum frá því hann hóf göngu sína og er hér með úr því bætt. Fyrir 4 Hráejhi 1 kgfolaldagúllas, eða annað folalda- kjöt skorið í gúllasbita 8 dl kjötsoð (vatn og kjötkraftur) 250 gsveppir 200 g sýrður tjótm 150 gferskar sykurbaunir 2 msk tómatmauk 2 tsk ungversk paprika 2 tsk eðalsteikarkryddfrá Pottagöldr- um 2 stk meðalstórar gulrætur 1 stkpaprika, rauð eða gid 1 stklaukur olía til steikingar salt og nýmalaður pipar Saxið laukinn gróft og léttsteik- ið hann í olíu á heitri pönnu þar til hann verður glær. Skerið gulræt- umar í sneiðar og bætið þeim sam- an við laukinn. á pönnunni og steikið áfram í 2-3 mín. Skerið sveppina í fjórðunga og bætið þeim út í laukblönduna og steikið um stund. Setjið laukblönduna í pott sem rúmar allan pottréttinn. Bætið olíu á pönnuna og brúnið folalda- kjötið í henni, jafht á öllum hlið- um, og bætið því síðan í pottinn. Hellið hluta af soðinu á pönnuna og látið suðuna koma upp. Hellið því síðan í pottinn ásamt afgangin- um af soðinu og látáð suðuna koma upp á pottréttinum. Hrærið síðan tómatmauki og kryddi saman við réttinn og látið sjóða í u.þ.b. 40 mín. Skerið paprikuna í strimla og bætið henni síðan út í pottinn þeg- ar um 10 mín. em eftir af suðutím- anum. Skerið sykurbaunirnar í tvennt ef vill og bætið þeim út í pottinn þegar um 1-2 mín. em eft- ir af suðutímanum. Smakkið rétt- inn til með pipar og salti og hrærið sýrða rjómanum saman við að síð- ustu. Gott að bera fram með soðnum hrísgrjónum, góðu brauði og salati. Verði ykkur að góðu Þann 26. febrúar síðastliðinn var opnuð í Bókasafni Akraness sýning á bókum sem prentaðar vom í Eystri-Leirárgörðum og á Beitistöðum í Leirársveit fýrir um það bil tvö hundmð ámm. Einnig var ný vefsíða safnsins opnuð við þetta tækifæri. Fyrir réttu ári síðan afhenti bæj- arstjóri, fyrir hönd Akraneskaup- staðar, bókasafninu ritin gömlu sem höfðu þá verið keypt af Birni Jónssyni fyrrverandi sóknarpresti Akurnesinga en hann hafði safnað þeim um alllangt skeið. Rétt þótti að varðveita ritin sem næst sínum útgáfustað. Var það eitt af verk- efhum bæjarstjórnar á 60 ára af- mæli kaupstaðarins að kaupa ritin og afhenda þau bókasafninu til varðveislu. Fyrirlesarar við opnun sýning- arinnar vom tveir: Björn Jónsson fyrrv. sóknarprestur sem fjallaði um upplýsingartímabilið og bóka- útgáfuna með áherslu á valdar bækur og Jón Árni Friðjónsson sagnfræðingur sem fjallaði um persónuna Magnús Stephensen, en hann var ein megin driffjöður upplýsingarstefhunnar á íslandi. Lykill að þekkingu Að sögn Halldóru Jónsdóttur, forstöðumanns bókasafnsins, er vert að vekja athygli á að upplýs- ingarstefna 18. aldar á íslandi hafði það sem grundvallarsjónar- inið að auldn fræðsla almennings væri forsenda bættra lífskjara og bjartara mannlífs. Stefnan er í grundvallaratriðum mjög lík þeirri hugmynd nútímans að fræðsla og þekking almennings sé ein af aðal- stoðum lýðræðisins. Almennings- bókasöfn nútímans em lykill að þekkingu og starfa þannig í raun og vem í anda upplýsingarstefn- unnar, enda þótt þjóðfélagsgerðin sé gjörbreytt. Em ritin nú til sýnis í safninu og tdlvalið að nota tæki- færið og skoða þau. Hafa þau mik- ið fróðleiksgildi, bæði sögulega og menningarlega, ekki síst fyrir börn og þau sem hafa skoðað sýninguna em mjög hissa á því að svo vel skuli vera hægt að fara með bækur að þær nái að endast í 200 ár þó þær hafi augsýnilega verið mikið lesnar. Einnig er gaman fyrir alla að velta fyrir sér hvaða efhi var á boðstólum fyrir almenning til lestrar, skoða gotneska letrið og velta stafsetningunni fýrir sér, en íslensk tunga átti mjög í vök að verjast um 1800. Sýningin verður opin almenningi ffam að páskum. Ný síða Sem fýrr segir var ný vefsíða safnsins opnuð formlega við þetta tækifæri. Er hlutverk hennar eink- um tvíþætt: Alhliða upplýsinga- miðlun við notendur og vinnutæki í starfi safnsins. Vefsíðan er unnin í samvinnu við Nepal hugbúnað ehf. og