Skessuhorn


Skessuhorn - 19.05.2004, Page 9

Skessuhorn - 19.05.2004, Page 9
JHÍ.331JI1U... MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 2004 9 KJaSi/iotntS Grímsá í Borgarfirði: Hreggnasi bauð 40,5 milljónir „Vlð viljum þakka þeim íjölmörgu sem gerðu tilboð í Grímsá og við munum kíkja á hæstu tilboðin á næstu dög- um,“ sagði Þorsteinn Þor- steinsson formaður Veiðifé- lags Grímsár, er tilboðin í ána voru opnuð á lögmannastof- unni Lex, fyrir helgi. En nokkrir ffamámenn í veiði- heiminum mættu á svæðið til að kanna hverjir hefðu boðið í ána. Það var Hreggnasi sem bauð hæst, eða 40,5 milljónir, síðan kom Færi með 39,0 milljónir og loks Laxá, með 37,5 milljónir. Þar svolítið fyrir neðan voru meðal ann- ars Stangaveiðifélag Reykja- víkur, Sporður, Tinna, Brynjólfur Markússon og Svartistokkur, svo einhverjir séu tíndir til. Meðal þeirra sem eru á bakvið Hreggnasa eru feðgarnir Júlíus Jóns- son og Jón Þorsteinn Júlíusson, en þeir leigja Ulfarsá og Korpu í nágrenni Reykjavíkur. Verður Langá aftur efst? Það styttist í að lax- veiðin byrji fyrir al- vöru. Það eru ekki nema tvær vikur og við skulum aðeins kíkja á efstu laxveiði- árnar síðasta sumar: Langá á Mýrum gaf flesta laxana eða 2263, síðan kom Þverá í Borgarfirði með 1872 laxa, Rangá með 1723 laxa, svo Eystri-Rangá með 1720, loks Laxá í Kjós með 1656 laxa og Selá í Vopnafirði með 1558 laxa. Næsta lax- veiðiá er einnig í Vopnafirði; Hofsá og gaf hún 1483 laxa, síðan kom Norðurá í Borgar- firði með 1444 laxa, þvínæst Laxá í Dölum með 1394 laxa og Grímsá og Tunguá með Umsjón: Gunnar Bender 1156 laxa. Það verður spennandi að sjá hvort Langá á Mýrum haldi toppsætinu í sumar. Laxveiðin er að byrja innan tíðar og fyrstu laxar sumarsins á leið- inni. Er hægt að hafa það betra? Eg held ekki. Skessuhorn/Gunnar Bender Veiðimenn við Langá á Mýrum en áin var sú fengsæiasta síðasta sumar og gaf 2263 laxa. Hvernig verður veiðin í sumar hjá Ingva Hrafni og fjölskyldu? /\ (jisti- og veitingastaður e' Irl \8*.UU. Sími 437 2345 110 * ' www.motelvenus.net Alltafmeð bestu pizzatilboðin..! Vilt þú auglýsa hér? Sími 433 5500

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.