Skessuhorn - 30.07.2003, Blaðsíða 5
jívtaaunvj..
MIDWKUDAGUR 30. JULI 2003
5
Orgeltónleikar um
verslunarmannahelgi
Orgeltónleikar í Reykholts-
kirkju, laugardaginn 2. ágúst
n.k. klukkan 20:30
Laugardaginn 2. ágúst verð-
ur Douglas A Brotchie,
organisti Háteigskirkju með
tónleika í Reykholtskirkju.
Leikur hann verk eftir
Buxtehude, Bohm, Bach,
Haydn, Jón Leifs, Messiaen og
Franck. Þetta er í sjötta sinn á
þessu sumri, sem Félag ís-
lenskra organleikara og Orgel-
og söngmálasjóður Bjarna
Bjarnasonar á Skáney standa
fyrir tónleikum til styrktar org-
elinu í Reykholtskirkju.
Lokatónleikar suinarsins verða
laugardaginn 9. ágúst, en þá
mun Marteinn H. Friðriksson
setjast við orgelið. Agóði af
tónleikaröðinni rennur óskipt-
ur til orgelsjóðsins.
Dr Douglas A. Brotchie er
skoti, fæddur í Edinborg. Hann
byrjaði að læra á orgel þar um
fermingaraldur og strax við
sextán ára aldur var hann fast-
ráðinn organisti og kórstjóri
við Balerno sóknarkirkjuna,
kirkju sem er staðsett í þorpi
sem var á þeim tíma í útjaðri
Edinborgar. Douglas flutti til
íslands 1981. Hann hefur lokið
kantorsprófi og orgeleinleik-
Douglas A Brotchie.
araprófi frá Tónskóla Þjóð-
kirkjunnar, var annar organisti
Dómkirkju Krists Konungs
(Landakotskirkju) í mörg ár og
var organisti Hallgrímskirkju
um eins árs skeið í leyfi Harðar
Askelssonar. Hann er nú org-
anisti og kórstjóri Háteigs-
kirkju og kennari við Tónskóla
þjóðkirkjunnar.
Douglas hefur haldið tón-
leika víða urn Evrópu, bæði sem
einleikari svo og sem meðleik-
ari m.a. í Söngsveitinni Fíl-
harmóníu, Mótettukór Hall-
grímskirkju og Schola cantor-
um, hefur oft komið fram sem
organisti í sjónvarpi og útvarpi
og hefur auk þess leikið inn á
fjölda geisladiska.
Bókasafu Grundarjjarðar
Bókasafn Grundar-
íjarðar 80 ára
Áttatíu ára afmæli Bókasafns
Grundaríjarðar var fagnað á
hátíðinni Á góðri stundu um
síðustu helgi og var gestum
boðið að kynna sér sögu safns-
ins í nýjum húsakynnum þess.
Við sama tækifæri tók Byggða-
safh Snæfellinga og Hnappdæla
við niununi úr búi sr. Jens
Hjaltalín til varðveislu.
Árið 1923 gekkst Ung-
mannafélagið í Eyrarsveit fyrir
stofnun bókasafns sem fékk
nafnið Lestrarfélag Eyrarsveit-
ar. Það var rekið sem sjálfstæð
stofnun og fylgdi umsjónar-
mönnum sínum milli húsa.
Árið 1939 tók Ungmennafélag-
ið við rekstrinum og nefndi það
Bókasafn U.M.F. Grundfirð-
inga.
Eftir breytingu á lögum frá
Alþingi færðist reksturinn til
sveitarinnar og nefndist það
Bókasafn Eyrarsveitar þar til
sveitarfélagið fékk nýtt stjórn-
sýsluheiti árið 2001 að það fékk
núverandi nafn sitt, Bókasafn
Grandarfjarðar.
GE
Grettissögu-teikningar
Halldórs Péturssonar
firumsýndar
Sýning á teikningum hins vin-
sæla teiknara Halldórs Péturs-
sonar, sem unnar eru upp úr
Grettis sögu, verður opnuð á
Hótel Eddu að Laugarbakka í
Miðfirði þriðjudaginn 29. júlí nk.
Um er að ræða myndir sem Hall-
dór vann árið 1976 í tengslum
við fyrirhugaða útgáfu á sögunni
sem fallið var ffá. Teikningarnar,
sem eru 14 talsins, hafa því aldrei
í heild sinni birst almenningi fyrr
en nú.
Halldór Pétursson fæddist í
Reykjavík, 26. september 1916.
Hann nam auglýsingateikningu
við Kunsthaandværkerskolen í
Kaupmannahöfii og því næst við
Art Students League í New York.
Ohætt er að fúllyrða að Halldór
Pétursson er einn vinsælasti
teiknari þjóðarinnar og hafa
myndir hans prýtt fjölda bóka og
blaða í gegnum tíðina. Þekktast-
ur er hann fyrir einstaka næmni
sína í gerð teikninga og málverka
af íslenska hestinum. Þá þekkja
margir myndir hans úr íslenskum
þjóðsögum. Skákeinvígi Fishers
og Spasskys árið 1972 gerði hann
og góð skil en myndirnar sem
hann teiknaði af einvíginu á sín-
um tíma komust í dreifingu víða
um heim í formi póstkorta og á
síðum stærstu dagblaða heims.
