Skessuhorn - 19.05.2004, Blaðsíða 11
^ttUsvnv/..
MIÐVIKUDAGUR 19. MAI 2004
11
/
„Island augum litíðu
Þriðjudagskvöldið 25. maí kl.
20:30 flytur Sigríður Björk
Jónsdóttir, sagn- og
listfræðingur fyrirlestur sem
nefnist, Island augum litið, í
bókhlöðu Snorrastofu í
Reykholti.
I fyrirlestrinum mun Sigríður
íjalla sérstaklega um ferðir
breska ljóðskáldsins og
hönnuðarins William Morris til
íslands 1871 og ‘73. Reynt
verður að greina hvaða áhrif
ferðalög hans til eyjarinnar í
norðri höíðu á verk hans og
kenningar um listina en ekki síst
hugmyndir hans um
fyrirmyndaríkið eða útópíuna.
F)nirlesturinn er að hluta til
byggður á MA ritgerð Sigríðar
sem fjallar um ferðir William
Morris til Islands, samskipti
hans við heimamenn og
persónulega upplifun hans af því
samfélagi sem mætti honum á
ofanverðri 19. öld. I
fyrirlestrinum verður einnig
fjallað um frásagnir erlendra
ferðamanna úr Borgarfirðinum
og þá einkum úr Reykholti sem
var og er einn helsti
viðkomustaður þeirra sem
áhuga hafa á norrænum fræðum.
Sigríður Björk lauk BAjarófi í
sagnfræði við Háskóla íslands
1995 og meistaraprófi í
byggingarlistasögu frá
háskólanum í Essex í Englandi
árið 2001. Einnig hefur hún
lokið MBA prófi frá
Háskólanum í Reykjavík.
Sigríður starfar nú sem
verkefnisstjóri miðlunar í
Snorrastofu í Reykholti og
kennir byggingarlistasögu við
Listaháskóla Islands.
Eftir Sigríði hafa birst greinar
um byggingarlist í dagblöðum
og tímaritum. Greinin „Borg
minninganna“, birtist í ritinu,
Borgarbrot. Sextán sjónarhorn á
borgarsamfélagið, sem gefin var
út af Háskólaútgáfunni haustið
2003.
Að loknum fyrirlestri er boðið
upp á veitingar en síðan gefst
gestum tækifæri á að ræða efhi
fyrirlestrarins.
Aðgangseyrir er 500 kr. og eru
allir velkomnir!
Línudanshópurirm Silfurperlan frá Akranesi varð Islandsmeistari í 13-
16 ára flokki á Islands- og bikarmeistaramótinu f Línudansi sem
haldið var fyrir skömmu.
éúéiít^i
Helga Halldórsdóttir
Hugleiðing um sameiningu sveitarfélaga
Eg hef lengi verið þeirrar
skoðunar að sveitarfélögin
fjögur norðan Skarðsheiðar
þ.e. Borgarbyggð, Borgar-
fjarðarsveit, Hvítársíða og
Skorradalur ættu að vera eitt
sveitarfélag. Þessi fjögur
sveitarfélög sameinuð í eitt
verður sterk eining. Við höf-
um orðið þess vör sveitar-
stjórnarmenn að slagkraftur
okkar og árangur er mestur
þegar við komum fram sem
ein heild fyrir þessi fjögur
sveitarfélög.
Fyrir aðeins 10 árum voru
13 sveitarfélög á þessu sama
svæði. Sameiningarferli und-
anfarinna ára hefur leitt til
þess að þau eru nú 4 og verða,
ef íbúarnir samþykkja vorið
2005, eitt sveitarfélag frá
sveitarstjórnarkosningum
2006. Hefði orðið sú upp-
bygging á svæðinu sem stað-
reynd er ef sveitarfélögin væru
ennþá 13 ?
