Skessuhorn


Skessuhorn - 30.07.2003, Síða 12

Skessuhorn - 30.07.2003, Síða 12
PÓSTURINN Þú pantar. Pósturinn afhendir. LÁTTU OKKUR FÁ ÞAÐ Heimsending um allt land ÓÞVEGIÐ Efnalaunin Múlakot ehf. Bornarhraut 55 310 Borgarnesi Sími 437 1930 Víkingar öruggir í úrslit Víkingur Ólafsvík gerði góða ferð vestur á firði um síð- ustu helgi. Liðið lék þar tvo leiki gegn Bolungarvík og BI og sigraði þá báða. A föstu- dagskvöldið unnu þeir Bol- ungarvík, 4-1 með mörkum frá Tryggva Hafsteinssyni, Jónasi Gesti Jónassyni, Helga Reyni Guðmundssyni og Jóhanni Ragnarssyni. Staðan í leikhléi var 3-0. A sunnudaginn mættu Vík- ingar svo BI og áttu ekki í miklum vandræðum með að innbyrða níunda sigur sinn í sumar. Hermann Geir Þórsson kom Víkingum yfir á 29.mín- útu og á þeirri 61. skoraði El- ínbergur Sveinsson. Nú þegar þrjár umferðir eru eftir eru Víkingar næsta ör- uggir með sæti í úrslita- keppninni. Víkingar eru með 29 stig en liðið í þriðja sæti er með 23 stig og mun lakari markatölu. HJH Nýr lögreglubíll F.v. Kristján lngi Hjörvarsson, Steinar Snorrason, Stefiín Skarphéíinsson, sýslumaður, Theodór Þóröarson , yfirlögrelguþjónn. Mynd: GE Lögreglan í Borgarnesi fékk lögreglunnar þá eru menn þar afhentan nýjan lögreglubíl í ánægðir með að hafa fengið gær. Bíllin er af gerðinni Volvo nýjan, kraftmikinn og traustan S-80 og er framdrifinn með bíl til umráða. 164 hestafla díselvél. Að sögn GE Faxaborg Nýir bátar í Rif Nýverið komu tveir nýir bát- sama nafni. Hinn báturinn ar til hafnar í Rifi í fyrsta sinn. heitir Guðbjartur SH-45 og er KG hefur keypt bátinn Skarf í eigu Jóhanns Guðbjartssonar GK og heitir hann nú Faxaborg á Hellissandi. og kemur í stað eldra skips með GE Bæringsstofa opnuð Síðastliðið föstudagskvöld var Bæringsstofa í Grundarfirði formlega opnuð en hún er hluti af fyrsta áfanga Eyrbyggju sögumiðstöðvar í Grundarfirði. Bæringsstofa er minjastofa um Bæring heitinn Cecilsson, heið- ursborgara í Grundarfirði. Hann var mikilvirkur ljós- myndari og kvikmyndatöku- maður og meðal annars um ára- tuga skeið fféttaritar sjónvarps á Snæfellsnesi. Bæring ánafn- aði sveitungum sínum mynda- safn sitt ásamt tækjum. Salurinn er einkar fallegur og búinn öfl- ugu tölvukerfi sem nýtist til kvikmyndasýninga, hverskonar íýrirlestra- og fundahalds. Að sögn Inga Hans Jónssonar hjá Sögumiðstöðinni í Grundar- firði er Bæringsstofa einhver glæsilegasti sýningarsalur landsins og algjörlega gagnvirk- ur en þar geta gestir m.a. skoð- I Bæringsstofu. að myndasafn Bærings og myndefhi af filmum og í fram- tíðinni er gert ráð fýrir að fleira verði þar í boði. Salurinn verð- ur einnig leigður til námskeiða- halds og iýrirlestra. Það var Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra sem opnaði Bæringsstofu með því að ýta á „entertakkann“ á sýningartölv- unni. GE Þrettán mörk voru skoruð á Skallagrímsvelli í gærkvöld þegar heimamenn kjöldrógu Deiglumenn með stórsigri 11- 2, eftir að staðan hafði verið 7- 0 í hálfleik. Gamla markamask- ínan Valdimar K. Sigurðsson skoraði fjögur mörk, þ.a. eitt með skalla en síðasta skalla- mark Valdimars mun að sögn kunnugra hafa komið árið 1993 gegn Haukum. Sveinbjörn Hlöðversson, Guðlaugur Ax- elsson og Guðni Kristjánsson skoruðu tvö mörk hver og As- geir Karl Jónsson eitt. Þess má til gamans geta að nokkrir Skagamenn leika með liði Deiglunnar, þar á meðal Rós- ant Birgisson sem sýndi oft á A myndinni má sjá þegar hnötturinn er á leiðyfir marklinu Deiglumanna í jjóða sinn. Lengst til vinstri má fiá Valdimar K. Sigurðsson sem hafði sekúndu áður skallað boltann. tíðum glæsilega takta. Með sigrinum eru Skallagrímsmenn aðeins einu stigi á eftir Núma sem er í öðru sæti en eiga leik til góða. Næsti leikur Skalla- gríms er einmitt gegn Núma fimmtudaginn 7. ágúst. HJH Skallagrímur burstaði Deigluna Blaðamaður óskast Óskum eftir að ráða blaðamann í fullt starf. Þarf að geta hafíð störf sem fyrst. Upplýsingar gefur framkvæmdastjóri í síma 437 1677 Netfang: skessuhorn @skessuhorn.is

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.