Skessuhorn


Skessuhorn - 19.05.2004, Qupperneq 8

Skessuhorn - 19.05.2004, Qupperneq 8
MIÐVIKUDAGUR 19. MAI 2004 ú&i;ssuiiu>u r r' -rrpS-nrr I i -u Grfcrr T Taktu þátt í áskriftarleik Skessuhorns, það kostar ekkert, annað en að standa ískilum. Skuldlausir áskrifendur eru sjálfkrafa með í leiknum. Framvegis verður mánaðarlega dreginn út nafii eins heppins áskrifanda. Fyrsta mánuðinn verður vinningurinn frá fataversluninni Bjargi, Stillholti, Akranesi að verðmœti 20.000 kr. og verður dregið 20. júní. Utivistarfatnad ur Dömu- og herrasnid VERZLUNIN 'SÍMI 431 2007 r . STILLHOLTI (14l AKRANESIv J iMORELIATO Gioielli da vivere. 'P’ Stólhálsmen með st|örnumerki, 1 8 kt gull og demanti. 7.450 kr. UR&GULL Firði - Miðbæ Hafnarfjarðar Sími: 565 4666 < I “I 9 í _________ffmEPPK R La L^LíCIzÁLtLcCS&A Á Héraðssýning kynbótahrossa á Vesturlandi fer fram í Borgarnesi dagana 1.-3. júní. Síðasti skráningardagur er fimmtudagurinn 27. maí og er tekið við skránmgum á skrifstofu Búnaðarsamtaka Vesturlands í síma 437-1215, fax: 437-2015, tölvupóstfang: bv@bondi.is. Tilareina skal nafn og númer á hrossi. Sýningargjald er ákveðiÖ kr. 6.500,- og skal greiðast lyrir lok daas 27. maí inn á tékkareikning nr. 104 í Sparisjóoi Mýrasýslu (kt. 461288-1119) (tilgreina númer og nafn á hrossi sem greitt er fyrir) eða á skrifstofu las, I i 9 Búnaðarsamtaka Vesturlands, Hvanneyri. Sjá nánar í fréttatilkynningu í Skessuhorni og á www.buvest.is. Miðbœjarreitur á Akranesi - mótmæli íbúa hunsiið Bæjarstjórn Akraness sam- þykkti nýlega nýtt deiliskipu- lag fýrir Miðbæjarreit á Akra- nesi þrátt fýrir mikil mót- mæli. Meira en 80% íbúa við Dalbraut og Esjuvelli, en það eru þær götur sem næst liggja Miðbæjarreitnum, undirrit- uðu eftirfarandi mótmæla- skjal: Við undirrituð mótmælum I hér með deiliskipulagi á Mið- bæjarreit sbr. auglýsingu skipulagsfulltrúa dags. 20. jan. | 2004. Við leggjum sérstaka [ áherslu á að: 1) Hæð bygginga verði tak- I mörkuð við 2-3 hæðir. 2) Byggingar næst núver- andi byggð á Dalbraut og Esjuvöllum verði hið mesta ein hæð, hvort heldur það verða íbúðarhús, verslunar- eða þjónustuhúsnæði. 3) Níu hæða íbúðablokkir I eru algerlega óásættanlegar á þessu svæði. Hæð bygginga á svæðinu næst Stillholti verði mest 3 hæðir til samræmis við fýrirliggjandi byggingu (stjórnsýsluhús). Bæjarfulltrúar hafa í engu svarað þessum eða öðrum undirskriftalistum okkar og ósköp lítið tjáð sig urn at- hugasemdir við skipulagið. Þó skal nefna undantekningu. Skipulags- og umhverfis- nefnd boðaði til fundar í febr- úar um þetta mál. Guðmund- ur Páll Jónsson bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins var þar spurður hvort tekið yrði tillit til undirskrifta yfir 80% íbúa sem búa við Miðbæjarreitinn. Guðmundur svaraði því til að við mat á athugasemdum vægju rök þyngra en fjöldi þeirra sem athugasemdir gerðu (sjá m.a. Skessuhorn 18. febrúar 2004). Ætli það sé ekki einsdæmi I meðal bæjarfulltrúa á Islandi í dag að lýsa svona opinskátt yfir frati á vilja íbúanna? I mörgum öðrum sveitarfélög- um þar sem deilur hafa bloss- að upp vegna skipulagstil- lagna hafa stjórnendur þeirra breytt skipulaginu að meira eða minna leyti eða í það minnsta skoðað ábendingar íbúa með velvilja. Ekkert slíkt gerðist á Akranesi, íbúar varla | virtir viðlits. Eftir að skipulagsnefnd bæjarins samþykkti skipulags- tillögurnar nánast óbreyttar sendurn við íbúar húsanna við Dalbraut 15-21 og Esjuvelli 16-24 eftirfarandi undir- skriftalista til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Miðbæj arreitur Frá íbúum við Dalbraut og Esjuvelli. Undirritaðir íbúar við Dal- braut og Esjuvelli lýsa yfir vonbrigðum