Skessuhorn - 02.06.2004, Blaðsíða 12
12
MIÐVIKUDAGUR 2. JL XI 2(104
Siguijón Þórðarson
Hugleiðing um sameiningu sveitmfélaga
Hækkar Framsókn sem-
entsverð á landsbyggðinni?
Valgerður Sverrisdóttir
ráðherra byggðamála lagði
fram frumvarp í vor, sem
miðar að því að leggja niður
alla flutningsjöfnun á sem-
enti. Það mun hafa í för
með sér að verð á sementi
hækkar um tugi prósenta á
landsbyggðinni að mati Ey-
vindar G. Gunnarssonar,
formanns flutningsjöfnunar-
sjóðs. Nefndar hafa verið
tölur á borð við 30 - 45 %.
hækkun á sementi en að vísu
hafa stjórnendur Sements-
verksmiðjunnar dregið
þessar hækkanir í efa en eft-
ir stendur að allri verðjöfn-
un verður hætt þann 1. júní
n.k. ef lögin verða samþykkt.
Það er ótrúlegt að ráð-
herra byggðamála skuli
leggja fram frumvarp sem
þetta sem mun án efa raska
búsetuskilyrðum lands-
manna. Eru þetta aðgerð-
irnar sem Framsóknarflokk-
urinn lofaði í byggðamálum
fyrir síðustu kosningar? Nú
er því ekki haldið því fram
að ekki megi fara rækilega
yfir umræddar reglur um
flutningsjöfnun á sementi og
koma á almennri flutnings-
jöfnun á vörum.
Að vísu segir Valgerður
Sverrisdóttir vera að skoða
einhverjar almennar aðgerð-
ir til að jafna flutningskostn-
að á landsbyggðinni. Eg veit
ekki betur en að þessi skoð-
un hafi staðið svo árum
skipti og ekkert bólar á
þeim aðgerðum frekar en
öðrum í byggðamálum.
Byggðastefnan í verki
Athyglisvert er að lands-
byggðarþingmennirnir í
stjórnarflokkunum Fram-
sóknar- og Sjálfstæðisflokki
með Kristinn H. Gunnars-
son í fararbroddi hafa sam-
þykkt þetta frumvarp at-
hugasemdalaust. Eru þetta
loforðin sem borin voru á
borð fyrir kjósendur lands-
byggðarinnar fyrir um ári
síðan?
Þetta mál er enn eitt dæm-
ið sem sýnir berlega að
byggðastefna Framsóknar-
flokks og Sjálfstæðisflokks er
eingöngu í orði en ekki
borði.
Hægri höndin veit ekki
hvað sú vinstri gerir
Kostulegt er að þegar
Framsóknarflokkurinn er að
leggja til að hætta að jafna út
flutningskostnað á sementi
þá er landbúnaðarráðuneyt-
ið að skila af sér skýrslu um
nauðsyn þess að jafna út
flutningskostnaði á sauðfé til
slátrunar. Auðvitað er þetta
enn eitt sjálfskaparvíti ríkis-
stjórnarinnar sem lagði I
hundruði milljónir í að úr-
elda og fækka sláturhúsum á I
landinu. Eftir sitja bændur
landsins uppi með þá stöðu
að þurfa að flytja með ærn-
um kostnaði sauðfé mörg
hundruð kílómetra til slátr-
unar. Þennan kostnað þarf I
nú að jafna.
Sigurjón Þórðarson
al])ingismaður I
l/[inAhe>’inié
Skrokkinn sannan skortir yl
sviðum.
hugsaði
Allt er breyt-
ingum undirorpið
í heimi hér og
löngu ljóst að öllu
fer aftur sem er
fullfarið fram. Þó
er það svo að
menn una aftur-
förinni misvel
enda kemur hún
fram á ýmsum
Vigfús Pétursson leit til baka og
með sér:
Bjarni Gíslason sendi kunningja sínum
þessa vísu í bréfi:
Þaö er sagt menn verbi í Vík
vanans fylgja nótum,
en þú hefur ekki í fjöidans flík
flcekst á gatnamótum.
Ekki veit ég hver orti svo og þætti raun-
ar fengur í ef einhver gæti ffætt mig þar
Ég er breyttur innst sem yst,
öllu hrakar sýnist mér.
Ég hef œöi mikiö misst
- man bara ekki hvaö þaö er.
Káinn fann líka til breytinga:
Skrokkinn sannan skortir yl,
skáldiö fer aö eldast.
Svo er annaö sjáöu til
- sálin er aö geldast!
Hjörleifur Jónsson gerði sér á sama hátt
ljós þessi sannindi:
Reynist flest í veröld valt,
vinmál standa í skoröum
og ég er sjálfur oröinn allt
ööruvísi en foröum.
