Skessuhorn


Skessuhorn - 30.07.2003, Síða 11

Skessuhorn - 30.07.2003, Síða 11
MIÐVIKUDAGUR 30. JULI 2003 11 jíitasunu.. Trausti Eiríksson varð unglingameistari, Guðmundur Daníelsson meist- ari Golfklúbbs Borgarness annað árið í röð og Júiiana Jónsdóttir meist- ari í kvennaflokki GB einnig annað árið i röð. Meistaramót Golfklúbbs Borgarness Guðmundur meist- ari annað árið í röð Meistaramót Golfklúbbs Borgarness fór fram dagana 16.-19. júlí. Alls tóku 45 fé- lagsmenn þátt í meistaramót- inu að þessu sinni, sem verður að teljast nokkuð gott miðað við stærð klúbbsins. Veðrið var með eindæmum gott alla dag- ana og völlurinn skartaði sínu fegursta. Guðmundur Daníelsson lék á 300 höggum og jafnaði þar með meistaramótsmet Har- aldar Más Stefánssonar frá ár- inu 1995. Önnur úrslit urðu þessi: Meistaraflokkur karla: 1. Guðmundur Daníelsson, 300 högg 2. Hlynur Þór Stefánsson, 317 högg 3. Ómar Örn Ragnarsson, 329 högg 1. flokkur karla 1. Heiðar Lind Hanss., 343 högg 2. Jón G. Ragnarsson, 349 högg 3. Bergsveinn Símonarson, 357 högg 1. flokkur kvenna 1. Júlíana Jónsdóttir, 384 högg 2. Þuriður Jóhannsdóttir, 399 högg 3. Fjóla Pétursdóttir, 401 högg 2. flokkur karla 1. Finnur Jónsson, 345 högg 2. Sigurgeir Ertendss., 366 högg 3. Stefán Einar Stefánsson, 368 högg 2. flokkur kvenna 1. Auðbjörg Pétursd., 456 högg 2. Kristín H. Vigfúsd., 489 högg 3. Guðrún Sverrisd., 512 högg 3. flokkur karla 1. Magnús Gunnar Pálsson, 478 högg 2. Þráinn Gústafsson, 483 högg Öldungaflokkur karla 1. Þórður Sigurðsson, 376 högg 2. Erling Garðar Jónasson, 391 högg 3. Albert Þorkelsson, 398 högg 14 ára og yngri 1. Trausti Eiriksson, 359 högg 9. holu flokkur 1. Magnús Sigursson, 171 högg 2. Sigurður Þórarinss., 187 högg 3. Bjarki Pétursson, 198 högg Opið golfmót fyrir unglinga að Hamri Síðastliðinn sunnudag fór fram opið golfmót fyrir ung- linga á Hamarsvelli í Borgar- nesi. Veður var mjög gott, hlýtt og hægur andvari en stöku skúrir féllu um miðjan daginn. Nokkur vonbrigði voru með hve keppendur voru fáir en þeir komu frá 8 klúbbum víðs- vegar á landinu. Fyrirkomulag keppninnar var punktakeppni í þremur flokkum og voru úrslit þessi: 9 - 12 ára: 1. Trausti Eiríksson, GB, 33 pt. 2. Sigurður Sigurðss., GB, 26 pt. 3. Sigurður Þórarinss., GB, 25 pt. 13 - 14 ára: 1. Ivar H. Sævarss., GL, 41 pt 2. Arnar M. Róbertss.,GSS, 31 pt 3. Davíð Jónsson, GP, 30 pt 15-16 ára: 1. Benedikt Ö. Bjarnas., GR, 41 pt. 2. Axel Már Karlsson, GL, 31 pt 3. Vignir Karl Gylfason, GK, 29 pt Shellstöðin í Borgarnesi og Skeljungur hf. gáfu glæsileg verðlaun í mótið en það voru verðlaunabikarar frá Úra- og skartgripaverslun Guðmundar B. Hannah auk gjafabréfa í versluninni Útilíf. Einnig var dregið úr skorkortum í móts- lok og fengu þrír heppnir Þróttur-í/^1-3 Besti leikur IA í sumar Skagamenn spiluðu sinn besta leik í sumar þegar þeir unnu öruggan sigur á Þróttur- um í Laugardalnum í síðustu viku. Loksins brast markastífl- an eftir ríflega 240 mínútna þurrk ef frá er talið sjálfsmark Grindvíkinga í bikarnum um daginn. Fyrri hálfleikur spilaðist reyndar eins og svo margir aðrir leikir í sumar hjá ÍA. Skagamenn stjórnuðu leikn- um og voru að spila vel úti á vellinum en var gjörsamlega fyrirmunað að skora þrátt fyrir heldur fleiri og opnari færi en í flestu leikjum liðsins í sumar. Skagamenn urðu fyrir áfalli á 39.mínútu þegar Grétar Rafn Steinsson borinn af leikvelli og eins og lesa má hér ann- arsstaðar á síðunni eru meiðslin alvarleg. Staðan markalaus í leikhléi en ekki hefði verið ósanngjarnt ef Skagamenn hefðu 3-4 marka forystu. Síðari hálfleikur var ekki nema þriggja mínútna gamall þegar hræðilegur dómari leiksins dæmdi vítaspyrnu