Skessuhorn - 10.03.2004, Page 10
10
MIÐVIKUDAGUR 10. MARS 2004
^&usunu..
Þeir Indriði og Páll tóku sig vel út í tækjurtum enda vanir menn í nýj-
um bolum.
Bolir á Borgnesinga
Sparisjóður Mýrasýslu afhenti um*. Við höfum verið að
nýlega Páli Brynjarssyni bæjar-
stjóra Borgarbyggðar, Indriða
Jósafatssyni íþrótta- og æsku-
lýðsfulltrúa og Irisi Grönfeld í-
þróttafræðingi boli til brúkunar
í þreksalnum. „Við viljum með
þessu taka þátt í því heilsuátaki
sem er hér í bænum en mörg
fyrirtæki hafa styrkt starfsfólk
sitt með kaupum á fyrirtækja-
kortum í þreksalinn. Niður-
staða okkar var að afhenda þeim
sem stunda líkamsrækt í
þreksalnum og sundleikfimi boli
með áletruninni „Með á nótun-
styrkja börn og unglinga til í-
þróttastarfs en nú vildum við
einbeita okkur að fullorðna fólk-
inu,“ sagði Guðrún Daníels-
dóttir hjá Sparisjóði Mýrasýslu.
Frá því að átakið hófst s.l. haust
og farið væri að selja sérstök fyr-
irtækjakort í þreksalinn hafa 100
árskort bæst við. Síðasta ár voru
rúmlega 167.000 heimsóknir í
Iþróttamiðstöðina, sem er met.
Það ætti því að vera mikil eftir-
spurn eftir æfingabolum en þeir
verða afhentir í Iþróttamiðstöð-
inni ffam á fimmtudag. -hdp
Olíusparnaður hjá HB
Nú stendur yfir úttekt á olíu-
notkun um borð í Ingunni AK-
150 þar sem verið er að skoða
leiðir til að spara orkunotkun
um borð. Það er fyrirtækið
MarOrka sem sér um mæling-
arnar og kemur Ingunn mjög
vel út en olíunotkun skipsins
hefur verið um 30% undir við-
miðunarstuðlum Fiskifélags Is-
lands. Forsvarsmenn HB telja
þó að hægt sé að gera enn betur
og verður hugbúnaðurinn,
Maren EMT sem er orku-
stjórnunarkerfi, nú settur upp í
borð í Ingunni. Um nýjung er
að ræða sem bætir yfirsýn vél-
stjóra og annarra skipstjórnar-
manna auk þess sem kerfis-
bundið er leitað leiða til að lág-
marka olíunotkun. Sú reynsla
sem fæst af kerfinu hjá Ingunni
verður svo færð yfir á önnur
skip HB en uppsetning á Maren
EMT er einn liður í að uppfylla
markmið HB í umhverfismál-
um. -háp
Sldpaskoðun Sýnis ehf
Þann 1. mars sl. breyttust
reglur um skipaskoðun hér á
landi. Sama dag fékk Sýni
skoðunarstofa ehf. starfsleyfi til
reksturs faggiltrar skoðunar-
stofu á sviði skipaskoðunar á
skipum og bátum undir 400
brúttótonnum frá Siglinga-
stofnun. Skipaskoðun var áður
á hendi Siglingastofnunar en
færist nú yfir til einkarekinna
skoðunarstofa.
Þrír skoðunarmenn með
víðtæka reynslu á sviði skipa-
eftirlits hafa verið ráðnir til
starfa hjá Sýni á skipaskoðunar-
sviðinu. Það eru þeir Herbert
Bjarnason, skipatæknifræðing-
ur, Einar J. Hilmarsson, vél-
stjóri og Oli Austfjörð, raf-
virkjameistari.
Sýni skoðunarstofa ehf hefur
sinnt skoðunum á aðstöðu,
hreinlæti og innra eftirliti
vinnsluleyfishafa í sjávarútvegi
síðan 1998, en þetta nýja svið
mun standa útgerðarmönnum
til boða og stuðla að einföldun
og hagræðingu á skipulagi og
tilhögun eftirlits í skipum og
bátum þeirra.
Frekari upplýsingar gefa
Reynir Þrastarson, fram-
kvæmdastjóri (sími 590-6990,
farsími 899-4291,
reynir@adalskodun.is) og Her-
bert Bjarnason, tæknistjóri
(síma 590-6990, gsm 8678628,
herbert@adalskodun.is)
(Fréttatilkynning)
Oft hefég iUa sofið
l/llHáhtWlié
Hin æðstu
metorð hafa
alltaf verið
nokkuð eftir-
sótt hvort sem
þau reynast nú
eins eftirsókn-
arverð þegar
þau eru fengin
eins og meðan
þau eru enn bara fjarlægur draumur. Um
tilkynningu til forsetaffamboðs orti Ein-
ar Kolbeinsson:
Fráleitt hefur fengið nóg,
frakkur sýnir þráann.
Astþór reynir aftur þó
enginn vilji sjá hann.
Mér segir svo hugur að Kristján heit-
inn Eldjárn hafi verið búinn að gegna
forsetaembætti um nokkurt skeið þegar
hann orti:
Það er erfitt orðið mér
að una gervilífi.
Taugakeifið orðið er
eins og herfi í þýfi.