Þó eru til menn sem neita að breytast,
að minnsta kosti eftír kenningum fjöldans
og halda fast í sínar gömlu hefðir saman-
ber Stefán Stefánsson:
Aldrei breyta árin mér
öls þó neyti ég glaöur,
Drottinn veit þaö aö ég er
alltaf sveitamaöur.
Oröin er hvella raustin rám,
rökkvar nú sjón í augum blám,
hann sem aö yrkja kunni klám
kaldur er oröinn upp aö hnjám.
Hvort sem menn verða nú fótkaldir
með árunum eður ei er traustur og farsæll
lífsförunautur öllum mikilvægur og missir
hans flestu þungbærari. Jón Þorsteinsson
ffá Arnarvatni orti við lát konu sinnar:
LÍÖur allt þó líöi ei fljótt
lán og sorgin ríka.
Mér var þungbœr þessi nótt
- þó er hún búin líka.
Sigurlína Davíðsdóttir kona Ragnars
Inga Aðalsteinssonar varð fyrir því óláni
að fótbrotna og þar sem hún lá gifsuð í
fótbrotinu orti hennar ástkæri ektamaki:
Sjáiöi bara Sigurlína
situr nú hér meö brotinn fót;
fyrrum var hún hin fráa snót,-
nú er hún búin aö brjóta og týna.
Einhvernvegin fannst Ragnari á svip-
brigðum eiginkonunnar að hann hefði
ekki hitt fyllilega í mark með þessum
kveðskap og orti því bragarbót:
Sjáiöi bara Sigurlínu,
situr hún hér meö brotinn fót.
Hún er svo góö og göfug snót
aö girndin sýöur í holdi mínu.
Þessi útgáfa mun hafa fengið mun skárri
undirtektir en það er nú ekki alltaf hægt að
hitta fullkomlega í mark enda væri þá eng-
inn spenningur hvort menn hittu eða ekki.
Eftir Bjarna Gíslason er þessi ágæta vísa:
Oftlega mér yfirsást
oft ég kenndi nauöa,
stundum brann ég upp af ást
eöa fraus til dauöa.
Kjartan Sveinsson sem kallaður var
Svartaskáld enda ekki þekktur að sálma-
kveðskap orti um sínar innri hugleiðingar:
Oft er mínum innsta strák
ofraun þar af sprottin,
í mér tefla alltaf skák
Andskotinn og Drottinn.
Stundum verður samband tveggja aðila
með þeim hætti að ekki er ljóst hver þjón-
ar hverjum og kallar slíkt ástand á sam-
ráðsfundi sem að vísu enda yfirleitt með
friðsamlegum samningum. Ingvar Magn-
ússon ortí um sinn trygga og trúa förunaut
sem lengi hafði þjónað honum á lífsgöng-
þess. Valdimar Sveinbjörnsson orti um
mann sem hafði þó farið þar um nokkuð
gálauslega:
Svo gengur þú hœgt um gleöinnar dyr
og glöggt aö hyggur,
aö enginn veit sína cefina fyr
- en útúr liggur.
Gleðimenn ekki síður en aðrir þekkja
vel það ástand sem á fínu máli er kallað
„tregt sjóðstreymi" og er algengt vanda-
mál og hefur hrjáð margan mann. Þó er
spurning hvort það er nokkuð betra að
eiga svo mikið af peningum að vera í stöð-
ugum ótta að tapa þeim. Jón Sigfinnsson
orti um sitt viðhorf til þessara mála:
F/'nn ég oft til fátœktar,
fátt þó um þaö spjalla.
En fyrir ástum ágirndar
aldrei mun ég falla.
Að endingu skulum við taka til umþenk-
ingar þessa ágætu lífsreglu sem bundin er
í stuðla af Guðmundi Sigurðssyni og láta
hana verða lokaorðin að sinni:
Göethe karlinn sem grúskaði þó í flestu
á gamalsaldri oss taldi það fýrir bestu
að taka lífinu létt á hverju sem gengi
- maður lifir svo stutt og er dauður svo
óralengi.
Aöur fyrr hann verk sitt vann,
varö á sjaldan skyssa,
en nú er ei hœgt aö nota hann
nema til aö pissa.
Stundum er minnst á þörf þess að ganga
hægt um gleðinnar dyr sem er vissulega
nauðsynlegt en þar með er ekki sagt að alls
ekki megi ganga um þær enda eru þær til
Með þökk fyrir lesturinn
Dagbjartur K. Dagbjartsson
Refsstöðum 320 Reykholt
S435 1367 dd@hvippinn.is