Skessuhorn


Skessuhorn - 22.09.2004, Qupperneq 5

Skessuhorn - 22.09.2004, Qupperneq 5
oivtasunvj.. MIÐVTKUDAGUR 22. SEPTEMBER 2004 5 Framkvæmdir að hefjast á Miðbæjarreit Síðastliðinn fimmtudag var fyrsta skóflustungan tekin að nýju íjölbýlishúsi við Dalbraut 1 á Akranesi. Þar með hefst formlega fyrsti áfangi að upp- byggingu svokallaðs Miðbæj- arreits en fyrirhugað er að tvö fjölbýlishús rísi á reitnum auk 4800 fermetra verslunarmið- stöðvar. Aður en skóflustungan var tekin var haldinn kýnningar- fundur fyrir verktaka, væntan- lega leigjendur og áhugasama um framkvæmdina. A fundin- um var gerð grein fyrir fyrir- huguðum framkvæmdum, kynntar verkáætlanir, teikn- ingar, skipulag og eigendur lóðarinnar svöruðu fyrirspurn- um varðandi framkvæmdirnar. Við sama tækifæri var skrifað undir samning milli Akranes- kaupstaðar og framkvæmdaað- ilans, Skagatorgs ehf. Að fram- kvæmdunum stendur fyrirtæk- ið Skagatorg sem er hlutafélag í eigu Harðar Jónssonar, Giss- urar og Pálma ehf. og Fjarðar- móta ehf. Allt eru þetta öflug fyrirtæki af höfuðborgarsvæð- inu sem leggja í þetta verkefhi saman, enda segjast eigendur þess hafa mikla trú á fjölgun íbúa og vaxandi atvinnutæki- færa á og í nágrenni Akraness. Falast hefur verið eftir 70% rýmisins A því svæði sem um ræðir (Miðbæjarreit) er fyrirhugað að byggja 4800 m2 verslunar- miðstöð sem framkvæmdaaðil- ar hyggjast fara með í alútboð. I því felst að hönnun, bygging, innréttingar og frágangur verða boðin út sem heild. A- ætluð verklok í byggingu versl- unarmiðstöðvar er haustið 2005, þannig að jólaverslun geti farið þar fram fyrir jólin 2005. Aðspurðir um væntan- legt leiguverð eða hvort versl- unarrými yrði fáanlegt til kaups, vildu talsmenn verktaka sem minnst svara í ljósi þess að eftir væri að fá niðurstöður úr fyrrgreindu alútboði. „Við reiknum þó með að leiguverð í verslunarrými gæti orðið ein- hversstaðar á bilinu 1200-1400 krónur fyrir fermetrann“, sagði Hörður Jónsson. „Skaga- torg mun leggja áherslu á að byggja eins ódýrt og mögulegt er til að leiguverð verði sem hagstæðast fyrir kaupmenn. Til að mynda verður mjög tak- markað gangrými og sameig- inlegt rými utan verslana í miðstöðinni, en gengið þess í stað inn í verslanirnar sem verða í húsinu utanfrá,“ sagði Björn S Lárusson, talsmaður Skagatorgs. Aðspurðir sagði Björn að búið væri að falast eftir um 70% af verslunarrým- inu í húsinu. Meðal annars er gert ráð fyrir því að í stærsta rýminu verði matvöruverslun og samkvæmt heimildum Skessuhorns hyggjast Sam- kaup, eigendur Nettó verslan- anna, færa verslun sína þangað frá Kalmansvöllum. Tvö háhýsi Auk verslunarmiðstöðvar verða byggð tvö fjölbýlishús á Miðbæjarreitnum sem verða 9 hæðir hvort auk þakhæðar eða alls 10 hæða byggingar. Hér er því um að ræða háreistustu í- búðabyggingar á Vesturlandi. Bygging fyrra fjölbýlishússins hefst í vor en verktakar tóku það fram að aðstæður á fast- eignamarkaðnum á Akranesi réðu því hvenær bygging seinna fjölbýlishússins hæfist, en það verður með húsnúmer 19 við Stillholt. MM Fá ekki afiiot af kennslu- stofum í verkfalli Nokkrir nemendur Grunda- skóla á Akranesi hafa lýst yfir ó- ánægju með að fá ekki að nýta kennslustofur skólans á skóla- tíma á meðan á verkfalli stend- ur. Jóhanna Gísladóttir, nem- andi í 10. bekk Grundaskóla segir að hún og nokkrar