Skessuhorn - 10.03.2004, Blaðsíða 14
14
MIÐVTKUDAGUR 10.MARS 2004
jtttaatnu...
1
i I \ -1 j»'- ••
Frá undirskrift samninganna í Golfskálanum að Hamri. F.v. Helga
Halldórsdóttir, forseti bæjarstjórnar Borgarbyggðar, Hjörtur Árnason,
Ásdís Helgadóttir og Páll S Brynjarsson bæjarstjóri Borgarbyggðar.
s
Atján holu völlur og
golfhótel
Síðastliðinn mánudag var
undirritaður samningur milli
Borgarbyggðar og Golfklúbbs
Borgarness um aukinn stuðn-
ing bæjarins við uppbyggingu
golfmannvirkja á Hamri við
Borgarness. Samningurinn
hljóðar upp á þriggja milljóna
króna framlag á ári í tíu ár en
núverandi stuðningur er ein
milljón króna á ári.
Stækkkun golfvallarins á
Hamri úr níu holum í átján hef-
ur verið í undirbúningi um ára-
bil og á næsta ári er ætlunin að
hægt verði að leika 12 holur. Að
sögn Asdísar Helgadóttur for-
manns Golfklúbbs Borgarness
er ætlunin að völlurinn verði
orðinn 18 holu eftir 7 - 8 ár.
A mánudag var einnig undir-
ritaður samingur milli Golf-
klúbbssins og Hjartar Arnasonar
og Unnar Halldórsdóttur um
rekstur golfskálans og farfugla-
heimilisins að Hamri næstu tíu
árin. Eins og ffam hefur komið í
Skessuhorni hyggjast þau Unn-
ur og Hjörtur byggja hótel við
golívöllinn og var einnig gengið
ífá samningi um lóð undir það.
Hótelið mun rísa á næsta ári og
verður fyrsta golfhótel landsins
en farfuglaheimilið að Hamri er
í dag eini gististaðurinn við golf-
völl á íslandi. GE
FVA úr leik
Spurningalið Fjölbrauta-
skóla Vesturlands mætti ofjörl-
um sínum þegar Verslingar
sóttu þá heim á Skagann s.l.
fimmtudag. Keppnin sem
sýnd var í sjónvarpinu fór fram
í íþróttahúsinu við Vesturgötu
þar sem viðbúnaður var mikill
og stemmningin frábær. Lið
Fjölbrautaskólans fylgdi Versl-
unarskólanum framan af
keppni en þegar líða tók á
keppnina fór að halla undan
fæti og lokatölur urðu 34-20
Versló í hag. Það var þó sam-
dóma álit að í rimmu klapplið-
anna hafi Verslunarskólinn
ekki haft roð í Vestlendingana.
Nú eru sóknarfæri fyrir
Fjölbrautaskólann
segir Hörður Helgason skólameistari
Hörður Helgason
I nýlegri ársskýrslu Fjöl-
brautaskóla Vesturlands fyrir
árið 2003 má sjá að fjöldi nem-
endavarmeiri árið2003 en árið
áður. Nemendum sem skiluðu
sér til prófs í 35 einingum eða
meira á skólaárinu voru 560 árið
2003 en 552 árið 2002. Brottfall
nemenda úr námi var með
minnsta móti á árinu. Hörður
Helgason skólameistari segir
þennan árangur megi rekja til
aukins stuðnings og stoðþjón-
ustu við nemendur og góðs
starfs allra kennara og annars
starfsfólks. Minna brottfall og
betri nýting hefur einnig skilað
sér í betri rekstrarafkomu skól-
ans. „Hér hefur verið samstillt
átak stjórnenda og kennara í að
vinna að því að nýting í kennslu
sé betri. Nemendahóparnir eru
því stærri en það er krafa ráðu-
neytisins að svo sé,“ segir Hörð-
ur. „Annað atriði sem hefur haft
áhrif á betri rekstarafkomu er
breyting sem gerð var á reikni-
líkani fyrir framhaldsskóla. Þessi
breyting kom okkur vel en
reiknilíkanið var skólanum ákaf-
lega óhagstætt allt ff á því það var
tekið upp árið 1998 og hafði
slæm áhrif á reksturinn. Sá
skuldahali sem skólinn hefur ver-
ið að glíma við á undanförnum
árum hefur nú minnkað nokkuð
og eru nú að myndast ákveðin
sóknarfæri fyrir skólann.
