Skessuhorn


Skessuhorn - 03.03.2004, Blaðsíða 3

Skessuhorn - 03.03.2004, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 3.MARS 2004 3 jnCSSlinui.. Þeir hörðustu þurftu einungis að bíða í 3 tíma í röð á Akranesi en þar hefur þó sjaldan áður myndast stík stemning við forsötu tónleikamiða. Seldi alla miðana á þrettán mínútum Þann 30. maí í vor heldur bandaríska rokkhljómsveitin Korn tónleika hér á landi. Mið- ar á tónleikana voru seldir í for- sölu sl. sunnudagskvöld og fór salan ffam samtímis á nokkrum stöðum á landinu; í Skífunni í Reykjavík, á Selfossi, Akureyri og í Pennanum á Akranesi. Sig- urður Sverrisson verslunarstjóri Pennans segist aldrei hafa upp- lifað aðra eins stemningu fyrir forsölu. „Við vorum nákvæm- lega 13 mínútur að selja alla 200 miðana sem við fengum og pass- aði það ágætlega því þá voru all- ir sem lagt höfðu á sig að bíða í röð búnir að fá miða“. Með- fylgjandi mynd var tekin rétt áður en salan hófst klukkan 21 á sunnudagskvöldið og kváðust þeir alhörðustu hafa beðið ffá því klukkan rúmlega 6 um kvöldið. I Reykjavík byrjaði að myndast röð við verslun Skíf- unnar sólarhring áður en salan hófst og ljóst að stemningin vegna komu þessarar hljóm- sveitar er engu minni en þegar þungarökksgaurarnir í Ramm- stein sóttu landann heim fyrir nokkrum árum síðan. MM Sprengideginum fagnað á Reykhólum Kæst yfir kjötkötlunum: F.v. Gyifi Helgason, Halldór Sigurðsson, Sig- urður Þórólfsson og Ása Stefánsdóttir. Mynd: Gunnlaugur Árnason. Lionsmenn á Reykhólum héldu upp á sprengidaginn síð- astliðið föstudagskvöld með veglegri saltkjötsveislu í fé- lagsheimilinu á staðnum. Kom það ekki að sök þótt sprengi- dagurinn væri liðinn fyrir þremur dögum og ekki bragð- aðist kjötið ver fyrir vikið. Þetta var í annað sinn sem Lionsmenn þar vestra halda saltkjötsveislu af þessu tagi og var boðið upp á fjölbreytta dagskrá til viðbótar við lamba- kjötið. Þau Einar Thorlacius og Ása Stefánsdóttir fluttu meðal annars skáldakynningu um Breiðfirðinginn Eggert O- lafsson, Gunnlaugur Árnason umdæmisstjóri Lions á svæði 4 flutti ávarp og félagar sungu gamanvísur svo fátt eitt sé nefnt. Lionsklúbburinn á Reykhól- um er deild úr Lionsklúbbnum í Búðardal og fjölmenntu Lionsmenn úr Dölunum í veisluna sem var hin fjörugasta í alla staði. stærð: 110 x 140 cm BYGGINGAVORUR fVrir hroS* , BYGG________________ Egiishoit2 Boiymiesij Opið: virka daga kl. 8-18, laugard. kl. 10-16, sími: 430 5544, timbursala sími: 430 5540 Verið velkomin! MARIU-KAFFI Safnasvæðinu Görðum með §óniScetu op" finiu «mH LAgfe*1 m 17 4 'so/. % • • 'o.. \et^-a0oV^ ' °'5 ^ FYRIRTÆKIARSINS 2003 í BORGARBYGGÐ Bæjarráb Borgarbyggbar auglýsir hér meb eftir tilnefningum frá íbúum sveitarfélagsins um fyrirtæki í Borgarbyggb sem verbskulda ab vera útnefnd fyrirtæki ársins 2003. Vib hvetjum íbúa til að taka þátt og senda okkur tilnefningar fyrir 15. mars n.k. Þær sendist til "Bæjarskrifstofan Borgarbyggb, Borgarbraut 11, 310 Borgarnesi" merktar fyrirtæki ársins. Einnig má senda tilnefningar í tölvupósti á netfangið borgarbyggd@borgarbyggd.is BORGARBYGGÐ ra Bœjarstjórinn í Borgarbyggb BORGARBYGGÐ GE

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.