Skessuhorn


Skessuhorn - 16.06.2004, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 16.06.2004, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 16. JUNI 2004 Er meiriháttar mál að skipta um dekk...? Ja, það vafðist að minnsta kosti ekki fyrir Kristínu Frímannsdóttur sem fór fumlausum höndum um tjakkinn og felgulykilinn. Hún var líka eldsnögg að Ijúka verkinu og brunaði svo sína leið. Mynd: als Helga Halldórsdóttir forseti bæjarstjórnar Borgarbyggðar sýndi listir sínar á gröfunni og lét þess getið að sig hefði ekki munað um að grafa fyrir grunni væntanlegrar reiðhallar í leiðinni. Mynd: GE Byggt yfir hrossin í síðustu viku var tekin fyrsta skóflustungan að nýjum hest- húsum á svæði hestamannafé- lagsins Skugga í Borgarnesi. Hesthúsbyggingin sem verður í fimum höndum Pálma Ingólfs- sonar á Hálsum í Skorradal markar væntanlega upphafið að miklum framkvæmdum á svæð- inu en bæjarstjórn Borgar- byggðar hefúr tekið vel í erindi Skugga um þátttöku í byggingu reiðhallar á svæðinu. GE Sjúkraflutningamenn á námskeiði Á myndinni eru sjúkraflutningamennirnir 5 ásamt Þórði Ingólfssyni, yfirlækni. I dag eru fimm menntaðir stuttu og eru því nú allir 5 sjúkraflutningamenn við menntaðir til starfans. Heilsugæslustöðina í Búðardal Utskrift fór fram frá Sjúkra- en fjórir luku grunnnámi frá flutningaskólanum á Akureyri Sjúkraflutningaskólanum fyrir 20. maís.l. Námið fór að mestu fram í gegnum fjarfundabúnað og sátu nem- endur víða um land 2 kvöld í viku hverri í rúma 2 mánuði. Um var að ræða samstarf heilsu- gæslustöðva í Búðardal, á Hólmavík og á Hvammstanga og fór verklegt nám fram um helgar til skiptis á þessum 3 stöð- um. Þessi fjar- námsaðferð þótti gefast mjög vel, enda allir mennirnir í fullri vinnu við annað. SJök ísfðustu viku var efra Pakkhúsinu i Englendingavík lyft af grunni sínum og lagt til hliðar á meðan grunnur þess verður endurhlaðinn. Það eru Hollvinasamtök Englendingavíkur sem standa að framkvæmdunum en gömlu verslunarhúsin í Englendingavík eru í eigu Borgarbyggðar. I sumar er ætlunin að Ijúka endurbótum á efra pakkhúsinu. Það eru SÓ húsbyggingar sem sjá um verkið. '‘reiátlna /'//‘tuutar Umsjón: Iris Arthúrsdóttir. Þjóðhátíðarterta úr Jörundarholtinu Hæ Hó Jibbíjei! Þessi uppskrift Nokkrar kemur frá góðri vinkonu minni Makkarónu- sem er matgæðingur mikill og kökur listakokkur, ég held að ég hafi ldós perur aldrei fengið neitt hjá henni sem 1 box jarðaber ekki er í fyrsta klassa, svo ykkur er Smá bláber óhætt að ræsa hrærivélarnar og hita upp ofnana, verði ykkur að góðu ! Til skrauts: 75 gr. suiu- 300 gr. Sykur súkkulaði 6 eggjabvítur 1/2 tsk. mat- arolía Stífþeytt saman. Teiknið 2 hringi á smjörpappír og hafið gat í Brytjið niður miðjunni. Athugið að hafa það ekki of lítið. A milli: 1/2 líter þeyttur rjómi 1 banani 2 græn epli banana, epli, perur og blandið út í þeytta rjómann. Myljið makkar- ónukökur út í. Setjið annan hring- inn á tertudisk, fyllinguna á milli og svo hinn hringinn ofaná. Bræð- ið saman súkkulaði og olíu og skreytið toppinn á tertunni. Setjið að lokum jarðaber og bláber í gat- ið á hringnum og jafnvel á diskinn í kringum kökuna. HUSRAÐ Setjið púðana og fiðurkoddana í þurrkarann í smá stund til að gefa þeim upplyjtingu ogþenja þá út. Þeir sem hafa áhuga á að láta birta uppáhalds uppskriftina sína geta sent hana inn ásamt ljósmynd af sjálfum sér eða réttinum (500 kb eða stærri), fullu nafni, heimilisfangi og síma á netfangið iris@skessuhorn.is Eru allir Þessar vikur fylgjast lögreglu- liðin á Vesturlandi sérstaklega með notkun öryggisbelta og því að börn noti viðeigandi öryggis- búnað á ferð í bílum. Þá mun lögreglan einnig hafa afskipti af börnum sem ekki nota öryggis- hjálma á reiðhjólum. Gera má ráð fyrir því að kært sé vegna brota er varða öryggisbúnað í biffeiðum. Haft verður sam- band við forráðamenn barna sem ekki nota hjálma á reið- hjóli. Lögreglan á Vesturlandi er í samstarfsverkefni um athugun á öryggi barna í umferðinni. Vegfarendur mega búast við að vera stöðvaðir hvort sem þeir eru akandi eða á reiðhjólum. Talsmaður samstarfsins varð- andi athugun á öryggisbúnaði er Theodór Kr. Þórðarson yfir- lögregluþjónn í Borgarnesi. Sagði hann að lögreglan á Akra- nesi hefði séð mikinn mun á öruggir? hegðun fólks í umferðinni strax eftir að það varð vart við aukið eftirlit lögreglunnar. Nær allir ökumenn og farþegar í bílum sem stöðvaðir voru á Akranesi í síðustu viku, notuðu viðeigandi öryggisbúnað og æ fleiri reið- hjólamenn voru með hjálma. Lögreglan í Borgarnesi er komin með skoðunarmiða fyrir reiðhjól og því geta þeir sem vilja komið með reiðhjólin sín í skoðun á lögreglustöðina og fengið skoðunarmiða eða á- bendingar um hvað megi lag- færa. Gert er ráð fyrir því að ör- yggisátakið standi yfir ffam f næstu viku. Auk lögreglunnar á Akranesi og í Borgarnesi taka lögregluliðin á Snæfellsnesi og í Dölum þátt í verkefninu og að samstarfinu standa einnig lög- reglan í Reykjavík og Umferð- ardeild ríkislögreglustjóra. (Fréttatilkynning)

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.