bekkj- arsystur hennar hafi viljað fá að læra sjálfar í skólanum til að nota tímann sem best í verkfall- inu. „Við æduðum að læra sam- an í hópi því þá getum við kennt hvor annarri, sú sem er góð í íslensku segir hinum til o.s.fv. Við fengum hinsvegar ekki að fara inn vegna þess að það var talið vera verkfalls- brot,“ segir Jóhanna. Hún segir að í staðinn verði hún og vin- konur hennar að finna sér pláss í einhverri kjallarageymslu eða í einhverju öðru óhentugu hús- næði. Guðbjartur Hannesson skólastjóri Grundaskóla sagði það ekki koma til greina að hafa nemendur eftirlitslausa í kennslustofum á skólatíma og ef ætti að hafa starfsmann yfir þeim þá væri það skýlaust verk- fallsbrot. Hann kvaðst hinsveg- ar skilja afstöðu nemenda sinna og ef það hefði verið mögulegt þá hefði hann komið til móts við þeirra óskir. GE LEIKSKÓLAKENNARA VANTAR I BORGARBYGGÐ Leikskólinn Hraunborq á Bifröst Vi& leikskólann Hraunborg á Bifröst vantar leikskólakennara í fullt starf. Ráðning í hlutastarf kemur einnig til greina. Leikskólinn Hraunborg er þriggja deilda leikskóli sem er þægilega staösettur í háskólaþorpinu Bifröst (www.bifrost.is). Þar eru aö jafnaði 56 börn á aldrinum 2 - 5 ára, flest í heilsdagsvistun, og um 15 starfsmenn. Umsóknarfrestur er til 27. september 2004. Nánari upplýsingar veitir Þórdís G. Magnúsdóttir, leikskólastjóri, í síma 435-0077. Einnig má hafa samband á netfangiö: hraunborg@borgarbyggd.is Leikskólinn á Varmalandi Við leikskólann á Varmalandi vantar leikskólakennara í hálft starf. Leikskólinn á Varmalandi er einnar deildar leikskóli. Þar eru að jafnaði 10- 12 börn á aldrinum 2 - 5 ára, flest í heilsdagsvistun, og 4-5 starfsmenn. Umsóknarfrestur er til 27. september 2004. Nánari upplýsingar veitir Ingunn Jóhannesdóttir, leikskólastjóri, í síma 430-1512. Einnig má hafa samband á netfangiö: varmalancf.leik@borgarbyggd. is Nauðsynlegt er að umsækjendur hafi áhuga á að vinna með börnum og búi yfirfærni í mannlegum samskiptum. Fáist ekki leikskólakennarar verða ráðnir starfsmenn með háskólapróf eða aðra uppeldismenntun og/eða reynslu. í samræmi við jafnréttisstefnu Borgarbyggðar eru jafnt karlar sem konur hvött til að sækja um störf njá sveitarfélaginu. Forstööumaöur frceöslu- og menningarsviös Borgarbyggöar BORGARBYGGÐ Auglýsendur athugið! í næstu viku verður óhefðbundinn útgáfudagur á Skessuhorni þar sem blaðið kemur út degi síðar en venjulega, þ.e. fimmtudaginn 30. september. Undanfarin ár hefur það tíðkast að gefa blaðið út í stærra upplagi einu sinni til tvisvar á ári í kynningarskyni og verður þessu tölublaði af Skessuhorni því dreift í 6000 eintökum inn á öll heimili ogfyrirtæki áVesturlandi. Vegna umfangs prentunar og tímafrekrar vinnslu blaðsins er auglýsendum sem hyggjast nýta sér þetta frábæra tækifæri, bent á að staðfesta þarf og senda inn efni í auglýsingar í síðasta lagi fyrir klukkan 16:00, föstudaginn 24. september. Efni þessa blaðs verður af ýmsum toga, fjölbreytt, fræðandi og skemmtilegt. Samhliða dreifingu blaðsins fylgir því óvæntur glaðningur og spennandi leikur, sem ekki verður upplýst um nánar að sinni. Við lofum hinsvegar að það mun vekja athygli og því munu auglýsingar hitta í mark, nú sem fyrr! Auglýsingasími blaðsins er 433-5500 og netfang skessuhorn@skessuhorn.is m

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.