Skessuhorn


Skessuhorn - 22.09.2004, Qupperneq 10

Skessuhorn - 22.09.2004, Qupperneq 10
10 MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 2004 ^BiUísunu^ Starfsmenn Höfða fyrir framan Braid Hills hjúkrunarheimilið í Edinborg. Starfsmenn Höfða til Edinborgar Nýja línan horfin af sjónarsviðinu 63 starfsmenn Dvalarheim- ilsins Höfða á Akranesi lögðu land undir fót í liðinni viku og flugu til Edinborgar í Skotlandi þar sem þeir dvöldu í fjóra daga. Heimsótt var m.a. 130 manna einkarekið hjúkrunar- heimili; Braid Hills Nursing Home. Að sögn Ásmundar Olafsson- ar forstöðumanns á Höfða fékk hópurinn góðar móttökur. Gestjöfunum var fært líkan af Grettistakinu frá Höfða að gjöf í tilefni heimsóknarinnar. Dval- ið var á Braid Hills hluta úr degi og voru starfsfólkinu sýnd- ar deildir heimilisins sem var byggt árið 1995. Ymsar upplýs- ingar voru gefnar um líf og starf á heimilinu og aðra þjón- ustu tengda öldruðum í borg- inni. Starfsmenn fóru fróðari um allan aðbúnað og þjónustu, en voru almennt sammála um að þótt þarna væri vel að verki staðið, þá stæðist aðbúnaðurinn á Akranesi fullkomlega saman- burð. Starfsmenn Höfða not- uðu tækifærið og fóru í skoðun- arferðir um borgina, stunduðu búðaráp og áttu saman góðar samverustundir. Starfsmenn Höfða fara árlega í skoðunar- og skemmtiferðir innanlands, til að kynnast starfi á öðrum öldrunarheimilum, auk þess að efla samheldnina og starfsand- ann. Þetta er hinsvegar í fýrsta skipti sem slík ferð er farin er- lendis og eru starfsmenn sam- mála um að vel hafi til tekist í alla staði með ferðina til Skotlands. MM Starfsmenn Skóflunnar unnu við það sl. mánudag að rífa verslunarhúsið að Kirkjubraut 18 á Akranesi þar sem Nýja lín- an var síðast til húsa. Húsið var byggt árið 1941 og hét lengst af verslunin Andvari hf. og seldi matvörur undir stjórn Þórðar Bjarnasonar kaupmanns. Þess má geta að hluti af innviðum hússins eru úr fyrsta timbur- húsinu sem byggt var á Akra- nesi og hét Miðteigur, eða Guðrúnarkot, og stóð neðst á Vitateig á horninu við Suður- götu. Það hús byggði Hallgrím- ur Jónsson, hreppsstjóri 1871 en var síðan rifið 1931 og inn- Fyrir skemmstu heimsótti Björn Bjarnason dómsmálaráð- herra ýmsar stofnanir sem heyra undir hans ráðuneyti á Vestur- landi. Fyrst fór ráðherra til sýslumannsins á Akranesi, kynnti sér starfsemi embættisins og heilsaði upp á starfsfólk sýsluskrifstofunnar og lögregl- unnar. Þvínæst fór ráðherra til sýslumannsins í Borgarnesi og kynnti sér starfsemi þess emb- ættis og heilsaði upp á starfs- menn. Jafnframt heimsótti ráð- herra Héraðsdóm Vesturlands, sem einnig hefur aðsetur í Borgarnesi. Ferð ráðherra lauk viðir þess notaðir í Andvara, eins og áður segir. Húsið fjær á myndinni sem síðast hýsti Blómahúsið (nr. 14) fer einnig innan skamms. Þegar því lýkur hafa öll húsin í röð við svo í Búðardal þar sem hann heimsótti sýslumanninn í Dala- Kirkjubraut, nr. 12, 14, 16 og 18 vikið, en á lóðunum mun Sveinbjörn Sigurðsson hf. inn- an skamms hefja byggingu fjög- urra hæða verslunar- og íbúðar- húsnæðis. MM sýslu og starfsfólk hans. GE Dómsmálaráðherra á yfirreið Frá heimsókn ráðherra í Búðardal. F.v. Þorsteinn Davíðsson, aðstoð- armaður ráðherra, Þorsteinn Geirsson ráðuneytisstjóri, Guðmundur Hjörvar Jónsson varðstjóri, Björn Bjarnason dómsmálaráðherra, Anna Birna Þráinsdóttir sýslumaður, Ingibjörg Jóhannsdóttir aðalbókari og Guðrún Jóhannsdóttir gjaldkeri. m TJeíði/ujtncS Umsjón: Gunncir Bender Húsjreyjan veiddi 300. laxinn Frábær gangur hefur verið í laxveiðiánum á Skarðs- og Fellsströnd og lax númer 300 kom á land í Búðardalsánni um helgina. Það var húsfreyj- an á Skarði, Þórunn Hilm- arsdóttir, sem veiddi fiskinn. Nokkrum