Skessuhorn


Skessuhorn - 09.06.2004, Page 6

Skessuhorn - 09.06.2004, Page 6
('(/‘(MUHtr Umsjón: Iris Arthúrsdóttir. Þeir sem liafa áhuga á að láta birta uppáhalds uppskriftina sína geta sent hana inn ásamt ljósmynd af sjálfum sér eða réttinum (500 kb eða stærri), fullu nafhi, heimilisfangi og síma á netfangið iris@skessuhom.is MIÐVIKUDAGUR 9. JUNI 2004 ^&tissunu^ Jeppamenn bjóða föthiðum í ökuferð: Kærkomin tilbreyting Síðastliðinn laugardag buðu fé- lagar úr Vesturlandsdeild 4X4 skjólstæðingum Svæðisskrifstofu málefna íadaðra á Vesturlandi í ökuferð um Snæfellsnes. Flestir voru þetta íbúar á sambýlum fad- aðra af öllu Vesturlandi. Farið var af stað á 20 jeppum klukkan 10 um morguninn og fólkinu saínað í bíl- ana fyrst á sambýlunum á Akranesi en aðrir voru teknir upp í Hym- unni í Borgamesi. Alls vom 53 sem þáðu boðið í ferðina og þar af vom fjórir í hjólastólum. Gísli Bjömsson, sjúkraflutninga- maður á Akranesi var í undirbún- ingshópnum sem skipulagði ferð- ina fyrir 4X4 félaga. Hann lýsir ferðinni svona: „Ekið var sem leið lá vestur á Mýrar og farin leiðin að Álftanesi og þaðan að Okrum þar sem áð var og fólki hleypt út tíl leiks í fjörunni. Síðan var ekið að Snorrastöðum en þar var hápunkt- ur ferðarinnar fyrir marga. Þar var grillað fyrir mannskapinn af félög- um 4X4 klúbbsins. Allir tóku hressilega tíl matar síns og tóku jafnvel þátt í átkeppni. Sá sem met- ið áttí náði að sporðrenna fjórum hamborgurum og 2 pylsum,“ segir Gísli. Hann segir þetta vera fjórða árið sem farið er með fadaða í slíka ferð og vekji hún alltaf upp mikla tilhlökk- un hjá fólkinu. „Farið er að spyrja okkur út í hvenær næsta ferð verði farin með löngum fyrir- vara, enda hefur ijölgað mjög í þessum ferðum og hafa aldrei farið fleiri með en núna. Tilhlökkun skín úr hverju andlití og gleði og þakklætí firá fólkinu fyrir kærkomna tilbreyt- ingu í þeirra daglega líf. Á haustín köllum við síðan hópinn saman aft- ur en þá er vaninn að vera með myndakvöld frá ferðunum,“ sagði Gísh. Vildi hann jafnframt koma sér- stöku þakklæti á framfæri til ábú- Auðvitaö var gítarinn með í för. enda á Snorrastöðum sem létu klúbbnum í té alla aðstöðu þeim að kostnaðarlausu. Einnig styrkti Verslun Einars Olafcsonar á Akra- nesi klúbbinn með mat og gos- drykkjum auk þess sem Olís gaf grillkol. Skagadömur til Slóvaldu Þann 18. júlí næstkomandi mun 12 stelpna vinahópur ffá Akranesi halda til Michalovce f Slóvakíu í tíu daga ferð. Tilgang- ur ferðarinnar er að mynda tengsl við unglinga í Austur-Evrópu og ffæðast um þeirra lönd og rnenn- ingu. Hópurinn samanstendur af stelpum úr bæði Grundaskóla og Brekkubæjarskóla en hann hefúr hist vikulega í Amardal undanfar- in tvö ár. UFE áædunin (Ungt fólk í Evrópu) styrkir stelpumar til far- arinnar en yfirskrift hennar er „On the Wings of Friendship". Stelpumar hafa undanfarið verið duglegar við diskótekahald, blaðaútburð og fleira til þess að safna fyrir utanlandsferðinni, auk þess sem þær koma tíl með að sjá um sölu á lúnum ýmsu stöðum á 17. júní. Flogið verður tíl Kaupmanna- hafnar, þaðan tíl Prag og loks tíl Slóvakíu þar sem slóvensku stúlk- umar munu taka á móti hópnum. I ferðinni verður ýmislegt gert, til dæmis verður sett upp leiksýning sem sýnd verður í nærliggjandi sumarbúðum í Slóvakíu. Svo fá stelpumar að læra að gera leir- potta að aldagamalli slóvenskri hefð og að því loknu verða um- ræður milli hópanna um gamlar hefðir í löndunum tveimur. Farið verður yfir íslenska og slóvenska söngva og stelpumar kynna sér hvað slóvensk ungmenni gera í sínum ffístundum á sumrin. Mat- armenning, fjölskyldulíf og trú- mál í löndunum tveimur verða einnig borin saman á hflegan hátt svo fátt eitt sé nefht. Fararstjórar ferðarinnar verða þær Anna Margrét Tómasdóttir, tómstundafúlltrúi Amardals og Sigrún Osk Kristjánsdóttir, mark- aðs- og atvinnufúlitrúi Akraness. Allt sem heitir