Skessuhorn - 10.03.2004, Side 6
MIÐVIKUDAGUR 10. MARS 2004
Jáiissunu^j
6
■í/'m-'Ján/ ('</'<(/mar
Umsjóri: Iris Arthúrsdóttir.
Lionsklúbburinn Agla í Borgarnesi, færði Heilsugæslustöðinni í Borg-
arnesi hjartastuðtæki að gjöf í síðustu viku. Slíkt tæki er til í sjúkrabif-
reið stöðvarinnar en var ekki til á stöðinni sjálfri.
F.v. Rósa Marinósdóttir frá Heilsugæslustöðinni í Borgarnesi og
Helga Helgadóttir, Ingibjörg Friðgeirsdóttir, Þóra Björgvinsdóttir og
Ingibjörg Hargrave frá Lionsklúbbnum Öglu.
Astarpungar Önnu bókara
Nýbakaðir stökkir ástar-
pungar með ískaldri mjólk eru
hreinasta lostæti og synd
hversu sjaldgæft er að sjá þetta
þjóðlega bakkelsi á borðum nú
til dags. Astarpungar eru kúl-
ur úr kleinudeigi með rúsín-
um, steiktir í feitd, þeir ganga
reyndar undir öðrum nöfhum
svo sem „kær-
leikshnoðrar"
og „ástarkúlur"
en í Þingeyjar-
sýslum og á
Vopnafirði eru
þeir kallaðir
„Dellur".
Þessa upp-
skrift fékk ég
hjá ágætri sam-
starfskonu
minni en á
hennar heimili
eru þeir í sér-
legu uppáhaldi.
Þessi uppskrift er gömul og
hefur borist mann fram af
manni.
8 bollar hveiti
11/2 bolli sykur
3 tsk lyftiduft
1 tsk salt
3 em
Níu verðlaun í fagkeppni
Idötiðnaðarmanna
Omar B Hauksson, kjötiðn-
aðarmaður hjá Borgarneskjöt-
vöram vann til níu verðlauna í
fagkeppni Meistarafélags kjöt-
iðnaðarmanna sem haldin var í
tengslum við sýninguna Matur
2004 í síðustu viku. Omar átti
tíu vörar í keppninni og hlaut
þrjú gullverðlaun, þrjú silfur-
verðlaun og þrjú bronsverðlaun
en hann hafnaði í fjórða sæti í
heildarkeppninni, aðeins sjö
stigum á effir sigurvegaranum.
Ómar hlaut gullverðlaun fýrir
Fasanapaté, Grafið lambafile og
gömlu góðu kindakæfúna. Silf-
urverðlaun hlaut hann fyrir
ostapylsur, koníaksspægipylsu
og parísarlyffarkæfu og brons-
verðlaun fýrir ffanskar grillpyls-
ur, grafinn silung og Svartfjalla-
skinku.
Omar hefur oft áður náð góð-
um árangri í þessari keppni en
aldrei jafn góðum og í þetta
sinn. „Eg hef einu sinni áður náð
sömu verðlaunum en þá var
miklu meiri munur á stágum á
næsta manni þannig að ég er
mjög sáttur við þessa niður-
stöðu,“ segir Ómar. Hann segir
að mikið hafi verið af góðum
vörum í keppninni en kannski
ekki mjög mikið af nýjunum í
þetta sinn. „Það var mikið af
pylsum í keppninni núna en sú
menning er að þróast og breyt-
ast hjá okkur, spægipylsurnar
era meðal annars að verða meiri
„Gúrmevara" og eins er með
skinkuna. Fólk er farið að nota
þessar vörar jöfnum höndum
hvunndags og á hátíðarborð.
Tæp tsk kardimonmiuduft
Súrmjólk-mjólk (meirihlutinn
súvrmjólk)
Rústnur eftir smekk
Öllu hrært saman ( helst í
höndunum ) þar til deigið er
orðið álíka þykkt og kjötfars,
ekki hnoða of mikið því þá
verður deigið seigt. Hitið feiti
í potti (ca.l80°). Gott er að
nota tvær skeiðar, aðra til að
taka upp deigið og hina til að
losa deigið í feitina. Steikið þar
til pungarnir eru orðnir fallega
brúnir en passið að þeir séu
ekki hráir í miðjunni (gott að
taka einn upp og stinga í hann
með prjóni) Veiðið þá upp
með spaða og leggið á pappír
til að láta feitina síga af.
Ómar B Hauksson kjötiðnaðarmaður með fasanapatéið og kindakæf-
una sem var meðal þess sem hann fékk verðlaun fyrir f fagkeppni Fé-
lags kjötiðnaðarmanna.
