Skessuhorn


Skessuhorn - 02.06.2004, Blaðsíða 3

Skessuhorn - 02.06.2004, Blaðsíða 3
 MIÐVIKUDAGUR 2. JUNI 2004 3 SKÓLAAKSTUR Óskað er eftir tilboðum ískólaakstur fyrir nemendur í Fjölbrautaskóla Snæfellinga sem hefur starfsemi sína í lok ágúst 2004 og verður staðsettur í Grundarfirði. Nemendum verður boðið uppá akstur í og úr skólanum alla kennsludaga skólaársins. Um er að ræða nemendur sem búsettir eru í Snæfellsbæ, Stykkishólmi og Helgafellssveit. Nemendur eiga að vera mættir í tíma kl. 8:30 hvern dag og því þurfa þeir að vera komnir í skólann ekki síðar en kl. 8:20. Reiknað er með að lagt sé af stað heimleiðis kl. 16:30 dag hvern, nema föstudaga kl. 14:30. Þær leiðir sem aka þarf hvern skóladag eru eftirfarandi: I Stykkishólmur — Grundarfjörður (Lagt af stað um kl. 7:50) Grundarfjörður — Stykkishólmur (Lagt af stað kl. 16:30, föstud. kl. 14:30) Vegalengd: 39 km hvora leið. II Hellissandur - Rif - Ólafsvík - Grundarfjörður (Lagt af stað um kl. 7:50) Grundarfjörður — Ólafsvík — Rif — Hellissandur (Lagt af stað kl. 16:30, föstud. kl. 14:30) Vegalengd: 36 km hvora leið. III Akstur nemenda úr Helgafellssveit og sveitum Snæfellsbæjar verður með misjöfnum hætti eftir önnum og því verður samið sérstaklega um þá hluta. Gerð er krafa um að skólabifreiðarnar uppfylli almennar öryggiskröfur og æskilegt er að í þeim séu bílbelti. Auk þess er þess krafist að bifreiðastjórar hafi lokið tilskildu námi og öðlast réttindi til aksturs hópferðabifreiða. Þeim skal vera umhugað um öryggi farþega sinna og leitast við að tryggja það í hvívetna. Óskað er eftir tilboðum í allan aksturinn eða hluta hans. Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Tilboðum skal skila til Guðbjargar Aðalbergsdóttur, skóiameistara, Borgarbraut 16, 350 Grundarfirði (gudbjorg@fsn.is) eða Péturs Inga Guðmundssonar, aðstoðarskólameistara(petur@fsn.is) í síðasta lagi 11. júní2004. Óskum sjómönnum til hamingju með daginn ! Verðum með gleraugnaþjónustu á Reykhólum og Búðardal 3. og 4. júní. Lokað á laugardögum í sumar frá og með 29. maí SJÓNGLERIÐ EHF Afmæli Laugardaginn 5. júní verður Margrét Jóhannsdóttir, Háhóli, Borgarbyggð 50 ára. Hún og fjölskylda hennar taka á móti ættingjum og vinum í félags- heimilinu Lyngbrekku, milli kl. 18:30 og 01:00 þann dag. Við óskum öllum sjómönnum og fjölskyldum þeirra innilega til hamingju með sjómannadaginn

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.