Egils- eitthvað í uppáhaldi! Jón H Allansson er forstöðumaður Byggðasafns Akraness og nærsveita. Á Safna- svæðinu á Akranesi hafa staðið yfir miklar framkvæmdir undanfarin ár, söfnum fjölgað og svæðið orðið vinsælt heim að sækja. Um síðustu helgi komu t.d. 700 gestir á svæðið enda mikið um að vera og framundan margir spennandi viðburðir. Jón veitir starfsemi Safúasvæðisins forstöðu og er gesmr Skrá- argatsins að þessu sinni. Fnllt nafn:Ján Heiðar Allanssm Starf: Forstoðamaður Byggðasajns Akraness og nœrsveita Fæðingardagur og ár: 9. desember 1958 Fjölskylduhagir: Giftur Heiðnínujamisardóttur. Eigum 3 b'trm; 14,17 og22 ára Hvemig bíl áttu? Toyota Carina E, árg. 1993, gefur ekki feilpúst! Uppáhalds matur? Alæta á allt sern að kjafti kemur; júlarjúpan klikkar aldrei, finn sennilega gamlar birgðir í kistunni! Uppáhalds drykkur? Egils bistall, Egils appekín og Egils bjór. Uppáhalds sjónvarpsefni? Iþróttir, enskir sakamálaþættir og enskt skemmti- efni Uppáhalds sjónvarpsmaður? Gísli Einarsson Uppáhalds innlendur leikari? Sigurður Sigurjónssm Uppáhalds erlerulur leikari? Gene Hackmann Besta bíómymlin? Gamall, klasstskur vestri; High nom með Gary Cooper, Grace Kelly, Lee Van Cleef ogfleirum. Uppáhalds íþróttamaður? Cmterinn bjá Arsenal; Thiery Hemy Uppáhalds ijrróttafélag? IA og Arsenal Uppáhalds stjómmálamaður? Ingibjörg Sólrún þegar Edda Heiðnín Back- man leikur hana Uppáhalds innlendur tónlistarmaður? Megas Uppáhalds erlendur tónlistammður? Van Morrism, Neil Ymng og hljóm- sveitin Steely Dan Uppáhalds rithöfundur? Gamli skólabróðir minn Amaldur Indriðasm Ertufylgjandi eða andvígur ríkisstjómmni? Pass Hvað meturðu mest ífari annarra? Heiðarleiki Hvaðfer mest í taugarnar á þér ífari annarra? Óheiðarleiki og óstundvísi Hver er þinn helsti kostur? Gott skap Hver erþinn helsti ókostur? Þaðfer ægilega í taugamar á mörgum hvað ég er lengi að borða! Hvemig leggst ferðasumarið í þig? Leggst mj'óg vel í mig, sumarið byrjar mj'óg vel og líkur áfleiri gestmn en á síðasta ári. Eru eitthverjar breytingar framundan á Safnasvæðinu ? Hellingur. Við erum að undirbúa flutning Stúkuhússins upp að G'órðum og erum að umbylta umhverfi Safnasvæðisins. Þar verður engin stóðnun á næstu árum. Eitthvað að hkum? Vona að ÍA hirði bæði íslands- og bikarmeistaratitilinn. Hópurinn saman kominn ásamt fararskjótum. Myndir: Gísli Björnsson Sherrýfrómas í sparifötunum Þennan rétt er hægt að bera fram sem Ijúffengan sparieftirrétt eða sem tertu í veisluna. Útheimtir að vísu smá undir- búning en er svo sannarlega vel þess virði. Marengs : 150 gr. hakkaðar m 'óndlur 200 gr. sykur 4 stk eggjahvítur 1/2 tsk lyftiduft Eggjahvíturnar þeyttar og sykri bætt út í smátt og smátt. Hrærið lyftidufti og möndlum varlega saman við. Setjið í 26 - 28 cm springform (smurt eða með smjör- pappír). Bakið á 120°C í blæstri eða 160-180°C í venjulegum ofni í ca 1 - 2 klst. Gott er líka að láta hann kólna í ofninum yfir nótt. Frómas : 2 egg 100 gr sykur 1/2 líter rjúmi 1 dl sherrý 6 blöð matarlím 7 0 gr suðusiikkulaði Egg og sykur þeytt saman. Þeytið rjómann. Leysið upp matarlímið, bætið sherrýinu út í og kælið aðeins. Súkkulaðið saxað og blandað út í eggja- hræruna. Því næst er matarlíms- blöndunni bætt í og hrært vel. Að lokum er þeytta rjómanum bland- að varlega í með písk. Hellið frómasþykkninu í formið ofan á kökubotninn (gott að vera búinn að losa hann upp áður). Athugið að nauðsynlegt er að þjappa vel svo ekki myndist loftrúm á milli laga. Marsipanhjúpur : 200 gr marsipan Fletjið marsipanið út og setjið ofan á kökuna þegar allt er orðið stíft. Best að setja á tertuna 1-1 1/2 sólahring áður en hún er borin fram. HUSRAÐ Frábær handmaski , sprautið olíu í skál og hellið slurk af strásykri út í, hrærið í þykkan lög. Makið á hend- urnar og nuddið vel. Húðin verður silkimjúk.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.