Við eram t.d. að fara að setja á
markað Svartfjallaskinkuna sem
ég var með í keppninni og
Franska sveitaskinkan okkar hef-
ur verið mjög vinsæl.“
Aðspurður um hvort árangur
hans í keppninni sé gæðastimpill
fýrir Borgarneskjötvörur segir
Ómar að það sýni vonandi að
fýrirtækið standi ágædega fag-
lega. „Flestar vörarnar sem ég
var með í keppninni era í ffam-
leiðslu hjá okkur og ég held að
þetta segi okkur að við eram
með góðar vörur. Það er sérstak-
lega gaman að því að gamla góða
kindakæfan skuli vera svona
ffamarlega. Hún hefur reyndar
tekið kipp í sölu hjá okkur effir
að hún var sett í nýjar umbúðir
og þó að umbúðirnar eigi nátt-
úralega ekki að vera númer eitt
þá hjálpar það til þegar ffam-
seming vörunnar og gæðin fara
saman.“
Ómar segir að sífellt sé unnið
að vöraþróun hjá Borgarnes-
kjötvöram og ýmsar nýjungar
séu væntanlegar á markað. „Við
komum fljódega á markað með
spægipylsur og pepperóni sem
við erum að vinna að og síðan
fer tíminn að koma fýrir grill-
kjötið þar sem við erum mjög
sterkir og eflaust verður þar eitt-
hvað nýtt. Við höfum gott
starfsfólk og yfirmenn fýrir-
tækisins hafa áhuga á að vera
alltaf með eitthvað nýtt og ferskt
á boðstólnum og það kunna
neytendur vel að meta,“ segir
Ómar. GE
Fmfallinn Arsenalmaður
Dixilband Grundafjarðar held-
ur tónleika í Reykjavík, miðviku-
daginn 10. mars. Þetta eru fýrstu
tónleikar sveitarinnar utan Snæ-
fellsness en sveitina skipa 10
hljóðfæraleikarar, sem hafa æft og
haldið tónleika reglulega í 6 ár.
Stjórnandi sveitarinnar Friðrik
Vignir Stefánsson er gestur skrá-
argatsins að þessu sinni.
Fullt nafn? Frið?-ik Vignir Stefánsson
Fœðingardagur og ár? 18. janúar 1962
Starf? Tónlistarskólastjóri við Tónlistarskóla Grundarjjarðar og organisti við
Grundarfjarðarkirkju.
Fjölskylduhagir? Bý einn með dóttur minni.
Hvemig bíl áttu? Toyota Corolla.
Uppáhalds matur? Lambakjöt
Uppáhalds drykkur? Það er náttiíndega bara vatn.
Uppáhalds sjónvarpsefni? Það var Shield og Sopranos ogþættir um klassíska
músík.
Uppáhalds sjónvarpsmaður? Etín Hirst ogjóhanna Vilhjálmsdóttir.
Uppáhalds leikari innlendur? Orn Amason
Uppáhalds leikari erlendnr? Harrison Ford
Besta bíónnyndin? Það er náttúrulega Titanic.
Uppáhalds íþrróttamaður? Thieny Henry aðahnarkaskarari Arsenal.
Uppáhalds íþróttafélag? Eg er forfallinn Arsenalmaður nú svo er ÍA tíka í
uppáhaldi.
Uppáhalds stjómmálamaður? Þarfég nokkuð að svara því?
Uppáhalds tónlistarmaður innlendur? Björgvin Halldársson, Vilhjálmur
Vilhjálmsson ogsvo náttiírulega Hörður Askelsson.
Uppáhalds tónlistarmaður erlendur? Það eru þeirj. C. Bach og Eltrn john.
Uppáhalds rithöfiindur? Halldór Laxness.
Ertu hlynntur eða andvígur ríkisstjóminni? Þarfég að svara þessu tíka?
Hvað meturðu mest ífari annarra? Heiðarleika og hreinskilni, að menn séu
samkvæmir ýáljum sér.
Hvaðfer mest í taugamar á þér ífari annarra? Óheiðarleiki, óstundvísi,
baktal og öfimd.
Hver þinn helsti kostur? Ntíferðu alveg með það. Ljúfur í viðmóti, ábyrgð-
arfidlur og stundvís.
Hver erþinn helsti ókostur? Færist stundum of mikið ífang.
Hvemig leggjast tónleikamir íþig? Bara vel. Hérstarfa tveir kórar, söng-
sveit auk Dixilandbandsins.
Verður gnmdfirsk sveifla í Gerðubergi? já,já,já. Við ætlum að spila ekta
dixilandlög og einnig dans- og rokklög.
Afhverju dixiland í Grundajirði? Það má rekja þetta til Sólarkajfihátíðar
1997 þegar tveir starfsmenn áhaldahússins og hafiiarvörðurinn spiluðu jýrir
gesti. Þetta tókst vel og vattfljótt uppá sig.
Eitthvað að lokum? Eg vona bara að tónlistarlífið hér í Grimdafirði haldi á-
fram að blómstra sem best og vil koma þökkum til alls áhugafólks hér í bænum
sem styður við bakið á tónlistinni.
HÚSRAÐ
Ef kartöflmnúsin verður of þunn
er gott að eiga kartöflumús í
pakka og strá aðeins af henni út t
þar til kartöfluniúsin verður
mátulega þykk.