Skessuhorn


Skessuhorn - 30.07.2003, Page 6

Skessuhorn - 30.07.2003, Page 6
6 MIÐVIKUDAGUR 30. TULI 2003 Jivt33unu,_ Bjami Fel. og Mr. Bean Víkingur Ólafsvík hefur slegið í gegn í þriðjudeildinni í knattspyrnu í sumar og er liðið sem stendur efst í sínum riðli, ósigrað eftir 11 umferðir og nánast búið að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Helsti markaskorari liðsins er Jónas Gestur Jónasson og er hann gestur skráargatsins að þessu sinni. Nafn: Jónas Gestur Jótiasson Fœðingadagnr og ár: 23.04.70 Staif: Endurskoðandi Fjölskylduhagir: 1 sambúð með Steinunni Dröfii og á tvö börn El- ínu Osk 7 ára og Höllu Sóley 2 ára Hvernig bíl áttu: Subaru Impresa Uppáhalds matur: Lambakjöt og humar Uppáhalds drykkur: Vatn og Kók Uppáhalds sjónvarpsefni: Iþróttir ogfréttir Uppáhalds sjónvarpsmaður: Bjarni Felixson Uppáhalds leikari innlendur: Sigurður Sigmjónsson Uppáhalds leikari erlendur: Rowan Atkinson Besta bíómyndin: Mr. Bean Uppáhalds íþróttamaður: Robbie Keane Uppáhalds íþróttafélag: Víkingur O og Tottenham Hotspur Uppáhalds stjómmálamaður: Enginn Uppáhalds tónlistarmaður innlendur-.Tryggvi Hafsteinsson í Víking er upprennandi söngvari Uppáhalds tónlistarmaður erlendur: Enginn Uppáhalds rithöfundur: Halldór Kiljan Laxness Ettu hlynntur eða andvígur ríkisstjórninni: Hlynntur Hvað meturðu mest ífari annarra: Heiðarleika Hvaðfer mest í taugarnar á þér í fari annarra: Oheiðarleiki Hver þinn helsti kostur: Jákvæðni Hver er þinn helsti ókostur: Vinnusjúklingur Hefur árangur Víkinga í sumar komið þér á óvart: Já, þvt' er ekki að neita en við vonuðumst samt eftir að verða í baráttunni um að komast í úrslitakeppnina en að vera taplausir eftir 11 umferðir er umfram okkar væntingar. Hvað hefur breyst frá því jýrra: I fyrra vorum við með mjög ungt lið sem við höfum verið að byggja upp ogþessir strákar sem eru að spila með Víking í dag eru komnir með einhverja reynslu sem er að nýtast okkur vel núna. Ekki má gleyma þætti þjálfarans okkar.; Ejub Purisevic, en hann hefur unnið mjög gott starf og erum við mjög ánægðir með hann. Nú hefur þú heldur betur verið á markaskónum í sumar, hver er formúlan: Góðir samherjar sem gefii á mig á réttum stöðum og gamla góða markheppnin. Hverja telur þú möguleika ykkar vera á að komast upp í 2,- deild: Eg tel möguleika okkar jafiia á við önnur lið í úrslitakeppn- inni en erfitt er að átta sig á styrkleika liða í öðrum riðlum en hins- vegar höjum við verið að spila vel upp á síðkastið svo við erum bjartsýnir á að ná loksins þessum áfanga. Eitthvað að lokum: Ég vilþakka stuðningsmönnum Víkings kær- lega fyrir stuðninginn í sumar og vonast til að sjá sem flesta í brekkunni á móti Drang á finmitudagskvöldið. LATTU OKKUR FÁÞAÐ ÓÞVEGIÐ Efnalaugin Múlakot elif. Borgarbraut 55 310 Borgarnesi Sími 437 1930 Verslunarmannahelgi 2003 Gönguferðir og bamastund í þjóðgarðinum Þjóðgarðurinn Snæfellsjök- ull býður upp á fjölbreytta dag- skrá um Verslunarmannahelg- ina. Gönguferðir með land- vörðum eru frá Búðum, Arnar- stapa, Djúpalónssandi og Gufuskálum og barnastundir á Arnarstapa og í Ólafsvík. Gönguferðirnar eru frá klukkustundar rölti upp í þriggja til fjögurra stunda göngur og eru gestum að kostnaðarlausu. Barnastund verður við Arn- arbæ á Arnarstapa á laugardag- inn kl. 11 og á sama tíma á sunnudaginn á tjaldstæðinu í Olafsvík. Gönguferð frá Arnar- stapa að Hellnum er á laugar- daginn kl. 11 og aftur kl. 14. A laugardaginn kl. 14 er einnig boðið upp á göngu frá Djúpa- lónssandi uin slóðir vermanna. A sunnudag er boðið upp á tvær gönguferðir frá Búðum, annars vegar rölt að Frambúð- um kl. 11 og hins vegar göngu- ferð um Klettsgötu að Búða- kletti kl. 14. Einnig er á sunnu- dag kl. 14 ganga frá fiskbyrgj- um skammt sunnan Gufuskála. Síðasti dagskrárliður á vegum þjóðgarðsins þessa mestu ferðahelgi ársins er á mánudag kl. 14 en þá er boðið upp á gönguferð um Öndverðarnes- hóla. Allir velkomnir. Nánari upplýsingar fást á skrifstofu Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls í síma 4366860 / 8556860 og á heimasíðu Umhverfisstofnunar www.ust.is. (Fréttatilkynning) Að mála allan heiminn Það er með þvílíkum ólíkind- um að eítir rúmlega viku- bar- áttu við að fá einhvern til að stöðva