Skessuhorn - 02.06.2004, Síða 8
MIÐVIKUDAGUR 2. JUNI 2004
jntasunui..
Heilsársháskóli á Bifröst:
Fyrstu Viðskiptalögfræðing-
arnir útskrifaðir á laugardag
Síðastliðinn laugardag útskrifuðust 83 nem-
endur frá Viðskiptaháskólanum á Bifröst og hafa
þeir aldrei verið fleiri í 85 ára sögu skólans. Með-
al þeirra voru 28 viðskiptalögfræðingar en þetta
er í fyrsta sinn sem lögfræðimenntað fólk útskrif-
ast frá íslenskum háskóla utan Háskóla Islands og
auk þess eru þetta fyrstu viðskiptalögfræðinganir
sem ljúka námi frá íslenskum háskóla.
Þá útskrifuðust að þessu sinni 54 viðskipta-
fræðingar og einn rekstrarfræðingur.
Heiðursgestur við brautskráninguna á Bifröst
að þessu sinni var Matthías Johannessen, fyrrver-
andi ritstjóri Morgunblaðsins. I ávarpi sínu gerði
hann tungumálið, íslenskuna, að umtalsefni og
lagði áherslu á að Islendingar stæðu vörð um
þessa sérstöðu sína.
Runólfnr Agústsson rektor fjallaði m.a. um
æskudýrkun og atvinnumál eldra fólks í sinni
ræðu. Þar sagði hann m.a.: „Hvernig má það vera
að hægt sé að mismuna sjálfráða og hæfu fólki út
frá aldri þegar mismunun á grundvelli kynferðis,
fötlunar eða litarháttar er bönnuð. Gæti það ver-
ið að ákvæði laga um
opinbera starfsmenn
brjóti gegn jafnræðisá-
kvæði stjórnarskrárinn-
ar og ef svo er ekki, væri
ekki ástæða til að setja
inn í mannréttindakafla
hennar ákvæði sem
bannar mismunum á
grundvelli aldurs? Er
núverandi löggjöf boð-
leg eða réttlát? Eg held
ekki.“
Utskriftarhópurinn ásamt rektor og aðstoðarrektor.
Við útskriftina kom
einnig fram að í athug-
un er að bjóða upp á
nám til BS gráðu við Viðskiptaháskólann á tveim-
ur árum í stað þriggja. Ef af verður þá verður það
gert með því að kenna allt árið um kring. Þá er
fyrirhugað að bjóða upp á mastersnám í lögfræði
strax í sumar að sögn rektors. GE
Lærdómsrík ár
Rætt við Jarþrúði Hönnu Jóhannsdóttur
einn af fyrstu viðskiptalögfræðingunum
Dagskrá sjómannadagshelgarinnar:
SjÁVARDAGUR Á AkRANESI
Annar liður í dagskrá Viðburðaveislu 2004
Föstudagur 4. júní
Kl. 08 Morgtmverðarfundur Markaðsráðs Akraness með
Kristjáni Þ. Davíðssyni frá HB Granda verður
haldinn á Café '67, Stillholti 16-18. Frítt fyrir félaga
Markaðsráðs en kr. 1.000 fyrir aðra.
Laugardagur 5. júní
Kl. 14 Lúðrasveit Akraness mun halda upp á dag
lúðrasveita með skrúðgöngu frá Tónlistar-
skólanum á Akranesi. Gangan endar á
Safnasvæðinu þar sem sveitin mun leika nokkur
lög fyrir viðstadda.
;/
Kl. 14-17 Sjávardagur á Akranesi - Fiskvinnslufyrirtæki á
Akranesi kynna starfsemi sína í tjaldinu á Safnasvæðinu
að Görðum í tilefni sjómannadagsins. Hægt verður að
smakka fiskafurðir úr ýmsum áttum, kaupa sér harðfisk
og margt fleira.
Kl. 12-17 Liðsmenn víkingafélagsins Hringhorna verða á
Safnasvæðinu á laugardag í sérstöku víkingatjaldi. Þar
verða þeir með leiki og spil, sýna handverk og elda
fiskisúpu yfir opnum eldi. Auk þess munu þeir setja
upp eldsmiðju þar sem þeir smíða úr járni.
