Skessuhorn


Skessuhorn - 09.06.2004, Page 14

Skessuhorn - 09.06.2004, Page 14
14 MIÐVIKUDAGUR 9. TÚNÍ 2004 úntdsutiui^ Sjómannadagurinn á Akranesi Dagskrá sjómannadagshá- tíðahalda var með nokkuð hefð- bundnu sniði á Akranesi í ár. Viðburðir tengdir hátíðisdegin- um fóru fram ýmist á vegum sjómanna sjálfra, HB Granda eða annarra aðila í bæjarfélag- inu. Sjómenn heimsótm leik- skóla á föstudeginum og gáfu börnum harðfisk og fengu í staðinn söng. A Iaugardeginum var boðið upp á siglingu með Sturlaugi H Böðvarssyni og Höfrungi III í boði HB Granda og grillveislu að henni lokinni við Hafnarhúsið. Sérstakt sjó- mannagolfmót var haldið á Garðavelli á laugardeginum og á Safnasvæð- inu fór fram kynning á ýms- um fiskafurðum í boði íyrirtækja sem vinna úr sjávarafla. Um kvöldið var grill- veisla í útitjaldi á sama stað þar sem í boði voru ýmsar krásir úr Víkingar kokkuöu heilmikla sjávarréttasúpu í stórum útipotti. Hér eru þeir aö kenna gestum víkingaleiki á Safnasvæöinu. Minningarathöfn í kirkjugaröinum. Sr. Eðvarö Ing- ólfsson minntist drukknaöra og týndra sjómanna. Mynd: HB Grandi. sjávarfangi og skemmtun fram eftir kvöldi. Sjálfur sjómannadagurinn hófst með því að fánar voru dregnir að húni á Akratorgi en klukkan 10 fór fram minningar- athöfn í kirkjugarðinum, þar sem minnst var týndra og drukknaðra sjómanna. Klukkan 11 var á Akratorgi lagður blóm- sveigur til minningar um drukknaða sjómenn og sjó- mannamessa var í kirkjunni þar sem aldraðir sjómenn voru heiðraðir. Tveir sjómenn voru heiðraðir að þessu sinni og SKOLAAKSTUR Óskað er eftir tilboðum í skólaakstur fyrir nemendur í Fjölbrautaskóla Snæfellinga sem hefur starfsemi sína í lok ágúst 2004 og verður staðsettur í Grundarfirði. Nemendum verður boðið uppá akstur í og úr skólanum alla kennsludaga skólaársins. Um er að ræða nemendur sem búsettir eru í Snæfellsbæ, Stykkishólmi og Helgafellssveit. Nemendur eiga að vera mættir í tíma kl. 8:30 hvern dag og því þurfa þeir að vera komnir í skólann ekki síðar en kl. 8:20. Reiknað er með að lagt sé af stað heimleiðis kl. 16:30 dag hvern, nema föstudaga kl. 14:30. Þær leiðir sem aka þarfhvern skóladag eru eftirfarandi: I Stykkishólmur - Grundarfjörður (Lagt af stað um kl. 7:50) Grundarfjörður — Stykkishólmur (Lagt af stað kl. 16:30, föstud. kl. 14:30) Vegalengd: 39 km hvora leið. II Hellissandur - Rif - Ólafsvík - Grundarfjörður (Lagt af stað um kl. 7:50) Grundarfjörður — Ólafsvík — Rif — Hellissandur (Lagt af stað kl. 16:30, föstud. kl. 14:30) Vegalengd: 36 km hvora leið. III Akstur nemenda úr Helgafellssveit og sveitum Snæfellsbæjar verður með misjöfnum hætti eftir önnum og því verður samið sérstaklega um þá hluta. Gerð er krafa um að skólabifreiðarnar uppfylli almennar öryggiskröfur og æskilegt er að í þeim séu bílbelti. Auk þess er þess krafist að bifreiðastjórar hafi lokið tilskildu námi og öðlast réttindi til aksturs hópferðabifreiða. Þeim skal vera umhugað um öryggi farþega sinna og leitast við að tryggja það í hvívetna. Óskað er eftir tilboðum í allan aksturinn eða hluta hans. Vegna óvissu um nemendafjölda verður samið til eins árs en áætlanir gera ráð fyrir að nemendur í og úr Snæfellsbæ verði 20 til 30 talsins og sömuleiðis að nemendur til og frá Stykkishólmi og Helgafellssveit verði 20 til 30 talsins. Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Tilboðum skal skila til Guðbjargar Aðalbergsdóttur, skólameistara, Borgarbraut 16, 350 Grundarfirði (gudbjorg@fsn.is, gsm: 864 9729) eða Páturs Inga Guðmundssonar, aðstoðarskólameistara (petur@fsn.is, gsm: 868 3618). Skilafrestur hefur verið framlengdur til 25. júní 2004. Gísli bæjarstjóri og Gísli S Einarsson voru veislustjórar á Safnasvæð- inu og héldu uppi mikilli stemningu í grillveislu tileinkaðri sjómanna- deginum á laugardagskvöldiö. Mynd: Jón Allansson þökkuð áratuga störf við sjó- mennsku. Þetta eru þeir Jón Skapti Kristjánsson og Huldar Agústsson en báðir hafa þeir verið skipverjar hjá útgerð Har- aldar Böðvarssonar á sínum sjó- mannsferli. Kvennadeild Slysavarnafé- lagsins var síðan með kaffisölu í Jónsbúð um eftirmiðdaginn. MM Gaf málverk Nýlega færði Hilmar Hálf- dánarson Listasafni Akraness að gjöf málverk eftir Bjarna Þór, listamann á Akranesi. Halldóra Jónsdóttir, forstöðu- maður Bókasafns Akraness veitti gjöfinni viðtöku og verð- ur henni fundinn góður staður við fýrsta tækifæri í einhverri stofnun Akraneskaupstaðar. Þess má geta að Hilmar var nú í vor að hætta sem kennari við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri þar sem hann hefur kennt í hartnær tvo áratugi. Af því tilefni færðu samstarfsfélag- ar hans við skólann honum, á útskriftardegi skólans, gjafabréf til kaupa á hægindastól að eigin vali. Hilmar er því bæði gefandi og þiggjandi vikunnar. MM Systur úr Borgarnesi, Eva og Ólöf Sumarliöadætur voru kátar á leik Englands og íslands á Old Trafford í Manchester á laugardaginn en sú fyrrnefnda vann ferð fyrir tvo á leikinn í happdrætti Spron. Þær voru ánægðar með túrinn þrátt fyrir aö íslensku boltadrengirnir hafi ekki staöiö sig sem skyldi.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.