með afgreiðslu byggingaryfirvalda á athuga- semdum vegna deiliskipulags á Miðbæjarreit sem auglýst var eftir. Almennt eru athugasemdir okkar afgreiddar sem órök- studdar, án þess að gerð sé frekari grein fýrir þeirri af- greiðslu. Við skiljum því ekki til hvers auglýst er eftir athugasemd- um, ef ákveðið er fýrirfram að hafa þær að engu, eins og hér virðist. Við bendum á að í ýmsum sveitarfélögum, t.d. Kópa- vogi, eru slíkar athugasemdir virtar. Má þar nýjast nefna skipulag Lundar-svæðis. Þar er komið með lýðræðis- legum hætti til móts við skoð- anir íbúanna, sem næstir búa. Við getum ekki séð að bæjar- yfirvöld á Akranesi viðhafi slíkt lýðræði. Við bendum á að a.m.k. 80% íbúa við Dalbraut og Esjuvelli undirrituðu mótmæli gegn deiliskipulaginu. Við skorum á bæjaryfirvöld að taka til greina megintillög- ur okkar, sem við höfum þeg- ar kynnt. Þessi undirskriftalisti skýrir sig sjálfur, við erum afar óá- nægð með tómlæti bæjar- stjórnar gagnvart skoðunum okkar. Til að bæta gráu ofan á svart þá var undirskriftalisti með beiðni um athugun á skuggavarpi, jarðsigi og vind- áhrifum afgreiddur á ófull- nægjandi og ófaglegan hátt af bæjaryfirvöldum. Til að sýnast ekki hunsa í- búana þá ákváðu bæjaryfir- völd að lækka þjónustubygg- ingu hið næsta húsunum við Dalbraut úr fjórum hæðum í tvær. Fyrirtækið sem stendur að framkvæmdunum hafði reyndar upphaflega kynnt þar einnar hæðar byggingu en þegar þeir heyrðu af andmæl- um við skipulagið á kynning- arfundum þá var þessi bygg- ing hækkuð í fjórar hæðir í lokatillögunum. Síðan héldu þeir því ffam að mótmælin beindust að þeirri byggingu og þóttust leiðir að þurfa að lækka bygginguna niður í tvær hæðir. Halda forráða- menn fýrirtækisins að fólk sjái ekki í gegnum þennan blekk- ingarleik? Eg er afskaplega undrandi á framgangi bæjarfulltrúa í þessu máli. Hvaða hagsmunir ráða ferðum hjá þeim? Björn Lárusson, starfsmaður Skaga- torgs sem stendur að deiliskipulaginu, er jafnffamt einn af helstu ráðamönnum Framsóknarflokksins á Akra- nesi. Hefur það áhrif á á- kvarðanir Framsóknarflokks- ins? Samfylkingin er með Framsókn í meirihluta bæjar- stjórnar. Erfitt hefur verið að tosa uppúr þeim hvers vegna þeir styðja þetta skipulag. Helst hefur verið að heyra á þeiin að þeir teldu sig ekki geta misst af tveggja milljarða ffamkvæmd í bænum. Falleg- ur bær og ánægðir íbúar virð- ist skipta minnstu máli á þeim bæ. Sjálfstæðisflokkurinn er í minnihluta í bæjarstjórn. Þeir höfðu komið með tillögu um að skipuleggja miðbæjarreit- inn í samræmi við byggðina í kring. Mér þóttu það góðar tillögur. Mér til undrunar þá sátu þeir hjá þegar tillaga meirihlutans var afgreidd. Skrýtið. Hvað veldur þeirri hugarfarsbreytingu? Verst af öllu finnst mér tómlætið gagnvart vilja bæjar- búa. Bæjarfulltrúar mættu sjaldnast á kynningarfundi. Augljóslega búið að ákveða fýrirffam hvernig málin skuli afgreidd. En þó það sé gaman að funda með fulltrúum stórra fýrirtækja úr Reykjavík og gera með þeim mikilfengleg- ar áætlanir um stór hús þá verða bæjarfulltrúar að átta sig á því að kjölfestan í hverju bæjarfélagi eru íbúamir og að þeir séu ánægðir og stoltir af sínum bæ. Gott skipulag, fallegur bær og ánægðir íbúar er prýði hvers bæjarfélags. Oánægja er fljót að spyrjast út. Eftir að hafa fýlgst með framgangi þessa máls ffá upphafi skil ég betur óánægjuraddir með bæjarstjórnina sem heyrst hafa undanfarið, sérstaklega varðandi skipulagsmál. Bæjar- fulltrúar verða að taka sig á og nudda steinsteypuglýjuna úr augunum. Skjótfenginn gróði hefur oft reynst dýrkeyptur. Jens B. Baldursson Dalbraut 21, Akranesi

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.