Skessuhorn - 10.03.2004, Qupperneq 4
4
MIÐVIKUDAGUR 10. MARS 2004
oAtasunu...
Sunda-
braut
Það næst besta sem ég tek mér fyrir hendur alla
jafna er að fara til Reykjavíkur. Það besta sem ég geri
er hinsvegar að fara þaðan en það gæti ég ekki leyft
mér nema hitt kæmi á undan. Reykjavík er að mörgu
leyti ágæt borg og á að sjálfsögðu sess í hjarta hvers al-
vöru Islendings sem höfuðborg landsins en best er
hún þó í baksýnisspeglinum. Það er líka ágætt að njóta
hennar þar í svolitla stund og því liggur manni
kannski ekki svo ógurlega mikið á þegar maður fer út
úr borginni. A hinn bóginn er það brýnt að ferðin til
borgarinnar taki sem skjótast af svo hægt sé að fara að
huga að heimferð.
Þar kemur Sundabrautin til sögunnar en hún kemur
tilmeð að stytta leiðina til Reykjavíkur til muna og
auðvelda allan framgang ferðalagsins. Mosfellsbær var
í einhverju hugsunarleysi skellt á miðja leiðina milli
Vesturlands og Vesturbæjar og er hann mjög til trafala
og einhver alversti farartálmi sem hægt er að hugsa sér
að öllum landsins snjósköflum meðtöldum.
Sundabrautin mun hafa þann kost að liggja ekki í
gegnum Mosfellsbæinn og vera að mestu laus við
óþarfa sveigjur og beigjur. Vegir hér á landi eru fæstir
þannig úr garði gerðir að þeir séu ákjósanlegir til
skemmtiferða og því hlýtur það að vera reglan að því
styttri sem þeir eru því betri.
Eg geri mér vissulega grein fyrir að sundabrautir
kosta alveg heilan haug af peningum en mér skilst að
Héðinsfjarðargöng og álíka vörur séu einnig í nokkuð
háu verði.
Fyrirhuguð sameining hafna á Stór-Skilmanna-
hreppsvæðinu mun að öllum líkindum flýta fyrir því
að Sundabrautin margumtalaða verði að veruleika. Ef
það er það sem til þarf þá hvet ég til að allt verði sam-
einað sem hendi er næst ef það megi verða til að flýta
eitthvað fýrir samgöngubótum.
Gísli Einarsson, samgönguráðherra.
Gísli Einarsson,
ritstjóri.
Lambeyrar fengu Landbúnaðar-
verðlaunin 2004
Lambeyrar í Dölum, Vallanes á
Fljótsdalshéraði og Stóra Hildis-
ey II í Rangárvallasýslu fengu
Landbúnaðarverðlaunin 2004 en
afhending fór fram við setningu
Búnaðarþings á sunnudag. Bóndi
á Lambeyrum er Daði Einarsson
og hlaut hann verðlaunin „fyrir
margar nýjungar sem hann hefur
fundið upp og beitir í búskap sín-
um og fyrir að hafa verið í forystu
í þróun nýrra búskaparhátta í
sauðþárrækt," eins og landbúnað-
arráðherra komst að orði við af-
hendingu verðlaunanna. I um-
sögn um Lambeyrarbúið sagði
ráðherra meðal annars.
,Árið 1997 var hafist handa um
breytingar á öllum húsakosti fjár-
búsins með það fyrir augum að
létta vinnuna, hagræða á öllum
sviðum og auka afurðir búsins.
Eitt atriðið var að taka upp
gjafagrindur heimahannaðar, í
stað gömlu garðanna, annað að
hagræða fóðurflutningi og svo að
auðvelda flutning kinda innan
húsanna og utan húsa var hagrætt
með tilliti til fjárrags. Einstætt
skipulag á vinnubrögðum á sauð-
burði er hluti af þessu en það er
löngu landsþekkt. Flatgryfjur
fengu nýtt hlutverk, sem burðar-
stíur eða fyrir geldneyti. Háreist
Frá afhendingu Landbúnaðarverðlaunanna á sunnudag. Daði Einars-
son er lengst til vinstri.
stórbaggahlaða var byggð þar
sem hlaða má böggum í fimm
hæðir, en má síðan nota sem við-
bótarfjárhús ef með þarf á sauð-
burði. Rimlagólf fjárhúsanna með
plastvörðum rimlum er nýjung
og uppfinning heimamanna.
