Skessuhorn - 02.06.2004, Side 15
MIÐVIKUDAGUR 2.JUNI2004
15
'F*(tftfUJtfV-~~á
Formanni skipnlagsnefndar svarað
-80% þeirra sem rnest búa Miðbæjarreitnum mótmæltu
Magnús Guðmundsson for-
maður skipulags- og umhverfis-
nefndar á Akranesi svarar grein
minni í síðasta Skessuhomi (26.
maí). Margt er athugavert við
grein hans.
Magnús segir að alls hafi 2,2%
bæjarbúa skrifað undir mótmæli.
Ibúar í 80% húsa við Dalbraut og
Esjuvelli, þeim götum sem liggja
að Miðbæjarreitnum, skrifuðu
undir mótmælin. Ekki var leitað
dl annarra en nokkrir sem búa
annars staðar og vissu af þessum
undirskriftum, vildu skrifá undir.
Undirskriftasöfnunin stóð stutt
yfir og m.a. vorum við hjónin ekki
að eltast við að fá undirskrift dótt-
ur okkar sem er námsmaður í
Reykjavík. Bæjarfulltrúar geta
ekki litrið fram hjá því að þeir
hunsa vilja þeirra sem næst búa
Miðbæjarreimum og láta sig
framtíð hans mestu varða. Eftir að
ég skrifaði grein mína hafá marg-
ir sem búa annarsstaðar þakkað
mér fyrir að hafa vakið athygli á
þessu leiðinlega máli. Nú snýst
þetta mál ekki aðeins um skipu-
lagsmál heldur ekki síður um lýð-
ræði í bænum. Magnús sér enga á-
stæðu til að hlusta á 2,2% bæjar-
búa né taka trillit til vilja þeirra sem
búa næst Miðbæjarreitnum. For-
vitnilegt væri að vita hversu stórt
hlutfall bæjarbúa þarf að mótmæla
til að hlustað sé á mótmælin. 5%?
10%? 50%? Skipta mótmæli íbúa
kannski aldrei máli fyrir háttvirta
bæjarstjóm? I Reykjavík og Kópa-
vogi hafa yfirvöld hlustað á vilja
þeirra sem mótmæla jafnvel þó
mótmælendur séu aðeins brot í-
búanna. Hvers vegna eklri á Akra-
nesi?
Fallegur miðbær eða ljótrir
steinkumbaldar?
Magnús segir að engum eigi að
þurfa að koma á óvart að á Mið-
bæjarreitnum sé slripulagt versl-
unar- og þjónustuhúsnæði, það
hafi verið í deiliskipulagi síðustu
20 árin. Eg og margir aðrir höfum
ekkert á móti verslunarhúsnæði
eða öðm húsnæði þama en okkur
er ekki sama hvemig það lítur út!
Við verðum að sýna metnað!
Góðar og metnaðarfullar hug-
myndir komu ffam hjá arkitektum
sem kynnm hugmyndir að teng-
ingu gamla miðbæjarins og hins
nýja á fúndi síðasta haust. Ekkert
virðist hafa verið unnið með þær
hugmyndir, það er eins og mem-
aðarleysið haldi bæjarstjóminni í
heljargreipum.
Eru bæjarfúlltrúar þátttak-
endur í blekkingarleik fyrir-
tækisins?
I grein minni benti ég á blekk-
ingarleik fyrirtækisins. I fyrstu til-
lögum þess lagði það til einnar
hæðar byggingu við Dalbraut.
Magnús segir það hafa verið
tveggja hæðar byggingu. Látum
svo vera. Það breytir því eklri að í
lokatillögum fyrirtækisins var
þessi bygging hækkuð í fjórar
hæðir. Síðan var hún lækkuð aftur
í tvær, bara til að segjast hafa kom-
ið til móts við mótmæli bæjarbúa.
Magnús mótmælir því að þetta
hafi verið blekkingarleikur heldur
hafi fyrirtækið ákveðið að lækka
bygginguna vegna skuggavarps á
húsin við Dalbraut! Takið eftir
þessu: Það er fyrirtækið sem af
góðmennsku sinni gerir þetta fyr-
ir íbúana, bæjarfulltrúar koma
þama hvergi nærri. Þegar ég sagði
að bæjaryfirvöld en ekld fyrirtæk-
ið hefðu ákveðið þessa lækkun þá
hafði ég eftirfarandi bókun 57.
fundar slripulagsnefndar í huga:
„Skipulags og umhverfisnefhd er
sammála því sem ffarn kemur í
greinargerðinni og telur ekki efh-
isleg rök til að verða við þeim at-
hugasemdum og mótmælum sem
ffam hafa komið að öðm leyti en
því að þjónustubygging með Dal-
braut verði tvær hæðir í stað fjög-
urra.“ (Sjá Akranes.is).
Þrátt fyrir yfirklór Magnúsar þá
virðist það næsta ljóst að þetta er
ekkert annað en leikur fyrirtækis-
ins. Eg trúi því enn ekki að bæjar-
fulltrúar hafið staðið í þessum
blekldngarleik með fyrirtældnu.
Falsað skuggavarp?