byggir á vefumsjónarkerfi fýrirtækisins. Friðþjófur Helga- son ljósmyndari lagði til tækni- vinnu við haus síðunnar. Mynd- imar í hausnum em bæði frá hon- um og teknar af starfsfólki bóka- safnsins. Af hálfu bókasafnsins sá Ragnheiður Þorgrímsdóttir bóka- safns- og upplýsingafræðingur um skipulagningu upplýsinga og vinnu við vefsíðuna. Slóð vefsíð- unnar er www.akranes.is/boka- safh. Gamalt og nýtt Athygli vekur að í dagskránni var fléttað saman tveimur, að því er virðist ólíkum atriðum. Annars vegar sýningu á um það bil tvö hundmð ára gömlum bókum og umfjöllun um þær og hins vegar opnun vefsíðu bókasafnsins. Þannig var reynt að tengja saman hugmyndir upplýsingartímabilsins og upplýsingafræði nútímans eins og hún birtist í almenningsbóka- safni. Halldóra og Ragnheiður segja það mikilvægt að gera sér grein fýrir að hugmyndirnar sem byggt er á nú á dögum varðandi miðlun upplýsinga, eigi rætur langt aftur í tímann. Hvernig verður næsti aldarjjórðungur? Þetta greinarkorn er skrifað í framhaldi af því að 28. febrú- ar sat ég fulltrúafund Spari- sjóðs Mýrasýslu. Þessi fundur var haldinn sem athöfh (eins og t.d. jarðarför) þar sem allt fer fram eftir nokkurn veginn föstum skorðum og innan fýr- irfram ákveðins ramma. Full- trúar setjast eftir stjórnmála- skoðunum og ef einhver kem- ur seint eða gáir ekki að sér, getur viðkomandi lent í röng- um flokki. Síðan vindur skýrsl- um og ræðum hratt fram, klappað er þar sem við á, fundi slitið og veislukaffi á eftir. Lík- lega er þetta þó aðallega merki um að sátt ríkir um starfsemi og starfshætti Sparisjóðs Mýrasýslu. Sparisjóðurinn verður ní- ræður í haust. Eg hef sem við- skiptavinur átt samleið með honum í 25 ár og fór í ffam- haldi af þessum aðalfundi að velta því fýrir mér næsta aldar- fjórðungi í vegferð Sparisjóðs- ins. Á síðustu 25 árum hafa orðið miklar breytingar á fjár- málaþjónustu í Borgarfirði. Viðfangsefnin eru önnur, verðtrygging hefur tryggt raungildi inneigna og skulda, óðaverðbólgan er sofnuð, sér- stök bflalán eru jafn sjálfsögð og bílakaup, landfræðileg mörk á fjármagnsmarkaði hafa lækkað eða horfið, lánafýrir- greiðsla vegna húsnæðiskaupa er komin í fastan farveg með húsbréfakerfinu og verðbréfa- markaðurinn hefur þróast hratt síðustu árin. Fjármálaþjónusta á borð við þá starfsemi sem Sparisjóður Mýrasýslu stundar lýtur ströngum Iögum og á þessu sviði hefur verið hófleg sam- keppni. Afkomumöguleikar hafa því verið og eru góðir. Eftirlitið með starfseminni verður áfram strangt en ekki er gefið að samkeppnin haldist jafn hógvær og verið hefur. Að því er byggðina og atvinnulífið varðar þá er bara eitt öruggt, það verða áffam breytingar á samfélaginu og atvinnuháttun- um. Hér verður ekki spáð hverjar þær verða, aðeins minnt á umræðu um hugsan- lega aðild Islands að Evrópu- sambandinu. Ef svo færi, yrðu grundvallarbreytingar á rekstrarforsendum fjármála- stofnana. En hvernig sem framtíðin verður, þá er þó ljóst að þeir einstaklingar sem hér koma til með að búa og sú at- vinnustarfsemi sem hér verður stunduð, þarf á fjármálaþjón- ustu að halda. Styrkur Sparisjóðs Mýra- sýslu er góð ímynd og traust fjárhagsstaða innan þess ramma sem stærðin setur. Hluta ímyndar sinnar sækir Sparisjóðurinn í þann góða stuðning sem hann hefur veitt til menningarstarfsemi og ffamfaramála í Borgarfirði á liðnum árum. Hugsanlega aukin samkeppni á fjármála- markaði og smæð sjóðsins eru þeir þættir sem gætu orðið honum erfiðir. Því skiptir miklu að íslenskir sparisjóðir nái að vinna saman sem heild, þá verður smæð hvers þeirra ekki svo alvarlegt vandamál. Sem hlekkur í keðju sparisjóð- anna hefur Sparisjóður Mýra- sýslu allar forsendur til að blómgast áfram, að því til- skyldu að hann aðlagist breytt- um aðstæðum með jafn góðum hætti og hann hefur gert síð- ustu 25 ár. Fetjubakka II 3.3.2003 Þórólfur Sveinsson

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.