á ÍA þegar hann taldi Gunnlaug Jónsson hafa brotið á einum leikmanni Þróttar. Úr víta- spyrnunni skoruðu síðan Þróttarar fyrsta mark leiksins. Skagamenn voru ekki lengi að jafna sig á markinu því tveim- ur mínútum síðar skoraði Gunnlaugur laglegt skalla- mark eftir hornspyrnu Stefáns Þórðarsonar. Stórsókn Skagamanna hélt áfram og á 57. mínútu skoruðu þeir aftur. Sama formúla var að öðru markinu og því fyrsta, Stefán með hornspyrnu og í þetta sinnið var það varamaðurinn Guðjón Sveinsson sem átti kollspyrnuna sem kom bolt- anum yfir línuna. Eftir þennan góða kafla Skagamanna var allur vindur úr Þrótturum og í raun aldrei spurning um hvort liðið færi með sigur af hólmi. Vörn heimamanna var sem Grétar Rafn frá í 6-8 mánuði Grétar Rafn S t e i n s s o n varð fyrir því óláni að slíta krossbönd í leiknum gegn Þrótti í síð- ustu viku sem þýðir að hann verður frá keppni í allt að 6-8 mánuði. Meiðsli Grétars eru mikið áfall fyrir ÍA þar sem hann hefur verið einn öflugasti leikmaður liðsins í sumar. Auk leikjanna sem Grétar missir af með ÍA getur hann ekki leikið með 21árs landsliðinu sem leikur þrjá leiki í haust. Sjálfur er Grétar æðrulaus gagnvart þessu áfalli og harðákveðinn að koma tvíefldur til baka. í samtali við Skessuhorn sagði Grétar meiðslin vissulega vera gífurlega svekkjandi en svona hlutir kæmu fyrir og við þeim væri ekkert að gera ann- að en að vinna sig útúr þeim. Það hugðist hann gera og stefnan væri tekin á næsta tímabil. Reiknað er með að Grétar fari í aðgerð strax eftir næstu helgi. HJH Verðlaunahafar á mótinu. keppendur pizzu-veislu frá Shellstöðinni. Keppendur og gestir voru mjög ánægðir með mótið og allar aðstæður, enda Hamars- völlur frábær um þessar mundir og höfðu nokkrir á orði að þeir myndu örugglega koma aftur að ári en stefnt er að því að opin unglingamót verði árviss viðburður að Hamri. gatasigti hvert færið rak á fjör- ur Skagamanna. Aðeins eitt þeirra nýttist áður en yfir lauk og var þar að verki Hjörtur Hjartarson átt mínútum fyrir leikslok með sitt fyrsta mark í sumar. Þegar tvær mínútur voru komnar framyfir venju- legan leiktíma fékk Guðjón úr- valsfæri á að bæta við fjórða markinu en skot hans fór naumlega framhjá. Eins og áður segir var spila- mennska ÍA í leiknum líkast til sú besta sem liðið hefur sýnt í sumar. Eina sem mætti setja útá er nýting marktækifær- anna en þrjú þeirra nýttust sem dugði í þetta sinn. Allir leikmenn liðsins voru að spila vel í leiknum. Gunnlaugur fór fyrir sínum mönnum í vörn og sókn, Grétar var duglegur meðan hans naut við sem og hinn feykiduglegi Færeyjingur Julian Johnson. Við sigurinn fóru Skagamenn upp um eitt sæti, úr því níunda í það átt- unda. Molar Aleksander Linta er geng- inn til liðs við Víking Ólafsvík. Eins og Skessuhorn greindi frá í siðustu viku ákvað stjórn ÍA að semja ekki við Linta þar sem hann þótti ekki standa undir vænting- um. Aleksander lék sina fyrstu leiki með Vikingum um síðustu helgi. Reynir Leósson var ekki með gegn Þrótturum v e g n a m e i ðs I a. Ekki reiknað með að Reynir verði með gegn KR í kvöld en leikirnir eru þeir fyrstu sem hann missir af tæp þrjú ár. Gunnlaugur Jónsson fékk sitt fjórða gula spjald í leikn- um gegn Þrótti og er því á leið- inni í eins leiks bann. Bannið tek- ur gildi á há- degi á föstu- daginn og missir Gunnlaug- ur þvi af leiknum gegn Fram í 13.umferð. Skagamennirnir Heimir Einarsson og Arnar Már Guðjónsson eru báðir í leik- mannahópi 17 ára landsliðs íslands sem tekur þessa dagana þátt í í Opna Norður- landamótinu sem fram fer í Noregi. Liðið lék í gær gegn Englendingum og mætir Norðmönnum í dag.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.