klukkutímum seinna veiddi Steingrímur Hjartarsson á Fossi, lax núm- er 3 á þessu sumri, í Fagra- dalsánni. Fiskurinn tók spún. Veiðinni lauk í Glerá í Dölum í fyrradag og veiddust aðeins 11 laxar í ánni á þessu sumri, en lítið vatn hefur ver- ið í henni í allt sumar, að undanskildum síðustu dög- unum. Góður gangur hefur verið í Miðá í Dölum eftir að rigna tók og hafa bestu holl- in verið með 9 og 11 laxa, auk silunga. Áin fer að nálg- ast 100 laxa. Yfir 2000 laxar eru komnir á land úr Langá á Mýrum. Veiðimaður sem var þar á Fjallinu fyrir fáum dögum sagði mikið vera af fiski á svæðinu. Fiskur við fisk í sumum hyljum. Sá hinn sami veiðimaður veiddi vel af laxi í „Nú eru bara nokkir dagar þang- að til veiði verður hætt í Brynju- dalsá en á- gætis veiði hefur verið s í ð u s t u daga,“ sagði Jóhann Sig- urðsson hjá veiðifélagi Laxá, er við s p u r ð u m frétta af veiði á þeim slóðum. Fín veiði hefur verið í Reykjadalsá í Borgarfirði og mikið af fiski er í henni. Ekki skiptir máli hvaða agn er not- að því leyft er að veiða á allar gerðir í Reykjadalsá (flugu, spún, Devon og maðk). Vatnið í Reykjadalsá hefur aukist eftir að rigna tók í haust, en í mestu þurrkum er áin eins og þokkalegur bæjar- lækur. Þegar hinsvegar rignir vel hlaupa göngur upp ána og hafa aðstæður því verið góð- ar í henni undanfarið. Góður gangur hefur verið f Laxá í Dölum og þeir Guðmundur Sigurðsson og Grímur Arnarsson voru við veiðar i Kristnapolli fyrir fáum dögum og veiddu vel. „Misjöfn veiði hefur verið hjá veiðimönnum á Tanna- staðatanga í Hvítá og sumir hafa ekki fengið neitt en aðr- ir hafa gert ágætis veiði þar,“ sagði Jóhann aðspurður um veiðina þar. Það eru ekki margir veiði- dagar eftir, en ennþá er hægt að ná í veiði og veiðileyfi á nokkrum stöðum. Veiðimað- ur sem var á vatnasvæði Lýsu fýrir skömmu veiddi 4 laxa og setti alls í 6, en tveir sluppu. Sagði hann töluvert vera af laxi neðst á svæðinu. Skessuhorn/Gunnar Bender. Fyrsta golfhótelið rís Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra, tók fyrstu skóflustunguna. Við hlið hans eru Unnur og Hjört- ur á Shell, sem nú gerast einnig hóteleigendur. Síðastliðinn föstudag var fyrsta skóflustungan tekin að nýju 60 manna hóteli við golfvöllinn Ham- ar í Borgarbyggð. Það eru hjónin Unnur Halldórs- dóttir og Hjörtur Arnason sem byggja hótelið en þau hafa frá því í vor rekið gisti- og veitingaaðstöðu í gamla golfskálanum að Hamri. Það var Sturla Böðvarsson sam- gönguráðherra sem tók fyrstu skóflustunguna að hótelinu. A nýja hótelinu verða 30 tveggja manna herbergi sem öll verða með baði. Húsið verður á einni hæð og framan við hvert herbergi verður verönd og hægt að ganga út í garð úr öll- um herbergjum. Þá verður matsalur fyrir uþb. 70 manns með möguleika á stækkun inn í annan sal. I byggingunni verða auk þess 2 til 3 fundarsalir. Sá stærsti tekur 30 manns en hinir verða smærri og munu geta tekið 12 -15 manna fundi. Þá verður í húsinu fullkomið eld- hús, bar og önnur aðstaða sem fylgir nútíma hótelrekstri. Samkvæmt teikningum að hús- inu er sá möguleiki hafður op- inn að stækka hótelið um allt að 20 herbergi til viðbótar en eig- endurnir segja eftirspurn ráða því hvort og hvenær farið yrði í slíkar framkvæmdir. Unnið er að gerð samnings við stórt ferðaskrifstofufyrirtæki vegna samstarfs um markaðssemingu. Bygging hótelsins hefst í haust en það verða byggingaverktak- ar af Selfossi sem annast verkið en byggingin verður timbur- hús. Sparisjóður Mýrasýslu fjármagnar framkvæmdirnar til viðbótar framlagi eigenda. Gert er ráð fyrir að hótelið, sem verður fyrsta golfhótel landsins, opni 1. maí á næsta ári. MM

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.