Skessuhorn


Skessuhorn - 16.06.2004, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 16.06.2004, Blaðsíða 1
Afireks- kona Valdís Þóra Jónsdóttir, ungur kylfingur á Akranesi hefur skipað sér í sveit með afrekskylfingum landsins. Hún hefur eytt drjúgum hluta af ævinni á Garðavelli og er að uppskera eftir því. Sjá bls. 14 24 ný störf Tuttugu og fjögur ný störf skapast í Stykkishólmi við það að beitukóngsveiðar hefjast þar að nýju. I þessari viku er verið að koma fyrir átta þúsund gildrum í Breiðafirðinum en sjálfar veiðarnar hefjast í næstu viku. Sjá baksíðu Heilsu- leikskófi Síðastliðinn fimmtudag var leikskólanum Garðaseli á Akranesi veitt viðurkenn- ing frá Lýðheilsustöð og Landlæknisembættinu fyrir störf að bættu heilbrigði, íþróttum og hreyfingu með- al barnanna. Sjá bls 5 Sigursælar Skagastúlkur Allt bendir til að kvennaknattspyrna á Akra- nesi sé á hraðri uppleið að nýju eftir nokkra lægð síð- ustu ár. Meistaraflokkur kvenna er kominn til keppni að nýju og byrjar með stæl og yngstu knattspyrnukon- urnar gerðu góða ferð til Vestmannaeyja nú um helg- ina. Sjá bls. 15. Það var mikið um dýrðir í Borgar- firði um helgina en þá var haldið upp á tíu ára afmæli Borgar- byggðar og Borgfirðingahátíð haldin í fimmta sinn. Veðrið setti sinn svip á hátíðina en það gerðu einnig erlendir sagnamenn og víkingaflokkur frá Akranesi. Á myndinni má sjá víkingana á stóðum þess eina og sanna vík- ings, Egils Skallagrímssonar, en þeir fengu sér morgunverð með öðrum gestum í Skallagrímsgarði og slógu þar upp búðum sínum. Mynd: Helena Stórhækkað matsverð á landi á Akranesi Matsnefnd eignarnámsbóta hefur kveðið upp úrskurð sinn varðandi eignarnám Akranes- kaupstaðar á landi Sýruparts á Breiðinni á Akranesi. Akraneskaupstaður falaðist eftir landinu til að úthluta lóð undir starfsemi Laugafisks sem hafði áhuga á að byggja viðbót- arhúsnæði undir starfsemi sína. Samningar náðust ekki við landeigendur og því var ákveð- ið að beita eignarnámsrétti sveitarfélagsins. Sérstök nefnd á vegum ríkisins, Matsnefnd eignarnámsbóta, hefur það verkefni að meta verð á eign- um sem teknar eru eignarnámi og komst hún að þeirri niður- stöðu að verð pr. fermetra skuli nema 1.700 kr. En það þýðir að heildarverð fýrir Sýruparts- landið verður 9,2 milljónir króna en matsmenn sem Akra- neskaupstaður hafði leitað til höfðu metið það á um 4 millj- ónir. „Matsmenn ríkisins telja að það sé það mikið að gerast á þessu svæði að verðmæti lands hafi hækkað þetta mikið,“ segir Jón Pálmi Pálsson bæjarritari Akraneskaupstaðar. „Það er vissulega jákvætt að mörgu leyti þótt okkur þyki þetta hátt verð að greiða í þessu tilfelli,“ segir Jón Pálmi. Þess má geta að ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort Akraneskaupstaður gengur að þessum kaupum en bæjarstjórn hefur mánaðarfrest til að fjalla um málið. GE Allt til alls... Stórmarkaður Hyrnutorgi r4 iQW Hyrnutorg S. 430 5533 Opið mán.-fim. frá kl. 09-19 L \ föstudaga frá kl. 09-20 Eír laugardaga frá kl.10-19 BORGARN ESI | sunnudaga frá kl. 12-19 Góður kostur... www.kb.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.