málningarframkvæmdir á vinnusvæði Þorgeirs og Ell- erts hf. sitjum við íbúar í ná- grenni við þessa starfssemi uppi með það að eiga á hættu að fá yfir eigur okkar málningarúða og annan óþverra. Mér finnst til skammar hvernig forráðamenn þeirra fyrirtækja sem eiga hlut að máli hafa hagað sér. Þorgeir Jósefs- son hjá Þ&E hf. sem ég hafði fyrstan samband við mánudags- morguninn 21. júlí hann sagist ekkert geta gert því þetta væru undirverktakar og ég yrði bara að tala við þá, hann vildi ekkert kannast við að fyrirtækið bæri einhverja ábyrgð á þeim þótt þeir væru að vinna á umráða- svæði fyrirtækisins. Undirverktakarnir í þessu máli eru Trésmiðjan Kjölur hf., Skipaþjónusta Islands hf. og síðast en ekki síst, Skipamálning h£, en til að gera langa sögu stutta þá þræta þeir bara og vísa hver á annan. Eftir því sem ég kemst næst þá voru þeir hjá Skipamálningu hf. hér niður við höfn í fyrrasumar að sprautu- mála skip frá Haraldi Böðvars- syni hf. og fékk þá lögreglan á milli 20-30 kvartanir útaf máln- ingarúða á eigum fólks út í bæ og nú eru þeir aftur á ferð og ætla greinilega að gera ennþá betur en í fyrra og mála ennþá fleiri eignir, því mér skilst að þeir eigi að fara að sprautumála Ingunni AK niður við höfn þegar þeir eru búnir hjá Þ&E hfi, ég held að það væri kannski umhugsunarefni fyrir bæði Þ&E hf. og H.B hf. hverja þeir ráða til sín í vinnu ef þetta er sú ábyrgð $em þeir sína bæjarbú- um. í ffamhaldi af því langar mig að hvetja íbúa í nágrenni við hafharsvæðið að láta lögreglu og heilbrigðisfulltrúa í sér heyra, áður en skaðinn er skeð- ur. Haukur Þórisson hjá Tré- smiðjunni Kili hf. hvítþvær fyr- irtækið af þessu máli sem hlýtur að teljast hálf undarlegt í ljósi þess að ég fór mánudagsmorg- uninn 21. júlí efrir samtal mitt við Þorgeir Jósefsson og talaði við verkstjóra Kjalar hf. á vinnusvæði Þ&E hfi, hann sagðist ætla að tala við Hauk og gera honum grein fyrir fyrir á- standi mála, en fékk þau skila- boð stuttu seinna ffá Hauki um að halda bara áffam að sprautu- mála þótt honurn væri að fullu ljóst að meiri skaði hlytist af ef sprautumálað væri við þá vind- átt sem þá var. Hjá Akraneskaupstað fékk ég þau svör að þeir gætu lítið að- hafst í þessu máli þrátt fyrir að þeir væru eigendur á skipalyft- unni hjá Þ&E hf. en þessir verktakar eru að vinna á skipa- lyftunni. Það er líka umhugsunarefhi fyrir heilbrigðisfulltrúa og bæj- aryfirvöld að þetta vinnusvæði skuli vera algerlega opið þannig að það dregur til sín forvitin og uppátækjasöm börn sem getur verið þeim stórhættulegt. Það er okkur íbúum í ná- grenni við fyrirtækis Þorgeirs og Ellerts hf. með öllu óskiljan- legt hvað yfirvöld sem með þetta mál hafa að gera þ.e.a.s lögreglan, heilbrigðisfulltrúi og bæjar yfirvöld geta lítdð aðhafst, á meðan við íbúar á þessu svæði hreinlega horfum uppá það að eigur okkar eru skemmdar ekki bara á einum degi heldur dag eftir dag og engin gemr stöðvað þessar framkvæmdir, það getur varla talist eðlilegt að engin úr- ræði séu til. Eg er alveg viss um það að ef við íbúarnir hér fær- urn og spraumðum málningu yfir eigur þessa fyrirtækis að við yrðum handtekin á staðnum og gert að greiða kosmað við þrif- in, fáranleikinn í þessu máli er því a lger. Fólk sem ég hef talað við hér í nágrenninu sagði mér að það hefði kvartað yfir þessu oft á liðnum ámm og þurft í flestum tilfellum að standa undir kostn- aði við þrif á eigum sínuin efrir svona uppákomur. Það er með öllu óþolandi að þurfa að standa undir óhemju kostnaði við það eitt að fá rétt sinn virtan og á að sjálfsögðu ekki að vera á hönd- um okkar að þurfa að standa í málsóknum þegar svona hlutir gerast heldur á það að vera tryggt að ef svona uppákomur eiga sér stað að viðkomandi fyr- irtæki sýni þá ábyrgð að bæta tjónið sem af hlíst. Eins og áður er getið hlýtur því að teljast eðlileg krafa okkar íbúa þessa svæðis að tryggt verði að svona uppákomur séu ekki daglegt brauð hjá okkur eins og verið hefur og hægt sé að stöðva framkvæmdir strax þegar ljóst er að hætta sé á tjóni hjá íbúum þessa svæðis og að tryggt sé að fyrirtækið sem við á bæti þann skaða sem hlotist hef- ur. Kveðja. Guðmundur Sigurbjörnsson Bakkatúni 4

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.