Breytt
atvinnuumhverfi
A þessu tímabili hefur orðið
mikil breyting í atvinnumál-
um í héraðinu. I stað þess að
aðalatvinnugreinarnar séu
landbúnaður og fullvinnsla
landbúnaðarafurða er héraðið
orðið háskólasamfélag. Iðn-
aður, ferðaþjónusta og upp-
bygging sumarhúsabyggða
skipar nú æ stærri sess í mann-
lífi okkar íbúa þessa héraðs.
Auk þess sem á undan er
talið er ljóst að með tilkomu
Hvalfjarðarganga og upp-
byggingu á Grundartanga gef-
ur nálægðin við höfuðborgar-
svæðið okkur ákveðin tæki-
færi. Tækifæri vissulega en
nálægðin ein og sér er ekki
nóg. Sveitarstjórnarmenn á
landsbyggðinni eru jafnan
duglegir að benda stjórnmála-
mönnum á hin ýmsu tækifæri
sem gefast til að staðsetja op-
inber störf utan við höfuð-
borgarsvæðið. Við höfum
hinsvegar sjaldnast árangur
sem erfiði. Til að fólk vilji
setjast að þarf atvinna að vera
fyrir hendi og atvinnuum-
hverfi er jafn viðkvæmt hjá
okkur í Borgarfirði og öðrum
sveitarfélögum sem lengra eru
frá höfuðborgarsvæðinu.
Engar kröfur gerðar
íyrirfram
Sveitarfélögin íjögur koma
að sameiningarborðinu án
nokkurra kvaða eða krafha um
ákveðna þætti svo sem skóla-
mál. Við höfum fengið fagað-
ila til að gera úttekt á skóla-
málum og fjármálum auk þess
sem vinnunefndir fara yfir
stjórnsýsluna og umhverfis-
og skipulagsmál. l’illögur frá
nefndum og fagaðilum verða
síðan kynntar íbúum og á-
kvarðanir teknar sem grund-
valla síðan sameiningartillög-
Það sem að mér finnst á-
nægjulegast í okkar vinnu hér
á þessu svæði og lýsir fram-
sýni sveitarstjórnarmanna, er
að okkur hefur lánast að
byggja upp traust milli manna
og stíga út úr gamla hreppa-
rígnum og snúa bökum sam-
an. Við höfum undanfarið ár
náð að starfa af einhug og trú-
mennsku að undirbúningi
sameiningar sveitarfélaganna.
I þessum fjórum sveitarfélög-
um er nú þegar mikil hefð fyr-
ir samvinnu og menningarlega
og atvinnulega séð erum við
sama svæðið. Ibúar sveitarfé-
laganna hafa haft mikil og góð
samskipti, það sem mun
breytast er að í stað fjögurra
sveitarfélaga verður til eitt
með um 3.400 íbúa, tvo há-
skóla og umhverfi þar sem
fólki hefur farið fjölgandi. Að
sjálfögðu eru ekki allir jafn
sannfærðir í trúnni og ég.
Fólk hefur eðlilegar efasemdir
og óttast að breytingar verði á
þeirri þjónustu sem stendur
þeim nærri. Við munum
hinsvegar vinna allar hug-
myndir í samráði við íbúana
og leitast við að taka fullt tillit
til samfélagslegra þátta ekki
síður en fjárhagslegra.
Hvað hefur breyst á
10 árum ?
En hvað hefur gerst á þess-
um 10 árum sem hvetur okkur
til að sameinast ? Það er trú-
lega rekstur grunnskólanna og
stjórnsýslulögin sem fyrst
koma í hugann. Stjórnsýslu-
lögin kveða skýrt á um máls-
meðferð sveitarstjórnarmanna
gagnvart íbúunum. Þau
tryggja í raun íbúunum rétt-
láta meðferð sambærilegra er-
inda og veita sveitarstjórnar-
mönnum ákveðinn ramma til
að vinna eftir. Akvarðanir eru
teknar eftir ákveðna málsmeð-
ferð, geðþótta ákvarðanir
stjórnenda sveitarfélaga eða
kjörinna fulltrúa, samræmast
ekki stjórnsýslulögum. Með
auknum verkefnum verður
erfiðara fyrir hin fámennari
sveitarfélög að sinna þeim
verkefnum sem sinna þarf.
