Skessuhorn - 22.09.2004, Qupperneq 2
2
MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 2004
L>ik£93ljnu^
Til minnis
Vib minnum q:
Nómskeiðið: „íslensko
fyrir útlendinga í Fjöl-
brautaskóla Vesturlands
d Akranesi á mdnudög-
um og miðvikudögum kl.
17:30 til 20:00.
WÍ& Ve&iArhorfMr
Það verbur rigning en
stillt veður fram að helgi
og svo mun stytta upp d
laugardag fram d sunnu-
dag. Hiti verður í kring-
um 9 gróður.
(5)®©
Ætlar þú aö veröa
rektor Óli Jón?
Ekki stend-
ur það til í
augnablik-
inu í það
minnsta en
þessar hug-
myndir um háskólasetur
eru mjög spennandi og
við fylgjumst meö fram-
vindu málsins.
Óli Jón Cunanrsson
bœjarstjóri Stykkis-
hólms.
Áform eru uppi um há-
skólasetur í Stykkishólmi í
tengslum við Háskóla
íslands.
SpRrniruj viHþrmctr
í síöustu viku var spurt:"
Ertu ánægð(ur) með nýja
forsætisráðherrann?" Já,
svöruðu 34,9% en Nei
sögðu 43,4%. Hlutlausir
voru 21,7%. í næstu viku
spyrjum við: „Hvert er
þitt uppáhaldslið í ensku
knattspyrnunni?"
Svaraðu skýrt og
skilmerkilega á
www. skessuhorn. is
Vestlendin|JMr
viHunnar
Er Alexand-
er Högna-
son þjálfari
íslands- og
bikarmeist-
ara 2. flokks
ÍA. Frábær árangur á
fyrsta ári Alexanders í
starfi og ekki síst í ljósi
þess ab flestir leikmann-
anna hafa aldur til að
leika eitt ár í viðbót í
þessum flokki.
Stórbruni í Ólafsvík
Það var heldur nöturlegt um að litast á athafnasvæði Klumbu á laugardagsmorguninn.
Stjórtjón varð þegar Fisk-
verkunin Klumba í Olafsvík
brann til kaldra kola aðfar-
arnótt laugardags. Eldurinn
kom upp í ketilhúsi um eitt-
leytið um nóttina og var
slökkvilið Olafsvíkur og
slökkvilið Grundarfjarðar þeg-
ar kallað út. Eldurinn breiddist
hinsvegar það hratt út að ekki
varð við neitt ráðið að sögn
Jóns Þórs Lúðvíkssonar
slökkviliðsstjóra. Slökkviliðið
var að störfum fram eftir laug-
ardeginum en engu var hægt
að bjarga.
Tæplega þrjátíu manns
starfa hjá Klumbu við hausa-
þurrkun og frystingu og hefur
íyrirtækið verið í vexti að und-
anförnu. í sumar voru gerðar
umtalsverðar endurbætur á
húsnæðinu og ekki voru nema
tveir dagar liðnir frá því nýr
lausfrystir var tekinn í notkun.
Samkvæmt upplýsingum
Skessuhorns stefna eigendur
Klumbu að því að byggja nýtt
hús undir starfsemi fyrirtækisins.
GE
Eldurinn breiddist hratt út.
Stykkishólmur:
Bráðabirgðaverslun í október
Akveðið hefur verið að versl-
un 10/11 í Stykkishólmi verði
breytt í Bónusbúð. Breytingin
tekur gildi um mánaðamótin
október / nóvember og liggur
fyrir að nokkurt rask verður á
hefðbundnum verslunarrekstri
á meðan, eða í um þriggja vikna
skeið. Svanur Valgeirsson er
starfsmannastjóri hjá Bónus.