Margir spáðu á sínum tíma vel fyrir
þeim Karli Bretaprins og Díönu sálugu
þó margt færi þar eins og víðar öðruvísi
en ætlað var. Meðan á tilhugalífi þeirra
stóð var nokkur umræða um ræktun lax-
veiðiáa og varð Omari Ragnarssyni þá að
orði:
Góða veiði hefur hreppt
hörkuskeiðin Díana,
Kalli gleiður getur sleppt
gönguseiðum í'ana.
Ráðherraembætti bæði á íslandi og
annarsstaðar eru kannske ekki tryggustu
framtíðarstörf sem bjóðast. Þegar Davíð
Oddsson birti ráðherralista núverandi
stjórnar og Sólveig Pémrsdóttir var ekki
á listanuin var kveðið:
Strikuð út úr stjórnarbók
stoð þó œtti ríka.
Drottinn gafog Drottinn tók
-Davíð gerir það líka!
Oft hefúr verið ófriðvænlegt fyrir
botni Miðjarðarhafs og fyrir allmörgum
árum þegar ófriður var í Líbanon varð
Jóni Þ. Björnssyni að orði.
I Beirút liggja nú líkin í hrönnum
og Líbanon stynur afhryggð.
Vor einlœga samúð með Israelsmönnum
er orðin að viðurstyggð.
Það er nefhilega hægt að fara svo með
fullkomna og einlæga samúð að hún snú-
ist upp í algera andstæðu sína og um svip-
að leyti eða í utanríkisráðherratíð Geirs
Hallgrímssonar mun hafa verið ort:
Þeir eru að berjast í Beirút
svo blíðmœlgi þarlendra deyr út.
Til að þeir hœtti
ég held að það œtti
að hóta að senda þeim Geir út.
Því miður hafa margir saklausir og
sjálfsagt margir sekir lflta látið lífið á
þessum slóðum á undanförnum áratug-
um og óvíst hvort þeir hafa allir hugsað
til eftirlifenda á svipaðan hátt og K.N. í
vísum sínum um Dakótasólina:
Þegar ég erfallinnfrá
ogfúna í jörðu beinin
verður fögur sjón að sjá
sólina skína á steininn.
Það er nú svo, eins og ég hef víst áður
sagt og á sjálfsagt effir að segja einhvern-
tíma aftur að þó allir vilji bæta heiminn
dettur fæstum í hug að byrja á sjálfúm sér.
Einhver gaf þetta heilræði fyrir margt
löngu:
Hugsaðu ekki um himininn
hvað hann muni vera,
handa þér mun heimurinn
hafa nóg að gera.
Einhver sómakona fékk sömuleiðis
þessa ffómu ósk þegar fór að halla á æf-
ina:
Eftir lífsins amagust,
eikin linnafitja,
á himnaríkis bæjarburst
berðu þig að sitja.
Norður í landi andaðist eitt sinn ein-
stæðingur að nafni Hjörtur og er kom að
jarðsetningu reyndist gröfin of stutt og
varð nokkur bið á meðan bætt var úr. Þá
varð konu sem þar var viðstödd að orði:
Sólarlöndin blika björt
bak við dauðahöfm.
Þar mun ekki þröngt um Hjört
þó að stutt sé gröfin.
Stundum er sagt að góður sé hver
genginn en þó verða nú nokkuð misjöfii
orð sem menn fá eftir dauðann. Jóhann-
es á Skjögrastöðum kvað:
Fallinn lofar margur maður
margan kauðann.
Ætli ég verði annálaður
eftir dauðann,
Mig minnir að það hafi verið Eggert
Norðdal sem orti:
Oft ég hefi illa sofið,
örlög hafa gert mig snauðan.
Mig hryllir við að heyra lofið
sem heimur ber svo á mig dauðan.
Ásgrími Kristinssyni frá Ásbrekku í
Vatnsdal varð að orði á seinni árum sín-
um:
Eytt og glatað er mérflest,
œfifatið slitið.
Þung er gatan, þrekið mest
þutfti í matarstritið.
Það er nú svo að alltaf fer umtalsverð-
ur skammtur af lífsorkunni í matarstritið
en oftast hefst þetta nú einhvernveginn,
hvað sannfærður sem maður verður
stundum um að það hafist ekki. Á þeim
tíma sem húsnæðisekla var hvað mest í
Reykjavík var Númi Þorbergsson í hús-
næðishraki eins og fleiri og kom að máli
við Jakob Thorarensen sem átti hús þar
sem gamli kirkjugarðurinn var hinumeg-
in götu. Jakob mun ekki hafa þekkt
Núma en gaf lítinn kost á húsnæði ef um-
sækjandi gæti gert vísu. Númi svaraði:
/ vesturbœnum virðist mér
vísust leið til glötunar.
Allir dauðir eru hér
öðrum megin götunnar.
Númi fékk íbúðina.
Botninn sláum við svo í þennan þátt
með einu af gullkornum Rósbergs Snæ-
dal:
Geng ég um hin glæstu torg
gyllt með húsum nýjum.
Þó hefég miklu betri borg
byggt úr tómum skýjum.
Með þökkfyrir lesturinn.
Dagbjartur K. Dagbjartsson
Refsstöðum 320 Reykholt
S 435 1367 dd@hvippinn.is