Skessuhorn - 19.05.2004, Qupperneq 1
VIKUBLAÐ Á VESTURLANDI - 20 tbl. 7. árg. 19. maí 2004 Kr. 250 í lausasölu
Elleíu tilboð
í Grímsá
Ellefu tilboð bárust í
Grímsá í Borgarfirði en til-
boðin voru opnuð fyrir
helgi. Hæsta tilboðið átti
Hreggnasi, 40,5 milljónir.
Sjá nánar í veiðihorni Gunn-
ars Bender á bls. 9
Störfiim fjölgar
Búist er við að störíúm hjá
HB Granda á Akranesi fjölgi
um 30 - 40 með tilkomu
nýrrar flæðilínu og vakta-
vinnufyrirkomulags.
Sjá bls 2
Rætt um veitu
Eins og fram hefur komið
í Skessuhorni hefur bæjar-
stjórn Snæfellsbæjar óskað
eftir viðræðum við Grund-
arfjarðarbæ um möguleika á
að leiða heitt vatn frá Ber-
serkseyri til Snæfellsbæjar.
Erindið var tekið fyrir á síð-
asta fundi bæjarstjórnar
Grundarfjarðar og var sam-
þykkt samhljóða að fela bæj-
arstjóra að ræða við bæjar-
stjóra Snæfellsbæjar.
„Við getum í raun ekkert
sagt fyrr en við fáum niður-
stöður úr rannsóknum Dr.
Kristjáns Sæntundssonar hjá
Islenskum orkurannsóknum
á borholunni á Berserks-
eyri,“ segir Björg Agústs-
dóttir bæjarstjóri Grundar-
fjarðar. Hún segir að við-
ræðurnar muni snúast um
hvort sameiginleg hitaveita
fyrir Grundarfjörð og Snæ-
fellsbæ sé tæknilega mögu-
leg og íjárhagslega hag-
kvæm en í þeim felist engin
skuldbinding.
GE
Stungu af á ofsahraða
Síðastliðinn fimmtudag fékk
lögreglan í Borgarnesi ábend-
ingu frá vegfarendum við bæinn
Skorholt í Leirár- og Melasveit,
um að ökumenn tveggja mótor-
hjóla hafi verið þar á ofsahraða.
Lögreglan tók sér stöðu og sat
fyrir meintum ökuþórum við
Mótel Venus í Hafharskógi og
mældist hraði hjólanna þar vera
140 km/klst. Okumenn sinntu
ekki stöðvunarmerkjum lög-
reglu og upphófst þá æsilegur
eltingarleikur upp héraðið,
áleiðis norður í land. Lögregl-
unni á Blönduósi og Búðardal
var gert viðvart ef för þeirra
leiddi inn á umráðasvæði þeirra.
Eftir að lögreglumenn úr
Borgarnesi komu að sýslumörk-
um á Holtavörðuheiði sneru
þeir við. Við Hraunsnef í Norð-
urárdal óku mótorhjólakapparn-
ir hins vegar í flasið á þeirn, ef
svo má segja, og reyndust þeir
þá hafa stungið sér í skjól á fá-
förnum stað og talið sig hólpna,
en voru teknir tali strax og þeir
létu sjá sig aftur. Að sögn Stein-
ars Snorrasonar, varðstjóra í
lögreglunni voru ökufantar
þessir ekki af Vesturlandi. „Þeir
mega búast við himinháum þár-
sektum fyrir ofsaakstur og að
hafa ekki sinnt stöðvunarmerkj-
urn lögreglu,“, sagði Steinar í
samtali við Skessuhorn.
MM
Nokkur hópur manna á Akranesi hefur keypt sér svokallaðar sæþotur.
Hér er um að ræða kraftmikil tæki sem hægt er að ná ógnarhraða á
og þykja hin skemmtilegustu leiktæki. Hér er einn sæþotugarpur með
farþega f eftirdragi. Mynd: Hilmar Sigv.s.
Sláttur í maí
Ferðaþjónustubændur í
Fljótstungu í Hvítársíðu, hjón-
in Kristín og Bjarni, hófu slátt á
heimatúninu sl. mánudag.
Sláttur þessi verður að teljast
með fyrra fallinu en þó skal tek-
ið ffam að ekki var þó heyað til
nytja að þessu sinni, því hér var
um almennan þrifaslátt að ræða
á bæjartúninu. Að sögn Bjarna
þjónaði sláttur þessi ekki hags-
munum ferfætlinga, heldur er
ætlað að gleðja augu ábúenda
og gesta þeirra.
MM
Grillandi tilboi
Góð Kaup! Verð áður:
Lúxus grísasteik...................948 kg. 1298 kg.
Djúpkr. grísakótil................1099 kg. 1249 kg.
Ostapylsur.........................799 kg. 997 kg.
Grillpylsur........................799 kg. 943 kg.
Goöa pylsur 10 stk..............30% afsl. 868 kg.
Hamborgarar 10 stk..................989,- 1164,-
Kartöflusalat 500 gr................249,- 288,-
Góð Kaup! Verð áður:
Gourmet lambal.sn.................30%afsl. 1776 kg.
Gourmet framp.sn.................30% afsl. 1356 kg.
Rauðvínsl. grísakótilettur.......30% afsl. 1495 kg.
Kínakál..........................249 kg. 369 kg.
Vatnsmelónur.....................149 kg. 249 kg.
Caxton súkkulaöikex..................249,- Nýtt-
Tilbo in gilda fr 19. ma til 25. ma eamean birg ir endast.
c,rmdaVg/
Hyrnutorgi
Borgarnesi