Skessuhorn - 22.09.2004, Blaðsíða 6
6
MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 2004
^ntsaunu...
Bæjarstjóm Borgarbyggðar sammála um þrjú forgangsatriði
Atvinnumál, samgöngumál og málefhi aldraðra
Tilraun gerð til að virkja bæjarfulltrúa betur með nýjum starfsháttum bæjarstjórnar
y'mAfl/u/ wAff/uiar
Umsjón: Iris Arthúrsdóttir.
Þeir sem hafa áhuga á að láta birta uppáhalds uppskriftina
sína geta sent hana inn ásamt Ijósmynd af sjálfum sér eða réttinum (500 kb eða
stærri), fullu nafni, heimilisfangi og síma á netfangið iris@skessuhom.is
HÚSRAÐ
Ef hunangið hefur sykrast er
hægt að setja krukkuna í pott
með sjóðandi vatni.
Á síðasta fundi bæjarstjórnar
Borgarbyggðar var gerð sam-
hljóða samþykkt um þrjú megin-
stefnumál sem meirihluti og
minnihluti voru sammmála um
að vinna að í sameiningu út yfir-
standandi kjörtímabil. I bókun
bæjarstjórnar segir m.a.: „Bæjar-
stjórn Borgarbyggðar er sam-
mála um að mikilvægt sé að
vinna ötullega að eflingu at-
vinnulífs í Borgarbyggð, bættum
samgöngum, uppbyggingu hús-
næðis eldri borgara og Dvalar-
heimilis aldraðra í Borgarnesi á
næstu tveimur árum. Til að
vinna þessum málum ffamgang
verða settir á stofh vinnuhópar
sem mimu einbeita sér að áður-
nefndum málefnum. Þessi verk-
efhi krefjast þess að þau séu unn-
in í góðri sátt við ýmsa hags-
munaaðila og lýsir bæjarstjórn
Borgarbyggðar sig reiðubúna til
samstarfs við þá.“
,ÁIenn voru sammmála um að
skipa vinnuhópa sem í sitji bæj-
arfulltrúar og með því er verið
að ræða um að þeir komi meira
inn í ýmiskonar stefhumótunar-
vinnu,“ segir Páll S Brynjarsson
bæjarstjóri. „Við erum með
þessu að víkka svolítið út starf-
svið bæjarstjórnar en mönnum
hefur fundist að bæjarstjórnar-
menn séu mest í að afgreiða mál
með handauppréttingum en
þetta eru tímamót að því leyti að
hér verður ákveðin breyting á
starfsháttum bæjarstjórnar. Það
má því líta á þetta sem tilraun til
að virkja bæjarfulltrúana meira
en verið hefur og menn voru
sammála um að gefa þessu tvö ár,
eða fram að lokum kjörtímabils-
ins.“
Unnið með öðrum
Þá segir Páll að með um-
ræddri samþykkt sé bæjarstjórn
að lýsa yfir vilja til að vinna með
öðrum aðilum að helstu fram-
faramálum. Atvinnumálin eru
sem fýrr segir eitt af þeim þrem-
ur atriðum sem sett eru í forgang
en í því sambandi má reyndar
geta þess að það hefur verið yfir-
lýst stefna Borgarbyggðar að
taka ekki beinan þátt í atvinnu-
rekstri í sveitarfélaginu nema
brýna nauðsyn beri til. Þá má
einnig geta þess að á síðasta
kjörtímabili var atvinnumála-
nefnd sveitarfélagsins lögð niður
og því má spyrja hvort þarna sé
stefnubreyting af hálfu meiru-
hlutans og hvort verið sé að
klóra í bakkann? „Nei það er
ekki hægt að segja það. Þegar at-
vinnumálanefndin var lögð nið-
ur fluttust hennar málefhi yfir á
bæjarráð. Við höfum hinsvegar
gjarnan viljað komast í meira
samstarf við atvinnulífið og höf-
um hvatt til þess að stofhuð
verði hagsmunasamtök fýrir-
tækja í sveitarfélaginu. Þetta
snýst líka um að við viljum
marka okkur stefhu í atvinnu-
máfum og gera það í sátt og
samstarfi við þá sem eiga hags-
muna að gæta. Þess má reyndar
líka geta að SSV ráðgjöf hefur
tekið ákveðið frumkvæði í þess-
ari stefnumótun og er um þessar
mundir að vinna að svokölluðu
klasaverkefhi fýrir Borgarfjörð-
Frostxós
Þessi ísterta er konunglegur
eftirréttur, eða glaðningur í
klúbbana sem fara að vakna til
lífsins með haustinu. Volg kara-
mellu- eða súkkulaðisósa spillir
ekki fýrir.
1 svamphotn
1 marensbotn
1 box jarðarber
1 lítil dósperur
Vanillu ís
Jarðaberja ís
1/2 líter þeyttur rjómi
Skraut eftir smekk (nammi,
ber eða annað)
Bleytið svampbotninn með
perusafanum. Raðið ískúlum,
perum og jarðarberjum þétt
ofan á bominn. Setjið marens-
inn ofan á og skreytið með
þeyttum rjóma og ávöxtum eða
nammi að vild. Látið bíða í
kæli í 15-20 mínútur áður en
hún er borin fram.
