Skessuhorn


Skessuhorn - 16.06.2004, Blaðsíða 5

Skessuhorn - 16.06.2004, Blaðsíða 5
jniissunui.. MIÐVIKUDAGUR 16. JUNI 2004 5 Markaðsdagar á Skaga Ingibjörg Gestsdóttir, umsjónarmaður Viðburðaveisiu á Akranesi ásamt foreidrum sínum, Gesti Friðjónssyni, sem kom frá Keflavík á gamlar heimaslóðir til þess að spila á harmónikku fyrir markaðsgesti og Nönnu Jóhannsdóttur, sem bauð upp á handunnar prjónavörur og ýmislegt fteira. Mikið var um að vera á Akranesi um liðna helgi. A Safnasvæðinu að Görðum á laugardaginn opnaði Þórarinn Helgason hamskeri sýningu á uppstoppuðum dýrum í safna- skálanum og alla helgina var opinn markaður í stóru tjaldi sem reist hefur verið á svæðinu. A boðstólnum var meðal annars handverk af ýmsu tagi, listmun- ir og bækur. Ingibjörg Gests- dóttir, sem hefur umsjón með Viðburðarveislu á Akranesi í sumar, lætur vel af aðsókninni og segir fólk ekki hafa látið rok og rigningu aftra sér frá því að koma og gera reifarakaup. Ekki spillti svo fýrir stemningunni að Gestur Friðjónsson hélt uppi stanslausu stuði með harmónikkuleik í markaðstjald- inu. ALS Garðasel er heilsuleikskóli Á grillhátíð sem ffam fór sl. fimmtudag var leikskólanum Garðaseli á Akranesi veitt viður- kenning frá Lýðheilsustöð og Landlæknisembættinu fýrir störf að bættu heilbrigði, íþróttum og hreyfingu meðal barnanna. Það var Anna Björg Aradóttir frá Lýðheilsustöð sem veitti Ing- unni Ríkharðsdóttur leikskóla- stjóra viðurkenninguna. Garða- sel er þar með þriðji leiksólinn á landinu sem má skilgreina sig sem heilsuleikskóla. Áður hafa leikskólar í Grindavík og Kópa- vogi hlotið sambærilegar viður- kenningar. Við þetta tækifæri sagðist Ing- unn Rikharðsdóttir vera í senn stolt og ánægð með þessa viður- kenningu. „Við höfum lagt mikla áherslu á hreyfingu og íþróttaiðkun og höfum t.a.m. alla þessa viku verið með sér- staka íþróttaviku. Þessi viður- kenning undirstrikar áherslur okkar og ég er stolt fýrir okkar hönd og Akraneskaupstaðar sem vissulega er íþróttabær," sagði Ingunn í samtali við Skessuhorn. Frá griiihátíðinni sl. fimmtudag Anna Björg Aradóttir frá Lýðheilsustöð og Ingunn Ríkharðsdóttir leik- skólastjóri á Garðaseli. VIÐBURÐAVEISLA Á AKRANESI I Kleinubakstur i ™ íslandsmeistaramót í kleinubakstri Konur víðs vegar af landinu koma verður haldið í annað sinn laugar- saman og keppa í kleinubakstri. daginn 19. júní og bijrjar kl. 14. Gestir og gangandi fá að smakka og geta lagt sinn eigin dóm á kleinurnar, Keppnin verður haldin í tjaldi við en 5 manna dómnefnd sker síðan úr Safnasvæðið á Akranesi. um það hver hreppir titilinn Kleinumeistari drsins 2004 Safnasvæðið á Akranesi Sími 431 5566 - Fax 431 5567 - Veffang: www.museumds Netfang: museum@museum.is Þvottabjörn kúrir á grein við innganginn í Maríukaffi, en Þórarinn Helgason hamskeri opnaði um helgina sýningu á uppstoppuðum dýr- um. Hrönn Eggertsdóttir og Bára Jósefsdóttir voru hressar og öflugar í sölumennskunni. lbúar Borgarfjardarsveitar! F orsetakosningar 26. júní 2004 Kjörskrá vegna forsetakosninga 26. júní nk. liggur frammi á skrifstofu Borgarfjarðarsveitar, Litla-Hvammi, Reykholti frá 16. júní nk. fram á kjördag. Kjósendur em hvattir til að kynna sér hvort nöfn þeirra em á kjörskrá. Kjörfundur hefst laugardaginn 26. júní kl. 10.00 árdegis og lýkur kl. 20.00 Kosið verður í Kleppjárnsreykjaskóla Yfirkjörstjórn mun á kjördegi hafa aðsetur í Kleppjárnsreykjaskóla. Símanúmer yfirkjörstjórnar verður á kjördegi 894 6368 Sérstök athygli er vakin á því að kjósandi sem ekki hefur meðferðis persónuskilríki getur átt von á því að fá ekki að greiða atkvæði. Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri Bjarni Guðmundsson formaður kjörstjórnar kólaþjónusta J næfellinga Forstöðumaður Laust er til umsóknar starf forstöðumanns Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga. Um er að ræða afleysingastöðu í eitt ár frá haustinu 2004. Að Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga standa sveitarfélögin Grundarfjarðarbær, Helgafellssveit, Snæfellsbær og Stykkishólmsbær. Forstöðumaður hefur m.a. yfirumsjón með málefnum barnaverndar og félagsþjónustu sveitarfélaganna og þjónustu við leik- og grunnskóla á svæðinu. Gerð er krafa um háskólamenntun af félags- eða uppeldissviði auk kröfu um sjálfstæði, skipulagshæfni og hæfni í mannlegum samskiptum. Umsóknir skuhi berast skriflega til Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga, Klettsbúð 4, 360 Snæfellsbær ekki síðar en 24.júní nk. Nánari upplýsingar veitir Sigþrúður Guðmundsdóttir,forstöðumaður í síma 430 7800.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.