Sveitarstj ómarmað-
urinn - aukastarf ?
Störf að sveitarstjórnarmál-
um eru krefjandi en skemmti-
leg. Það er áhyggjuefni
hversu ör mannaskipti eru í
sveitarstjórnum. Það er al-
gengt að kjörnir fulltrúar séu
einungis starfandi eitt kjör-
tímabil eða jafnvel minna.
Það tekur hinsvegar ríflega
hálft kjörtímabil að kynnast
vel starfinu og komast inní
það umhverfi sem fylgir störf-
um að sveitarstjórnarmálum.
Þetta bendir til þess að álag-
ið sé mikið og það er mikið að
sinna fullu starfi auk sveitar-
stjórnarmála og þar að auki
fjölskyldu og heimili. Slíkt
heldur fólk ekki út nema í tak-
markaðan tíma. Sveitarstjórn-
armaðurinn er alltaf á vakt-
inni, vakinn og sofinn að sinna
málefnum síns samfélags.
Fundartíminn er auk þess yfir-
leitt seini part dags og um
helgar. Þessu þarf að breyta.
Kjörinn fulltrúi á að vera
þannig launaður að hann líti
ekki á sveitarstjórnarstarfið
sem aukastarf.
Miklar breytingar
framundan
Það er nú ljóst að framund-
an eru frekari breytingar í
starfsumhverfi sveitarfélaga.
Samband íslenskra sveitarfé-
laga ásamt með félagsmála-
ráðuneytinu hefur kynnt til-
lögur um eflingu sveitar-
stjórnarstigsins sem gerir ráð
fyrir að flest öll nærþjónusta
við íbúana verði innan fárra
ára í verkahring sveitarfélag-
anna. Til að sveitarfélög nái
að sinna með sóma þeim verk-
efnum er æskilegur íbúafjöldi
3-4 þúsund manns. Byggða-
samlög um hina ýmsu mála-
flokka er ekki góður valkostur
að mínu mati. Þó reynslan af
byggðasamlögum sé ekki
slæm hvað varðar samskipti
við nágrannana þá er það stað-
reynd að byggðasamlag er í
raun millistig í stjórnsýslunni
rp-
y-'m
»JÉÉÉi
'.
og flækir og tefur ákvarðana-
tökur oft á tíðum.
Tillaga félagsmálaráðuneyt-
isins vegna verkefnisins um
eflingu sveitarstjórnarstigsins,
gerir ráð fyrir því að framlög
jöfnunarsjóðs skerðist ekki
komi til sameiningar og verði
óbreytt í 5 ár að sameiningar-
ári meðtöldu. Þetta er mjög
mikilvægt fyrir sveitarstjórn-
armenn að hafa sem veganesti
í sinni vinnu því það dró kraft-
inn vissulega úr mönnum að
sjá fram á minna fjármagn eft-
ir sameiningu en verið hafði í
spilunum. Þeirri óvissu hefur
nú verið eytt.
Sterkara samfélag
Oflugt sveitarfélag með 3-
4000 manns í Mýra- og Borg-
arfjarðarsýslu, norðan Skarðs-
heiðar er óskastaða. Ekki er
þá ólíklegt að ætla að það
henti íbúum í Kolbeinsstaða-
hreppi betur að sameinast
suður á bóginn með tilliti til
þjónustu og atvinnusvæðis.
Með sameiningu eflum við
samfélagslega þætti, gerum
stjórnsýsluna einfaldari og öfl-
ugri. Það verður einnig íjár-
hagslegur ávinningur en mesti
ávinningurinn verður enn
betra og sterkara samfélag í
Borgarfirði.
Borgamesi 16. maí 2004.
Helga Halldórsdóttir
Forseti bæjarstjómar
Borgarbyggðar.