Atvinnumálin eru meðal þriggja forgangsatriða bæjarstjornar Borgar-
byggðar það sem eftir er af þessu kjörtímabili. Ljósm. MM
inn. Við viljum hinsvegar koma
þessum málum í ákveðið form
og finna út hvemig sveitarfélag-
ið getur best komið að því að
liðka fýrir atvinnuuppbyggingu
án þess að fara sjálft út í beinan
rekstur.“
Heimafyrirtækin
í forgang
Páll segir að ekki sé í gangi
sérstakt verkefni til að laða að
utanaðkomandi fýrirtæki en
töluverð umræða hafi verið í
gangi um hvort það sé yfirhöfuð
rétt. „Við teljum ekki síður
mikilvægt að þau fýrirtæki sem
hér eru til staðar nú þegar eflist
og dafhi. Að sjálfsögðu eru ný
fýrirtæki velkomin hingað og við
teljum umhverfið býsna vænlegt
fýrir þau, gjöld em lág, nóg
framboð af lóðum og öll þjón-
usta til staðar. Á hinn bóginn
viljum við skoða í ffamhaldi af
þessari samþykkt hvernig við
getum greitt götu þeirra fýrir-
tækja sem hafa byggst upp hér í
sveitarfélaginu. Það geram við
hinsvegar ekki upp á okkar eigin
spítur heldur verður það að vera
í samráði við atvinnulífið. Þótt
bæjarstjórn sé öll af vilja gerð þá
gengur hún ekki til góðs í þess-
um málum nema hún gangi í
takt við þá sem eiga hagsmuna
að gæta,“ segir Páll.
Stækkun
Dvalarheimilisins
Varðandi málefni aldraðra
viðurkennir Páll, aðspurður, að
uppbygging Dvalarheimilis aldr-
aðra hafi verið í nokkrum hnút
undanfarin misseri. „Stjórn
Dvalarheimilisins hefur verið í
viðræðum við heilbrigðis- og
tryggingamálaráðuneytið í
nokkur ár og vildi kaupa hluta af
heilsugæslustöðinni í Borgarnesi
til að stækka heimilið. Nú hefur
ráðuneytið hafhað því og ætlar
að fara í endurbætur á heilsu-
gæslunni með það í huga að vera
þar áffam. Nú er það hinsvegar
stjórnar Dvalarheimilisins að
finna út hvemig menn vilja bæta
og stækka húsnæðið en þörfin er
svo sannarlega fýrir hendi.“
Að lokum segir Páll það vera
mikið ánægjuefni að bæjarstjórn
í heild skuli tilbúin að sameina
kraffa sfna í þeim málum sem
menn vilji setja í forgang.
GE
Ami Böðvarsson í
Kirkjuhvoli
Kristján Kristjánsson, forstöðumarður Ljós-
myndasafns Akraness, og Gísii Gíslason,
bæjarstjóri á Akranesi, að spjalli á opnuninni.
Laugardaginn
18. september
opnaði í Listasetr-
inu Kirkjuhvoli
ljósmyndasýning
Ljósmyndasafns
Akraness á mynd-
um Árna Böðvars-
sonar. I tilefni sýn-
ingarinnar var ráð-
ist í úgáfu bókar-
innar Ljósmyndir
Árna Böðvarssonar
sem inniheldur æviágrip ritað
af Árna Ibsen, barnabarni
myndasmiðsins, og úrval ljós-
mynda sem hann tók á ferli
sínum. Bókin er gefin út með
styrk frá Menningarborgar-
sjóði, KB banka og Vátygg-
ingafélagi Islands.
Árni Böðvarsson, sem fædd-
ur var í Vogatungu í Leirársveit
15. speptember 1888, rak ljós-
myndastofu á nokkrum stöð-
um á Akranesi frá 1916 til
1950, síðast á Vesturgötu 80.
Eftir að það húsnæði brann
hætti Árni að taka myndir á
stofii en Olafur sonur hans tók
að sér rekstur ljósmyndastof-
unnar. Árni hélt þó áfram að
taka myndir á meðan kraftar og
heilsa leyfðu, en hann lést tæp-
lega níræður 30. apríl 1977.
Kunnastur er Árni fýrir lit-
uðu ljósmyndirnar sínar og
prýddu þær fjölda heimila víða
um land allt ffá upphafi þriðja
áratugs tuttugustu aldar.
Myndimar voru litaðar með
olíulitum sem bornir vora á
stækkaða ljósmynd með
bómul.
Það var Gísli Gíslason, bæj-
arstjóri Akraness, sem opnaði
sýninguna að viðstöddu fjöl-
menni. Kristján Kristjánsson,
forstöðumaður Ljósmynda-
safns Akraness, færði við þetta
tækifæri tengdadóttur Árna
Böðvarssonar, Ingveldi Ás-
mundsdóttur og barnabörnum
hans, Árna Ibsen, Heiðrúnu og
Brynhildi Þorgeirsdætram og
Guðmtmdi Garðarssyni eintak
af hinni nýútkomnu bók, Ami
Ibsen flutti tölu og Bragi Þórð-
arson ávarpaði opnunargesti.
Góður rómur var gerður að
sýningunni sem þykir gefa
góða innsýn í sögu Akraness,
en það vora Kristján Kristjáns-
son og Friðþjófur Helgason
ljósmyndari, sem áttu veg og
vanda að uppsetningu hennar.
Sýningin stendur til 17. októ-
ber.
ALS