Girðingar á Lambeyrum, sem eru
miklar, eru allar með nýju sniði
og er þar um merka uppfinningu
heimamanna að ræða. Rafmagns-
girðingar á íslenskframleiddum
plaststaurum og þannig gerðar að
Taizé-messa í
Grundar^ arðarldrkju
Sunnudagskvöldið 14. mars kl.
20 verður Taizé messa í Grundar-
fjarðarkirkju.
Taizé er lítið þorp í Frakklandi
og þar er samkirkjulegt samfélag
kristinna bræðra og systra. Þetta
samfélag hefur vakið mikla at-
hygli síðustu áratugi fyrir bæna-
hald sitt og íhugunartónlist. Á
hverju ári koma þusundir manna
til Taizé til að taka þátt í kyrrðar-
dögum og bænahaldi.
Taizé tónlistin á sér djúpar ræt-
ur í bænahefð og tónlistararfi
hinnar kristnu kirkju og einkenn-
ist af stuttum lögum og bænum
sem auðvelt er að læra. Hið á-
nægjulega er, að tónlistin höfðar
ekki síst til ungs fólks sem kemur
mikið til Taizé til að takast á við
áhyggjur sínar og tilvistarvanda á
trúarlegum forsendum. Þetta
messuform á sérlega vel við nú á
föstunni þegar við beinum sjón-
um inn á við og hugum að þeim
gildum sem við byggjum líf okk-
ar og tilveru á. Kirkjukór Grund-
arfjarðarkirkju leiðir söng. Org-
anisti er Friðrik Vignir Stefáns-
son og prestur er sr. Elínborg
Sturludóttir.
(Fréttatilkynningu)
Ferðamáiasamtök ístands standa fyrir námskeiðum á 14 stöðum á
landinu í mars og apríl í ár fyrir fulltrúa ferðaþjónustufyrirtækja. Á
námskeiðunum er m.a. farið yfir gerð viðskiptaáættana, bókhaid, fjár-
mögnun í bankaviðskipti ofl. Fyrsta námskeiðið var haldið í Borgar-
nesi síðastliðinn fimmtudag.
Mynd: Askell Þórisson.
auðvelt er að leggja þær niður eða
lyfta upp og raunar einnig að
flytja þær til, allt eftir þörfum."
GE
Jörvamenn
á sigurbraut
Átta liða úrslit í Spuminga-
keppni UMSB fóm ffam í Fé-
lagsheimilinu Brún á sunnu-
dagskvöldið fyrir troðfullu
húsi. Sigurliðið frá í fyrra,
Jörvi, kom þá inn í keppnina
og tryggði sér sæti í undanúr-
slimm með sigri á bæjarskrif-
stofum Borgarbyggðar en úr-
slit úr þeirri viðureign urðu 32
stig gegn 22. Borgarfjarðar-
sveit gjörsigraði Skessuhorn,
23 - 11 og Olsen Olsen klúbb-
urinn bar lægri hiut gegn
Humar og áiafélaginu með 14
stigum gegn 21. Loks sigraði
KB banki Landbúnaðarháskól-
ann á Hvanneyri með 22 stig-
um gegn 17.
Úrslitakeppnin verður á
föstudagskvöld á Hótel Borg-
amesi.
✓
Urbætur í
sorpmálum
Starfshópur um Gámu hefur
lagt ffam tillögur til skoðunar á
breytingu á fyrirkomulagi við
meðhöndlun sorps á Akranesi.
Megin inntak tillagnanna er að
innan fjögurra ára verði tekið
upp sambærilegt fyrirkomulag
og er á starfssvæði hvað varðar
móttöku á sorpi og innheimtu
gjalda. Ef tillögurnar ná ffam
að ganga hefur það í för með
sér að auka verði flokkun og
einnig vigtun sorps. Sorp-
flokkun fór nokkur skref
afturábak vorið 2000 þegar
Skagamenn fóm að urða sorp í
Fíflholtum. Starfshópurinn
mun ræða tillögurnar við bæj-
arráð nú í vikunni. Ætla má að
fljótlega komi í ljós hvort að
þeim verði unnið.