Skessuhorn


Skessuhorn - 03.03.2004, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 03.03.2004, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 3. MARS 2004 ^&£99UnUi. Jóhann Orn með fern verðlaun Spurningakeppni UMSB heldur áfram Skallagrímur tryggði sér deildarmeistaratitil í 1. deild ís- landsmótsins í körfuknattleik síðastliðinn föstudag þegar lið- ið sigraði Stjörnuna, 79 - 69 í næstsíðustu umferðinni í deildinni. Liðið hefur aðeins tapað einum leik í deildinni í vetur en það var gegn Val í fyrstu umferðinni. Sigurganga Skallagrímsmanna nær því yfir 16 leiki og hefur liðið nú fjög- urra stiga forystu á Fjölni. Úrslitakeppnin hefst fimmtu- daginn 11. mars en þá leika fjögur efstu liðin í deildinni um tvö sæti í úrvalsdeild. Skalla- grímur mætir Ármanni-Þrótti sem hafnaði ( fjórða sæti og með sigri í þeirri viðureign geta Borgnesingar tryggt sér sæti á ný meðal þeirra bestu. „Við áttum kannski ekki von áað vinna 16 leiki í röð en við áttum alveg eins von á að ná efsta sætinu í deild- inni, enda með mjög frambærilegt lið,“ segir Valur Ingimund- arson þjálfari Skalla- gríms. Hann segist mjög sáttur við árang- urinn það sem af er þótt erfiðasti hjallinn sé eftir, sjálf úrslita- keppnin. „Við erum búnir að vinna marga leiki þar sem við höf- um verið að spila frekar illa en við höfum alltaf náð að landa þessu í restina og það sýnir á- kveðinn styrk. Þetta verður hinsvegar ekki létt á móti Ár- manni/Þrótti en þeir eru senni- lega með besta hópinn af öll- um liðunum í deildinni og kannski ekki í því sæti sem geta þeirra segir til um. Við vorum stálheppnir að vinna þá hérna heima í deildinni en ef komist hjá því að spyrja á þessum tímapunkti hvort Skallagrímsliðið eigi eitthvað erindi í úrvalsdeild. „Ekki eins og hópurinn er í dag. Það er Ijóst að það þarf að styrkja lið- ið ef þannig fer en hinsvegar er ég viss um að þessi hópur með þrjá kana, eins og úrvals- deildarliðin eru með í dag, myndi standa sig ágætlega." segir Valur. Hann er að spila í Sundfélag Akraness endaði í 3. sæti á KR-mótinu um heigina en mótið var mjög langt og strangt. Á mótinu féllu fjögur Akranesmet, Hrafn Traustason bætti eigið met í 100m fjórsundi sveina, Telpna- sveit SA setti met í 4x50m skriðsundi og 4x50m fjórsundi telpna og kvennasveitin setti met í 4x50m fjórsundi kvenna. Sigurvegarar í flokki drengja 12 ára og yngri Púttmót hjá Leynis- krökkum Lokamótið í PIZZA 67 pútt- mótaröðinni fór fram laugar- daginn 28. febrúar í fiokki yngri keppenda. Alls tóku 31 krakki þátt t mótunum fimm og mættu þau samtals í 58 skipti. PIZZA 67 styrkti mótið og fengu þrír stigahæstu kepp- endurnir í hverjum flokki m.a. pizzu í verðlaun. -háp Annar hluti Humar- og álafélagið, Sigurður Páll Harðarson, Stefán Kalmansson og Porkell Fjeldsted spurningakeppni UMSB fór fram síðastliðið sunnu- dagskvöld í Þing- hamri í Staf- holtstungum. Sex lið kepptu þá um sæti í átta liða úr- slitum en áður höfðu þrjú lið tryggt sér rétt til að keppa þar. Leikar fóru þannig á sunnudag að KB banki sigraði Viðskiptaháskól- ann á Bifröst með 26 stigum gegn 19, Humar og álafélagið sigraði Vírnet með 15 stigum gegn 11 og Landbúnaðarhá- skólinn sigraði Borgarfjarðar- sveit með 23 stigum gegn 21. Það verða því KB banki, Humar og álafélagið, Land- búnaðarháskólinn og Borgar- fjarðarsveit sem halda áfram en síðastnefnda liðið varð stigahæsta tapliðið úr und- ankeppnunum. Hin liðin í átta liða úrslitum sem fram fara í Brún næstkomandi sunnu- dagskvöld, eru Olsen Olsen klúbburinn, Bæjarskrifstofa Borgarbygggðar, Skessuhorn og Jörvi, sigurliðið frá í fyrra sem sat hjá í undankeppninni. Hátt á annað hundrað áhorf- endur mættu í Þinghamar til að fylgjast með keppnninni og berja augum skemmtiatriði sem unglingar úr Kleppjárns- reykjaskóla, Varmalandsskóla og Félagsmiðstöðinni Óðali í Borgarnesi sáu um. GE við spilum vel á móti þeim í úr- slitunum þá eigum við að vinna þá.“ Þótt ekki liggi fyrir hvort Skallagrímuleiki í úrvalsdeild- inni að ári þá verður samt ekki Valur Ingimundarson fyrsta sinn í 1. deild í vetur á löngum ferli og segist kunna á- gætlega við það ekki síst þar sem að í þeirri deild snúist körfuboltinn um (slendingana fyrst og fremst. „Við erum kannski heppnir með ár að því leyti að þessi fjölgun útlend- inga í efstu deild hefur gert það að verkum að flestir íslending- anna eru einhverjar varaskeifur og ég sé varla að einn einasti íslendingur í deildinni hafi tekið einhverjum framförum í vetur. Þessu þarf að breyta aftur og verður vonandi áður en Skalla- grímur fer aftur upp í úrvals- deild," segir þjálfari deildar- meistaranna í 1. deild í körfuknattleik. GE Skallagrímur - Deildarmeistari í 1. deild ísiandsmótsins í körfuknattleik 2004. Islandsmeistarar - Eins og fram hefur komið í Skessuhorni tryggði fjórði flokkur karla hjá ÍA sér Islandsmeistaratitilinn í knattspyrnu inn- anhúss fyrir stuttu. Þá var ekki ráðrúm til að birta mynd af meisturun- um en úr því skal nú bætt. Sundfólk UMSB sem keppti á B.-móti SH. Níu ungir sundmenn úr UMSB tóku þátt í B,- móti SH 21. og 22. febrú- ar í Sundhöll Hafnarfjarð- ar. En mótið var fyrir þá sundmenn sem ekki höfðu náð lágmörkum á AMÍ (Aldurs- flokka meist- aramót íslands). Allir bættu sinn fyrri árangur verulega. Jóhann Örn Jónbjörnsson vann til fernra verðlauna í fl. 13-14 ára drengja. Hann kom fyrstur í mark í 100 m flugsundi varð þriðji í 100 m baksundi, 100 m skriðsundi og 200 m fjórsundi. Lilja Rún Jónsdóttir varð önnur í 100 m bringusundi telpna 13-14 ára og Kristinn Örn Sigurjónsson varð þriðji í 100 m bringu- sundi sveina 11 -12 ára. GE Skallagrímur deildar- meistari í fyrstu deild Erfiöir leikir framundan - segir Valur Ingimundarson þjálfari

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.