Hann segir að fyrirtækið sé nú
að leita að hentugu bráða-
birgðahúsnæði í Stykkishólmi á
meðan versluninni verður
breytt, eða tímabilið 10. til 30.
október. „Líklega munum við
koma okkur fyrir í anddyri fé-
lagsheimilisins og erum nú að
ræða við Pétur Geirsson um
það. Það verður að vísu ekki um
fjölbreytt vöruúrval að ræða á
meðan, en við leggjum áherslu
á að íbúar þurfi ekki að keyra
langan veg til að nálgast brauð,
mjólkurvörur, ávexti og aðrar
helstu nauðsynjar. Við verðum
hinsvegar að hafa opnunartím-
ann eitthvað styttri en venja er
til,“ sagði Svanur í samtali við
Skessuhorn. Hann segir að
Bónusmenn hafi mætt miklum
velvilja frá íbúum í Stykkis-
hólmi varðandi fyrirhugaðar
breytingar, enda eigi þeir að
geta horft fram til lækkandi
vöruverðs. MM
Haraldur Böðvarsson AK úreltur
Haraldur Böðvarsson AK-12 við bryggju á Akranesi á Sjómannadag-
inn fyrr í sumar.
Stjórn HB Granda hf. hefur
ákveðið að úrelda um næstu
áramót hið gamla og fengsæla
happaskip, skuttogarann Har-
ald Böðvarsson AK 12. Skipið
var smíðað í Kristiansund í
Noregi árið 1975 og er 562
brúttótonna skuttogari, 46,5
metra langur og 9 m breiður.
„Utgerðin hyggst flytja kvóta
Haraldar, m.t.t. vinnslunnar á
Akranesi, yfir á önnur ísfisk-
veiðiskip fyrirtækisins, Sturlaug
H Böðvarsson AK, Asbjörn RE
og Ottó RE,“ sagði Guðmund-
ur Páll Jónsson starfsmanna-
stjóri HB Granda í samtali við
Skessuhorn. Guðmundur sagði
að skipið hefði komið nýtt til
Akraness árið 1975 og þjónað
útgerðinni ákaflega vel alla tíð
og borið óhemju afla að landi.
Undanfarin ár hefur skipið
einkum verið á þorski og ýsu. I
áhöfn Haraldar Böðvarssonar
AK eru 15 menn og óttast
starfsmannastjórinn ekki um
hag þeirra. „Við munum reyna
að koma mönnum í pláss á öðr-
um skipum félagsins en fast-
ráðnir menn á því hafa undan-
farið verið 15,“ sagði Guð-
mundur Páll. MM
Borgames-
kjötvömr
flytja á
næsta ári
Ljóst er að Borgarnes-
kjötvörur munu flytja starf-
semi sína úr Brákarey á
næsta ári. Að sögn Guð-
steins Einarssonar stjórnar-
formanns fyrirtækisins er
stefnt að því að flytja sem
fyrst enda geta Borgarnes-
kjötvörur vart annað eftir-
spurn í núverandi húsnæði.
Borgarbyggð hefur undir-
ritað viljayfirlýsingu um
kaup á húsakosti Borgar-
neskjötvara í Brákarey en
þessa dagana er verið að
kanna möguleika á kaupum
á húsnæði undir starfsemina
í Borgarnesi eða byggingu
nýs húsnæðis.
GE
Nýr bátur
tilRife
Nýr bátur hefur bætst í
flota Snæfellsbæjar en
Matthías SH 21 kom í fyrsta
sinn til heimahafnar í Rifi í
síðustu viku. Matthías er í
eigu Kristjáns Jónssonar á
Plellissandi og er 14,9
brúttótonna af gerðinni
Seigur 1160.
GE
Bílþjófar
á ferð
I síðustu viku var bíl stolið
þar sem hann stóð við íbúð-
argötu í Borgarnesi. Sjónar-
vottar sáu bílnum ekið á
mikilli ferð suður Borgar-
fjarðarbrú um klukkan 7:30
á þriðjudagsmorgun. Eftir
að auglýst hafði verið eftir
bílnum í dagblöðum barst
ábending um að hann væri
að finna í malargryfju í
Melasveit. Það reyndist
vera og hafði verið tekið úr
honum ýmiss búnaður og
hann skemmdur töluvert.
Að sögn eiganda bílsins eru
ákveðnir aðilar af höfuð-
borgarsvæðinu grunaðir um
verknaðinn og er einnig
grunur um að þeir hinir
sömu séu enn að litast um
eftir bílum í Borgarnesi til
að taka ófrjálsri hendi því til
þeirra hafi sést síðan. Eig-
endum bíla og öðrum íbú-
um er bent á að fylgjast vel
með óvenjulegum manna-
ferðum sem gjarnan eiga sér
stað í skjóli nætur.
MM