Matreiðslumenn standa við grillið og laða fram ýmsar
krásir úr sjávarfangi á kúttermagakvöldi sem haldið
verður í tjaldi við kútter Sigurfara á Safnasvæðinu að
Görðum. Lúðrasveit Akraness mun mæta og spila
nokkur lög fyrir viðstadda. Veislustjórar eru þeir Gísli
S. Einarsson, sjómaður og fyrrverandi alþingismaður
og Gísli Gíslason, bæjarstjóri með meiru. A síðasta ári
komust færri að en vildu og vissara er að tryggja sér
miða í tíma í s. 4315566. Miðaverð 1500 krónur.
SafnasvæðiðáAkranesi
Sími 431 5566 - Fax 431 5567 - Veffang: www.museum.is
Netfang: museum@museum.is
J arþrúður
Hanna Jó-
hannsdóttir er
einn hinna 28
viðskiptalög-
fræðinga sem
útskrifuðust
frá Viðskipta-
háskólanum á
Bifröst á laug-
ardag. Hún er
fædd og upp-
alin í Ási í
Dalasýslu en
eftir að hún
lauk stúdendsprófi hefur hún
að inestu starfað í Reykjavík.
„Vorið 2001 fór ég að huga að
því að fara í háskólanám og
skoðaði ég ýmsa kosti. Eg sá
fyrst talað um nám í viðskipta-
lögfræði við Viðskiptaháskól-
ann á Bifröst í blaðaauglýsingu
frá skólanum og fór þá að skoða
það nánar. Mér fannst þetta
mjög spennandi og samsetning
á viðskiptagreinum og Iög-
fræðigreinum mjög skemmti-
leg.“
Jarþrúður segir þessi þrjú
undanfarin ár á Bifröst hafa
verið mjög lærdómsrík. „Mað-
ur hefur áttað sig á að nauðsyn-
legt er að þekkja málin út frá
ýmsum hliðum og kemur lög-
fræðikunnátta okkar þar sterk
inn. Megináherslan í lögfræði-
hlutanum er að sjálfsögðu lögð
á fjármunarétt og höfum við því
breiða kunnáttu á því sviði.
Námið hefur fyllilega staðið
undir þeim væntingum sem ég
bar til þess þegar ég byrjaði og
verður mjög spennandi að sjá
hver þróunin verður þegar það
hefur fest sig enn frekar í sessi
og auk þess verður boðið upp á
framhaldsnám í viðskiptalög-
fræði á Bifröst," segir Jarþrúð-
ur.
Öflugur hópur
Þar sem viðskiptalögfræði er
nýtt nám hér á landi er ekki
komin nein reynsla á hvernig
atvinnumarkaðurinn tekur á
móti þessum hópi. Jarþrúður
segist ekki kvíða því enda hefur
hún sjálf ráðið sig sem fjármála-
stjóri hins nýja Fjölbrautaskóla
Snæfellinga. „Þar sem þetta er
nýtt nám þá er það algerlega ó-
skrifað blað hvar við stöndum á
atvinnumarkaðnum. Það er að
sjálfsögðu undir okkur komið
hvar við lendum og er það því
mikið í okkar höndum hvernig
litið verður á þessa menntun.
Hópurinn sem útskrifaðist um
helgina er mjög öflugur, kemur
víðs vegar að af landinu, aldurs-
dreifingin er þó nokkur og við
höfum mjög ólíkan bakgrunn.
Eftir því sem ég best veit er hátt
í helmingur þeirra sem útskrif-
uðust nú að fara í áframhald-
andi nám en þeir sem ætla út á
vinnumarkaðinn hafa verið að
fá hin ýmsu störf. Við höfum
fýrst og fremst séð okkur sem
einhvers konar lögfróða sér-
fræðinga á sviði fjármála, ráð-
gjafa, stjórnendur o.þ.h. Mér
sýnist á öllu að það muni ganga
eftir,“ segir Jarþrúður að lok-
um. GE