Sýningin er hluti Grettishá-
tíðar sem haldin verður í Húna-
þingi helgina 16.-17. ágúst nk.
Hátíðin hefst með menningar-
og skemmtidagskrá í félags-
heimilinu Hvammstanga, 16.
ágúst kl. 20, þar sem fram koma
m.a. Einar Kárason, Þórarinn
Eldjárn og Ólafúr Kjartan Sig-
urðarson. Á sunnudegi verður
haldin fjölskylduskemmtun á
Bjargi í Miðfirði þar sem hin ár-
lega aflraunakeppni skipar önd-
vegi. Sýningunni lýkur 17. ágúst
2003.
Kvöld-
ganga um
Hreðavatn
Fimmtudaginn 31. júlí kl
20:00 verður gengið um hið
fagra umhverfi Hreðavatns.
Upphafsstaður göngu er á
hlaðinu við Hreðavatnsbæ-
inn. Farið er þá af þjóðvegi
nr. 1 rétt sunnan við Bifröst.
Þaðan verður gengið með
austurbakka vatnsins og út í
fallegan hólma í vatninu.
Það er Ungmennasamband
Borgarfjarðar sem stendur
fyrir göngunni í samvinnu við
Veiðimálastofnun - Vestur-
landsdeild í tilefni af ári
ferskvatnsins
Leiðangursstjórar verða
Sigurður Már Einarsson ffá
Veiðimálastofnun og Birgir
Hauksson frá Skógrækt ríkis-
ins. Fjallað verður um lífríki
vatnsins og umhverfi þess.
Gangan er fremur stutt og
ætti að henta öllum aldurs-
hópum.
Fjölmennum og njótum
náttúrunnar okkur til heilsu-
bótar og ffæðslu. Munið að
taka stimpilbókina með eða fá
afhenta bók eftir gönguna!
(Fréttatilkynning)
Fjölskyldan Fagnar
Verslunarmannahelgin að Uti-
lífsmiðstöð skáta Ulfljótsvatni
Að venju verður Utilífsmið-
stöð skáta Ulfljótsvatni opin al-
menningi urn Verslunarmanna-
helgina og er barnafjölskyldum
sem geta séð um sig sjálfar og
fagnað saman sérstaklega bent
á aðstöðuna. Ekki er um eigin-
lega hátíð að ræða og enginn
sérstakur aðgangseyrir aðeins
tjaldstæðisgjald sem um helgina
verður kr. 3.000,- pr. tjald frá
föstudegi og kr. 2.000.- pr. tjald
frá laugardegi. Þá verður engin
hljómsveit á staðnum, engin
aðkeypt skemmtiatriði eða af-
þreying verður um að ræða, en
svæðið býður upp fjölmarga
möguleika fyrir fjölskylduna til
að fagna saman um helgina og
fá tjaldsvæði bjóða upp á viðlíka
aðstöðu. Á svæðinu er báta-
leiga, vatnasafarí, klifurturn,
ýmsar þrautabrautir, aðstaða til
boltaleikja, golfbraut og kassa-
bílar. Þá verður skipulögð dag-
skrá um Verslunarmannahelg-
ina sem ræðst nokkuð af fjölda
þeirra sem dvelja á svæðinu en
meðal þess sem verður í boði
er: fótbolti, blak, hoppikastali,
skipulagðar gönguferðir við
allra hæfi, Ullaleikar, ratleikir,
veiðikeppni, barnadagskrá og
barnadiskótek, föndursmiðjur
og auðvitað varðeldur. Fjöl-
skyldan fagnar því saman og
með öðrum fjölskyldum. Nán-
ari upplýsingar um d^gskrá má
finna á heimasíðu Utilífsmið-
stöðvar skáta Úlfljótsvatni:
www.skatar.is/ulfljotavatn.
(Fréttatilkynning)
Borgames ■ morgmræstíng
Ræstir ehf. óskar eftir starfsmanni við
morgunræstingar í Borgarnesi.
Um er að ræða ræstingu 3 morgna í
viku, mán., mið. og fös. kl. 9.
Upplýsingar í síma 897 1012
BORGARBYGGÐ
Skrifstofustarf
Laust er til umsóknar starf skrifstofumanns
á skrifstofu Borgarbyggbar.
Starfið felst einkum í tölvuvinnslu, reikningagerð,
innheimtu, bréfaskriftum, símsvörun og
almennum skrifstofustörfum.
Æskilegt er að umsækjendur hafi verslunarpróf
eða sambærilega menntun og/eða reynslu
af skrifstofustörfum.
Laun skv. kjarasamningum Starfsmannafélags
Borgarbyggðar.
Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.
Umsóknir skulu berast á bcejarskrifstofuna ab
Borgarbraut 7 7 fyrir 8. ágúst nk.
Nánari upplýsingar gefa bcejarritari eba
bæjarstjóri í síma 437-1224 eba á skrifstofunni.
Borgarnesi 25. júlí2003.
Bœjarritari.