Oflug verknámsdeild
Að sögn Harðar er það sér-
staklega ánægjulegt að sjá hversu
verknámsdeildirnar hafa styrkst
og eflst. Um fjórðungur allra
nemenda er nú í verknámi og
hefur það hlutfall farið vaxandi.
„Ég man ekki eftir að fleiri hafi
stundað verknám hér en nú og
er það mjög ánægjuleg þróun
því á sama tíma og þessi vöxtur
er hér á verknám undir högg að
sækja víða annars staðar á land-
inu. Atvinnuhorfur fyrir þessa
nemendur eru mjög góðar hér á
svæðinu og er t.d. fyrirsjáanleg-
ur skortur á málmiðnaðarmönn-
um a næstu
árum. Ein
skýring á
þessari fjölg-
un er eflaust
sú að við höf-
um á að skipa
mjög góðum
kennurum
bæði á verk-
námsbraut-
unum og á
öðrum braut-
um auðvitað
líka. Tæpur helmingur nemenda
skólans stundar nám á bóknáms-
brautum til stúdentsprófs. Það
er gaman að fylgjast með fyrr-
verandi nemendum okkar, en
margir þeirra eru í ffamhalds-
námi hér á landi og erlendis og
standa sig mjög vel. Einnig eru
margir áberandi í atvinnulífmu
og njóta þar velgengni."
Bjart framundan
Skólinn hefur sótt um þróun-
arstyrk til að greina þarfir til
náms. „Okkar stefna er að koma
hér upp fleiri starfsnámsbraut-
um sem höfða ffiekar til stúlkna
sem yrði þá viðbót við það nám
sem nú er í boði, s.s. sjúkraliða-
braut, viðskiptabraut og uppeld-
isbraut. Það er bjart ffamundan
hjá okkur og ýmislegt að gerast,
m.a. er nýtt kennsluhúsnæði í
byggingu sem mun bæta aðstöð-
una hér verulega, sérstaklega
hvað varðar kennslu í raungrein-
um. Fjtrstí áfanginn í þessari
byggingu verður tekinn í notkun
í janúar á næsta ári.“
Fjölbreytt skólaflóra
Fjölbrautaskólinn hefur verið
að auka samstarfið við háskólana
í Borgarfirði, á Bifröst og
Hvanneyri. „Við eigum nú í
viðræðum við Viðskiptaháskól-
ann á Bifröst um að viðskipta-
brautin okkar verði í meiri
tengslum við þá, einnig höfum
við verið að bjóða búffæðingum
frá Hvanneyri upp á ákveðinn
pakka þannig að þeir ljúki stúd-
entsprófi til viðbótar við sitt bú-
ffæðinám. Það er líklega ekkert
annað landsvæði fyrir utan höf-
uðborgarsvæðið sem hefur svo
sterka flóru af menntastofnun-
um sem Vesturland; góðan
ffamhaldsskóla og annan á leið-
inni, tvo háskóla og Símenntun-
armiðstöðina. Samvinna milli
þessara stofhana á örugglega eft-
ir að aukast. Þetta er gott fyrir
Vesturland og eflir hér byggð og
mannh'f," sagði Hörður að lok-
um.
-hdp
Hollvinasamtök Hólmara
Fyrirhugað er að stofna
hollvinasamtök Hólmara og
hefur stofnfundur verið boð-
aður þann 21. mars í Breið-
firðingabúð í Reykjavík. I
fundarboði segir m.a. „A und-
anförnum mánuðum hefur
það oft verið rætt að gagnlegt
væri og gaman ef brottfluttir
Hólmarar ættu sér formlegan
samstarfsvettvang og félags-
skap. Slíkt félag hefði að
markmiði að tengja saman
Hólmara um allt land og gefa
þeim um leið tækifæri til þess
að vera virkir í ýmsum verk-
efiium sem eru til heilla og
eflingar þeirra gamla heima-
Sjónvarpsbrunar
eru með verstu brunum
sem upp koma.
NÚ ER KOMIN LAUSN
ÞAR Á.
Verndaðu þig og þína
og sýndu fyrirhyggju.
Sjálfvirku slökkvitækin eru komin aftur!
ísetning innifalin
Pantaðu strax í dag
- á morgun er það
kannski of seint
Ekkert viðhald
- virkt í minnst 10 ár
Oryggismiðstöð Vesturlands
sími 431 5100 - www.omv.is ^