Skuggavarpið er sérkapítuli í
þessu máli. Magnús segir að þjón-
ustubyggingin við Dalbraut
skyggi á sól í eina klst. á dag ffá
mars tíl loka september. Hann
sleppir því að segja að skugga-
varpið ffá íbúðablokkunum er ó-
trúlega mikið á öll húsin við
Skagaverstúnið og einnig á húsin
við Vogabraut. En þetta hefur
aldrei verið kynnt fyrir bæjarbú-
mn á fundum, farið hefur verið
með þetta eins og leyndarmál. Tll
þeirra sem skrifuðu undir mót-
mæli gegn sldpulaginu var send
mynd með skuggavarpinu, þ.e. 6
myndir með skuggavarpi kl 9, 12
og 17 fyrir dagana 1. mars, 1. júm'
og 1. október. Þessi mynd sýnir
annað skuggavarp en útprentun
sem ég fékk á bæjarskrifstofunum.
Munurinn er sláandi þannig að
þið sem fenguð bréf bæjarstjórnar
getíð sleppt því að skoða ykkar
mynd, hún gefúr svo villandi upp-
lýsingar. Fölsun? Eg trúi því ekld,
skýringin hlýtur að vera svona lé-
leg útprentun. Samt er það skrýt-
ið að sumir skuggamir eru alveg
horfnir af því plaggi sem sent var
bæjarbúum en aðrir hafa prentast
sæmilega út. Sérstaklega hafa
skuggamir ffá 10 hæða íbúða-
blokkunum lítt eða alls ekki
prentast út!!! Tilviljun?
Mótmælin gegn skipulattínu
1999 til 2000.
Magnús segir: „...Það er og
verður alltaf smekksatriði hversu
há hús eiga að vera, enginn hefúr
kvartað yfir því að samkvæmt
gildandi skipulagi em fyrirhuguð
hús natst byggðinni við Dalbraut
2-3 hæðir en samkvæmt því
sldpulagi sem á að taka við er gert
ráð fyrir 1-2 hæðum, Jens velur að
segja ekki ffá þessu í grein sinni...“
Þegar ég fluttí á Dalbraut 21
haustíð 2001 var mér sagt af mót-
mælum íbúa gegn skipulaginu ffá
2000 og að fallist hafi verið á að
lækka byggðina hið næsta húsun-
um við Dalbraut í 2 hæðir. Þau á-
gætu sómahjón Elín Þorvalds-
dóttír og Bragi Þórðarson á Dal-
braut 17 létu mig hafa ljósrit af
undirskriftalistunum sem þá vora
sendir tíl bæjarstjómar sem og
ljósrit af svörum bæjaryfirvalda. Ef
bæjarstarfsmenn hafa týnt öllum
gögnum um þetta mál og gleymt
mótmælunum að auki þá er ég
viss um að Elín og Bragi geta út-
vegað þeim ljósrit. Það er ófært að
formaður skipulagsnefndar viti
ekki um vilja íbúa.
Hæð húsa er vissulega
smekksatriði
Hæð húsa er smekksatriði sem
endalaust er hægt að deila um seg-
ir Magnús. Rétt er það. En er ekki
eðlilegt að taka tillit tíl smekks
80% þeirra sem næst búa Mið-
bæjarreitnum og mestra hags-
mmia eiga að gæta? Hvers vegna
er smekkur fyrirtækis úr Reykavík
meira virði? Engan hef ég heyrt
hrósa þessu skipulagi Miðbæjar-
reitsins fyrir fegurðar sakir eða
segja það smekklegt, meira að
segja Magnús lætur vera að dást
að þessu sköpunaverki í grein
Kynningin á sldpulaginu
Magnús hrósar kynningunni á
sldpulaginu og ég vil taka undir
það að Ólöf Guðný Váldimars-
dóttír skipulagsfúlltrúi, sem sá um
flesta fúndina sem ég var á, á heið-
ur skilinn fyrir góða ffammistöðu.
Hún er nú því miður að hætta
sem skipulagsfúlltrúi. Það var sér-
deilis gott að leita til hennar um
upplýsingar.
Eins og ég sagði í fýrri grein
minni bar ósköp lítið á bæjarfúll-
trúum á þessum kynningarfund-
um, fáir mættir og höfðu yfirleitt
lítið til málanna að leggja. Kom
þó ffam margvísleg gagnrýni og
fyrirspumir frá fundarmönnum.
Jens B. Baldursson
Dalbraut 21
Akranesi
ALHLIÐA
VEISLU-
ÞJÓIMUSTA
— HoTeL p
sjpa'iLrxó
Kirkjubraut 11, Akranesi
Sími 431 4240-Fax 431 4241
ÍRSKIR
DAGAR
Akranesi 9.-11. júlí, 2004
Menningar- og markaðstjald
Á Irskum dögum helgina 9.-11. júlí verSur m.a. boðiS upp á
menningar- og markaðstjald á aðalhátíðarsvæðinu, við
íþróttamiðstöðina að Jaðarsbökkum. Tjaldið verður opið á
laugardeginum milli kl. 11 og 18 og er ætlað fyrirtækjum,
félagasamtökum og einstaklingum tií sölu á ýmiskonar varningi.
Skráning stendur nú yfir og eru allir hvattir til að taka þátt í
þessum skemmtilega dagskrárlið Irskra daga.
Tela'ð er við skráningu hjá markaðs- og atvinnufulltrúum
Akraneskaupstaðar í síma 433 1000 eða í tölvupósti á
rakel@akranes.is og sigrunosk@akranes.is
MMleikur
Taktu þátt í áskriftarleik Skessuhorns, það
kostar ekkert annað en að standa i skilum.
Skuldlausir áskrifendur eru sjálfkrafa með í
leiknum. Framvegis verður mánaðarlega dregið
út nafn eins heppins áskrifanda.
Fyrsta mánuðinn verður vinningurinn frá
fataversluninni Bjargi, Stillholti Akranesi, að
verðmæti kr. 20.000 og verður dregið 20.júní.